Ég er frelsaður

When I became convinced that the universe is natural–that all the ghosts and gods are myths, there entered into my brain, into my soul, into every drop of my blood, the sense, the feeling, the joy of freedom.

The walls of my prison crumbled and fell, the dungeon was flooded with light and all the bolts and bars and manacles became dust. I was no longer a servant, a serf or a slave. There was for me no master in all the world–not even infinite space.

I was free–free to think, to express my thoughts–free to live my own ideal–free to live for myself and those I loved–free to use all my faculties, all my senses, free to spread imagination’s wings–free to investigate, to guess and dream and hope–free to judge and determine for myself–free to reject all ignorant and cruel creeds, all the “inspired” books that savages have produced, and all the barbarous legends of the past–free from popes and priests, free from all the “called” and “set apart”–free from sanctified mistakes and “holy” lies–free from the winged monsters of the night–free from devils, ghosts and gods.

Robert G Ingersoll


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Til hamingju með frelsið Sindri minn.

:-)

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 3.12.2008 kl. 12:59

2 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Frelsið er reyndar orðið býsna gamallt, eða svona kannski eins og eins og hálfs árs. En það er yndislegt, engu að síður. Algjör andstaða við „Sá sem elskar líf sitt, glatar því, en sá sem hatar líf sitt í þessum heimi, mun varðveita það til eilífs lífs.“ (Jh. 12:25) og "lífið er mér kristur, og dauðinn ávinningur" (Fíl), og Vér erum þrælar Krists versin í N.T. o.s.frv. Það er líka hundleiðinlegt til lengdar að trúa einhverjum sem skynsemin segir manni að gangi ekki upp. Maður getur ekki hundsað skynsemina endalaust.

Man ennþá þegar ég labbaði út í náttmyrkrið í fyrsta sinn eftir að ég var búinn að sætta mig við það að Guð væri ekki til, og horfði á fjöllin og himininn, og hugsaði: "Vá!" Mér hafði aldrei þótt veröldin eins undursamlegt, né lífið eins verðmætt. Því nú átti ég bara lífið í þessari veröld, og var hættur að horfa til handanheims. Skyndilega voru engir englar að gæta mín, og engir djöflar að herja á heiminn, enginn Guð að stara á mig. Ég gat lifað á eigin forsendum. 

Sindri Guðjónsson, 3.12.2008 kl. 13:41

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ingersoll bregst ekki. Ef þú hefur áhuga þá var einmitt verið að gefa út bók með greinum eftir hann á íslensku (þú ert samt örugglega búinn að lesa þetta allt ;) )

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.12.2008 kl. 17:59

4 identicon

Þú segist vera trúlaus núna. Af hverju ertu þá yfir höfuð að blogga um trúmál? Til hvers að vera að gafra í GT sem eru að mestu sagnaheimildir þess tíma. Menn geta endalaust rifist um það og ekkert akkúrat ekkert kemur út úr því. Til er fólk sem hefur upplifað lifandi trú, upplifun sem breytir lífi þeirra. Og þú sem fyrrverandi trúaður einstaklingur sem ert ekki í trú lengur ættir að hætta að blogga um trú. Eignastu líf án trúarbloggunar og leyfðu þeim sem trúa að trúa í friði frá þínum bloggum og þinna vina í vantrú sem er ekkert annað en djöflatrú að mínu mati.

Þóra (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 03:32

5 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Sæl Þóra. Ég blogga um trúmál, af því að ég hef áhuga á þeim. Ég blogga um Bibíluna, af því að mér finnst skemmtilegt að lesa um hana og gaman að læra um hana, og vil tjá mig um hana. Ég sem "fyrrverandi trúaður einstaklingar" ætti alls ekki að hætta að blogga um trú, þar sem ég hef merikilega hluti um hana að segja. Þóra, ef þér er illa við að Biblían sé skoðuð, er það vegna þess að þér finnist þinni lifandi trú ógnað? Ef hún þolir ekki skoðun, þá er bara best að losna við hana. Ef Guð væri til, þá væri hann nú heldur mátt lítill, ef honum og hans fólki stæði einhver ógni af þessu smá bloggi mínu. Að lokum vil ég benda á að ég blogga alls ekki bara um "GT". Hér eru dæmi um færslur um Nýja testamenntið:

http://www.sindri79.blog.is/blog/sindri79/entry/404821/ Lýst er eftir týndum Biblíuversum

http://www.sindri79.blog.is/blog/sindri79/entry/412561/ Sá yðar sem syndlaus er...

http://www.sindri79.blog.is/blog/sindri79/entry/422047/ Allir geta gert mannleg mistök

http://www.sindri79.blog.is/blog/sindri79/entry/526819/  Hvað hét fósturafi Jesúsar?

http://www.sindri79.blog.is/blog/sindri79/entry/572255/  Í Betlehem er barn oss fætt

Svo eru fjöldamargar færslur um bæði Nýja testaemnntið og hebresku Biblíuna (GT), þar sem erfitt getur verið að fjalla um Nýja testamenntið, án þess að fjalla um hebresku Biblíuna, þar sem Nýja testamenntið vísar stöðust í þá hebresku

http://www.sindri79.blog.is/blog/sindri79/entry/560982/ Hann mátti ekki vera í söfnuði Drottins að eilfíu

http://www.sindri79.blog.is/blog/sindri79/entry/725510/  En þetta er "bara" Gamla testamenntið?

Sindri Guðjónsson, 6.12.2008 kl. 10:36

6 identicon

S.s. „skynsemin" segir að trúin gangi ekki upp?

Eru þá kristnir menn ekki upp til hópa hálfvitar í þínum augum?

Gisli Freyr Valdórsson (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 23:04

7 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Nei

Sindri Guðjónsson, 6.12.2008 kl. 23:06

8 identicon

Nú? Hvernig útskýrir þú þá óskynsemina í því að vera svona vitlaus að trúa?

Gisli Freyr Valdórsson (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 23:21

9 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Finnst þér vinstrimennska skynsamleg? Ef ekki, eru þá vinstrimenn hálfvitar upp til hópa í þínum augum?

Ég var 14 ára þegar ég byrjaði að trúa. Trúni er ekki viðhaldið með skynsemi, heldur með trúarlegum upplifunum, bæði á samkomum, og líka heima, þegar maður er að biðja og hlusta á lofgjörð og þess háttar. Meira að segja Nýja testamenntið viðurkennir á stöku stað, að boðskapurinn sé ekki skynsamlegur, nema menn fái einhverja opinberun að ofan. Nýja testamenntið viðurkennir að túin byggi ekki á skynsemi, heldur krafti Guðs:  "Orðræða mín og prédikun studdist ekki við sannfærandi vísdómsorð, heldur við sönnun anda og kraftar, til þess að trú yðar væri eigi byggð á vísdómi manna, heldur á krafti Guðs 1. Kor 2", "Því að orð Krossins er heimska þeim er glatast, en oss, sem hólpnir verðum, er það kraftur Guðs. Ritað er: Ég mun eyða speki spekinganna, og hyggindi hyggindamannanna mun ég að engu gjöra" 1. Kor 1:18-19. Ég gæti fundið fleiri vers í þessum anda.

Marteinn Lúther var nokkuð Biblíulegur þegar hann sagði að rökhyggjan væri hóra djöfulsins.

Sindri Guðjónsson, 6.12.2008 kl. 23:36

10 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Og Gísli, hvernig getur þú sagt að það sé skynsamlegt að trúa því að einhver hafi gengið á vatni, læknað blinda með því að hrækja í augun á þeim, fæðast af mey, o.s.frv.? Þetta er auðvitað ekki skynsamlegt, en fullt af velgerðu fólki kýs engu að síður að trúa þessu. En þeir sem trúa hafa ekki efni á að gagnrýna þá sem trúa þessu ekki. Þetta eru einfaldlega fremur ótrúlegir hlutir.

Sindri Guðjónsson, 6.12.2008 kl. 23:39

12 identicon

Það er mjög erfitt að bera saman stjórnmálaskoðun og trú manna.

Maður aðhyllist ákveðnar stjórnmálaskoðanir af því að maður telur að með þeim geti maður gert samfélagið betra. Vinstri menn telja til dæmis réttlæti fólgið í því að taka háa skatta af hátekjufólki og dreifa fjármagninu upp á nýtt. Hvort það er skynsamlegt eða ekki er varla hægt að dæma um þannig.

Ég er ekki tilbúinn til að segja að það að vera vinstri sinnaður sé með öllu óskynsamlegt. Enda ég ekki tilbúinn að setja mig á það háan hest að vera einn um skynsemina - ólíkt mörgum trúleysingjum t.d. Richard Dawkins og augljóslega þú líka.

Hins vegar ertu með einstakling sem af einhverjum ástæðum kýs að trúa á Guð (nú eða bara trúa á eitthvað annað). Eins og ég sagði teljið þið að það sé með öllu óskynsamlegt.

Með því hljótið þið að vera að segja að sá hinn sami sé ekki með öllum mjalla. Mig minnir að átrúnaðargoð ykkar, Dawkins hafi orðað það þannig í Kastljósviðtali þegar hann ræddi um kirkjusækið fólk í BNA að þar væri á ferð fólk sem væri undir meðallagi í gáfum.

Nú er auðvitað sjálfsagt að hver hafi sína skoðun á trú og trúmálum. En ég vissi ekki að trúleysingjar hefðu einkarétt á því að vita hvað væri skynsamlegt og hvað ekki.

Gisli Freyr Valdórsson (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 23:54

13 identicon

Ég var ekki búinn að sjá athugasemd nr. 10 þegar ég svaraði hinu.

Ég sagði aldrei að nokkuð af þessu væri skynsamlegt. Það má að sjálfsögðu færa rök fyrir því að það sé með öllu óskynsamlegt að einhver hafi gengið á vatni og fleira í þeim dúr.

Það ert þú sem ert að segja að það sé ekki hægt að hunsa skynsemina. Með því ertu liklega að taka undir með Dawkins og fleirum og gefa í skyn að trúaðir menn séu hálfvitar. Ekki satt?

Ég hef heldur ekki verið að „gagnrýna þá sem trúa þessu ekki" - sem betur fer búum við í frjálsu samfélagi þar sem mönnum leyfist að trúa (eða trúa ekki) því sem þeir vilja og allt það.

Gisli Freyr Valdórsson (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 00:09

14 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Gísli, ég var alveg jafn lítið eða mikið greindur þegar ég var trúaður og ég er núna. Trú og trúleysi, og skynsemi og óskynsemi fara ekki endilega saman. T.d. eru til fullt af trúleysingjum sem trúa á ótrúlegar samsæriskenningar um að 9/11 hafi verið innanbúðarverk bandarískra stjórnvalda. Það er til fullt af trúleysingjum sem eru alveg naut heimskir, og fullt af trúuð fólki sem er mjög skynsamt, þó að það hafi tekið þá ákvörðun sem mér finnst óskynsamleg, að trúa.

Af hverju ertu að gera mér upp einhverjar skoðanir á trúuðum? Af hverju ertu að segja að ég sé að segja að trúleysingjar hafi einkarétt á því að vita hvað sé skynsamlegt? Það er reyndar til fjöldinn allur af trúuðu fólki (margir andans fylltir tungutalandi predikarar t.d.) sem segir að trúin sem slík sé ekki skynsamleg, heldur kraftaverk, gjöf frá Guði. Er þetta fólk þá líka með einkarétt á því að vita hvað er skynsamlegt?

Varðandi Dawkins, "átrúnaðargoðið mitt." Ég hef aldrei lesið nema brot úr bók eftir Dawkins um trúmál. Fannst þessar 3 blaðsíður sem ég las ekkert sérstakar, og skilaði bókinn aftur í hilluna í bókasafninu. Ég hef aldrei haft gaman að honum. Ég hef séð hálfan þátt sem hann gerði, og nennti ekki að horfa á hann til enda.  

Og hverjir eru "þið"? Þú ættir reyndar kannski að lesa athugasemdir mínar á þessum þræði á vantrú: http://www.vantru.is/2008/12/06/12.30/  (p.s. Ég er ennþá nokkuð ósáttur við það þegar þú gafst það í skyn á blogginu þínu að ég væri genginn í félagið vantrú, og varst ekki til í að breyta neinu eða leiðrétta þrátt fyrir að ég hafi hringt í þig.)

Og hvað finnst þér um orð Páls og Lúthers sem ég vitnaði í?

Finnst þér skynsamlegt að trúa því að asni hafi talað? (4. Mós 22) Að menn hafi orðið 1000 ára gamlir? (5. Mós) Að kona Lots hafi breyst í saltstólpa? (1. Mós 19) Að maður lifi af eftir veru í maganum á stórum fiski? Að allar dýrategundir í heimi hafi verið inní stórri örk í alheimsflóði? Og svo framvegis, og svo framvegis.

Sindri Guðjónsson, 7.12.2008 kl. 00:13

15 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Var ekki búinn að sjá innlegg 13, þegar ég skrifaði innlegg 14. Ég hef aldrei sagt að það sé ekki hægt að hundsa skynsemina. Ég sagði bara að það væri leiðinlegt að trúa einhverju til lengdar sem skynsemi segði manni að gengi ekki upp. Þá var ég auðvitað að tala um mína skynsemi. Mín skynsemi sagði mér að Biblíukristindómur gengi ekki upp. Það var orðið leiðinlegt að hundsa hana. (eða reyna stöðugt að finna ástæður til að trúa, þrátt fyrir allt).

Þér mundi líka örugglega finnast leiðinlegt til lengdar að trúa einhverju sem skynsemin segði þér að gengi ekki upp. Ég var aldrei með neinar fullyrðingar um að öllum mönnum þætti það sama skynsamlegt og mér finnst skynsamlegt, eða það óskynsamlegt, sem mér finnst óskynsamlegt. Þú ert allt of fljótur að gera mér upp einhverjar skoðanir. Talaðu frekar um málfutning minn. Líttu á hinar bloggfærslunar og segðu mér hvað þú hefur efnislega að athuga við þær, í staðinn fyrir að vera að pikka í einhver svona atriði um það hvort ég haldi að ég hafi einkarétt á skynseminni, og hvort ég haldi þetta eða hitt, um þennan eða hinn.

Sindri Guðjónsson, 7.12.2008 kl. 00:19

16 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Annað, ég hef aldrei vitað til þess að Dawkins hafi sagt að trúaðir menn væru hálfvitar. Gætir þú verið svo vænn að benda mér á dæmi?

Sindri Guðjónsson, 7.12.2008 kl. 00:24

17 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Varðandi vinstri hægri dæmið og samanburð við trúmál. Ég er tilbúinn til að segja að vinstri-anarkismi, og marxismi, og kommonismi, séu mjög óskynsamlegar og órökréttar skoðanir (og siðferðislega andstyggilegar að mínu mati). Ég veit hins vegar að margt fólk, sem er að öðru leyti skynsamt og gott, aðhyllist þessar skoðanir.

Sindri Guðjónsson, 7.12.2008 kl. 00:30

18 identicon

Á vef Vantrú var því fagnað að þú væri búinn að missa trúna. Sjá: http://www.vantru.is/2008/01/09/08.00/

Ég minntist á að þeir væru að bjóða þig velkomin til vantrúar, ekki í félagið Vantrú. Átti ég að leiðrétta það?

Ég gaf ekki í skyn að þú værir genginn í félagið og ég skil ekki hvernig þú færð það út að ég hafi ekki verið til í að breyta eða leiðrétta færslunni. Hverju átti ég að breyta?

En varðandi það sem við erum að ræða hér. Ef ég var að gera þér upp skoðanir var það vissulega ekki rétt og ég biðst auðvitað afsökunar ef það er málið.

Ég hins vegar hjó í þessi orð þín: „Það er líka hundleiðinlegt til lengdar að trúa einhverjum sem skynsemin segir manni að gangi ekki upp. Maður getur ekki hundsað skynsemina endalaust."

Þetta er erfitt að skilja en svo að það sé með öllu óskynsamlegt að trúa. Nú um leið og einhver segir að annar maður, ekki bara hagi sér heldur trúi einhverju sem er með öllu óskynsamlegt að trúa er hægt að skilja það þannig að sá aðili líti á viðkomandi sem heimskan.

Nú vitum við að það er ekki það sem þú varst að segja og þá er það bara komið á hreint.

Gisli Freyr Valdórsson (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 00:36

19 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Þú sagðir að vantrú væri að fagna nýjum félagsmönnum, ef ég man rétt.

Sindri Guðjónsson, 7.12.2008 kl. 00:39

20 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Toyota_Land_Cruiser_01" Á milli þess sem snillingarnir á Vantrú eru að bjóða nýja meðlimi velkomna til vantrúar eru þeir nú farnir að taka myndir af bílum út í bæ."

http://gislifreyr.blog.is/blog/gislifreyr/entry/412133/

Ég leiðrétti í athugasemd, og hringdi til að segja þér sérstaklega að ég væri ekki félagi í Vantrú. Hélt það myndi duga til að þú myndir laga eða breyta þeirra staðhæfingu að ég væri nýr meðlimur í Vantrú. Það dugði ekki til, svo ég benti á að ég væri ekki meðlimur í athugasemdum.

Sindri Guðjónsson, 7.12.2008 kl. 00:42

21 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Þú sagðir að ég vær nýr meðlimur í Vantrú, með stórum staf.

Sindri Guðjónsson, 7.12.2008 kl. 00:43

22 identicon

„til vantrúar" - ekki í félagið Vantrú (með stórum staf)

Gisli Freyr Valdórsson (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 00:44

23 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Þessi setning er í það minnsta afar tvíræð. Ég skyldi t.a.m. ekki betur en svo að ég væri samkvæmt þessu meðlimur í vantrú. Vissi reyndar að þú vissir betur, og var þess vegna hvumsa.

Sindri Guðjónsson, 7.12.2008 kl. 00:46

24 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Trúleysingar eru ekki almennt "meðlimir" í vantrú. Menn eru meðlimir í félögum, ekki í trúarskoðunum. Ert þú meðlimur í kristni?

Sindri Guðjónsson, 7.12.2008 kl. 00:47

25 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Gísli, svo átt þú að vita betur en svo að ætla mér að vera að segja að allir trúaðir séu hálfvitar. Það er alveg fráleitt. Ég er giftur trúaðri konu. Hún er ekki hálfviti. Flestir vinir mínir eru kristnir. Einu kunningjar mínir á Akureyri sem ég hitti utan vinnu og skóla eru kristnir.

Sindri Guðjónsson, 7.12.2008 kl. 00:50

26 identicon

OK, þá er það bara komið á hreint. Þá erum við augljóslega búnri að eyða löngum tíma á laugardagskvöldi í ekki neitt.

Gisli Freyr Valdórsson (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 00:54

27 identicon

Sindri minn passaðu þig samt á öllu þessu kristna liði það er stórhættulegt.

Bið að heilsa í bæjinn kveðja Davíð.

Davíð (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 18:23

28 identicon

Sæll Sindri

Það var einn sem kom til mín og sagði mér að hann væri hommi. Hann skildi við konu sína og fór að búa með manni. Hann greindi mér líka frá því að þetta hafi verið eins og að frelsast, samskonar upplifun. Svo "góðar" tilfinningar er víða að finna eins og þú nefnir.

Reynslurnar komu, skynsemin var reynd og allri þættir tilverunnar voru "endurskoðaðir" í þessu nýja ljósi. Að fáum árum liðnum kom svo niðurstaðan og hún var ömurleg.

Það er auðvitað hægt að sjá tilveruna án Guðs og trúa því að þetta hafi orðið til af sjálfusér en þegar öllu er á botninn hvolt varð ekkert til af sjálfusér - heldur aðeins orsakir og afleiðingar.

Þú getur lifað sem Guðleysingi en það er ekki ömurleg niðurstaða að lífið hafi engan tilgang og deyja sem Guðleysingi. Þá gagnast Kristur þér ekki.

Einn merkilegasti fylgifiskur þessarar niðurstöðu þinnar að enginn Guð finnist er einmitt sá að nú þarftu að "passa þig samt á öllu þessu kristna liði það er stórhættulegt" eins og Davíð segir, en nafni hans komst að þessu:"Heimskinginn segir í hjarta sínu, enginn guð. Ill og andstyggileg er breytni þeirra... " (Sálm.53).

Þess vegna þurfum við reglur og lög af því að annars breyt um við heimskulega - jafnvel þó svo að heilmikil skynsemi búi í hausnum. Nazistarnir voru ekki allir skynsemisskortandi menn!

kær kveðja

snorri

snorri í betel (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 23:17

29 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Sæll Snorri.

Þessi Davíð sem skrifaði "passaðu þig á þessu kristna liði það er stórhættulegt", var að grínast. Þarna er á ferð kristinn maður sem þú þekkir vel. Hvítasunnumaður, sem var lengi í Hvítasunnukirkjunni á Akureyri (ég kynntisti honum þar), og á foreldra sem búa í Eyjafjarðarsveit. Hann bjó í næstu blokk við hliðina á mér, þar til hann flutti suður.

Það er fráleitt að segja að lífið sé tilgangslaust Snorri. Leitt að þú skulir ekki sjá neina glætu né tilgang í lífinu án trúar þinnar, en það er þitt mál, þú hefur varla þekkt annað í marga áratugi. Þú nefnir einn mann sem kom út úr skápnum sem hommi, sem uppskar ömurlega á endanum að þínu mati. Þetta er maður sem þó hélt í trúna frammí rauðann dauðann, og treysti á Jesú Krist. Sumir sem þekkja hann, kenna m.a. þér um hans örlög.

Snorri, ef þú reiðir þig á ósýnilegan guð allt þitt líf, og þau "handanheims verðlaun" sem þér hlotnast, og hefur þann tilgang, verður niðurstaðan á endanum ömurleg. Ekkert eilíft líf. Engin himnavist, ekkert þúsund ára ríki. Það er ömurlegt að helga sig einhverju sem ekki er raunverulegt. Við eigum bara eitt líf. Það líf er hér og nú. Það er ekki eilíft. Það verður ekkert líf eftir að við förum í gröfina. En þetta líf hér og nú, er uppfullt af tilgangi. Það er undursamlegt. Það er sorglegt að verja því til að tilbiðja guði sem ekki eru til.

Sindri Guðjónsson, 11.12.2008 kl. 09:12

30 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Snorri, ég vil taka það fram að ég er ekki að kenna þér um eitt eða neitt, varðandi manninn sem kom út úr skápnum, enda þekki ég lítið til málsins (þekki þó tengdason mannsins). Ég er bara að benda á að það er umdeilanlegt hverju skuli kenna um hvernig fór.

Þú hefur sagt að ávextir þess að hætta að trúa séu slæmir í samtölum við mig (og nefnt þennan mann sem dæmi, þó að hann hafi verið mjög trúaður alla sína ævi). Það er bara fráleitt að það sé eitthvað gegnum gangandi að þeir sem hætti að trúa bíði eitthvað skipbrot í lífinu í reynslunnar ólgu sjó, að sérlega slæmir ávextir fylgi í kjölfarið. Charles Tempelton stofnaði ásamt Billy Graham Youth for Christ International, og þeir predikuðu saman. Tempelton predikaði á risa leikvöngum fyrir framan þúsundi, og var forstöðumaður kirkju, og fleira. Hann "endurfæddist" 1936 og hætti að trúa 1957. Eftir að hann hætti að trúa varð hann útvarpsstjarna, sjónvarpsstjarna, hann varð ritstjóri dagblaðs, rithöfundur, og stjórnmálamaður, og var boðið að verða formaður stærsta eða næst stærsta stjórnmálaflokks Kanada. Hann fann líka upp einhvern búnað til að tryggja öryggi barna, sem er mikið notaður (einhver patent barnalæsing). Hann giftist frægri leikkonu og fyrirsætu, og var giftur henni til dauða dags. Hann eignaðist fjögur börn, m.a. tvö sem urðu þekkt fyrir afrek á sínum sviðum. Hann dó í hárri elli, saddur lífdaga.

Sindri Guðjónsson, 11.12.2008 kl. 10:09

31 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Guð gefi þér og þínum Gleðileg Jól og farsælt komandi ár.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.12.2008 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Guðjónsson

Höfundur

Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson

Ég heiti Sindri! Ég er trúlaus, og blogga hér aðallega um Biblíuna. (Ég er að vísu sem betur fer hættur þessu stússi)

 

Þú getur haft samband: sindri79(a)gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...itvig
  • ...ysyvq
  • ...100_2438

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 2517

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband