Veðurguðinn Jahve talar...

Amos 4:6-8

6Ég hélt tönnum yðar hreinum í öllum borgum yðar
og lét brauð skorta í öllum þorpum yðar
en þér sneruð ekki aftur til mín,
segir Drottinn.
7Ég synjaði yður um regn þegar þrír mánuðir voru til uppskeru.
Þá lét ég rigna á eina borg en ekki á aðra,
einn akur var vökvaður regni
en annar, sem ég vökvaði ekki, skrælnaði.

8Fólk eigraði til sömu borgar frá tveimur, þremur öðrum
til að fá vatn að drekka
en fékk ekki nægju sína.
En þér sneruð ekki aftur til mín,
segir Drottinn.

Ef að Amos hefði bara vitað það sem við vitum í dag um skýin og regn, þá hefði hann líklega ekki kennt Guði um þurrkinn. What are clouds and why does it rain? 

Mér fannst vers 9-11 líka áhugaverð í þesum kafla:

9Ég laust yður með korndrepi og gulnun,
ég lét garða yðar og vínekrur þorna,
engisprettur átu fíkjutré yðar og ólífutré
en þér sneruð ekki aftur til mín,
segir Drottinn.
10Ég sendi drepsótt gegn yður eins og í Egyptalandi,
felldi æskumenn yðar með sverði
og hestar yðar urðu herfang.
Ég lét nályktina í herbúðum yðar leggja fyrir vit yðar
en þér sneruð ekki aftur til mín,
segir Drottinn.
11Ég kollvarpaði öllu yðar á meðal
eins og ég kollvarpaði Sódómu og Gómorru.
Þá urðuð þér eins og raftur úr eldi dreginn
en þér sneruð ekki aftur til mín,
segir Drottinn.

Svona reyndu Hebrearnir að útskýra þjáningar sínar. Guð hlaut að vera að refsa þeim. Ég skil ekki nútíma fólk, sem heldur að algóður Guð hagi sér með þessum hætti.

Edit: "því að svo elskaði Guð Ísraelsmenn, að hann gaf þeim hungursneyð og drepsóttir og drap syni þeirra, svo að þeir myndu hætta að syndga."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

[Jón Valur] Zko, ef þú bara kynnir hebrezka ztafrófið, minn kæri Zindri, þá myndirðu vita að þarna er það ekki guð sem zkapar þurrkinn.[/Jón Valur]

 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.11.2008 kl. 22:25

2 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Ah, takk fyrir þetta Jón Valur. Ég held ég gerist þá bara Kaþólikki. Þarf ég að skýrast aftur, eða dugir barnaskírnin sem ég fékk í Þjóðkirkjunni? Svo var ég niðurdýfingarskýrður í Krossinum. Skiptir það einhverju máli?

Sindri Guðjónsson, 14.11.2008 kl. 22:34

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Annars minntist Bart Ehrman einmitt á sömu vers í nýlegum fyrirlestri sem ég sá. Tilviljun?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.11.2008 kl. 22:39

4 identicon

Hvernig á Guð að fá fólk til að hætta að syndga ? Senda því línu með email kannski ?

Ath ! Íslendingar hafa sett kynvillu á stall, leyft fóstureyðingar, og skurgoðadýrkun og fl. Afleiðing : Guð vék augliti sínu frá landinu, og þá : Ísland er orðið aðhlátursefni víða um heim,  skuldsett og jafnvel illa veðsett.

Þeir Guðlausu í landinu bera alfarið ábyrgð á þessu ástandi, og ættu allir sem einn að gjöra iðrun hið snarasta .  En sennilega gera þeir það ekki, og halda afneitunni áfram eins og ísraelsmenn gerðu fram í rauðann dauðann .

Júrí (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 22:47

5 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Júrí, "því að svo elskaði Guð Ísraelsmenn, að hann gaf þeim hungursneyð og drepsóttir og drap syni þeirra og dætur, svo að þeir myndu hætta að syndga." Amos 4:9-11

Sindri Guðjónsson, 14.11.2008 kl. 23:11

6 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Hjalti, nei, ég sá fyrirlesturinn líka.

Annars var ég að spá í hvort þú værir til í að bregða þér í mynd Mofa í næsta innleggi, líkt og þú gerðir varðandi Jón Val. Hann hætti skyndilega að rökræða við mig (lét sig bara hverfa) í miðjum klíðum í athugasemdum við "Goðsögur Biblíunnar".

Sindri Guðjónsson, 14.11.2008 kl. 23:17

7 identicon

Elskaði Guð ísraelsmenn svo mikið að hann drap syni þeirra og dætur ? Mikið ofboðslega ertu mikill kjáni sindri minn ! Guð gefur fyrst hógværar viðvaranir, til að halda fólki frá alvarlegum syndum . En þar sem "hógværar" viðvaranir skiljast illa (eins og t.d gerist oft hjá stjórnmálamönnum) varð Guð að taka til örþrifaráða (sem hann vildi helst komast hjá ) til að láta fólk sjá alvöruna ! Mjög einföld og skynsöm "lógig" ef orða mætti svo .

Júrí (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 23:40

8 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Júrí, "því svo elskaði Guð Ísraelsmenn, að hann greip til þeirra örþrifa ráða að drepa syni þeirra og dætur, þegar annað dugði ekki til." En þó að Guð hafi drepið syni Ísraelsmanna, þá sneru þeir sér samt ekki til hans! Svo Guð hefði kannski bara átt að sleppa þessu.

Sindri Guðjónsson, 14.11.2008 kl. 23:44

9 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Júrí, svo þætti mér afskaplega vænt um ef þú gætir sleppt því að kalla mig kjána.

Sindri Guðjónsson, 14.11.2008 kl. 23:44

10 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Júrí, guð elskaði líka Ísraelsmenn svo mikið að hann gaf þeim óholl boðorð og lög sem leiddu til ólífis og lét fólk brenna frumburði sína í eldi. Þetta gerði hann til þess að fólki mætti ofbjóða og gera sér grein fyrir því að Guð sé Drottinn. (Es 20:25-26) Er þetta ekki yndislegt! Halelúja!

Sindri Guðjónsson, 14.11.2008 kl. 23:48

11 identicon

Fyrirgefðu bjánastimpilinn, en það er samt ákaflega bjánalegt af þér segja Guð drepa þá sem hann elskar ! Til að hafa aga á hlutum, þarf stundum "aðgerðir" sem falla ekki í kramið hjá sumum eins og gefur að skilja .

Guð gaf Móse boðorðin 10 og þar er ekkert ógeðslegt að finna . Af hverju hangir þú alltaf í einhverjum lögmálum sem hafa ekkert að gera með þá kristni sem ræður ríkjum í dag ? Svona bara til að hafa einhverja afsökun fyrir því að vera hlutlaus ?

Júrí (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 17:07

12 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Drottinn blessi þig Sindri

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.11.2008 kl. 15:52

13 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Júrí, mikið var þa nú gott að Guð skyldi hafa afturkallað vondu boðorðin sín.

En finnst þér bjánalegt að segja að Guð geri hluti vegna þess að hann elski menn? Elskaði hann ekki fólkið sem hann drap í aga skyni?

Sindri Guðjónsson, 17.11.2008 kl. 08:50

14 identicon

Hvaða hvaða. Þetta virkaði nú á egyptana. "Þú hefur buffað þjóðina mína í mauk og nú sé ég að þú ert réttlátur" sagði ónafngreindur Faraó í umdeilanlegri endurorðun. Sama hvað ég hrelli ykkur get ég ekki fengið ykkur til að elska mig? Furðulógík.

Jakob (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 14:43

15 Smámynd: Rebekka

"Þeir Guðlausu í landinu bera alfarið ábyrgð á þessu ástandi, og ættu allir sem einn að gjöra iðrun hið snarasta."
Svona eins og 9/11 var samkynhneigðum að kenna?  Annars er Guð frekar harður húsbóndi...  virðist oft vera eins og í ofbeldisfullu hjónabandi og við erum kúgaða eiginkonan með glóðaraugu.

Rebekka, 17.11.2008 kl. 18:30

16 identicon

Guð er ekkert harður húsbóndi er litið er á hversu mörg ár hann gaf Ísraelsmönnum séns . Venjulegur húsbóndi á heimilinu, hefði aldrei slíka þolinmæði gagnvart eiginkonu !

Júrí (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 20:22

17 Smámynd: Rebekka

Neinei, hann er ekkert alltaf leiðinlegur, en þessi vers sem Sindri tók fyrir sína hann ekkert sem voða góðan... (fyrir utan góða tannhirðu).  "Ég svelti ykkur, lét uppskeruna bresta, lét æskumennin deyja, gaf ykkur drepsóttir..." o.s.frv.  Algengasta afsökun ofbeldismanna er "Ég elska þig af öllu hjarta, en þú gerir mig bara svo reiðan".

Rebekka, 18.11.2008 kl. 05:17

18 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Rödd skynseminar skrifaði: "en þessi vers sem Sindri tók fyrir sína hann ekkert sem voða góðan". Málið er bara að það eru hundruðir kafla í spámönnunum sem innihalda nákvæmlega sama dæmi. Guð lætur sína brennandi heift og reiði bitna á Ísrael, og neyðist til að refsa þeim með blóðsúthellingum, drepsóttum, hungursneiðum, og náttúruhamförum, því að þolinmæði Guðs er nú endanlega á þrotum. Ég endurtek, það eru hundruðir kafla sem fjalla akkúrat um þessa dóma Guðs. Ég nefndi einhver dæmi í athugasemdum við pistilinn "Nammi, nammi, namm!" Júrí, Guð er því kannski ekki eins þolinmóður og seinn til reiði og þú villt vera láta.

Jakob, brilliant púnktur með Faraó :-)

Sindri Guðjónsson, 18.11.2008 kl. 12:55

19 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Sindri hvað varð um færsluna þar sem Guð talar til dóttur þinnar?

Aðalbjörn Leifsson, 18.11.2008 kl. 13:16

20 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Þarf að smella henni inn aftur!

Sindri Guðjónsson, 18.11.2008 kl. 13:35

21 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Færslan er komin aftur inn. Tók hana út, af því að ég fékk einhverja bakþanka varðandi það hvort þetta væri sniðug færsla. Mér fannst hún dóttir mín allaveganna vera mjög fyndin

Sindri Guðjónsson, 18.11.2008 kl. 13:39

22 identicon

Blessaður Sindri og þið öll sem skrifið hér. Tókstu ekki skírn fyrr en í Krossinum Sindri magnað vissi það ekki.  Sagan um dóttur þína bara fyndin.

Nú er ég þrátt fyrir að vera Hvítasunnumaður í Krossinum lélegt dæmi um bókstafstrúarmann og eftir minni skilgreyningu þá er ég það ekki. Bókstafstrúarmaður.

Ég skal manna fyrstur viðurkenna að hef aldrei skilið að algóður Drottinn sendi Ísraelsmenn í hernað gegn þá sinni eiginn sköpun og annað í þeim dúr.

Eins viðurkenni ég að ég hleyp gjarnan bara yfir þessa kafla þegar ég les orðið og staldra fremur við huggunar og uppörvunarorð eins og t.d í Esekíel þegar ég les gamla testamentið.

Það breytir ekki þeirri staðreynd að ég veit að sá Guð sem ritningin talar um sé til og hann hefur opinberað sig í gegnum Heilagann Anda. Því trúi ég ritningunni og samskiptum Guðs og Ísraelsmanna á þeim forsendum að Kristur sem ritninginn talar um er sá samki Kristur og ég hef talað við og talað við mig.

Vera má að ég sé bara snargeðveikur Sindri en ég trúi vissulega en skil fátt og lítið.

Guð Biblíunnar er sá sem hefur reynst mér best í þessu lífi. Þannig að svona að endingu þá þekki ég hann bara af góðu einu ;)

Davíð. (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 07:46

23 identicon

Ég ætti ekki að skrifa færslur svona snemma morguns.

En sá Davíð sem skrifaði þessa ruglingslegur færslu er sá sem var í Hvító á Akureyri.

Davíð. (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 07:49

24 identicon

Guð er góður við þá sem vilja vera góðir . Það er reyndar eitthvað reynt að segja fólki að svo sé alls ekki .

Júrí (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 08:26

25 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Júrí, ég held að fáir myndu reyna að segja að Guð væri ekki góður við þá sem vilja vera góðir. Guð er ekki til. Ef hann væri til, þá væri hann eflaust góður við þá sem vilja vera góðir. (Og hann ætti að vera góður við hina líka reyndar, enda segir að hann sé góður við vanþakkláta og vonda í Lúkasi 6:35)

Blessaður Davíð. Það sést úr flugvél hvaða Davíð skrifaði textann! Þú þurftir ekki að gera nánari grein fyrir þér   (Davíð+ekki hreinræktaður bókstafstrúarmaður+Hvítasunnumaður+er í Krossinum+ mögulega "snargeðveikur" og skilur fátt og lítið= Davíð hálf sænski sveitakall og eyfirðingur í útlegð í Reykjavík). Frétti að þú hefðir haft gaman að færslunni um dóttur mína, sem er ánægjulegt að heyra

Sindri Guðjónsson, 24.11.2008 kl. 09:01

26 identicon

Ef Guð er ekki til, vertu þá svo góður að hætta að skrifa níð og lygar um hann . Er það ekki merki um alvarlega geðveiki, að húðskamma eitthvað sem ekki er til ? Jú það er það !

Júrí (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 21:02

27 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Júrí, ég er að fjalla um Biblíuna. Hún er til

Sindri Guðjónsson, 24.11.2008 kl. 21:04

28 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Davíð, ég gleymdi einu. Ég var skírður löngu áður en ég gekk í Krossinn. Kirkjan sem ég var í átti ekki skírnarlaug, svo við fengum að laugina í Krossinum lánaða. Ég var skírður í nafni Guðs föðurs, sonars, og Heilags anda, sem Gunnari Þorsteins fannst ekki nógu gott. Hann hélt að það ætti að skíra mig í Jesú nafni.

Sindri Guðjónsson, 24.11.2008 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Guðjónsson

Höfundur

Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson

Ég heiti Sindri! Ég er trúlaus, og blogga hér aðallega um Biblíuna. (Ég er að vísu sem betur fer hættur þessu stússi)

 

Þú getur haft samband: sindri79(a)gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...itvig
  • ...ysyvq
  • ...100_2438

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 2424

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband