27.11.2008 | 17:58
Orð dagsins: litlir drengir
Í 2 kafla Síðari konungabókar má lesa um það þegar Elía spámaður Drottins var hrifinn upp til himins. Eld vagn og eldhestar skyldu Elía frá lærisveini sínu, Elísa, og Elía fór upp í stormviðri. Elísa leysti Elía síðan af hólmi, og varð spámaður Drottins. Andi Elía var yfir Elísa, í tvöföldum skammti. Elísa spámaður Drottins hóf ferilinn glæsilega. Fyrst gerði hann mengað vatn heilnæmt í nafni Drottins, með því að kasta í það salti, og síðan fór hann til Betel, þaðan til Karmelsfjalls, og síðan aftur til Samaríu. Um það segir í versum 23-25
Þaðan fór hann upp til Betel. Þegar hann var á leið upp eftir komu smástrákar út úr borginni, gerðu gys að honum og kölluðu til hans: Komdu upp eftir, skalli! Komdu upp eftir, skalli! Hann sneri sér við, leit á þá og formælti þeim í nafni Drottins. Þá komu tvær birnur út úr skóginum og rifu sundur fjörutíu og tvo af drengjunum. Þaðan fór hann til Karmelfjalls og síðan aftur til Samaríu.
Orðin sem þýdd eru sem "smástrákar" eru tvö "na'arím ketaním". Þau eru þýdd sem "little children" í hebresku JPS þýðingunni. Orðin eru þýdd ýmist sem "small boys", "little boys", "little children", "little kids", "young lads", "boys" o.s.frv. í enskum þýðingum, nema hvað að New King James þýðingin notar orðið "youths", sem er að mínum dómi hæpið.
"Na'ar" þýðir drengur, og "katón" þýðir lítill. "Na'arím ketaním" eru fleirtölumyndir þessara orða. Litlir drengir. Við lesum um það í þessum versum að spámaður Drottins bölvar littlum drengjum (eða litlum börnum, því að orðið na'arím yrði líka notað um kynjablandaðan barnahóp). Eftir að spámaðurinn hefur bölvað litlu börnunum í nafni Drottins, fyrir það að stríða spámanninum fyrir það að vera sköllóttur, sendir Drottinn kvenkyns bjarndýr sem rifu 42 af börnunum í sundur. Ég er viss um að ef við myndum sjá þessa sögu á myndbandi, þar sem 42 lítil börn væru bókstaflega rifin í sundur af bjarndýrum, myndum við fara að há gráta. (Mér fannst til dæmis virkilega erfitt að sjá á myndbandi árás þriggja ungmenna sem réðust á einn í Njarðvík. Sú árás, eins ljót og alvarleg hún var, er einungis barnaleikur við hliðina á þessari árás). En í frásögninni eru engin merki um að Elísa hafi kyppt sér upp við þetta. Drottinn sendi birni til að rífa börnin í sundur. Höfundur Síðari konungabókar skeytir ekkert meira um þetta og frásögnin af Elísa heldur áfram eins og ekkert hafi gerst. "Þaðan fór hann til Karmelsfjalls og síðan aftur til Samaríu." Foreldrar barnanna ættu aldrei að fyrirgefa Guði þetta. Þetta er ófyrirgefanlegt. Þetta er ógeðslegt. Þetta svívirðilegt. Allir kristnir menn myndu fordæma þessa sögu afdráttarlaust ef að spámaðurinn hefði verið Múhammeð en ekki Elísa. Sem betur fer er þetta skáldsaga. Enginn Guð sendi birni til að rífa í sundur börn.
Trúmál og siðferði | Breytt 28.11.2008 kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.11.2008 | 11:14
En þetta er "bara" Gamla testamenntið?
Ég las um daginn bloggfærslu um grimmd Gamla testamenntisins. Kristinn maður, sem kallaði sig Jón Bóndi, gerði athugasemd við þessa bloggfærslu og sagði m.a.:
"Sjálfur er ég hættur að taka mikið mark á Gamla testamenntinu (GT), einmitt vegna þess sem þú nefnir og síðan að þetta eru trúarrit gyðinga."
Í athugasemdum á blogginu andmenning.blog.is skrifaði hinn frelsaði Arnar Geir eftirfarandi, í kjölfar þess að Pétur nokkur hafði talið upp einkennilega hluti úr Gamla testamenntinu:
"Pétur, gamla testamenntið er ekki til kristinna manna. Það er spáð fyrir um krist í gamla testamenntinu, en það er fyrst og fremst bók gyðinga."
"Einhver" skrifaði athugasemd við bloggfærslu á blogginu mínu, þar sem ég var að fjalla um eitthvað sem hann kunni ekki að meta úr Gamla testamenntinu. Hann sagði:
"Guð gaf okkur nýtt testament. Það gamla er úr sögunni, svo gleymum því og förum eftir hinu testamennti þar sem Jesús kemur til sögunnar með Guðs náð og miskunn. Er ekki að mestu hér verið að tala um Gamla testamenntið?"
Athugasemdir í þessum dúr má finna víða. Þær lýsa að mínum dómi afar "ókristilegu" viðhorfi til Gamla testamenntisins. Ef til vill ætti ég að segja "hentistefnulegu" viðhorfi. Þetta fólk er fljótt að hafna Gamla testamenntinu, þegar það finnur eitthvað þar sem þeim líkar ekki við. Þegar eitthvað ljótt kemur upp í Gamla testamenntinu, þá er bent á það með hraði, að þetta sé nú trúarbók gyðinga. Þeir sem þetta segja virðast skyndilega gleyma því að "mannakorna öskjurnar" þeirra eru fullar af fallegum versum úr Gamla testamenntinu, sem kristið fólk les sér reglulega til huggunnar og ánægju. (Já, auðvitað eru fullt af fallegum hlutum í Gamla testamenntinu, og að mínum dómi líklega meira af áhugaverðu efni þar en í hinu Nýja testamennti.)
En þeir sem hampa Nýja testamenntinu, en fúlsa við því Gamla, ættu að kynna sér hvað Nýja testamenntið segir um það Gamla.
Bæði Jesús og Postularnir litu á Gamla testamenntið sem innblásið og myndugt orð Guðs:
Matteus 5:17 og 19 - "Ætlið ekki að ég sé kominn ti lað afnema lögmálið eða spámennina". "Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum mun kallast minnstur í himaríki en sá sem heldur þau og kennir mun mikill kallast í himnaríki".
Takið eftir að 19. versið er í framtíð, en ekki fortíð. Þeir sem halda lögmálið og spámennina munu verða miklir í himnaríki.
Matteus 23:2-3 "2Á stóli Móse sitja fræðimenn og farísear. 3Því skuluð þér gera og halda allt sem þeir segja yður en eftir breytni þeirra skuluð þér ekki fara því þeir breyta ekki sem þeir bjóða."
Þegar Jesús gagnrýndi faríseanna og fræðimennina, var hann ekki að gagnrýna kenningar þeirra aðallega, heldur þá staðreynd að þeir voru hræsnarar. Þeir breyttu ekki eins og þeir buðu.
Í Jóhannesi 10:35 segir Jesús um lögmálið: "og ritningin verður ekki felld úr gildi".
Í 2. Tím 3:14-17 segir að Tímóteus hafi frá blautu barnsbeini þekkt heilagar ritningar, og að sérhver ritingin sé innblásin af Guði, og nytsöm til fræðslu, leiðréttingar og menntunar í réttlæti. Ef að Páll skrifaði Tímóteusarbréf, er ljóst að þegar þessi Tímóteus var barn, var Nýja testamenntið ekki til. Páll væri því að tala um Gamla testamenntið, og að sérhver ritning þess sé heilög og innblásin af Guði.
Það er líka hægt að benda á orðin í 2. Pét. 1:20-21 um Ritninguna.
Jesús hóf feril sinn, predikandi fátækum góðar fréttir, lesandi úr Jesaja spámanni (Lúkas 4:16-19). Bæði Filipus (Post 8:28-35) og Apollos (Post 18:24-28) notuðu Gamla testamenntið til að leiða fólk til trúar á Jesú. Postularnir predikuðu Gamla testamenntið. Höfundar Nýja testamenntisins vísa sirka 1600 sinnum í Gamla testamenntið. Þeir gefa sér að orð þess séu innblásin, og nota þau m.a. til að styðja mál sitt í guðfræðilegum rökræðum. Gamla testamenntið var Biblía frumkirkjunnar.
Oft halda menn að Jesús hafi verið látinn taka afstöðu gegn Gamla testamenntinu t.d. í Fjallræðunni. Það byggist á misskilningi. Höfundur Matteusarguðspjalls var mikill Gamla testamenntismaður (sbr. t.d. versin sem ég vísaði í hér að ofan). Ég vísa hér með í seinni hluta athugasemdar númer 15 sem ég skrifaði við færluna "Nytsöm til fræðslu" varðandi fjallræðuna.
Að lokum vil ég beina sésrtaklega sjónum að því sem "Einhver" skrifði um það að náðin og miskunin kæmu til sögunnar með Jesú í Nýja testamenntinu. Ég er ekki viss um að Gyðingar myndu t.d. finnast orð Nýja testamenntisins um að sá sem ekki trúi á Jesú verið kastað í óslökkvandi eld, þar sem ormarnir deyja ekki, og eldurinn slokknar ekki, sérlega miskunsöm. Staðreyndin er sú að megnið af Gamla testamenntinu virðist ekki gera ráð fyrir helvíti. Fólk sem lést fór allt saman bara í gröfin (Sheol). Af því leytinu til er Gamla testamenntið "betra" og raunsærra en það Nýja. Prédikarinn 9:5 segir: Því að þeir sem lifa, vita að þeir eiga að deyja, en hinir dauðu vita ekki neitt og hljóta engin laun framar. Sjá líka t.d. 1. Mós 3:19, Sálmarnir 119:14, Job 34:14, Jer 51:57, og fleiri dæmi.
Eitt af því sem gerir Gamla testamenntið áhugaverðara en það Nýja, fyrir minn smekk, er að trú gyðingana snérist að lang mestu leyti um þennan heim, og guðinn þeirra hafði aðallega áhuga á þessari veröld, og velferð fólks á jörðinni í þessu lífi. Nýja testamenntið snýst að stórum hluta um hjálpræði sem menn hlotnast eftir dauðann, himnaríki eða eilífa refsingu, andaverur himingeimsins, og Krist á himnum. Nýja testamenntið bíður mönnum einkum handanheims verðlaun. Í Gamla testamenntinu tilbáðu menn Guð sem sá fyrst og fremst fyrir þröfum þeirra í þessum heimi. "Hann rekur réttar munaðarleysingjans og ekkjunnar og sýnir aðkomumanninum kærleika og gefur honum fæði og klæði." (5. Mós 10:18) Þar sem þetta líf í þessum heimi er það eina sem við höfum, finnst mér nálgun Gamla testamenntisins áhugaverðari. Gamla testamenntið er "jarðbundnara".
Og eftir öll þessi skrif um Gamla testamenntið, vil ég taka það fram, að mér finnst orðið "Gamla testamenntið" mikið ónefni. Réttara væri að tala um "hebresku Biblíuna". Þegar kristnir menn kalla trúarrit gyðinga "gamla", og sitt trúarrit "nýja", hljóma þeir einum of sjálfumglaðir fyrir minn smekk.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
14.11.2008 | 22:02
Veðurguðinn Jahve talar...
Amos 4:6-8
6Ég hélt tönnum yðar hreinum í öllum borgum yðar
og lét brauð skorta í öllum þorpum yðar
en þér sneruð ekki aftur til mín,
segir Drottinn.
7Ég synjaði yður um regn þegar þrír mánuðir voru til uppskeru.
Þá lét ég rigna á eina borg en ekki á aðra,
einn akur var vökvaður regni
en annar, sem ég vökvaði ekki, skrælnaði.
8Fólk eigraði til sömu borgar frá tveimur, þremur öðrum
til að fá vatn að drekka
en fékk ekki nægju sína.
En þér sneruð ekki aftur til mín,
segir Drottinn.
Ef að Amos hefði bara vitað það sem við vitum í dag um skýin og regn, þá hefði hann líklega ekki kennt Guði um þurrkinn. What are clouds and why does it rain?
Mér fannst vers 9-11 líka áhugaverð í þesum kafla:
9Ég laust yður með korndrepi og gulnun,
ég lét garða yðar og vínekrur þorna,
engisprettur átu fíkjutré yðar og ólífutré
en þér sneruð ekki aftur til mín,
segir Drottinn.
10Ég sendi drepsótt gegn yður eins og í Egyptalandi,
felldi æskumenn yðar með sverði
og hestar yðar urðu herfang.
Ég lét nályktina í herbúðum yðar leggja fyrir vit yðar
en þér sneruð ekki aftur til mín,
segir Drottinn.
11Ég kollvarpaði öllu yðar á meðal
eins og ég kollvarpaði Sódómu og Gómorru.
Þá urðuð þér eins og raftur úr eldi dreginn
en þér sneruð ekki aftur til mín,
segir Drottinn.
Svona reyndu Hebrearnir að útskýra þjáningar sínar. Guð hlaut að vera að refsa þeim. Ég skil ekki nútíma fólk, sem heldur að algóður Guð hagi sér með þessum hætti.
Edit: "því að svo elskaði Guð Ísraelsmenn, að hann gaf þeim hungursneyð og drepsóttir og drap syni þeirra, svo að þeir myndu hætta að syndga."
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
12.11.2008 | 14:14
Guð talar
Dóttir mín, Kristey Sara, 3 ára, fer á miðvikudögum í barnastarf í Hvítasunnukirkjunni. Ég bæði keyri hana uppí kirkju, og sæki. Á meðan starfið fer fram, fer ég í borðtennis. Þegar við vorum að keyra heim eftir starfið í síðustu viku spurði ég hana: "Hvað gerðuð þið í barnastarfinu í dag?". Hún svaraði:"Við lokuðum augunum og hlustuðum á Guð". Ég spurði: "Og sagði Guð eitthvað við þig?". Hún svaraði brosandi:"Já, hann sagði að ég væri kúkalabbi".
Þessi börn!
Trúmál og siðferði | Breytt 18.11.2008 kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.10.2008 | 13:19
Kynmök við engla
Í fyrsta kafla og níunda versi Enoks bókar stendur:
And behold! He cometh with ten thousands of His holy ones | ||
To execute judgement upon all, | ||
And to destroy all the ungodly: | ||
And to convict all flesh
|
Í Júdasarbréfi í Nýja testamenntinu er vitnað í þessi orð Enoksbókar. Í versi 14-15 í Júdasarbréfi stendur: Um þessa menn spáði Enok líka, sjöundi maður frá Adam, er hann segir: Sjá, Drottinn er kominn með sínum þúsundum heilagra til að halda dóm yfir öllum, og til að sanna alla óguðlega menn seka um öll þau óguðlegu verk sem þeir hafa drýgt og um öll þau hörðu orð sem óguðlegir syndarar hafa talað gegn honum.
Í 6. kafla 1. Mósebókar, er sagt frá því, er synir Guðs, sem kallaðir voru englar í grískum útfáfum af 1. Mósebók, höfðu samfarir við dætur mannanna, og eignuðust með þeim afkvæmi sem urðu víðfrægar hetjur. (enda ekki ónýtt að vera engill í föðurætt og mennskur í móðurætt)
1Nú tók mönnunum að fjölga á jörðinni og þeim fæddust dætur. 2Þá sáu synir Guðs hve dætur mannanna voru fagrar. Þeir tóku sér þær konur sem þeir lögðu hug á. 3Þá sagði Drottinn: Andi minn skal ekki búa í manninum að eilífu því að hann er dauðlegur. Ævidagar hans skulu vera hundrað og tuttugu ár. 4Á þeim tímum voru risarnir á jörðinni og einnig síðar er synir Guðs höfðu samfarir við dætur mannanna og eignuðust með þeim börn. Það voru hetjurnar sem í fyrndinni voru víðfrægar.
Í grískum þýðingum Gamla testamenntisins, eru "synir Guðs", einfaldlega þýtt sem "englar", eins og áður segir. Höfundar bóka Nýja testamenntisins, töluðu grísku, og vitna yfirleitt alltaf í gríska Gamla testamenntið (Septuagint), þegar þeir á annað borð vitna í Gamla testamenntið.
Áðurnefnd Enoksbók, sem höfundur Júdasarbréfs vitnaði til, lýsir með nákvæmari hætti, að því er virðist, því sem í raun og veru gerðist í 6. kafla fyrstu Mósebókar. Eftirfarandi er úr 6 kafla Enoks bókar, vers 1-3:
1 And it came to pass when the children of men had multiplied that in those days were born unto 2 them beautiful and comely daughters. And the angels, the children of the heaven, saw and lusted after them, and said to one another: 'Come, let us choose us wives from among the children of men 3 and beget us children.' ...
Og vers sex segir að tvö hundruð englar hafi stigið niður af himni á Hemron fjall: And they were in all two hundred; who descended in the days of Jared on the summit of Mount Hermon, and they called it Mount Hermon, because they had sworn
Í þriðja versi sjönda kaflans lesum við um börnin sem englarnir eignuðust með mennsku konunum: And they 3 became pregnant, and they bare great giants, whose height was three thousand ells
Í nítjánda kafla Enoksbókar segir eftirfarandi um hina gröðu engla, sem höfðu samræði við mennskar konur: 'Here shall stand the angels who have connected themselves with women, and their spirits assuming many different forms are defiling mankind and shall lead them astray into sacrificing to demons as gods, (here shall they stand,) till the day of the great judgement in 2 which they shall be judged till they are made an end of. And the women also of the angels who 3 went astray shall become sirens.'
Júdasarbréf, sem eins og áður segir vitnar í versin í fyrsta kafla Enoksbókar, sem um sannan spádóm sé að ræða, virðist líka minnast á áðurnefnda gröðu engla. Vers 6 í Júdasarbréfi segir: Minnist englanna sem ekki gættu tignar sinnar heldur yfirgáfu eigin bústað. Guð hefur geymt þá í myrkri í ævarandi fjötrum til dómsins á deginum mikla. (endurspeglar að miklu leyti 10 kafla, vers 5-7 í Enoksbók*)
Einnig er mögulegt að skilja 2. Pétursbréf 2:2-4 sem tilvísun í hina gröðu engla.
Nú kunna einhverjir trúmenn (eins og t.d. Mofi) að mótmæla því að 2. Pétursbréf 2:2-4, og Júdasarbréf, vers 6, séu að vísa til umfjöllunar í Enoksbók um þessa gröðu engla sem áttu kynmök við mennskar konur. En því verður hins vegar ekki með góðu móti neytað, að Júdasarbréf, vitnar í Enoksbók 1:9, og gefur sér, að spádómur hennar hafi verið frá Guði kominn, og hafi ræst. Það er því ljóst, að amk höfundur einnar bókar Nýja testamenntisins, hafi verið mikill smekkmaður á bókmenntir. það er ekki ónýtt að vitna í Enoksbók, enda er Enoksbók algjör snilld.
*Enok 10:5-7 cast him into the darkness: and make an opening 5 in the desert, which is in Dudael, and cast him therein. And place upon him rough and jagged rocks, and cover him with darkness, and let him abide there for ever, and cover his face that he may 6,7 not see light. And on the day of the great judgement he shall be cast into the fire.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
20.10.2008 | 21:53
Guð er mjög góður grjótkastari
Guð ræður ekki með góðu móti við járnvagna. enda segir í Dómarabókinni 1:19: "Og Drottinn var með Júda svo að þeir náðu undir sig fjalllendinu en þeim tókst ekki að hrekja burt þá sem bjuggu á sléttlendinu því að þeir höfðu járnvagna." Guð er hins vegar mjög flynkur í því að henda grjóti, og getur kastað því frá himnum og alla leið niður til jarðarinnar. Hann myndi eflaust standa sig vel í kúluvarpi. Jósúa 10:11 segir:
11Á flóttanum undan Ísrael, er þeir voru á stígnum niður frá Bet Hóron, kastaði Drottinn sjálfur stórum steinum á þá af himni alla leiðina til Aseka og varð það þeirra bani.
Flestar erlendar þýðingar þýða þetta svona líka. Hér eru tvö dæmi:
Í Amplified stendur: the Lord cast great stones from the heavens on them as far as Azekah, killing them.
New American Standard: the LORD threw large stones from heaven on them as far as Azekah, and they died
Það er enginn vafi á því hvort að þetta sé rétt þýtt, en þetta var vitlaust þýtt í gömlu íslensku þýðingunni. Hér er þetta á hebresku fyrir þá sem kunna eitthvað hrafl í henni:
- וַיהוָה הִשְׁלִיךְ עֲלֵיהֶם אֲבָנִים גְּדֹלוֹת מִן-הַשָּׁמַיִם עַד-עֲזֵקָה
20.10.2008 | 11:56
Út af færslunni hér fyrir neðan
Hér er til fróðleiks tilvitnun úr bókinni Evolutionary Creation: A Christian Approach to Evolution. Hin tilvitnuðu orð snúa að sögunni í upphafi 6. kafla fyrstu Mósebókar um syni Guðs, sem höfðu samfarir við dætur mannanna:
The belief that gods and humans had sex and then gave birth to extraordinary beings was a widespread motif in the ancient Near East. For example, an Egyptian account describes a god mating with the queen mother who later gives birth to the Pharaoh. The Babylonian epic hero Gilgamesh is partly divine and partly human, and he was borne to the goddess Ninsun and the human king Lugalbanda. As noted previously, ancient reproductive biology viewed women basically as fields for the seed of men. The belief that gods had reproductive seed was also commonly accepted at that time (e.g., the masturbating Egyptian god Atum). Therefore, male celestial beings sowing their seed in the womb of female human beings, as suggested in Gen 6:14, made perfect sense to ancient peoples like the Hebrews.
Denis Lamoureux is Associate Professor of Science and Religion at St. Joseph's College, University of Alberta, has doctoral degrees in dentistry, theology and biology, and is an evangelical Christian.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2008 | 22:04
Goðsögur Biblíunnar
1Nú tók mönnunum að fjölga á jörðinni og þeim fæddust dætur. 2Þá sáu synir Guðs hve dætur mannanna voru fagrar. Þeir tóku sér þær konur sem þeir lögðu hug á. 3Þá sagði Drottinn: Andi minn skal ekki búa í manninum að eilífu því að hann er dauðlegur. Ævidagar hans skulu vera hundrað og tuttugu ár. 4Á þeim tímum voru risarnir á jörðinni og einnig síðar er synir Guðs höfðu samfarir við dætur mannanna og eignuðust með þeim börn. Það voru hetjurnar sem í fyrndinni voru víðfrægar.
1. Mós 6:1-4
Sumir trúa því að sögur á borð við þessa sem birtist hér fyrir ofan, séu raunverulegar lýsingar á fortíðinni. Þeir trúa því sem sagt í alvörunni, að synir Guðs ( eða einhverjar anda verur), hafi haft samfarir við dætur mannanna, og að á jörðinni hafi verið ógurlegir risar. Goðsagnakenndar sögur á borð við þessa eru ekki óalgengar í Biblíunni. Einhver fleiri dæmi má t.d. finna í færslunni minni "Risi í Járnrúmi". Það kemur fram í 5. Mós 3:11, að einn seinni tíma afkomandi þessara risa hafi verið það stór, að rúm hans hafi verið fjórir og hálfur metri að lengd, og tveir metrar að breidd.
Trúmál og siðferði | Breytt 18.10.2008 kl. 06:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
22.9.2008 | 09:48
Róaðu þig nú Jahve
Ég var að lesa 25. kafla 4. Mósebókar.
Þegar að Guð verður reiður, getur dugað að hengja menn dauða upp á móti sól, til að sefa reiði Guðs. Ísraelar höfðu tilbeðið annan Guð en Jahve. Þá blossaði reiði Jahve upp, og hann sagið við Móse: "Sæktu alla leiðtoga þjóðarinnar og hengdu þá upp frammi fyrir Drottni, gegnt sól svo að glóandi heift Drottins víki frá Ísrael". (það er nokkuð skýrt að verið sé að tala um að hengja þá upp, eftir að þeir hafa verið drepnir)
Hvers vegna ætli það hafi verið best að hengja mennina upp gegnt sól? Er einhver með tillögu?
Síðan sagði Guð við dómara Ísraels: "Sérhver lífláti nú þá af mönnum sínum sem tengst hafa Baal Peór."
Vegna óhlýðni Ísraela hafði plága skollið á fólkið, sem drap 24.000 manns. En Guð aflétti plágunni vegna guðlegs verknaðar Pínehasar prests: "Þegar Pínehas prestur, sonur Eleasar Aronssonar, sá þetta reis hann upp mitt í söfnuðinum, þreif spjót, gekk á eftir Ísraelsmanninum inn í kvennatjaldið og rak þau bæði í gegn, Ísraelsmanninn og konuna frá Midían. Linnti þá plágunni meðal Ísraelsmanna"
Þá sagði Guð: "Pínehas prestur, sonur Eleasar Aronssonar, bægði reiði minni frá Ísraelsmönnum með afbrýðisemi vegna mín mitt á meðal þeirra."
Þá var Jahve loksins orðinn alveg rólegur, og blóðbaðinu og plágunni gat linnt.
Ég var að spá í hvort að Jahve gæti ekki prófað t.d. hugleiðslu eins og Búdda, til að róa sig, frekar en fjölda aftökur, og skæðar refsiplágur?
En þið sem ætlið að skrifa athugasemdir til að verja framferði Jahve, íhugið vandlega hverslags óþverra þið sitjið uppi með að verja. Mynduð þið taka til varna, ef þetta stæði í Kóraninum?
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (61)
19.8.2008 | 22:22
Bloggað um Biblíuna 2008
Hér á eftir koma linkar á allar Biblíu bloggfærslunar mínar á árinu til þessa. Mér hefur oft fundist helsti gallinn við blogg formið vera hversu óaðgengilegt eldra efnið verður þegar að nýjar færslur bætast stöðugt við.
1. janúar. Skítugu stelpurnar
2. janúar. Lýst er eftir týndum Biblíuversum
7. janúar. Ó, þú flata jörð!
12. janúar. Sá yðar sem syndlaus er
17. janúar. Af bókstafstrúarmönnum og fundamentalistum
23. janúar. Allir geta gert mannleg mistök
28. janúar. Snilld í Jobsbók
2. febrúar. Risi í járnrúmi
8. febrúar. Biblíuleg stærðfræði og heilagir gamlingjar
25. febrúar. Nytsöm til fræðslu
23. mars. Biblían um aga
28. mars. Vantrú í eyðimörkinni
6. júní. Hvað hét fósturafi Jesú?
6. júní. Hann mátti ekki vera í söfnuði Drottins að eilfíu
9. júní. Pólitísk átök í Biblíunni
20. júní. Í Betlehem er barn oss fætt
7. júlí. Sálmur 29 og þrumuguðinn Bal
1. ágúst. Nammi, nammi, namm!
2. ágúst. Ljóðræn og hispurslaus
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Sindri Guðjónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Biblían
Frábær og gagnleg heimasíða. Þarna er hægt að lesa bæði nýju þýðinguna, og hina gömlu góðu 1981 þýðingu.
- Hebrew - English Bible
- Biblían Frábær og gagnleg heimasíða. Þarna er hægt að lesa bæði nýju þýðinguna, og hina gömlu góðu 1981 þýðingu.
Bloggvinir
- lexkg
- andres
- alla
- bjolli
- geiragustsson
- gudnim
- godinn
- hjaltirunar
- jevbmaack
- prakkarinn
- rosaadalsteinsdottir
- sigurgeirorri
- nerdumdigitalis
- truryni
- styrmirh
- svanurmd
- stormsker
- vefritid
- postdoc
- fsfi
- axelpetur
- gattin
- brandarar
- eyglohjaltalin
- hleskogar
- ljonas
- andmenning
- kt
- durban2
- sviss
- hvala
- svenni
- nordurljos1
- vest1
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 2701
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar