Bréf frá frjálsum.

Varúð: Hér kemur alltof löng færsla.

Kristinn Ásgrímsson, safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík, skrifar um bréf sem honum (eða Hvítasunnukirkjunni í Keflavík) barst frá fanga. Þar kennir ýmissa grasa.

Kristinn byrjar á því að segja að hann hafi verið að hugleiða rök þeirra sem segja að Guð sé ekki til, og þörf þeirra til að tjá sig um persónu sem sé ekki til. Það eru margir sem hafa þörf til að tjá sig um persónur sem ekki eru til. Ótal margir bókmenntafræðingar hafa eflaust ritað um Bjart úr Sumarhúsum, og Rómeó og Júlíu, og persónugreint ýmsar skáldsagnapersónur alveg í þaula. Ég tjái mig hér um Biblíuna, og kemst ekki hjá því að fjalla um þær mörgu afar misjöfnu hugmyndir sem menn höfðu um Guð og guði. Jahve í fjórðu Mósebók er auðvtiað allt annar karakter en Guð, faðir Jesú Krists, í Jóhannesarbréfi. Það er ekkert skrítið að ég hafi áhuga á Biblíunni, og þeim persónum sem hún fjallar um, þar sem ég hef vellt mér uppúr henni og kristni almennt síðan árið 1993.

Kristinn spyr meðal annars hvort að maðurinn hafi orðið til að sjálfu sér. Því er auð svarað. Nei. Ég þekki engan sem heldur að maðurinn hafi orðið til að sjálfu sér.

Það er athyglisvert að Kristinn segi að frá mannlegu vestrænu sjónarmiði, hafi þeir sem segja að Guð sé ekki til, eitthvað til síns máls. Já, við höfum ýmislegt til okkar máls.

Kristinn spyr líka hvort að Ísrael sé ekki á þeim stað sem ritningin sagði fyrir um. Svarið við þeirri spurningu er ekki einfallt, þar sem Ísrael þyrfti að ná yfir margfallt stærra landssvæði til að vera á þeim stað sem ritningin gefur upp sem fyrirheitna land Abrahams, Ísaks og Jakops, og afkomenda þeirra, sem Guð gaf þeim um aldur og eilfíð. Það er heldur ekki tilviljun að dagatal okkar miðast við fæðingu Krists. Vesturlönd hafa verið kristin í mörg ár (eða kannski "voru" kristin í mörg ár), og ákveðið var að miða dagatalið við fæðingu Krists. Það þarf engar yfirnáttúrulegar útskýringar til að útskýra það.

Kristinn segir líka eftirfarandi: "Vandinn er sá, að menn finna ekki og sjá ekki Guð í gegnum rökhugsun. Það þarf trú."

Já, þetta var meðal annars mín huggun. Þótt að Biblían væri full af mótsögnum, og bókstaflega stórfurðuleg á köflum, þó að rökhugsun mín gæti ekki svarað þeim spurningar sem óhjákvæmilega skutu upp kollinum, þá þekkti ég Guð. Ég trúði samt, og talaði við Guð, og hann talaði við mig. (Auðvitað var það bara minn eigin heili og tilfinningar sem sáu um að vera rödd Guðs, en ég áttaði mig ekki á því).

Mér langar að vitna í fyrrverandi hvítasunnupredikara, lofgjörðarleiðtoga, lagahöfund og trúboða, Dan Barker:

For years I went through an intense inner conflict. On the one hand I was happy with the direction and fulfillment of my Christian life; on the other hand I had intellectual doubts. Faith and reason began a war within me. And it kept escalating. I would cry out to God for answers, and none would come. Like the battered wife who clings to hope, I kept trusting that God would someday come through. He never did.

The only proposed answer was faith, and I gradually grew to dislike the smell of that word. I finally realized that faith is a cop-out, a defeat--an admission that the truths of religion are unknowable through evidence and reason. It is only undemonstrable assertions that require the suspension of reason, and weak ideas that require faith. I just lost faith in faith.

Það er rétt hjá Kristni, að menn finna ekki Guð með rökhugsuninni. Í sumum tilfellum er það örvætningin sem er hvatinn af því að menn finna Guð. Menn hafa sagt það oft berum orðum, m.a. hér á blogginu þar sem einn kristinn maður sagði mér að í örvæntingu sinni hafi hann fundið Guð. 

Ég man það hvernig mér fannst eitthvað vanta. Mér gekk vel í skólanum og skákinni, og átti fína vini, en það var eitthvað tómarúm innra með mér (svo ég noti orðtak margra kristinna manna). Ég varð að finna einhver svör. Mér fannst eitthvað svo tilgangslaust að maður myndi bara deyja og hverfa. Það var hungur í mér eftir ódauðleika og tilgangi. Örvænting inn við beinið. Ég fór að lesa Guðspjöllin á kvöldin, þó að ég tryði ekki á þau í fyrstu. Ástæðan var reyndar fyrst og fremst sú að ég gat ekki sofnað. Ég hélt ég myndi sofna úr leiðindum, en þau heilluðu mig og héldu mér vakandi og lesandi. Jesús í guðspjöllunum var dáleyðandi. "Sælir eru fátækir..." "Sá sem vill verða fremstur sé þjónn." "Enginn getur fylgt mér nema hann segi skilið við allt sem hann á." "Slái einhver þig á hægri kinnina, bjóð honum hina einnig". Ég byrjaði smám saman að trúa. Það kom mér á óvart, því að ég er efasemdamaður að eðlisfari. 

Gunnar Jóhann minnir mig mikið á Pál postula. Ég vona að hann taki því sem hrósi, lesi hann þetta. Hérna á ég ekki bara við stíl bréfanna sem hann skrifar, sem augljóslega hafa bréf Páls að fyrirmynd, heldur viðsnúningurinn. Ég efast ekki um að trúin sé að veita honum hamingju og tilgang, og mér langar ekkert sérstaklega til að fá hann ofan af trú sinni. Ég man þegar ég sjálfur bókstaflega söng af gleði á leiðinni heim úr skólanum af ánægju yfir því að ég þekkti sjálfan skapar himins og jarðar, að ég ætti eilfít líf með Jesú. Seinna færði kristindómurinn mér reyndar áhyggjur líka. Meðal annars af helvíti, og fólki sem ég þekkti sem var að fara þangað. Ég laug að foreldrum mínum til að fara á samkomur, sem þau vildu ekki að ég færi á, jafnvel þó að ég hafi ekki litið svo á að lygarnar væru afsakanlegar, eða Guði að skapi. Ég skráði mig 16 ára úr þjóðkirkjunni gegn vilja foreldra minna. Fjölskyldustefna Jesú er einföld:

Ég er kominn til að gera son andvígan förðu sínum, dóttur móður sinni og tengdadóttur tengdamóður sinni. Sá sem ann föður eða móður meir en mér, er mín ekki verður, og sá sem ann syni eða dóttur meir en mér, er mín ekki verður.

En sanna góðu breytingar sem ég minntist á að trúin hefur á sumt fólk, að Guð sé raunverulegur? Það eru til þúsundir dæma um menn sem gerast Mormónar eða Hindúar eða Húmanistar eða Múslimar, sem fyllast af gleði yfir sinna skiptum sínum og öðlast nýjan kærleika til náungans. Kraftur trúarinnar (húmanismi er þó ekki trú) umbreytir þeim. Sumir voru glæpamenn og fyllibittur og eiturlyfjaneitendur, en þeir gerast nýir og betri menn. Það er auðvelt að finna fjölda slíkra dæma utan kristindómsins. Sannar mormóninn sem gjörbreytist og umturnast til hins betra að Mormónismi sé "réttur". Hvað með Íslam, Hindúisma eða Húmanisma? Sanna vitnisburðir manna sem taka stakkaskiptum til hins betra við það að tileinka sér þessa hluti, að þeir séu sannir og réttir? Nei!

Kristindómur er hjá mörgum: "a worldview based on the primacy of subjective experience". Þeir upplifa nærveru Guðs, og það er nóg. Þetta er huglægt.

Að gamni þá langar mig að vitna hér í brot úr "vitnisburði" konu. Hún er læknir og fyrrum sjöundadags Aðventisti en varð trúlaus eftir langa umhugsun. Sjáið hvernig trúleysið umbreytti henni. Hér lýsir hún hversu óframfærin hún var meðan hún var kristin:

What was wrong with me? Why couldn't I speak for my Lord? ... why did I not wish to shout from the rooftops the message of salvation? Each day I pledged anew my allegiance to God and to spreading His message, and every day I failed, finding myself too timid to engage my peers in the conversation that might save their souls.

I was unable to talk to anyone about the Truth, or warn them of the peril of their soul. I just couldn't do it. I only had two or three friends at school to begin with, and I wore down their polite attention early. I simply could not approach strangers or even friendly acquaintances with God's message.

Berum þetta saman við það sem geriðst eftir að hún snérist frá trúnni:

I became an atheist! Choose any conversion platitude that you can think of; they all apply to how I felt--and still feel! I have awakened, gasping from a long, cruel nightmare! I have glimpsed the dawn after an endless dark night! I have emerged from a thick noxious fog into the clear winter air! I am a lamb just shorn of a filthy, matted hide! I feel free and I feel clean! And exhilarated! And truly, deliriously happy! I am born again!

I am as surprised as anyone by this. Who would have thought that embracing atheism could bring such joy? But it really has! Every time I think about it, I literally feel giddy! It is a sustained euphoria, far surpassing the crumbs of solace that I scavenged with great difficulty as a devout Christian. I want to shout it in the streets! I want to tell everyone I know! In fact, I pretty much have told everyone I know, and I want to tell them about it some more! I gladly talk about this with anyone willing to listen to me, and (by now) even with people who are getting tired of hearing about it. Isn't that totally absurd?!

Robert M. Price var tungutalandi Baptista pastor. Hann er nú prófessor í Nýja testamenntisfræðum, með tvær doktorsgráður í guðfræði. Hann segir frá því er hann varð trúlaus:

“I had to swallow hard after twelve years as an evangelical, but almost immediately life began to open up in an exciting way. I felt like a college freshman, thinking through important questions for the first time. The anxiety of doubt had passed into the adventure of discovery. It was like being born again.” 

Bæði trú og trúleysi, og allskonar aðrar hugmyndir sem menn umfaðma, geta valdið stakkaskiptum, bæði til góðs og ills. 

Ég talaði um og viðurkenndi kraft trúarinnar til að breyta fólki til hins betra hér fyrir ofan. Það má samt ekki gleyma því að það eru fjölmörg dæmi þar sem trúnni hefur gersamlega mistekist að gera menn að góðu og gegnu fólki. Það er reyndar orðið þreytt að tala um menn á borð við, Ted Haggart og Guðmund í Byrginu og ótal aðra fleiri þekkta menn, bæði íslenska og erlenda. Enn óáhugaverðara er að tala um alla óþekktu einstaklingana. Rannsóknir hafa reyndar sýnt að meðal þróaðra þjóða eru hlutir á borð við skilnaði, ótímabærar þunganir, og glæpi, algengastir þar sem menn eru trúaðastir og duglegastur við að iðka trú. Ég man ennþá eftir kappræðum sem ég horfði á þar sem Michael Shermer benti á rannsóknir frelsaðs hjónabandsráðgjafa. Í þeim kom í ljós að trúaðir/frelsaðir hefðu mun hærri skilnaðartíðni í Bandaríkjunum en veraldlegra fólk. Hjónabandsráðgjafinn fjallaði um málið vegna þess að honum fannst nauðsynlegt að reyna að laga stöðuna og finna hvað væri að hrjá hjónabönd trúaðar envangelískar kristinna hjóna í Bandaríkjunum. Todd Bentley er nýjasta dæmið úr risa stórum hópi íslenskra og erlendra predikara sem ég þekki til, sem haldið hafa framhjá maka sínum. Það kom í ljós nýlega að Bentley tók saman við konu sem starfaði hjá honum í þjónustunni.

 

Fyrst ég er á annað borð að tjá mig um bloggið hans Kristins, vil ég minnast á færslu sem heitir "Athyglisvert samtal".  Þar birtir hann meint samtal trúaðs nemanda við háskóla kennara sinn, sem hefur flakkað um netið í fjöldamörgum útgáfum í nokkur ár. Nemandinn hefur fengið ýmis misjöfn nöfn í þessum örlítið breytilegu útgáfum, en megin innihald textans er alltaf það sama. T.d. hef ég séð útgáfu þar sem hann er kallaður Phil. Í útgáfunni sem Kristinn er með, er hann sagður vera sjálfur Einstein.

Kristinn veit auðvitað ekki hvernig samtalið endaði! Hérna er stytt útgáfa af því sem gerðist þegar frásögnin sem Kristinn var með í höndunum líkur (endirinn er reyndar skáldskapur eins og upphafið). Stelpa sem hét Patricia stóð upp og byrjaði að rökræða við kristna nemandann eftir að prófessorinn hafði gefist upp:  (Þeir sem kannast ekki við þetta samtal sem birt var á síðu Kristins geta sleppt því að lesa næstu tilvitnun)

Suddenly, Patricia stood up and faced the "student" Phil. Was she going to pour more hot coals on the professor's head?

"Phil," she said softly, "Your whole line of argumentation has been flawed from the very beginning."

"Phil, she said, you claimed that there is no such thing as cold because we could not measure it. You stated further that it was merely the absence of heat. What you don't seem to understand is there is nothing in the definition of 'cold' that states there can be an infinite amount of it. You are correct in saying it is simply the absence of heat, but the fact that cold does not extend to infinity does not indicate 'cold' does not exist."

Phil started to reply, but Patricia waved him off and said, "Let me finish. You had your say. When I am done and you wish to reply by all means do.

"You stated further that there was no such thing as darkness. You made a . . . I'll be charitable, a rather odd challenge to Professor Jones to present you with a jar of darkness. Your question was whether there was such a thing as darkness. There most certainly is; it is characterized by the absence of light. Just because you cannot have an infinite amount of it does not mean that darkness is a meaningless concept. If a container is completely empty, then we say it is empty. It cannot get any emptier, but it does not thereby cease to be empty.

"You said that death was simply the absence of life. That is hardly the case. A rock is absent of life, yet we would hardly call it dead, would we?"

There were a few snickers from the class. A young man slapped his knee. Patricia continued.

"That word 'dead' carries with it the assumption that whatever is dead was once alive. You continued to persist in such questions, using the bait-and-switch routine, and succeeded in making yourself look silly to those who know better."

Phil was slack-jawed. He was speechless. Patricia looked around. She had the full attention of the class. Even the professor was watching her closely, yielding the floor as it were, watching the lioness devour her prey.

"Let me explain the problems with your argumentation and your good-evil analogy," she said calmly, with a sense of authority and assurance that can only come with experience,

"First, most of the analogies you attempt to use deal with quantitative states rather than qualitative. Light, for instance, can be measured in photons and wave-lengths; heat in calories and degrees. There is no scale for measuring good and evil.

"Second, evil is not simply the absence of good; it is by definition more than simply a neutral state. A rock is not inherently good; yet we do not say it is evil. There is much substance in evil as there is in good, just as there are equal amounts of substance in the concept of left and right; right is not simply the absence of left."

Patrica heldur lengi áfram. Þeir sem hafa áhuga geta lesið framhaldið hér.

Ég bið menn að afsaka þennan langa útúrdúr hjá mér, því ég vildi fyrst og fremst segja nokkur orð um eftirfarandi sem Kristinn sagði um söguna sem hann birti:

sagan sýnir okkur að það er sama hvora heimsýnina þú hefur, þróun eða sköpun, þá byggist það á "TRÚ" .

Vísindamenn horfa á þróun og sjá nýjar tegundir verða til fyrir augunum á sér. Ég ætla að vitna í bók sem heitir: Evolution, what the fossils say, and why it matters, bls 115:

New species can arise faster than people once thought. A study by Andre Hendry at McGill University in Montreal analyzed the sockeye salmon near Seattle. There salmon tend to breed either in lakes or in streams and have different shapes dependent on which environment they breed in. In the 1930s and 1940s, sockeye salmon were introduced to Lake Washington east of Seattle and rapidly became established in the mourth of Cedar River. By 1957, they have had also colonized a beach called Pleasure Point... These populations are (now) genetically isolated and already show the differences that would be recognized as separate species...

Bókin heldur áfram og tekur marga tugi af fleiri slíkum dæmum. Breytingarnar gerast stundum býsna hratt.

 


Faðir í þriðja sinn

Í morgun fæddist þriðja dóttir mín. Bæði móður og barni lýður vel.  Smile

 


Ljóðræn og hispurslaus

Það sem mér finnst skemmtilegast við hebresku Biblíuna (Gamla testamenntið er ónefni), er hversu ljóðræn og hispurslaus hún er.

Vesturlandabúum finnst oft eitthvað göfugt við það að taka hlutunum með "stóískri ró". Hebrearnir voru hins vegar óhræddir við tilfinningar sínar, og voru oft mjög dramatískir í lýsingum sínum. Ekki einu sinni Guð er látinn taka hlutunum með "stóískri ró". Hann hafði skap. Biblían skefur ekkert undan:

"Viðkvæmar konur suðu með eigin höndum börnin sín, þau voru þeim til næringar, þá er dóttir þjóðar minnar var eydd. Drottinn tæmdi heift sína, úthellti sinni brennandi reiði og kveikti eld í Síon, er eyddi henni til grunna." Harmljóðin 4:10-11

"Hefir hann ekki sent mig til þeirra manna, sem þar sitja uppá borgarveggnum og eiga þann kost fyrir höndum ásamt með yður að eta sinn eigin saur og drekka þvag sitt?" Jesaja 36:12

Það er svo auðvitað þekkt hvernig Hebrearnir rifu klæði sín, iðruðust í sekk og ösku, þegar Davíð konungur dansaði nakinn gleðidans frammi fyrir Guði, o.s.frv. Þeir höfðu tilfinningar og tjáðu þær. Biblían lýsir lystilega vel bæði gleði og sorgum Hebreanna. Arabarnir eru svipaðir hvað þetta varðar, og mig grunar að Kóraninn beri þess merki.

Ég hef áður fjallað eitthvað um ljóðin í hebresku Biblíunni. Mig langar að bæta við öðrum dæmum um ljóðræn skrif. Hér kemur "hljóðrituð" útgáfa af Jesaja 28:10 (ég nota "z" þegar hún nær því betur að lýsa hljóðinu sem notað er, frekar en íslenskt "s")

Tzav latzav, tzav latzav

Kav lakav, kav lakav

Ze'er sham, ze'er sham

Því miður skilar þetta sér einungis þokkalega í þýðingum. "Alltaf að skipa og skipa, skipa og skipa, skamma og skamma, skamma og skamma, ýmist þetta, ýmist hitt."

Þess má geta að aðal stafirnir sem eru notaðir í Jesaja 28:10, birtast í sömu röð í hebreska stafrófinu.

Hebreska "stuðlunin" kemur auðvitað ekki oft fram í þýðingum, en þeir léku sér oft lystilega vel með hljóð. (ekki að það sé neitt hebreskt einsdæmi). "Huggið, huggið lýð minn," (Jesaja 40:1), er t.d. Nahamu, nahamu, ammí á hebresku, sem mér finnst hljóma mjög fallega. "Þá hlumdu hófarnir, af reiðinni, reið kappanna", (Dómarabókin 5:22), er t.d. Daharot, daharot, abbirav, sem er enn eitt dæmið um mjög fallegt hljómfall á hebreskunni. Hægt er að taka óendanlega mörg dæmi. Mörg góð dæmi væri hægt að taka úr sköpunarsögunni í fyrstu Mósebók. "Jörðin var þá auð og tóm", er t.d. tóhú, va vóhú á hebreskunni. "Í upphafi skapaði" er Bereishít bara, "það var kvöld og það var morgun", sem er síendurtekið í allri frásögninni, er vahíerev vahívóker. Eftir að ég lærði smávegis í hebresku lifnaði Biblían við, og ég byrjaði að lesa mun meira en áður. Ég mæli með því að allir áhugamenn um Biblíuna reyni að læra amk að lesa hebreskuna.

 

 


Nammi, nammi, namm!

Myndi Guð einhverntímann láta einhvern borða börnin sín? Biblíutrúmenn yrðu væntanlega að svara þeirri spurningu játandi. Guð segir skv Jeremía 19:9, "Og ég mun láta þá eta hold sona sinna og hold dætra sinna." Mér finnst það annars vera mjög skemmtilegt hvernig höfundar bóka gamla testamenntisins eru lausir við allskonar nútíma tepruskap (í alvörunni). Þeir sem segja að Biblían sé þurr og leiðinleg kunna ekki gott að meta. Ég myndi þó ekki fyrir nokkurn mun trúa því að Guð (væri hann á annað borð til) léti einhvern, sama hvað viðkomandi hefði gert af sér, borða börnin sín. Einum of "cruel and unusal punishment". Hægt er að skoða versið í samhengi á Biblegateway. Ég mæli með að byrja í Jeremía 19:3 og lesa fram að versi 11. (Edit, í ljósi umræðunnar hér fyrir neðan bendi ég mönnum á að lesa Jeremía 19:3-15.)

Ef að það væri nú ákvæði í íslenskum hegningarlögum þess efnis, að þeir sem fremdu eitthvað visst afbrot, hlytu þau viðurlög að þeir yrðu látnir borða börnin sín. En mannanna boð eru ekki eins og boðorð Guðs.

Ég á annars kristna bók sem heitir "Celebration of Discipline", sem fjallar um hluti á borð við bæn, föstu, tilbeiðslu og aðra hluti sem kristnir eiga að leggja stund á að mati höfundar. Hann mælti sérstaklega með því að menn tækju sér tíma, einhversstaðar í kyrrð og ró, og hugleiddu eitthvað biblíuvers í 10 - 15 mínútur. Ég prófaði þetta nokkrum sinnum, og valdi yfirleitt einhver vers úr Jóhannesarbréfi. Ég skora hér með á fólk að taka Jeremía 19:9 fyrir í einni 10 mínútna hugleiðslustund. 

Lokaðu augunum og hugsaðu: "Og ég mun láta þá eta hold sona sinna og hold dætra sinna"


Samráð kvenna

Í dag eigum við hjónin 6 ára brúðkaupsafmæli. Við það tækifæri sagði móðir mín brosandi við Petru: "Til hamingju, nú eru 6 ár síðan ég losnaði endanlega við hann." Petra svaraði: "Takk fyrir það, gott að geta aðstoðað."

Sálmur 29 og þrumuguðinn Bal

Sálmur 29 hefst á orðunum: "Tjáið Drottni vegsemd, þér guðasynir". Þessi setning er fyrsta vísbendingin sem hefur leitt marga Gamlatestamenntisfræðinga (H. L. Ginsberg, Moshe Held, Mitchell Dahood, Theodore Gaster, o.fl.) til að telja að sálmurinn sé þýðing á kanverskum sálmi sem skrifaður var á tungumálinu Ugarit, til heiðurs storm og þrumuguðinum Bal. Vers 3-5 segja t.d. að raust Drottins hljómi yfir vötnunum (reiðarþruma er birtir vald skaparans og dýrð stendur neðanmáls í nýju þýðingunni), að Guð láti þrumur dynja, að raust hans hljómi með krafti, að raust hans brjóti sedrustré, o.s.frv. Fræðingarnir telja að upprunalega hafi verið ort um raust strom/þrumuguðsins Bals, en ljóðið hafi verið aðlagað að trúarhugmyndum Hebrea og Jahve hafi leyst Bal af hólmi, þegar það var þýtt og gert að sálminum, sem nú er Sálmur 29 í Biblíunni. Fundist hafa kanversk Balsdýrkunar ljóða handrit þar sem orðalagið og setningar eru eins, eða mjög líkar, og margt sem er að finna í Sálmi 29. Handritin eru nokkrum öldum eldri en elstu bækur Biblíunnar. (The Book of Psalms, Robert Alter, bls 98. Robert Alter telur sjálfur að Sálmur 29 sé "bara" undir áhrifum frá kanverskum ljóðum um Bal, en ekki beinlínis þýðing, en hann nefnir Ginsberg, Held, Dahood, og Gaster sem dæmi um menn sem telja að sálmurinn sé meira og minna alveg bein þýðing á kanverkum Balsdýrkunarsálmi. Ég veit um fleiri sem eru á sömu skoðun og fræðimennirnir fjórir sem Alter nefnir, t.d. Gerald A. Larue).

Ugarit var kanverskt borgríki, sem tilbað marga guði. Bal var þeirra á meðal, og einnig guðirnir El-shaddai, Eljón, El-Beríð, og fleiri, þar á meðal var hún Aserah, sem Hebrear töldu vera konu Jahve, sbr áletranir sem fundist hafa frá árunum 850-750 fyrir okkar tímatal, en hún var tilbeðin sem kona Jahve amk fram að 3 öld fyrir okkar tímatal.  

Nöfnin Eljón og El-shaddai koma víða fyrir í Biblíunni, og voru tekin upp sem ein af mörgum nöfnum Jahve, Guðs hebreanna. Hér eru dæmi: 5. Mós 32:8 "Þá er hinn hæsti (Eljón á hebresku) skipti óðulum meðal þjóðanna" eða frekar eins og Nýja þýðingin segir "Þegar Hinn hæsti (Eljón) fékk guðunum þjóðirnar". Í 2. Mós 6:3 "Ég birtist þeim Abraham, Ísak, og Jakobi sem almáttugur Guð (El-shaddai)..."


Jesús og Hórus

Margir trúleysingjar telja að sagan um Jesú sé einhver eftirherma af sögunni um Hórus. Ég ætlaði að blogga um það og fleiri dæmi (Míþras/Bel/Adnois, o.s.frv.), en nenni ekki að finna upp hjólið. Það er löngu búið að sýna fram á að það sé ekki flugufótur fyrir þessu, svo ég ætla að láta duga að vísa mönnum á link um Jesús og Hórus. Linkar um aðra frelsisguði sem menn hafa sagt vera mjög líka sögunni um Jesú, koma síðar.

Eftir að ég varð trúlaus, hélt ég að það væri einhver fótur fyrir þessum samanburði. Ég fór á Amtsbókasafnið hér á Akureyri og fann einhverja bók sem fjallaði um sögurnar af Ósíris og Isis, og fleiri guðum, ekki bara egypskum, og sá hvergi neytt sem mér fannst vera keim líkt neinu í guðspjöllunum.


Í Betlehem er barn oss fætt

Þegar sagt er frá fæðingu Jesúsar í Matteusarguðspjalli, er sagt að hann hafi fæðst í Betlehem. Matteus heldur því fram að löngu fyrir daga Krists, hafi Míka spáð því fyrir hvar Kristur skyldi fæðast. Matteus lætur vitringana vitna í upphafsorð 5. kafla Míkabókar í 2 kafla og 6 versi Matteusarguðspjalls, en þar segir: "Þú Betlehem í landi Júda, ekki ertu síst meðal hefðarborga Júda. Því höfðingi mun frá þér koma sem verður hirðir lýðs míns, Ísraels"

Upprunalega talaði hins vegar Míka aldrei um borgina Betlehem í 5 kafla Míka, heldur um manninn, eða hugsanlega ættflokkinn Betlehem, sem kominn var af Efrati, sem var sonur Hur, sjá 1. Kron 4:4, og 1. Kron 2:50-51.

Á hebreskunni stendur í Míka 5:1 (í minni klaufalegu bráðabirgðar þýðingu frá JPS HEBREW-ENGLISH TANAKH, sem byggir á hebreska Masoretic textanum, sem er birtur samsíðu þýðingunni)

"Og þú (ávarp í karlkyni, veatah) Betlehem sem ert af Efrati, minnstur meðal ættflokka Júda, frá þér mun einn koma, sem verður sjórnandi Ísraels fyrir mig."

Í Dauðahafshandritunum, sem eru elstu Biblíuhandrit sem menn þekkja, stendur í meirihluta handritana, skv enskri þýðingu sem ég á (The Dead Sea Scrolls Bible - Martin Abegg Jr., Peter Flint, Eugene Ulrich - 1999):

"But you, O Betlehem of Ephrathah, too little amon the thousands of Judah, out of you one shall not (ath mótsögn) come forth to be ruler in Israel."

Tvö Dauðahafshandrit og gríska 70 manna þýðingin (sem er sú þýðing sem höfundar Nýja testamenntisins notuð mest), segja hins vegar "one shall come forth" og sleppa þessu "not", og eru því í meira samræmi við Masoretic textann að ofan.

Nú mun ég segja hvers vegna ég held að Míka hafi aldrei talað um borgina Betlehem, heldur manninn Betlehem, son Efrats, sonar Hur (1. Kron 4:4 og 1. Kron 2:50-51).

Elstu handritin tala um að Betlehem sé ekki sístur meðal hinna þúsunda í Júda. Það voru örugglega ekki þúsundir borga í Júda, en það voru vissulega þúsundir manna. Því er líklegra að átt sé við manninn Betlehem, frekar en borgina Betlehem.

Í öðru lagi er hebreski textinn í karlkyni. Betlehem er í karlkyni, og ávarpaður í karlkyni. Borgir og bæir eru ávallt í kvenkyni á hebresku.

In the Hebrew language, which has no neuter gender, cities and towns are assigned the the feminine gender. This is also the case, without exceptions, for any city or town mentioned in the Hebrew Bible. - Thora learning on the net

Næstum allar nútíma þýðingar af Gamla testamenntinu (Hebresku Biblíunni) byggjast á einu handriti, "Leníngrad Codex", frá árinu 1008, sem er elsta afritið af Masoretic (rabbíníska) textanum, sem er megin uppistaðan í flestum nútíma Biblíuþýðingum af Gamla testamenntinu. Masoretic textinn er talsvert mikið yngri en Dauðahafshandritin, sem eru 225 handritarbrot, það elsta frá því u.þ.b. 250 fyrir okkar tímatal, og það yngsta frá tæplega 70 eftir okkar tímatal. Masoretic textinn talar um ættflokkinn Betlehem eins og áður segir. Dauðahafs handritin eru miklum mun eldri, og líklega mun nær upprunalegu útgáfunni. "Ættflokkur" er því líklega seinni tíma misritun/afbökun. Einnig hefur tilvísunin í hina þúsundi Júdabúa dottið út úr textanum á þessu ríflega þúsund ára tímabili sem skilur handritin að.

En jafnvel þó að einhverjum tækist að sannfæra mig um það að Míka hefði í raun skrifað um borgina Betlehem, en ekki um Betlehem Efratsson, Húrsonar, þá myndi ég ekki getað tekið undir það að Míka hafi spáð því að Jesús Kristur myndi fæðast í borginni Betlehem. Um stjórnandann, sem Míka segir að koma muni fram í umræddum versum (og myndi hafa fæðst annað hvort í borginni Betlehem, eða eiga pabba sem héti Betlehem), segir í versi 5  

„Og þannig mun hann frelsa oss frá Assýringum, er þeir brjótast inn í land vort og stíga fæti á fold vora."

Þessi maður sem Míka talar um að eigi að fæðast "í Betlehem", er augljóslega ekki hann Jesús. Ekki man ég eftir því að Jesús hafi barist við Assýringa, skv guðspjöllunum fjórum. Ekki er fjallað um innrás Assýringa inn í Landið helga í guðspjöllunum heldur.


Pólitísk átök í Biblíunni

Í 2. Konungabók 9:6-10 er Jehú smurður til konungsdóms, og fær orð frá Guði, þar sem Guð segir meðal annars: „Svo segir Drottinn, Guð Ísraels: Ég smyr þig til konungs yfir lýð Drottins, yfir Ísrael. Þú átt að eyða ætt Akabs, húsbónda þíns... Öll ætt Akabs skal upprætt.“

Í 2. Konungabók 10:30, hrósar Guð Jehú sérstaklega fyrir að drepa ætt Akabs, og verðlaunar hann með loforði um að hann og synir hans muni ríkja sem konungar í Ísrael í fjóra ættliði: „Af því að þú hefur gert það sem rétt er í augum mínum og hefur farið með ætt Akabs í öllu að vilja mínum skulu synir þínir sitja á hásæti Ísraels í fjóra ættliði.“

Í Hósea 1:4 er Jehú Ísraelskonungur aftur á móti fordæmdur fyrir að hafa eytt ætt Akabs forvera síns. Hósea flytur honum spádóm frá Guði þar sem Guð segist ætla að refsa Jehú fyrir þetta blóðbað og binda enda á konungdæmi Ísraelsmanna.

Höfundar Hóseabókar og 2. Konungabókar voru augljóslega ekki skoðannabræður hvað varðar stjórnmál Ísraelsmanna og segjast báðir flytja orð beint frá Guði.

Ýmsir kristnir menn hafa lagt á sig mikið erfiði til að samræma þetta misræmi. Hér er dæmi um orðaskipti um þetta atriði.

Hann mátti ekki vera í söfnuði Drottins að eilfíu

Í síðustu færslu talaði ég aðeins um ættartölu Jesúsar í Matteusarguðspjalli. Hér ætla ég að bæta einu atriði við þá umfjöllun. Skv. ættartölu Matteusar, voru Jesús (óbeint í gegnum Jósef), og Davíð konungur, afkomendur Rutar. Matteus 1:5-6 segir:

Salómon gat Bóas við Rahab og Bóas gat Óbeð við Rut. Óbeð gat Ísaí og Ísaí gat Davíð konung

Rut var Móabíti, sbr Rutarbók 1:4. 5. Mósebók, 23:3 segir: "Enginn Ammóníti eða Móabíti má vera í söfnuði Drottins. Jafnvel ekki tíundi maður frá þeim má vera í söfnuði Drottins að eilífu". Það kemur líka fram í Nehemía 13:1-3 að enginn Ammóníti eða Móabíti megi vera í söfnuði Drottins að eilífu. Í Esra, 10 kafla, er sagt frá því að Ísraelar hafi drýgt þá synd að giftast konum af framandi þjóðerni.  Samkvæmt fyrirskipun Drottins áttu þeir því að senda þessar konur og börn sem þeir höfðu eignast með þeim frá sér, þar sem þau væru blendingjar.

Það er því óneitanlega einkennilegt, að í Rutarbók þyki það hið besta mál, þegar ísraelskur maður tekur sér hina móabísku Rut fyrir konu. Það sem meira er, skv ættartölunni í Matteusarguðspjalli, þá eignast hann með henni soninn Óbeð, sem gat soninn Ísaí, sem gat Davíð konung. Óhætt er að segja að Davíð hafi verið í söfnuði Drottins, ekki satt? (sbr t.d. Davíðssálmana og fleira). Samt segir í 5. Mósebók að enginn Móabíti, jafnvel ekki tíundi maður frá Móabíta, megi vera í söfnuði Drottins að eilífu! Þetta er staðfest bæði í Nehemía, og Esra.

Ég var einu sinni í söfnuði sem hét Orð Lífsins. Forstöðumaður þess safnaðar hét Ásmundur Magnússon. Hann sagði oft í ræðum sínum: "Guð meinar það sem hann segir, og segir það sem hann meinar". Það er hins vegar erfitt að sjá að svo sé í þessu tilfelli. Davíð, konungur gyðingana, átti langa ömmu, og langa langa afa, sem voru Móabítar (ef marka má ættartölu Matteusarguðspjalls), en enginn slíkur átti að mega tilheyra Ísraelsþjóðinni, söfnuði Drottins, skv skýrum og afdráttarlausum orðum Guðs. Enginn, að eilífu! Samt var það Guð sjálfur sem valdi Davíð til að vera konungur yfir Ísraelsþjóðinni. Guð braut því orð sín.  

Ég á annars erfitt með að skilja hvernig maður, sem er afkomandi Móabíta í 10. lið, geti verið útilokaður frá söfnuði Drottins að eilífu, fyrir þær einar sakir að langa, langa, langa, langa, langa, langa, langa, langa afi hans var Móabíti. Þetta eru ósanngjörn boð. Enda segja sumir guðfræðingar að Rutarbók hafi einmitt verið skrifuð til að leiðrétta rasískar kenningar sumra bóka Biblíunnar, um að bannað sé að giftast konum af erlendum uppruna, að bannað sé að eignast blönduð börn, og að ýmsar þjóðir eigi sér enga von og séu illar og vondar sbr t.d. Harper's Bible Commentary, 1962, bls. 321. Rut er megin söguhetja bókarinnar. Hún var eins og áður segir Móabíti, en samt dyggðuð, og mjög trú eiginkona gyðings, og trú Guði gyðinga.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sindri Guðjónsson

Höfundur

Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson

Ég heiti Sindri! Ég er trúlaus, og blogga hér aðallega um Biblíuna. (Ég er að vísu sem betur fer hættur þessu stússi)

 

Þú getur haft samband: sindri79(a)gmail.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...itvig
  • ...ysyvq
  • ...100_2438

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 2701

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband