Goðsögur Biblíunnar

1Nú tók mönnunum að fjölga á jörðinni og þeim fæddust dætur. 2Þá sáu synir Guðs hve dætur mannanna voru fagrar. Þeir tóku sér þær konur sem þeir lögðu hug á. 3Þá sagði Drottinn: „Andi minn skal ekki búa í manninum að eilífu því að hann er dauðlegur. Ævidagar hans skulu vera hundrað og tuttugu ár.“ 4Á þeim tímum voru risarnir á jörðinni og einnig síðar er synir Guðs höfðu samfarir við dætur mannanna og eignuðust með þeim börn. Það voru hetjurnar sem í fyrndinni voru víðfrægar.

1. Mós 6:1-4

Sumir trúa því að sögur á borð við þessa sem birtist hér fyrir ofan, séu raunverulegar lýsingar á fortíðinni. Þeir trúa því sem sagt í alvörunni, að synir Guðs ( eða einhverjar anda verur), hafi haft samfarir við dætur mannanna, og að á jörðinni hafi verið ógurlegir risar. Goðsagnakenndar sögur á borð við þessa eru ekki óalgengar í Biblíunni. Einhver fleiri dæmi má t.d. finna í færslunni minni "Risi í Járnrúmi". Það kemur fram í 5. Mós 3:11, að einn seinni tíma afkomandi þessara risa hafi verið það stór, að rúm hans hafi verið fjórir og hálfur metri að lengd, og tveir metrar að breidd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Sindri sumir trúa því að forfeður þeirra hafa verið apar, en ég held að forfeður apanna hafi verið .......... apar. Be blessed not stressed. Guð blessi þig Sindri minn.

Aðalbjörn Leifsson, 18.10.2008 kl. 10:50

2 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Við og apar eigum sameiginlega forfeður. Ástæðan fyrir þeirri ályktun er óhemju mikið af vísbendingum sem raunvísindamenn hafa safnað saman, en ekki sú staðreynd að því sé haldið fram í gömlum goðsagnakenndum bókum. Ég á heilan haug af sköpunarvísindabókum, og las þær allar vel og samviskusamlega. Þegar ég ákvað að kynna mér vel báðar hliðar málsins, komst ég að því að í raun var enginn vafi á því að menn og apar ættu sameiginlega forfeður. Öll rök sköpunarvísinda manna urðu að engu við hliðina á því sem alvöru vísindamenn gátu bent á máli sínu til stuðnings. Mér fannst alveg ógeðslega erfitt að sætta mig við þetta, og las haug af sköpunarvísinda bókum aftur, og sendi e-maila á kristna vísindamenn sem aðhylltust vitræna hönnun til að biðja um hjálp, en þeir gátu ekki látið sönnunargögnin hverfa. Niðurstaðan varð því sú að ég varð að sætta mig við að mennirnir hafi þróust, og eigi sameiginlega forfeður og apar. Ég hélt samt áfram að vera trúaður. Benedikt vissi t.d. að þetta væri mín skoðun á uppruna mannanna.

Ef þú hefur tíma, orku og getu til að lesa þetta, þá skora ég á þig: http://www.talkorigins.org/faqs/molgen/

Hérna er jútjúb myndband:

http://www.youtube.com/watch?v=zi8FfMBYCkk

Taktu eftir því hvað myndbands svör sköpunarvísindamanna eru slöpp... Hérna er dæmigerð nauðvörn: "Þó að litningur 2 hjá manninum líti út fyrir að vera samsettur úr tveimur litningum, þá er samt ekki búið að sanna að hann hafi verið samsettur af tveimur litiningum"

Sindri Guðjónsson, 18.10.2008 kl. 12:38

3 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Hérna er e-mail sem ég sendi sænska lífefnafræðingnum Krister, en ég sá hann kenna um vitræna hönnun þegar ég fór á mót í Livest Ord. Eins og sést á meilinu var ég enn alveg 100% trúaður þegar ég skrifaði meilið: 

Hello. My name is Sindri. I am a youth pastor from Iceland. I saw you lecture in Swedish about Intelligent Design, during ung.nu Youth Conference in Livest Ord.
 
I have been interested in the origin debate for more than a decade, and I own and I have read many "anti-evolution" books - and I have spent countless hours online reading about this issue as well. Still (unfortunately) I find the evidence for evolution to be overwhelming. (My faith in God and his Word is not shaken though - revelation is a hard data) 
 
How do you explain that "humans share thousands of exactly the same DNA errors, including retroposons, with other
primates at exactly the same DNA locations or positions", if they do not have a common ancestor?
http://www.trustbible.com/evolution.htm
 
I know that the Bible is 100% the Word of God, but perhaps God did not mean to be teaching us about science in Genesis 1-3 but about himself? (genesis being partly figurative and poetic)
 
I hope you have the time to speak to me about these things - I need to dialoge with someone. If not, God bless you and prosper you, and hopefully I will see you again sometime in Uppsala. I will be back to Livest Ord, I love that church, and the work God has been doing through it.

John 5:46-47
If you believed Moses, you would believe me, for he wrote about me. But since you do not believe what he wrote, how are you going to believe what I say?"

Sindri Guðjónsson, 18.10.2008 kl. 12:42

4 Smámynd: Sigurður Rósant

Höfundar slíkra sagna, þar sem guði eða guðs sonum er bendlað við kynferðislega misnotkun á saklausum konum jarðarinnar, eru í raun að guðlasta. Og það versta er að flestir trúaðir kjósa að loka augunum fyrir því og líta svo á að það hafi verið í lagi að guð eða synir guðs eignuðust börn með hebreskum stúlkum.

Svona sögur eiga sennilega uppruna sinn í því að ungar ólofaðar stúlkur urðu skyndilega barnshafandi. Til að hylma yfir með þeim og koma þannig í veg fyrir grýtingu skv. lögmáli hebreskra trúarleiðtoga, var þessi aðferð notuð, þ.e. að herma þungunina upp á syni guðs eða guð sjálfan. Það veitti kannski einhver grið. Hver veit?

Já, þjóðsögur Hebrea eru margr hverjar skondnar.

Sigurður Rósant, 19.10.2008 kl. 15:16

5 identicon

Ég hef nú heyrt skemmtilegar geimverupælingar út frá þessum sögum ;)

Dögg (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 10:53

6 Smámynd: Mofi

Sindri
Sumir trúa því að sögur á borð við þessa sem birtist hér fyrir ofan, séu raunverulegar lýsingar á fortíðinni. Þeir trúa því sem sagt í alvörunni, að synir Guðs ( eða einhverjar anda verur), hafi haft samfarir við dætur mannanna, og að á jörðinni hafi verið ógurlegir risar.

Já, ég trúi því en ég hef enga ástæðu til að ætla að synir Guðs eru ekki venjulegir menn. Til dæmis í Galatabréfinu þá lesum við:

Galatians 3

25 But now that faith has come, we are no longer under a guardian, 26for in Christ Jesus(AV) you are all sons of God, through faith.

sindri
Það kemur fram í 5. Mós 3:11, að einn seinni tíma afkomandi þessara risa hafi verið það stór, að rúm hans hafi verið fjórir og hálfur metri að lengd, og tveir metrar að breidd.

Það sem kemur fram þar er eftirfarandi:

Deu 3:11 
(For only Og the king of Bashan was left of the remnant of the Rephaim. Behold, his bed was a bed of iron. Is it not in Rabbah of the Ammonites? Nine cubits was its length, and four cubits its breadth, according to the common cubit.) 

Hvaða lengd á þessum tíma "cubit" var er eitthvað sem við getum ekki vitað fyrir víst. 

sindri
Taktu eftir því hvað myndbands svör sköpunarvísindamanna eru slöpp... Hérna er dæmigerð nauðvörn: "Þó að litningur 2 hjá manninum líti út fyrir að vera samsettur úr tveimur litningum, þá er samt ekki búið að sanna að hann hafi verið samsettur af tveimur litiningum"

Taktu eftir því hvað trúin er sterk hjá guðleysingjunum. Mér finnst það merkilegt því að þarna er um að ræða bæði rök sem menn byggja á mjög takmörkuðum skilningi á DNA og síðan að þeim finnist eitthvað ólíklegt. Það er algjör brandari að guðleysingi tali um eitthvað sem ólíklegt og þess vegna afskrifar hann það þegar uppruni eins próteins er miljörðum sinnum ólíklegri atburður.

Ég get svo sem skilið að eiga erfitt með að trúa að sagan í 1. Mósebók er bókstafleg en það er mjög langur vegur frá því og að hafna Kristi og síðan enn lengri og órökréttara að hafna tilvist Guðs.

Kveðja,
Mofi

Mofi, 20.10.2008 kl. 12:59

7 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Í fyrsta lagi voru þetta andaverur en ekki menn, sem fjallað er um í 1. Mós 6:1-4. Það sést skýrlega á samhenginu, enda urðu börn þeirra, er þeir áttu samfarir við dætur mannanna, engir venjulegir menn, heldur risar. En svo ég vitni í Denis Lamoureux (sama bók og ég vitnaði í í færslunni hér fyrir ofan):

The expression “sons of God” appears only a few times in the Old Testament and the context of these passages is always a celestial scene. In the book of Job, Satan and the sons of God present themselves before the Lord. The place of this meeting is heaven, because Satan has just arrived “from roaming through the earth and going back and forth in it” (1:7, 2:2). Similarly, Job 38:7 states that the sons of God are joyously shouting at the beginning of creation when the foundations of the earth were set in place. A heavenly scene is apparent in Ps 89:6–7: “Who in heaven is comparable to the Lord? Who among the sons of God is like the Lord, a God greatly feared in the council of the holy ones, and awesome above all those who are around him?” The two other appearances of this expression also allude to a celestial context (Ps 29:1, 89:6). Clearly, “sons of God” in the Old Testament refers to heavenly beings. Thus, Gen 6:1–4 records that celestial creatures and human women mated and procreated.

Það er síðan afleitt að skýra fornan hebreskan höfund með því að vitna í allt annað bréf, á öðru tungumáli, skrifuð af manni sem var gegnumsýrður í greco rómverskum þankagangi.

Menn hafa mjög góða hugmynd um það hvað "cubit" var stórt. Sú forna hebreska mælieining er bærilega þekkt, og menn geta borið saman hvað ýmislegt annað var sagt langt og breitt, og séð það.

Þú svara svo ekki með neinum hætti efnislega þeim rökum sem birtast á þeim linkum sem ég vísa á. Menn hafa nægan skilning á erfðamengi mannsins, og erfða efnum almennt, til að færa fram þau rök, sem færð hafa verið fram. Mundu það að þegar ég var trúaður, og efaðist ekkert um Biblíuna, fannst mér samt sannanir þróunarinnar yfirgnæfandi, þó að ég vildi svo gjarnan að svo væri ekki raunin. Það er bara þannig. Ég hef sagt það áður við þig að þú ættir að lesa eitthvað eftir alvöru fræðimenn um þessa hluti, en ekki bara eitthvað þras og kappræður á bloggsíðum á netinu og answers in genesis.

Sindri Guðjónsson, 20.10.2008 kl. 16:43

8 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Sú forna mælieining sem notuð er í tekstanum er að sjálfsögðu ekki enska orðið "cubit", btw, klaufalega orðað.

Sindri Guðjónsson, 20.10.2008 kl. 16:44

9 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Svo vil ég benda þér á Mofi, að í athugasemdum við "Bréf frá frjálsum", þá benti ég á nokkur dæmi af mörgum um milli stig milli hvala og landspendýra sem voru forfeður þeirra. Þú vitnaðir til baka í einhverja della frá Answers in Genesis, þar sem sagt var að einungis væru til mjög ófullkomnir steingervingar af þessum tegundum. Bæði ég og Hjalti bentum þér á að það sé helber della. Það eru til margar heilar steingerðar beinagrindur, og líka margar býsna heilar (t.d. 80% heilar o.s.frv). Þú svaraðir aldrei.

Sindri Guðjónsson, 20.10.2008 kl. 16:49

10 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Mofi, þar sem þú villt taka Biblíuna alvarlega sem raunvísindarit, þá vil ég benda þér á að samkvæmt henni er jörðin flöt, og himinn gerður úr hörðu efni, og er ofan á jörðinni eins og skál á hvolfi. http://www.sindri79.blog.is/blog/sindri79/entry/408424/

Sindri Guðjónsson, 20.10.2008 kl. 21:08

11 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Og Mofi, til að spara þér vinnuna, skal ég sjálfur linka á svörin frá Answers in Genesis: http://www.answersingenesis.org/tj/v14/i3/flat_earth.asp

Sindri Guðjónsson, 20.10.2008 kl. 21:16

12 Smámynd: Mofi

Sindri
Í fyrsta lagi voru þetta andaverur en ekki menn, sem fjallað er um í 1. Mós 6:1-4. Það sést skýrlega á samhenginu, enda urðu börn þeirra, er þeir áttu samfarir við dætur mannanna, engir venjulegir menn, heldur risar. En svo ég vitni í Denis Lamoureux (sama bók og ég vitnaði í í færslunni hér fyrir ofan):

Mér finnst það vægast sagt órökrétt og algjör óþarfi að lesa það út úr þessu.  Hvað er að því að trúa því að synir Guðs eru menn, ef Guð er til, eru þá ekki menn synir Guðs?  

Sindri
Menn hafa mjög góða hugmynd um það hvað "cubit" var stórt. Sú forna hebreska mælieining er bærilega þekkt, og menn geta borið saman hvað ýmislegt annað var sagt langt og breitt, og séð það.

Já, en þarna er verið að tala um rit Móse skrifað fyrir sirka 3500 árum síðan svo ég tel það vera rétt að við getum ekki sagt að við vitum þetta fyrir víst.  En það er að minnsta kosti ekki stórmál fyrir mig að trúa því að einhverjir menn í gegnum mannkynssöguna hafa verið mjög stórir.

Sindri
Þú svara svo ekki með neinum hætti efnislega þeim rökum sem birtast á þeim linkum sem ég vísa á. Menn hafa nægan skilning á erfðamengi mannsins, og erfða efnum almennt, til að færa fram þau rök, sem færð hafa verið fram

Ég er ekkert að segja að rökin eru ekki gild, ég er aðeins að segja að þau eru ekki gallalaus og stærsti gallinn er þegar guðleysingjar tala um líkur. Ef þetta er ólíklegt og sannar eitthvað þá er hægt að segja að skapari bjó til fyrsta lífið sem eitthvað sem er jafn öruggt og að sólin er heit og tveir plús tveir er sama sem fjórir.

Sindri
Mundu það að þegar ég var trúaður, og efaðist ekkert um Biblíuna, fannst mér samt sannanir þróunarinnar yfirgnæfandi, þó að ég vildi svo gjarnan að svo væri ekki raunin. Það er bara þannig

Og hver er trú þín núna?  Enginn Guð eða einhvers konar Guð en að Hann aðeins byrjaði alheiminn eða?   Hvað finnst þér um dæmi um hönnun eins og bakteríu mótorinn, sjá: Mótorinn sem Guð hannaði

Sindri
Svo vil ég benda þér á Mofi, að í athugasemdum við "Bréf frá frjálsum", þá benti ég á nokkur dæmi af mörgum um milli stig milli hvala og landspendýra sem voru forfeður þeirra

Ég þarf að setja mig betur inn í stöðuna á umræðunni um þróun hvala og steingervinga hvala.

Sindri
Mofi, þar sem þú villt taka Biblíuna alvarlega sem raunvísindarit, þá vil ég benda þér á að samkvæmt henni er jörðin flöt, og himinn gerður úr hörðu efni, og er ofan á jörðinni eins og skál á hvolfi. http://www.sindri79.blog.is/blog/sindri79/entry/408424/

Ég er algjörlega ósammála og tel þannig vera mjög að bjaga orð Biblíunnar þegar menn reyna að lesa þannig úr henni, sjá: Kennir Biblían að jörðin sé flöt?

Takk fyrir linkinn á AiG :)

Mofi, 21.10.2008 kl. 10:31

13 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Hvað er órökrétt við það að segja að synir Guðs séu andaverur? Voru Satan og synir Guðs, sem voru frammi fyrir Guði í Jobsbók bara venjulegir menn? Afhverju er alltaf himnesk "setting" í gamlatestamenntinu þegar talað er um syni Guðs? Og ef að synir Guðs eru bara menn, til hvers er þessi saga? Skyndilega sáu karlmenn að kvennmenn voru sexy, og byrjuðu að sofa hjá þeim. Þá fæddust miklir risar, og Guð stytti æfi mannanna niður í 120 ár. Var ekki Guð búinn að segja við Adam og Evu að vera frjósöm og uppfylla jörðina? Hverjir voru foreldrar þessa fólks?

Móse skrifaði ekki 5. Mósebók, og hún er nær því að vera skrifuð fyrir 2500 árum og á fullt af samtíma ritum, þar sem við getum séð hvernig þessi mælieining er notuð. Prófaðu að taka kúrsa í gamlatestamenntisfræði í H.Í.

Það eru yfirgnæfandi líkur á þróun já. Það er búið að gera hana rosalega líklega. Rökin eru góð og gild.

Hverju trúi ég núna? Ég trúi ekki lengur á Biblíuguð, og hef ekki fundið fyrir þörf til að trúa á einhvern annan Guð í staðinn. Ég trúi ekki á neinn sérstakan Guð eða yfirnáttúru, og þess vegna er ég trúleysingi. Það gæti alveg eins verið að einhver Guð sé til. Býst ekki við því.

"If you look up 'atheism' in a dictionary, you will probably find it defined as the belief that there is no God. Certainly many people understand atheism in this way. Yet many atheists do not, and this is not what the term means if one consider it from the point of view of its Greek roots. In Greek 'a' means 'without' or 'not' and 'theos' means 'god.' From this standpoint an atheist would simply be someone without a belief in God, not necessarily someone who believes that God does not exist. According to its Greek roots, then, atheism is a negative view, characterized by the absence of belief in God." Michael Martin, Atheism: A Philosophical Justification, (Philadelphia: Temple University Press, 1990), p. 463.

Varðandi mótorinn, þá finnst mér ekkert ótrúlegra við það að hann hafi orðið til með náttúrulegum hætti, en að einhver yfirnáttúruleg vera, sem enginn getur séð, og staðreynt hvort sé á annað borð til, hafi búið hann til. Telur þú það sjálfgefið að Guð hljóti að hafa búið motorinn til? Menn urðu til með náttúrulegum hætti, og eru þó miklu flóknari en þessi mótor.

http://www.youtube.com/watch?v=SdwTwNPyR9w&feature=related ég reikna með að þú hafir séð þetta myndband og fleiri á jútúb

Þú segist ósammála því að Biblían kenni að jörðin sé flöt. Samt töldu allir aðrir að jörðin væri flöt á þeim tíma sem Biblían var skrifuð, og þeir notuðu sömu orð og sömu hugtök og sömu setningar og höfundar Biblíunnar nota til að lýsa hinni flötu jörð. Þeir lýsa heimsmynd samtíma síns. Mofi, það þarf að bjaga orð Biblíunnar afar mikið til að fá það út að hún sé hnöttur, og himinn ekki úr föstu efni, og að hún sé ekki ofan á vatni.

Sindri Guðjónsson, 21.10.2008 kl. 13:13

14 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Mofi, í ekki-flatjarðar greininni þinni, vísar þú í Job 26:7. Ég er enginn séstakur hebresku sérfræðingur, en ég tók mér þó u.þ.b. tvö ár, þar sem mest allur laus frítími fór í það að stúdera og læra hebresku, sem mér fannst mjög gaman. (Fyrir utan að lesa tvær hebresku kennslu bækur var ég t.d. alltaf með hebresku spólur í gangi í bílnum, og labbaði varla skref utandyra, nema að vera með sálmana á hebresku í MP3 spilaranum mínum, auk þess sem ég las Biblíuna daglega á hebresku). Meira að segja fyrir hebresku leikmann eins og mig, er augljóst, að hvergi er verið að tala um geiminn í Job 26.  

Í Job 26:7 stendur bara "hann hengir jörðina á hvað?". Ég veit ekki betur en að síðasta orðið (mah) þýði bara "hvað". Flestar enskar þýðingar segja: "hann hengir jörðina á ekkert", og mér finnst það vera hálfgert skáldaleyfi að þýða mah/ sem þýðir "hvað" sem ekkert. En þú villt meina að hér sé verið að tala um geiminn, og villt skilja þessa setningu ljóðsins í Job 26 bókstaflega. En villtu þá ekki taka hinar setningarnar í þessu ljóði bókstaflega líka? Í sama ljóði er talað t.d. um stoðir eða súlur himins, og margt fleira skemmtilegt. Himinn, sem var úr föstu efni, var talinn sitja á stoðum. Það voru ekki bara Hebrear sem héldu þetta.

Að lokum vil ég benda þér að gamni á færsluna "Snilld í Jobsbók": http://www.sindri79.blog.is/blog/sindri79/entry/427810/

Og hér kemur svo Job 26:7 á hebresku, ef einhverjir hebreskumenn vilja skoða:

נֹטֶה צָפוֹן עַל-תֹּהוּ; תֹּלֶה אֶרֶץ, עַל-בְּלִי-מָה

Sindri Guðjónsson, 21.10.2008 kl. 13:32

15 Smámynd: Mofi

Sindri
Hvað er órökrétt við það að segja að synir Guðs séu andaverur?

Af því að það er óraunhæft að láta andaverur eignast börn með venjulegu fólki; sérstaklega þegar synir Guðs geta alveg eins verið bara menn.  Aðeins spurning um að taka rökréttari kostinn.  Ef hitt gerðist þá svo sem gerðist það en ég vil ekki lesa of mikið út úr of litlu þegar nokkuð rökrétt leið er til að skilja þetta sem þarf ekki mikla trú til að aðhyllast.

Sindri
Skyndilega sáu karlmenn að kvennmenn voru sexy, og byrjuðu að sofa hjá þeim. Þá fæddust miklir risar, og Guð stytti æfi mannanna niður í 120 ár. Var ekki Guð búinn að segja við Adam og Evu að vera frjósöm og uppfylla jörðina? Hverjir voru foreldrar þessa fólks?

Sumir hafa komið með þá hugmynd að ástæðan fyrir að þarna er talað er um syni Guðs er vegna þess að þarna voru menn hliðhollir Guði en þeir féllu frá því með því að vera með konum sem voru ekki hliðhollar Guði. 

Sindri
Móse skrifaði ekki 5. Mósebók, og hún er nær því að vera skrifuð fyrir 2500 árum og á fullt af samtíma ritum, þar sem við getum séð hvernig þessi mælieining er notuð. Prófaðu að taka kúrsa í gamlatestamenntisfræði í H.Í.

Þar sem Biblían, bæði Gamla og Nýja Testamentið halda því fram að Móse er höfundurinn þá tel ég það vera þeirra sem halda gangstæðu fram að koma með sannanir fyrir því.  Dæmi um staði sem Biblían segir að Móse er höfundurinn, sjá: (Joshua 8:31; 1 Kings 2:3; Daniel 9:11; Mark 12:26; Luke 20:28; John 5:46-47; 7:19; Acts 3:22; Romans 10:5). Even the Pentateuch itself declares Moses to be its author (Exodus 17:14; 24:4; 34:27; Numbers 33:1-2; Deuteronomy 31:9 )

Sindri
Það eru yfirgnæfandi líkur á þróun já. Það er búið að gera hana rosalega líklega. Rökin eru góð og gild.

Þá væri gaman að sjá þig skrifa grein þar sem þú tilgreinir þau rök sem þér finnst vera mest sannfærandi. Fyrir mig þá er þróun afskaplega ósannfærandi, gögnin arfaslæm og rökin byggja aðallega á ímyndunaraflinu.

Sindri
Varðandi mótorinn, þá finnst mér ekkert ótrúlegra við það að hann hafi orðið til með náttúrulegum hætti, en að einhver yfirnáttúruleg vera, sem enginn getur séð, og staðreynt hvort sé á annað borð til, hafi búið hann til. Telur þú það sjálfgefið að Guð hljóti að hafa búið motorinn til?

Hérna sé ég ákveðna fordóma varðandi "yfirnáttúru"; að sumu leiti skiljanlegt.  Ég tel sjálfgefið að röð af tilviljunum gátu ekki búið til mótorinn.  Þegar við getum ekki búið til svona mótor þótt við höfum hann fyrir framan augun á okkur þá segir það mér að vera sem er gáfaðri en við bjó hann til; að minnsta kosti útilokað að ferli með engar gáfur gæti búið hann til.

sindri
Menn urðu til með náttúrulegum hætti, og eru þó miklu flóknari en þessi mótor.

Ég að sjálfsögðu trúi ekki að mannkynið varð til með náttúrulegum hætti. Sé ekki hvernig tilviljanir og náttúruval gæti búið til fegurðarskyn, hugrekki og kærleika. Þú vonandi að minnsta kosti skilur mína vantrú hérna. 

Kannski enn annað dæmi, DNA er eins og stafrænn kóði, hvernig heldurðu að dauð efni fóru að því að koma sér saman um hvaða röð af táknum hefði hvaða þýðingu?  Menn giska að minnsta eining lífs þarf samt upplýsingavirði á við nokkra tugi alfræðiorðabóka; er það virkilega auðvelt að trúa því að það bara gerðist án þess að vitsmunir spiluðu þarna inn í?

Sindri
http://www.youtube.com/watch?v=SdwTwNPyR9w&feature=related
 ég reikna með að þú hafir séð þetta myndband og fleiri á jútúb

Jú, mikið rétt.  Þarna sé ég aðalega hversu svakalegt þetta vandamál er fyrir þá sem vilja trúa því að darwiniskir ferlar bjuggu þetta snilldartæki til. 

Mér fannst mjög gaman að lesa grein William Demski þar sem hann útskýrir afhverju Metzke tilraunin er ekki einu sinni alvöru tilraun til að leysa þetta mál, sjá: http://www.designinference.com/documents/2003.11.Matzke_Response.htm

Síðan bara af því ég rakst óvart á þetta:  http://www.pnas.org/content/103/37/13712.abstract
Fjallað um að hagkvæmnin í mótornum góða er það sem menn héldu að væri aðeins fræðilega hægt.

Sindri
Þú segist ósammála því að Biblían kenni að jörðin sé flöt. Samt töldu allir aðrir að jörðin væri flöt á þeim tíma sem Biblían var skrifuð, og þeir notuðu sömu orð og sömu hugtök og sömu setningar og höfundar Biblíunnar nota til að lýsa hinni flötu jörð.

Veistu hvaða heimildir styðja að menn á þessum tíma héldu að jörðin væri flöt?  Það er margt sem bendir til þess að grikkir vissu að jörðin væri hnöttur og sömuleiðis er það goðsögn að fólk á miðöldum héldi að jörðin væri flöt, sjá: http://www.overwhelmingevidence.com/oe/blog/schen24/flat_earth_myth

Sindri
Meira að segja fyrir hebresku leikmann eins og mig, er augljóst, að hvergi er verið að tala um geiminn í Job 26. 

Í útgáfunni sem ég er með þá er hebreska orðið þarna "bel-ee-mah'" sem þýðir "ekkert", sjá: http://www.htmlbible.com/sacrednamebiblecom/kjvstrongs/STRHEB10.htm

Sindri
En villtu þá ekki taka hinar setningarnar í þessu ljóði bókstaflega líka? Í sama ljóði er talað t.d. um stoðir eða súlur himins, og margt fleira skemmtilegt. Himinn, sem var úr föstu efni, var talinn sitja á stoðum. Það voru ekki bara Hebrear sem héldu þetta.

Ég óneitanlega reyni aðeins að skilja þetta eftir bestu getu, sumt virkar bókstaflegt, sumt virkar sem myndlíkingar og maður aðeins reynir að skilja þetta eins og maður telur rökréttast.  Ég reyndi í þessari grein minni að útskýra að þegar menn eru að tala um jörð í Biblíunni þá eru þeir að hugsa um landið sem þeir ganga á; ekki hægt að ætlast til þess að þeir hafi verið að tala um stjarnfræðilega hluti enda oftast að útskýra andlega hluti fyrir venjulegu fólki með lýsingum sem það fólk þekkir.  

Sindri
Að lokum vil ég benda þér að gamni á færsluna "Snilld í Jobsbók": http://www.sindri79.blog.is/blog/sindri79/entry/427810/

Mjög fróðlegt og skemmtilegt. Það er spurning hvort að maður þarf ekki í mörgum tilfellum að skoða hebreskuna á bakvið ef ske kynni að um ljóð er að ræða því þá ber að lesa viðkomandi texta þannig.

Vonandi er ég ekki að endurtaka spurningu sem ég hef áður spurt en hvað olli því að þú misstir trúna og kannski enn frekar, manstu hvað olli því að þú trúðir einu sinni?

Mofi, 21.10.2008 kl. 15:49

16 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Sæll Mofi. Ég er upptekinn, en langar að benda örstutt á nokkra punkta

Það var ekki óraunhæft að láta andaverur eignast börn með venjulegu fólki í hugum fólks á þessum tímum, sjá færsluna mína fyrir ofan þessa. Það var algengt að Guðir ættu börn með konum.

Það skiptir engu hvort að hebreski textinn hafi orðin mah, eða belímah, það stendur ekki að jörðin svífi um í geimnum.

Auðvitað hafa þeir sem segja að Mósebækurnar séu ekki eftir Móse sönnunarbyrðina. Það er fyrir lifandis löngu búið að afsanna að Móse hafi skrifað Mósebækurnar. Vildi að ég hefði tíma til að fara í það nánar. Geri það seinna (efni í nýja færslu).

Það eru ítarlegar og fjölmargar heimildir sem sanna umfram allan vafa að menn hafi talið að jörðin væri flöt á þeim árum sem um ræðir. Hægt er að skoða þær í greinunum sem ég vísa í neðst í færslunni "Ó, þú flata jörð". http://www.sindri79.blog.is/blog/sindri79/entry/408424/

Í linknum sem þú vísar í er því haldið fram að forn grikkir hafi vitað að jörðin væri hnöttur. Það er rétt, en ekki fyrr en löng eftir að sköpunarsagan var skrifuð:

In addition, the majority of Greeks down to 400 B.C. still thought of the earth as disc-shaped, as is clearly evidenced by the fact that map makers in the time of Herodotus (c. 400 B.C.) uniformly rendered the earth as a disc(Herodotus 4:36). As for Herodotus, Thomson says "Nowhere does Hero- dotus betray a suspicion that the earth may not be flat."23It is in Plato (c. 375 B.C.) that one first finds a sure clear description of the earth as a globe. Plato's Phaedo describes the earth as "round" (108E) "like a ball" (110B) and as his Timaeus (38C,D) shows this is within the context of a geocentric universe. Thomson says, "Certainly it was Plato's adoption that gave the globe a wider currency." From Plato on, nearly all philoso- phers thought of the earth as spherical. However, nonscientific writers and common people went on believing the earth was flat.24The ancient western view of the earth's shape from Homer to Plato (or possibly the fifth century B.C.) was then most commonly that of a single continent in the shape of a flat circular disc. Further, even into New Testa- ment times most common people continued to believe the earth was a flat single continent 23 Thomson, History, 98. 24 Ibid., 114; Dreyer, A History, 171-72; R. J. Forbes, Studies in Ancient Technology (Leiden: E. J. Brill, 1966) 7:4; Pliny NH 2:161-5; cf. Seneca, Nat. Quest. 2:1:4 and consider the natural

implication of Matt 4:8 that the earth is flat.

Sindri Guðjónsson, 21.10.2008 kl. 16:09

17 Smámynd: Mofi

Sindri
Það var ekki óraunhæft að láta andaverur eignast börn með venjulegu fólki í hugum fólks á þessum tímum, sjá færsluna mína fyrir ofan þessa. Það var algengt að Guðir ættu börn með konum.

Það er ekki að finna í Biblíunni, eina dæmið er þetta sem auðveldlega má túlka öðru vísi.

Sindri
Það skiptir engu hvort að hebreski textinn hafi orðin mah, eða belímah, það stendur ekki að jörðin svífi um í geimnum.

Það stendur samt að Guð setur jörðina á ekkert, mér finnst það segja allt sem segja þarf.

sindri
Auðvitað hafa þeir sem segja að Mósebækurnar séu ekki eftir Móse sönnunarbyrðina. Það er fyrir lifandis löngu búið að afsanna að Móse hafi skrifað Mósebækurnar. Vildi að ég hefði tíma til að fara í það nánar. Geri það seinna (efni í nýja færslu).

Ég er forvitinn. Mörg mismunandi handrit frá mismunandi tímum fullyrða að Móse hafi skrifað þessar bækur en þú telur það vera búið að sanna aðhann gerði það ekki... það þarf mjög góðar sannanir til að afskrifa svona mikin fjölda vitna.

sindri
Það eru ítarlegar og fjölmargar heimildir sem sanna umfram allan vafa að menn hafi talið að jörðin væri flöt á þeim árum sem um ræðir. Hægt er að skoða þær í greinunum sem ég vísa í neðst í færslunni "Ó, þú flata jörð". http://www.sindri79.blog.is/blog/sindri79/entry/408424/

Ég er augljóslega ósammála.

Hérna eru nokkrar greinar sem fjalla um þetta:

Did Bible writers believe the Earth was flat?
The Myth of the Flat Earth
http://www.christiananswers.net/q-eden/edn-c017.html
http://www.tektonics.org/af/earthshape.html
Is the ’erets (earth) flat? Equivocal language in the geography of Genesis 1 and the Old Testament: a response to professing evangelical Paul Seely
Who Invented the Flat Earth?
http://www.creationresearch.org/creation_matters/97/cm9711.html

Mofi, 22.10.2008 kl. 14:50

18 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Ég hef nú lesið marga af þessum linkum sem þú vísar í áður, m.a. vísaði ég sjálfur í innleggi 12 í þriðju síðustu greinina sem þú linkar á, þar sem Holding reynir að malda í móinn. Taktu eftir því að ég sagði að fólk á þessum tíma hefði talið að jörðin væri flöt, o.s.frv., og það væri vel skjalfest. Holding tekur meira að segja undir þetta í greininni (þó að hann telji að Guð og hið innblásna orð hafi vitað betur), og hrósar Sheely fyrir að gera impressive samantekt á því að fólk hafi talið að jörðin væri flöt. Það sem ég benti á er að Hebrearnir nota sömu orð og sömu hugmyndir líka þegar þeir segja að jörðin sé flöt, en menn kjósa að skilja þá öðruvísi en þeir tala. Holding er langt frá því að hrekja málflutning Sheely. Ég þori hins vegar að veðja að þú hafir aldrei sjálfur lesið þessar greinarnar eftir Sheely sem ég vísaði þér á, svo að þú áttar þig ekki á því. Ef þú hefur einhvern minnsta áhuga á því að vita hvað er rétt og rangt í þessum efnum, þá verður þú að lesa greinarnar hans Sheely. (og ekki bara haupa yfir þær á handahlaupum)

The Geographical meaning of "earth and "seas" in Genesis 1:10 http://faculty.gordon.edu/hu/bi/Ted_Hildebrandt/OTeSources/01-Genesis/Text/Articles-Books/Seely_EarthSeas_WTJ.pdf

The Firmament and the water above http://faculty.gordon.edu/hu/bi/Ted_Hildebrandt/OTeSources/01-Genesis/Text/Articles-Books/Seely-Firmament-WTJ.pdf

The Firmament and the water above part II (Þessi grein fjallar sérstaklega um kenningar sköpunarvísindamanna um þetta efni). http://www.thedivinecouncil.com/seelypt2.pdf

Það stendur ekkert í Jobsbók 26 um geiminn, eða að jörðin svífi í geimnum. Setningin í ljóðinu sem þú vísar í, og villt taka bókstaflega, er í sama ljóði, og rétt hjá setningu, sem fjallar um stoðir og súlur sem halda himninum uppi. Vertu þá samkvæmur sjálfum þér, og taktu báðar bókstaflega.

Ég þarf að halda fyrirlestur á morgun, fer suður um helgina að heimsækja vini mína, og fer í próf í Stjórnsýslurétti á þriðjudag. Ég skal skrifa handa þér nýja færslu um Móse og Mósebækurnar og fleira sem þú ert að velta fyrir þér hér seinna.

Sindri Guðjónsson, 22.10.2008 kl. 17:28

19 Smámynd: Mofi

Sindri
Ég hef nú lesið marga af þessum linkum sem þú vísar í áður, m.a. vísaði ég sjálfur í innleggi 12 í þriðju síðustu greinina sem þú linkar á, þar sem Holding reynir að malda í móinn
Mér finnst frekar að fyrir guðleysingja þá vilja þeir svo mikið að Biblían kenni eitthvað sem er rangt og rembast fáránlega mikið til að koma því á framfæri þrátt fyrir léleg rök.

Sindri
Taktu eftir því að ég sagði að fólk á þessum tíma hefði talið að jörðin væri flöt, o.s.frv., og það væri vel skjalfest.
Það er auðvitað auðvelt að finna einhvern sem trúði þessu eða túlka orð einhvers sem er að tala um landið sem hann gengur á og láta hann eiga við jörðina sem hnött í geimnum og láta hann þannig vera að halda einhverju fram sem er rangt.
Sindri
Það sem ég benti á er að Hebrearnir nota sömu orð og sömu hugmyndir líka þegar þeir segja að jörðin sé flöt, en menn kjósa að skilja þá öðruvísi en þeir tala

Málið er að jörðin ( það sem þú gengur á ) er flöt. Þú getur ekki búist við því að fólk sem er að tala um lífið og tilveruna að vera að lýsa hnetti svífandi í geimnum.  Þetta er bara ósanngjörn og fáránleg ásökun á Biblíuna.

Sindri
Ég þori hins vegar að veðja að þú hafir aldrei sjálfur lesið þessar greinarnar eftir Sheely sem ég vísaði þér á, svo að þú áttar þig ekki á því

Ég hef lesið margt um þetta en er ekki viss hve vel ég hef lesið þá grein sem þér finnst vera svo sannfærandi.

Sindri
Það stendur ekkert í Jobsbók 26 um geiminn, eða að jörðin svífi í geimnum. Setningin í ljóðinu sem þú vísar í, og villt taka bókstaflega, er í sama ljóði, og rétt hjá setningu, sem fjallar um stoðir og súlur sem halda himninum uppi. Vertu þá samkvæmur sjálfum þér, og taktu báðar bókstaflega.

Ég reyni aðalega að skilja hvað höfundurinn er að reyna að segja.   Þarna segir hann að Guð lætur jörðina hanga á engu og það passar við okkar skilning í dag að jörðin svífur í geimnum.  Það er rétt að þarna er um ljóðrænar lýsingar en ef ég vil skilja setningua að jörðin hangi ekki á neinu passi við raunveruleikan þá sé ég ekkert að því. Að túlka þá að tala um "pillars" himinsins þýði að það er einhvers staðar súla sem heldur himninum uppi er bara eitthvað sem ég held að höfundurinn var ekki að eiga við. Taktu eftir t.d. að þessir "pillars" eru "astonished" sem er sérstaklega ljóðrænt.

Sindri
Ég þarf að halda fyrirlestur á morgun, fer suður um helgina að heimsækja vini mína, og fer í próf í Stjórnsýslurétti á þriðjudag. Ég skal skrifa handa þér nýja færslu um Móse og Mósebækurnar og fleira sem þú ert að velta fyrir þér hér seinna.

Hljómar vel og gangi þér vel í prófinu.  Bara side note fyrst þú nefndir þetta, um hvað er fyrirlesturinn og fyrir hverja er hann?

Mofi, 23.10.2008 kl. 15:37

20 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Mofi: "Ég er ekki viss um hve vel ég hef lesið þá grein sem þér finnst svo sannfærandi".

Mofi þú hefur greinilega ekkert lesið linkana mína. Ég vísaði í Sheely, en hann hefur skrifað fjórar greinar um efnið, og ég vísa á þrjár í greininni sem ég vísaði þér í, eftir sjálfan mig í innleggi 11.

Ég benti þér á greinina mína í innleggi 11, og svo seinna sérstaklega á þrjá greinar eftir Sheely, sem greinin mín byggir á, og er vísað í greininni. Í staðinn fyrir að lesa greinarnar og ræða þær eitthvað efnislega (eða amk ræða greinina mína), þá sendir þú mér bara einhverja sköpunarsinna linka, en lest aldrei það sem ég vísaði þér á. Er til of mikils mælst, fyrst þú ert að standa í því að reyna að ræða þetta eitthvað við mig, að þú lesir það sem ég var búinn að skrifa? Ég er búinn að lesa alla linkana sem þú vísaðir mér á. Sumir þeirra fjalla bara alls ekkert um hluti sem koma greininni minni beint við, né því sem Sheely skrifaði um. Einn höfundurinn er t.d. að sýna fram á að höfundar Nýja testamenntisins ættu að hafa aðgang að upplýsingunum um að jöfðin væri hnöttur, og nefnir dæmi um menn sem töldu að jörðin væru hnöttur til að sanna að sú þekking hafi verið til staðar. Allir þessir menn voru hins vegar uppi löngu eftir að sköpunarsagan var skrifuð, og Sheely er að fjalla um merkingu orða í 1. kafla 1. Mósebókar. Annar linkur sem þú vísar í segir einfaldlega í raun ekkert annað en: "jörðin er ekki flöt, sbr Job 26:7). Holding var ég búinn að lesa fyrir löngu, enda hef ég lesið hann í mörg ár.

Það að segja að höfundar Biblíunnar hafi haft þá heimsmynd sem þeir höfðu er alls ekki ásökun gegn þeim eða Biblíunni. Það er bara eðlilegt og ekkert rangt við það að menn sem skrifuðu fyrir t.d. 3000-25000 árum hafi haft þær hugmyndir sem fram koma í Biblíunni. Þetta eru upp til hópa frjóir og góðir rithöfundar og ekkert við þá að athuga. Ég er ekki að "ásaka" Biblíuna um neitt, heldur hef ég áhuga á því hvað stendur í raun og veru í Biblíunni.

Fyrirlesturinn er um mál Valgerðar H. Bjarnadóttur gegn ríkinu, en ég er meistaranemi í lögfræði.

Sindri Guðjónsson, 23.10.2008 kl. 17:57

21 Smámynd: Mofi

Sindri
Er til of mikils mælst, fyrst þú ert að standa í því að reyna að ræða þetta eitthvað við mig, að þú lesir það sem ég var búinn að skrifa?

Ég hef lesið slatta af þessu en þetta verður fljótt aðeins samkeppni í að vísa í greinar.  Í rauninni í svona máli þá er aðeins hægt að benda á rökin sjálfur svo endilega komdu með þau rök sem þér finnst vera helst sannfærandi fyrir því að Biblían segir að jörðin er flöt og leyf mér að glíma við þau frekar en lista af greinum.

Sindri
Það að segja að höfundar Biblíunnar hafi haft þá heimsmynd sem þeir höfðu er alls ekki ásökun gegn þeim eða Biblíunni. Það er bara eðlilegt og ekkert rangt við það að menn sem skrifuðu fyrir t.d. 3000-25000 árum hafi haft þær hugmyndir sem fram koma í Biblíunni.

Auðvitað er það ásökun að segja að orð Guðs innihaldi eitthvað sem er rangt.

Sindri
Fyrirlesturinn er um mál Valgerðar H. Bjarnadóttur gegn ríkinu, en ég er meistaranemi í lögfræði.

Ok, gaman að heyra.  Hefurðu lesið einhverja bók eftir Philip Johnson um Vitræna hönnun?  Ef ekki þá gæti hann verið að tala meira þitt tungumál þar sem hann er lögfræðingur.  Hérna er video af fyrirlestri sem ég hafði mjög gaman af með Philip Johnson sem hefur titilinn "Can science know the mind of God", sjá: http://www.uctv.tv/search-details.asp?showID=6290

Mofi, 24.10.2008 kl. 15:35

22 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, þessi skýring þín á "synir guðs" er út í hött. Í 1Mós 6 er þeim stillt gegn dætrum manna/Adams. Þannig að annars vegar hefurðu syni guðs/Els en hins vegar syni manns/Adams. Já, það er spurning um að taka rökréttari kostinn, "menn hliðhollir guði" er út í hött.

Alltaf þegar ég rekst á svona fáránlegar útskýringar sem trúmenn koma með eingöngu til þess að verja biblíuna, þá er ég ánægður með það að ég get nálgast biblíuna fyrir það sem hún er í rauninni og þarf ekki að nauðga merkingu textans með svona fáránlegum útskýringum.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.10.2008 kl. 14:18

23 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Mofi, auðvitað hef ég lesið Philp Johnson, og ég á tvö eintök af Darwin on Trial (keypti nýtt þegar ég var búinn að lesa það fyrri í tætlur, og líka til að geta lánað fólki). Mofi, voru þeir sem fylgdu Guði, ekki lengur synir Adams? Hvað finnst þér um nýjustu færsluna mína? Sínir að amk sumt fólk skyldi 6 kafla fyrstu Mósebókar ekki sem tilvísun til samræðis (venjulegra) karla og kvenna. Veikir þinn skýringarkost (ekki að hann hafi nú ekki verið nú gersemlega fráleitur fyrir).

Sindri Guðjónsson, 25.10.2008 kl. 17:59

24 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Mofi, ég benti þér á grein eftir sjálfan mig um að jörðin væri flöt samkvæmt Biblíunni. Þú svara með linkum sem sumir fjalla um allt annað en rökin sem ég birti í greininni minni, og svara þeim yfirleitt ekki beint. Ég spyr hvort að það sé ekki lágmark að þú lesir amk greinina mína, ef þú ætlar að ræða efni hennar við mig. Þú svarar því til að þú hafir "lesið slatta af þessu". Hvað er það mikið? Greinin mín er tvær blaðsíður.

En Mofi, svon til gamans, vissir þú að Belímah, getur verið samheiti orðsins Tehóm í því samhengi sem er í Job? Þannig að Job gæti verið að segja að Guði hengi jörðina á tehóm. (djúpa hafið sem fornmenn töldu að jörðin hvíldi ofan á).

Byrjum á orðinu rakía:

Samkvæmt hebreskum orðabókum er þetta orð "rakía" notað yfir himin úr föstu efni, sem var talinn vera ofan á jörðinni (sem var flöt) eins og skál á hvolfi sem huldi jörðina eins og stór hvelfing, sem haldið var uppi með stoðum (Job 26:11 nefnir t.d. stoðir himins). Til eru heimildir um vangaveltur gyðinga um það úr hvaða efni himna festingin væri nákvæmlega gerð, og voru þá einkum þrjú efni sem menn nefndu sem möguleg byggingarefni himinsins: kopar, járn eða leir. Voru ekki gyðingar sem lifðu löngu fyrir Krist, líklegir til að skilja hvað rakía, sem er orð á þeirra móðurmáli, þýðir? Hin náskylda sögn „raka" er notuð í 2. Mósebók 39:3 um það að berja gull í þunnar plötur, og gefur til kynna að rakía merki eitthvað sem hefur verið mótað og barið til.

E. J. Young, sem var að mörgu leyti framúrskarandi guðfræðingur, og íhaldssamur trúmaður sem taldi Biblíuna óskeikula, skilgreindi rakía svo í bók sinni "Studies in Genesis One": "That which is hammered, beaten out". Sálmur 8:4 segir: "4Þegar ég horfi á himininn, verk handa[3]   þinna (orðrétt, "fingra þinna"), tunglið og stjörnurnar, sem þú settir þar..." Hvernig getur himininn verkið handverk, nema hann sé eitthvað áþreifanlegt og úr föstu efni. Eitthvað sem hendur geta haldið á og þreifað á?

Í ljósi merkingar orðsins rakía er athyglisvert að skoða eftirfarandi vers:

Í 1. Mósebók 1:14-17 festir Guð stjörnurnar, tunglið og sólina í festinguna (rakía).

Í 1. Mósebók 1:20 sést að fuglarnir fljúga undir himninum. Það ætti að gefa auga leið. Þeir geta auðvitað ekki flogið í himninum sjálfum, þar sem hann er úr föstu efni.

Í 1. Mós 7:11 sést svo hvernig guð opnaði flóðgáttir himinsins, til að vatnið sem var ofan á himninum gæti fallið niður á jörðina í Nóaflóðinu. Hægt er að sjá fyrir sér að hann opni flóðgáttirnar líkt og glugga. Við þurfum svo að muna að samkvæmt 1. Mós 1:7 var mikið vatn ofan á festingunni. Að auki segir Sálmur 148:4: „Lofið hann, himnar himnanna og vötnin, sem eru yfir himninum." Í 1. Mós 8:2 er svo flógáttunum lokað, og þá hættir að rigna.

Í Jobsbók 37:18 stendur að himininn sé fastur eins og steyptur spegill.

Í Amos 9:2 segir: „þótt þeir stígi upp til himins, þá skal ég steypa þeim ofan þaðan." Hér kemur fram sú hugsun að himininn sé ofan á jörðinni - og hugsanlega geti menn komist þangað upp - það var reyndar trú fólks um allan heim áður en raunvísindin komu mönnum í skilning um hið raunverulega eðli „himinsins" að menn gætu klifrað uppá himnahveflinguna. Seely rekur þetta atriði í einni af greinunum sem ég vísa í hér neðst.

Ég þekki kenningu sköpunarsinna, þess efnis að rakía sé einhverskonar "water canopy". Það er miklu eðlilegri skilningur, bæði vegna orðsins sjálfs, og grunn merkingar þess (sem er nokkuð gegnsætt), og vegna samhengisins, að skilja orðið sem himinn úr föstu efni.

 

Sindri Guðjónsson, 25.10.2008 kl. 19:04

25 Smámynd: Sindri Guðjónsson

"hvernig getur himinninn verið handverk, nema hann sé gerður úr einhverju áþreifanlega, og öðru en lofti," átti að standa þarna í málsgreininni, þar sem ég tala um E.J. Young.

Mofi, ég þarf annars að senda þér tölvupóst. Getur þú gefið mér eitthvað netfang sem ég get notað.

Sindri Guðjónsson, 25.10.2008 kl. 19:08

26 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Og Mofi, fyrst þú minnist á Philip Johnson, verð ég að benda þér á Darwinism Defeated? . Í bókinni eru skriflegar kappræður þeirri Johnsons og Lamoureux.

Sindri Guðjónsson, 25.10.2008 kl. 19:27

27 Smámynd: Mofi

Hjalti
Alltaf þegar ég rekst á svona fáránlegar útskýringar sem trúmenn koma með eingöngu til þess að verja biblíuna, þá er ég ánægður með það að ég get nálgast biblíuna fyrir það sem hún er í rauninni og þarf ekki að nauðga merkingu textans með svona fáránlegum útskýringum.

Þú vonandi fyrirgefur en mér finnst það einmitt fáránleg útskýring að synir Guðs þýði endilega himneskar verur því að ég á sjálfan mig sem barn Guðs þó ég er ekki himnesk andleg vera.  Þetta er síðan ekki svo mikið að vernda Biblíuna, aðeins að mér finnst ekki rökrétt að láta þarna engla og menn vera að eignast afkvæmi en það gæti alveg verið rangt hjá mér.

Sindri
Mofi, voru þeir sem fylgdu Guði, ekki lengur synir Adams?

Aðeins orðatiltök sem gefa ákveðið til kynna. Þér finnst "synir Guðs" gefa til kynna andlegar verur eða engla og mér finnst óþarfi að láta andlegar verur vera að eiga kynmök við menn; finnst rökréttari skilningur vera fyrir hendi.

Sindri
Voru ekki gyðingar sem lifðu löngu fyrir Krist, líklegir til að skilja hvað rakía, sem er orð á þeirra móðurmáli, þýðir?

Jú en þeir voru ekki óskeikulir svo maður tekur þá aðeins inn í jöfnuna til að meta hvað er um að ræða.

Sindri
Hvernig getur himininn verkið handverk, nema hann sé eitthvað áþreifanlegt og úr föstu efni. Eitthvað sem hendur geta haldið á og þreifað á?

Þegar ég les þetta þá hugsa ég um himinn og það sem hann inniheldur þ.e.a.s. stjörnurnar.  Þegar síðan alheimurinn sjálfur er að þynjast út þá þótt að við getum ekki þreyfað á því rími sem er að verða til eða hefur orðið til þá samt er rúmið sjálf eitthvað; hvort sem það er áþreyfanlegt eða ekki.

Sindri
Í 1. Mósebók 1:20 sést að fuglarnir fljúga undir himninum. Það ætti að gefa auga leið. Þeir geta auðvitað ekki flogið í himninum sjálfum, þar sem hann er úr föstu efni.

Við notum mörg orðatiltæki sem eru ekki vísindalega rétt svo afhverju að gera þannig fáránlega kröfur til Biblíunnar?

Sindri
1. Mós 1:7 var mikið vatn ofan á festingunni.

Það er ekki auðvelt að vita fyrir víst hvað þessi vers eru að tala um en margir hafa velt því fyrir sér hvort það hafi verið auka verndar lag yfir jörðinni búið til úr vatni eða ís. Held að við getum vitað lítið fyrir víst um þetta.

Sindri
Í Jobsbók 37:18 stendur að himininn sé fastur eins og steyptur spegill.

Maður þarf að lesa svona í samhengi og þarna skiptir öllu máli að það er maður að nafni Elihu að tala og hann er ekki óskeikull eða talar fyrir hönd Guðs.

Sindri
Í Amos 9:2 segir: „þótt þeir stígi upp til himins, þá skal ég steypa þeim ofan þaðan."

Mér datt ekki einu sinni til hugar að einhver væri að meina stíga til einhvers himins eða geims, aðeins orðatiltæki að lýsa mönnum sem lýta hátt á sig eða rísa til mikilla metorða.

Sindri
Mofi, ég þarf annars að senda þér tölvupóst. Getur þú gefið mér eitthvað netfang sem ég get notað. 

Þú getur sent á mofi25@hotmail.com   Láttu mig samt vita að þú hafir sent því að flest allt fer í junk mail sem er sent þangað svo ég þarf að fylgjast með svo ég missi ekki af því.

Sindri
Og Mofi, fyrst þú minnist á Philip Johnson, verð ég að benda þér á Darwinism Defeated?

Takk

Mofi, 25.11.2008 kl. 11:33

28 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Mofi:

Aðeins orðatiltök sem gefa ákveðið til kynna. Þér finnst "synir Guðs" gefa til kynna andlegar verur eða engla og mér finnst óþarfi að láta andlegar verur vera að eiga kynmök við menn; finnst rökréttari skilningur vera fyrir hendi.

Það sést vel, m.a. í Enoksbók, hvernig menn skildu þessi vers. Þetta voru englar sem höfðu samfarir við konur. Gríska 70 manna þýðingin, sem höfundar nýjatestamenntisins vitnuðu ávallt til, þegar þeir vitnuðu í gamlatestamenntið, sagði að þetta hafi verið englar. Sjá þessa færslu hér: Kynmök við engla Auk þess er ég búinn að benda þér á að annarsstaðar þar sem talað er um "syni Guðs" í gamla testamentinu, er átt við himneskar andaverur. Aðeins þegar talað er um syni Jahve, er átt við menn. Þetta eru synir el.

Mofi, roðið rakía, þýðir himinn úr föstu efni. Þú segir að gyðingar, sem höfðu þetta orð að móðurmáli, hafi verið skeikulir, og þess vegna eru þeir bara teknir með í jöfnuna? Dooooh. Við erum að reyna að finna út hvað orðið rakía þýddi á móðurmáli gyðinga.

Mofi: Við notum mörg orðatiltæki sem eru ekki vísindalega rétt svo afhverju að gera þannig fáránlega kröfur til Biblíunnar?

Ég er bara að sýna þér að sí endurtekin orðanotkun er í samræmi við það sem menn hafa uppgvötað að var heimsynd fornmanna.

Mofi: margir hafa velt því fyrir sér hvort það hafi verið auka verndar lag yfir jörðinni búið til úr vatni eða ís. Held að við getum vitað lítið fyrir víst um þetta.

Mofi ég þekki þær pælingar út og inn, og lærði m.a. um það þegar ég fór í nám í sköpunarvísindafræðum hjá Revolution against Evolution. Ef þú hefur tíma skaltu lesa þennan link hér: http://www.thedivinecouncil.com/seelypt2.pdf

Mofi:Maður þarf að lesa svona í samhengi og þarna skiptir öllu máli að það er maður að nafni Elihu að tala og hann er ekki óskeikull eða talar fyrir hönd Guðs.

En Mofi, þú ert ekki að skilja. Þetta er gott dæmi sem sannar að fólk á þeirri stað og stund sem bækur Bibliunnar voru skrifaðar, héldu að himinn væri úr föstu efni.

Mofi: Mér datt ekki einu sinni til hugar að einhver væri að meina stíga til einhvers himins eða geims, aðeins orðatiltæki að lýsa mönnum sem lýta hátt á sig eða rísa til mikilla metorða.

Það

Sindri Guðjónsson, 25.11.2008 kl. 12:56

29 Smámynd: Sindri Guðjónsson

úps, ýtti óvart of fljótt á send. held áfram þar sem frá var horfið

Það eru til fullt af samtíma sögum um fólk sem steig bókstaflega upp á himnafestinguna (rakía), eða fólk sem reyndi að príla upp á hana.

Ég ætla að senda þér tölvupóst í kvöld eða á eftir. Pósturinn mun koma frá netfanginu sindri79@gmail.com. Láttu mig vita þegar þú ert búinn að fá hann.

Sindri Guðjónsson, 25.11.2008 kl. 13:00

30 Smámynd: Mofi

Sindri
Það sést vel, m.a. í Enoksbók, hvernig menn skildu þessi vers. Þetta voru englar sem höfðu samfarir við konur. Gríska 70 manna þýðingin, sem höfundar nýjatestamenntisins vitnuðu ávallt til, þegar þeir vitnuðu í gamlatestamenntið, sagði að þetta hafi verið englar

Veistu hvað, mér gæti ekki verið meira sama hvernig þessir menn skyldu þessi vers. Það er ekkert sem bannar  mér að skilja "synir Guðs" geti þýtt bara menn. Dæmi þar sem synir Guðs er ekki andaverur:

Joh 1:12 But as many as received him, to them gave he power to become the sons of God, evento them that believe on his name:

Rom 8:14  For as many as are led by the Spirit of God, they are the sons of God.

Sindri
Sjá þessa færslu hér: Kynmök við engla Auk

Að það er vitnað í Enoks bók þýðir ekki að allt í Enoks bók er satt; Enoks bók er ekki hluti af Biblíunni.

Sindri
Mofi, roðið rakía, þýðir himinn úr föstu efni. Þú segir að gyðingar, sem höfðu þetta orð að móðurmáli, hafi verið skeikulir, og þess vegna eru þeir bara teknir með í jöfnuna? Dooooh. Við erum að reyna að finna út hvað orðið rakía þýddi á móðurmáli gyðinga

Ég sé ekki að þetta orð þýði þetta.  Þetta er það sem stendur í minni Biblíu um þetta orð:

properly an expanse, that is, the firmament or (apparently) visible arch of the sky: - firmament.

Þetta er það sem Hebresk orðabók segir að þetta orð þýðið:

http://strongsnumbers.com/hebrew/7549.htm
From raqa'; properly, an expanse, i.e. The firmament or (apparently) visible arch of the sky -- firmament.

Sindri
Ég er bara að sýna þér að sí endurtekin orðanotkun er í samræmi við það sem menn hafa uppgvötað að var heimsynd fornmanna.

Og mér finnst það heimskulegt að láta orðatiltæki sem menn notuðu til að lýsa því sem þeir sáu sem vísindalegar lýsingar á gangi himintunglanna eða jörðinni sem hnetti sem svífur í geimnum.  Ég geri þannig kröfur til bóka sem ætla sér að fjalla vísindalega um þessa hluti en ekki til bóka sem eru ekki að fjalla um þessa hluti á þennan hátt.

Sindri
En Mofi, þú ert ekki að skilja. Þetta er gott dæmi sem sannar að fólk á þeirri stað og stund sem bækur Bibliunnar voru skrifaðar, héldu að himinn væri úr föstu efni.

Hvaða máli skiptir það?  Ef Guð opinberaði ekki svona sérstaklega á skýran hátt þá myndi ég ekkert búast við því að þeir menn sem áttu þátt í að skrifa Biblíuna hafi endilega vitað um þessa hluti. Að einhver hafi fengið þekkingu frá Guði þýðir ekki að allt sem hann vissi var rétt.

Mofi, 25.11.2008 kl. 14:43

31 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Í fyrsta lagi er Strongs ekki orðabók.

"Strong's Concordance is not a translation of the Bible nor is it intended as a translation tool. The use of Strong's numbers is not a substitute for professional translation of the Bible from Hebrew and Greek into English by those with formal training in ancient languages and the literature of the cultures in which the Bible was written."

Kristilega síðan Answering Islam segir t.d. eftirfarandi um Strongs: "Strong's is first of all a concordance of one particular English translation of the Bible, the King James Version. It was never designed to be a serious Greek or Hebrew dictionary. It is not a lexicon and it is no real guide to etymology or morphology"

"He then goes on to quote Strong's, which is not a lexicon but a concordance!" - Kristilega heimasíðan Tektonics sem þú þekkir vel.

Í öðru lagi segir í hinum tilvitnuðu orðum þínum um strongs að rakía þýði: FIRMament

Þú spyrð síðan hvaða máli að skipti að fólk á þeim stað og stund sem Biblían væri skrifuð hefðu haldið á himininn væri úr föstu efni. Það er sérstakt að þú skulir spyrja að þessu. Það hafðir fyrir því hér fyrir ofan að harðneita því að fólk hafi haldið að jörðin væri flöt, ofan á djúpahafinu tehóm, og að himininn hafi verið úr föstu efni.

Meira kemur um syni Guðs fljótlega...

Sindri Guðjónsson, 25.11.2008 kl. 15:53

32 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Fyrst ætla ég að leiðrétta nokkrar villur úr innlegginu hér fyrir ofan. í næst seinustu setningunni átti að standa "þú hafðir fyrir því hér fyrir ofan að harðneita..." og í málsgreininni fyrir ofan átti að stana "... segir í hinum tilvitnuðu orðum þínum úr strongs..."

Jæja. Næst í syni Guðs.

Fyrst ætla ég að vísa í bók Margaret Barker "The Great Angel": "All the texts in the Hebrew Bible distinguish clearly between the divine sons of El/Elohim/Elyon and those human beings who are called sons of Yahwh".(bls 10). Í kaflanum var hún búinn að fjalla um öll dæmin. Þar eru synir Jahve alltaf fólk, en synir Elanna, altaf andlega verur. Í 6. kafla í 1. Mós er talað um syni Els.

Mofi, skitpa sönnunargögn þig engu? Skiptir engu máli að Biblía postulanna kölluðu þessar verur engla? Skitpir það þig engu að þeir sem gátu lesið 6 kafla 1. Mósebókar á móðurmáli sínu og þýddu það yfir á grísku héldu að verið væri að tala um engla? Skiptir vitnisburður Enoksbókar (sem höfundur Júdasarbréfs virðist halda að sé eftir Enok sjálfan!) um það hvernig fólk skyldi þessi orð, sem lifði nær þeim tíma sem þetta var skrifað, þig engu? Gefur skilningur þeirra ekki sterkar vísbendingar? Hvað með að sú skoðun var útbreidd að andaverur og englar hefðu samfarir við konur þegar þetta var skrifað? Hvað með samhengið: "Nú tók mönnunum að fjölga. Þá sáu synir Guðs að dætur mannanna voru fagrar". Menn eru eitt, og synir Guðs annað. Þarna er kontrast. Og hvað með þetta: "síðar er synir Guðs höfðu samfarir við dætur mannanna og eignuðust með þeim börn. Það voru hetjurnar sem í fyrndinni voru víðfrægar." Verða börn karlmanna sem voru  Guði þóknanlegir (eða voru í Guðs liði, eða hvernig sem þú orðaðir þetta), en óhlýðnuðust honum með því að giftast óguðlegum konum, víðfrægar hetjur og risar?

Dæs... Það er sársaukafullt að horfa uppá á hversu þráfaldlega þú neytar að horfast í augu við raunveruleikann.

Sindri Guðjónsson, 25.11.2008 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Guðjónsson

Höfundur

Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson

Ég heiti Sindri! Ég er trúlaus, og blogga hér aðallega um Biblíuna. (Ég er að vísu sem betur fer hættur þessu stússi)

 

Þú getur haft samband: sindri79(a)gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...itvig
  • ...ysyvq
  • ...100_2438

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband