Orð dagsins: litlir drengir

Í 2 kafla Síðari konungabókar má lesa um það þegar Elía spámaður Drottins var hrifinn upp til himins. Eld vagn og eldhestar skyldu Elía frá lærisveini sínu, Elísa, og Elía fór upp í stormviðri. Elísa leysti Elía síðan af hólmi, og varð spámaður Drottins. Andi Elía var yfir Elísa, í tvöföldum skammti. Elísa spámaður Drottins hóf ferilinn glæsilega. Fyrst gerði hann mengað vatn heilnæmt í nafni Drottins, með því að kasta í það salti, og síðan fór hann til Betel, þaðan til Karmelsfjalls, og síðan aftur til Samaríu. Um það segir í versum 23-25

Þaðan fór hann upp til Betel. Þegar hann var á leið upp eftir komu smástrákar út úr borginni, gerðu gys að honum og kölluðu til hans: „Komdu upp eftir, skalli! Komdu upp eftir, skalli!“ Hann sneri sér við, leit á þá og formælti þeim í nafni Drottins. Þá komu tvær birnur út úr skóginum og rifu sundur fjörutíu og tvo af drengjunum. Þaðan fór hann til Karmelfjalls og síðan aftur til Samaríu.

Orðin sem þýdd eru sem "smástrákar" eru tvö "na'arím ketaním". Þau eru þýdd sem "little children" í hebresku JPS þýðingunni. Orðin eru þýdd ýmist sem "small boys", "little boys", "little children", "little kids", "young lads", "boys" o.s.frv. í enskum þýðingum, nema hvað að New King James þýðingin notar orðið "youths", sem er að mínum dómi hæpið.

"Na'ar" þýðir drengur, og "katón" þýðir lítill. "Na'arím ketaním" eru fleirtölumyndir þessara orða. Litlir drengir. Við lesum um það í þessum versum að spámaður Drottins bölvar littlum drengjum (eða litlum börnum, því að orðið na'arím yrði líka notað um kynjablandaðan barnahóp). Eftir að spámaðurinn hefur bölvað litlu börnunum í nafni Drottins, fyrir það að stríða spámanninum fyrir það að vera sköllóttur, sendir Drottinn kvenkyns bjarndýr sem rifu 42 af börnunum í sundur. Ég er viss um að ef við myndum sjá þessa sögu á myndbandi, þar sem 42 lítil börn væru bókstaflega rifin í sundur af bjarndýrum, myndum við fara að há gráta. (Mér fannst til dæmis virkilega erfitt að sjá á myndbandi árás þriggja ungmenna sem réðust á einn í Njarðvík. Sú árás, eins ljót og alvarleg hún var, er einungis barnaleikur við hliðina á þessari árás). En í frásögninni eru engin merki um að Elísa hafi kyppt sér upp við þetta. Drottinn sendi birni til að rífa börnin í sundur. Höfundur Síðari konungabókar skeytir ekkert meira um þetta og frásögnin af Elísa heldur áfram eins og ekkert hafi gerst. "Þaðan fór hann til Karmelsfjalls og síðan aftur til Samaríu." Foreldrar barnanna ættu aldrei að fyrirgefa Guði þetta. Þetta er ófyrirgefanlegt. Þetta er ógeðslegt. Þetta svívirðilegt. Allir kristnir menn myndu fordæma þessa sögu afdráttarlaust ef að spámaðurinn hefði verið Múhammeð en ekki Elísa. Sem betur fer er þetta skáldsaga. Enginn Guð sendi birni til að rífa í sundur börn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver hefur svosem ekki viljað siga villtum björnum á litla skíta sem kasta snjóboltum í bílinn þinn á fullri ferð?

Jakob (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 18:30

2 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Ég ætla að segja stelpunum mínum að kasta ekki snjóboltum í bílinn þinn. Hvernig lítur hann út?

Sindri Guðjónsson, 27.11.2008 kl. 18:36

3 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Sindri Guðjónsson, 27.11.2008 kl. 18:37

4 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Annars mynnir þessi frásöng mig mjög mikið á bókina Útlendinginn eftir Albert Camus.

Sindri Guðjónsson, 27.11.2008 kl. 18:40

5 identicon

Rauður Audi 90.... Númerslaus í einhverjum kirkjugarði

Jakob (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 18:41

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hvar eru allir trúvarnarmennirnir?

En fleirtalan af katón, getur varla verið ketarím. Er það ekki ketaním?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.11.2008 kl. 20:54

7 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Jú, búinn að laga. Takk.

Sindri Guðjónsson, 28.11.2008 kl. 20:59

8 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Hlýt að hafa ruglast útaf r-inu í na'ar og na'arím. Tók ekkert eftir þessu.

Sindri Guðjónsson, 28.11.2008 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Guðjónsson

Höfundur

Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson

Ég heiti Sindri! Ég er trúlaus, og blogga hér aðallega um Biblíuna. (Ég er að vísu sem betur fer hættur þessu stússi)

 

Þú getur haft samband: sindri79(a)gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...itvig
  • ...ysyvq
  • ...100_2438

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband