Nýjatestamenntið um konur

Eftirfarandi færsla er að miklu leyti beinar tilvitnanir úr Nýja testamenntinu um konur. Ef þér finnst ekki gaman að lesa þessa færslu, þá hefur þú ekki mikið álit á Guði sem rithöfundi, en bækur Bibliunnar eru af sumum taldar vera amk óbeint höfundarverk Guðs. Það litla sem frá mér er komið er sett innan sviga.

En ég vil, að þér vitið, að Kristur er höfuð sérhvers manns, maðurinn er höfuð konunnar og Guð höfuð Krists. 1. Kor 11:3

7Karlmaður á ekki að hylja höfuð sitt, því að hann er ímynd og vegsemd Guðs, en konan er vegsemd mannsins. (Karlmaður á ekki að hylja höfuð sitt. Konur þurfa að hylja höfuð sitt, eins og kemur fram í versunum á undan, því að þær eru ekki ímynd og vegsemd Guðs heldur bara mannsins– Sindri),  8Því ekki er maðurinn af konunni kominn, heldur konan af manninum, 9og ekki var heldur maðurinn skapaður vegna konunnar, heldur konan vegna mannsins. (Konur þið voruð skapaðar fyrir okkur mennina) 1. Kor 11:7-9

Eins og í öllum söfnuðum hinna heilögu 34skulu konur þegja á safnaðarsamkomunum, því að ekki er þeim leyft að tala, heldur skulu þær vera undirgefnar, eins og líka lögmálið segir. 35En ef þær vilja fræðast um eitthvað, þá skulu þær spyrja eiginmenn sína heima. (Konur, ef þið viljið fræðast skulið þið spyrja manninn ykkar heima hjá ykkur, ekki í kirkjunni) Því að það er ósæmilegt fyrir konu að tala á safnaðarsamkomu. 1. Kor 14:33-35

21Verið hver öðrum undirgefnir í ótta Krists: 22Konurnar eiginmönnum sínum eins og það væri Drottinn. 23Því að maðurinn er höfuð konunnar, eins og Kristur er höfuð kirkjunnar, hann er frelsari líkama síns. 24En eins og kirkjan er undirgefin Kristi, þannig séu og konurnar mönnum sínum undirgefnar í öllu. Efesus 5:21-24

11Konan á að læra í kyrrþey, í allri undirgefni. 12Ekki leyfi ég konu að kenna eða taka sér vald yfir manninum, heldur á hún að vera kyrrlát. 13Því að Adam var fyrst myndaður, síðan Eva. 14Adam lét ekki tælast, heldur lét konan tælast og gjörðist brotleg. 15En hún mun hólpin verða, sakir barnburðarins (Hjúket! Af því að konan er nauðsynleg til að búa til börn, þá getur hún orðið hólpin! – Sindri), ef hún stendur stöðug í trú, kærleika og helgun, samfara hóglæti. 1. Tím 2:11-15

2Biskup á að vera óaðfinnanlegur, einkvæntur, bindindissamur, hóglátur, háttprúður, gestrisinn, góður fræðari. 1. Tím 3:2 (Bara karlar geta orðið Biskupar, rétt eins og bara karlar máttu vera prestar undir gamla sáttmálanum. Sama á við um öldunga (Títus 1:6) og djákna (1. Tím 3:8) - Sindri).

3Svo eiga og aldraðar konur að vera í háttalagi sínu eins og heilögum sæmir. Þær skulu ekki vera rógberar og ekki heldur í ánauð ofdrykkjunnar, heldur kenni þær gott frá sér, 4til þess að þær laði hinar ungu til að elska menn sína og börn, 5vera hóglátar, skírlífar, heimilisræknar, góðlátar og eiginmönnum sínum undirgefnar, til þess að orði Guðs verði ekki lastmælt. (Konur eiga að vera undirgefnar elskandi þjónar heimilisins - Sindri) Títus 2:3-5

Eins skuluð þér, eiginkonur, vera undirgefnar eiginmönnum yðar, til þess að jafnvel þeir, sem vilja ekki hlýða orðinu, geti unnist orðalaust við hegðun kvenna sinna, þegar þeir sjá yðar grandvöru og skírlífu hegðun. 1. Pet 3:1-2. (Trúaðar eiginkonur eiga að vera undirgefnar vantrúuðum eiginmönnum sínum)

7Og þér eiginmenn, búið með skynsemi saman við konur yðar sem veikari ker og veitið þeim virðingu, því að þær munu erfa með yður náðina (Vá! Fá konur að erfa náðina með okkur mönnunum? En hvað þær eru heppnar að fá að vera með) og lífið. 1. Pét 3:7

Ég gæti hugsanlega fundið til fleiri svona vers... ég læt þetta duga. Ég bið bara lesandann að spyrja sig: „er þetta virkilega svo sniðugt að það hljóti að vera innblásið af guði?“

Hvað ætli að það sé annars langt þangað til að þýðingarnefnd Þjóðkirkjunnar "lagi" þessi vers?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sæll, Sindri. Þetta er afar selektíft hjá þér, sleppt sem mestu jákvæðu úr Biblíunni um réttindi kvenna og virðingu fyrir þeim; slík réttindi blasa t.d. við í áminningum spámannanna og lögmálsbókanna og meiri en tíðkaðist meðal nágrannaþjóðanna, miklu meiri en meðal sumra þeirra. Þá er sömuleiðis mjög margt afar gott um konur bæði í síðgyðingdómsritunum (deuterocanonica, sem þið kallið "apokrýfar bækur", t.d. í Síraksbók og Speki Salómós) og í ritum postulanna beggja Páls og Péturs og víðar.

Fyrir utan að velja eftir hentisemi (selektífu vali), túlkarðu hlutina á versta veg og  oft þvert gegn meiningu þeirra.

Gleðilegt ár!

Jón Valur Jensson, 30.12.2008 kl. 16:14

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Fyrir utan að velja eftir hentisemi (selektífu vali),...

Ef ég skrifa bók þar sem stendur: "Grænlendingar eru óæðri Íslendingum og eiga að vera undirgefnir herraþjóðinni sinni, Íslendingum." þá efast ég um að það bæti setninguna þó svo að ég skrifi eitthvað fallegt um Grænlendinga annars staðar í bréfinu og það væri ekkert athugavert við það að benda á þessa setningu og benda á að ég væri hálfviti.

...túlkarðu hlutina á versta veg og  oft þvert gegn meiningu þeirra.

Maður segir ekki svona hluti án þess að koma með dæmi. Nú bið ég þig því um að rökstyðja þetta, en grunar að allt í einu verðirðu afskaplega upptekinn.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.12.2008 kl. 21:50

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Varðandi fyrra atriðið hjá Hjalta kl. 21.50 get ég sagt: Hvergi segir Nýja testamentið, að konan sé óæðri manninum – og ekki gerir Páll það, sbr. Gal. 3.26–29.

Þar að auki er fráleitt að setja fram hlutina eins og Sindri gerði það – þar sem einna mest áberandi verður, að konurnar skuli vera mönnum sínum undirgefnar – án þess að vekja athygli á því um leið, að þetta á við um bæði kynin, eins og kemur fram í Ef. 5.21 og í framhaldinu um karlmennina sérstaklega í 5.23 o.áfr. þar sem segir í byrjun: "Þér menn, elskið konur yðar eins og Kristur elskaði kirkjuna og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir hana ..." – Hvernig er hægt að þjóna einhverjum betur en með því að leggja sjálfan sig í sölurnar fyrir viðkomandi persónu?

Dæmi um öfgatúlkun Sindra: "Af því að konan er nauðsynleg til að búa til börn, þá getur hún orðið hólpin!" Ef þið liggið lengur yfir orðum I. Tím. 2.15, þá sjáið þið væntanlega, að þetta er ekki augljós merking textans, heldur þvinguð túlkun.

Og eins orð hans um I. Pét. 3.7: "Vá! Fá konur að erfa náðina með okkur mönnunum? En hvað þær eru heppnar að fá að vera með." – Gegn Sindra túlkun má hér aftur minna á Gal. 3.26–29.

Eins er þetta öfgahjal Sindra (út frá Tít. 2.3–5): "Konur eiga að vera undirgefnar elskandi þjónar heimilisins." Ekkert í textanum réttlætir þessa kjánalega einhliða athugasemd. Konur og menn eiga að þjóna sínum heimilum af ást og umhyggju og í sjálfsfórn (eða finnst þér það rangt, Sindri?), en í textanum sjálfum var ekkert verið að setja heimilisstörf kvenna í fókus nema óbeint í orðinu "heimilisræknar" og felur ekki í sér neinn þrældóm né niðurlægingu. Þær konur eru sómi síns húss, sem eru hvorki drykkfelldar né rógberar (Gróur á Leiti), "heldur kenna ... gott frá sér, til þess að þær laði hinar ungu til að elska menn sína og börn ..."

Afi minn (aðventisti) hélt upp á kaflann, sem nefndur er 'Verkin lofa góða konu,' í 31. kafla Orðskviðanna. 10.–31. versi. Þar er ekki um ósjálfstæða, þýlynda konu að ræða, heldur konu sem tekur frumkvæði, er starfsöm og ræðst í miklar framkvæmdir, fær sjálf "augastað á akri og kaupir hann" og plantar sjálf víngarð (16) og er sjálf, án skipana eiginmanns, virkust í hjálp við bágstadda. "Kraftur og tign er klæðnaður hennar, og hún hlær að komandi degi. Hún opnar munninn með speki, og ástúðleg fræðsla er á tungu hennar" (25–6); þetta lýsir fullri virðingu fyrir konunni; hún fær hrós af sonum sínum og eiginmanni (28–9), "og verk hennar skulu lofa hana í borgarhliðunum" (31).

Sindri, þú átt eða áttir trúaðan afa. Hann yrði hreyknari af þér að vita þig minnast þessara jákvæðu og uppbyggilegu hluta heldur en að útleggja sérvalda texta Biblíunnar í verstu hugsanlegu umtúlkun þeirra.

Ég bið fyrir réttum skilningi þínum og að ljós Heilags Anda upplýsi sál þína á ný. Guð gefi þér og þínum gleðilegt ár og frið í sál og sinni og úti sem inni. – Með kærri kveðju,

Jón Valur Jensson, 31.12.2008 kl. 04:02

4 Smámynd: Sindri Guðjónsson

14Adam lét ekki tælast, heldur lét konan tælast og gjörðist brotleg. 15En hún mun hólpin verða, sakir barnburðarins - Konan verður hólpin sakir barnburðarins. Mér alveg sama hvernig þú túlkar þetta Jón Valur. Athugasemdir mínar við þessi orð eru ekki meintar sem há vísindaleg ritrýni. Þessi orð dæma sig sjálf.

Jón Valur, svo stærir þú þig af Efesus 2:21, sem sérstöku jafnréttisversi, af því að þú túlkar það vers þannig að bæði kynin eigi að vera undirgefin hvoru öðru. Í samhengi er þetta samt ekki glæsilegt í augum jafnréttissinna:  21Sýnið Kristi lotningu og hvert öðru auðsveipni: 22konurnar eiginmönnum sínum eins og Drottni. 23Því að maðurinn er höfuð konunnar eins og Kristur er höfuð og frelsari kirkjunnar, líkama síns. 24En eins og kirkjan lýtur Kristi, þannig lúti og konurnar eiginmönnum sínum í öllu.

Annars grunar mig sterklega að Páll sé að ávarpa karlmennina í Efesus 5:21, og að þeir eigi að vera hverjir öðrum undirgefnir. 21Submitting yourselves one to another in the fear of God. (KJV) enda segir gamla íslenska þýðingin: "21Verið hver öðrum undirgefnir í ótta Krists" (ekki "hvert öðru"). Ég kann ekkert í grísku, og hef ekki stúderað þetta sérstaklega.

Jón Valur, ég veit vel að margt er að finna í Biblíunni, og einkum í Gamlatestamenntinu, sem er jákvætt um konur og stöðu kvenna. T.d. er Rutarbók áhugaverð, þar sem aðal söguhetjan er (útlensk) kona. Slíkt var ekki algengt, og höfundur þeirrar bókar framsýnn. Sú staðreynd breytir engu um það sem stendur í Nýja testamenntinu um konur. Sumt er þar sem er ágætt inná milli, í samanburði við tíðarandann sem þá var við lýði, sumt ekki. En þetta lítur ekki nógu vel út til að telja megi að um sé að ræða rit innblásin af Guði. Margt í boðskap Nýjatestamenntisins stenst ekki tímans tönn, enda um mannleg skrif að ræða, og enginn alvitur Guð kom nærri. Það er augljóst.

(Þess má geta að þegar ég byrjaði í kristilegu starfi sem unglingur, las konan sem sá um starfið stundum fyrir okkur Orðskvið 31, og fjallaði um hann, en hafði ekki mikinn áhuga á þeim versum sem ég hef vísað til í þessari bloggfærslu) 

Sindri Guðjónsson, 31.12.2008 kl. 10:46

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, það er ljóst, Sindri, að þú kannt ekki nóg í grísku til að ráðast í svona viðurhlutamikla gagnrýni – árásir reyndar – á Nýja testamentið. Orðin "Verið hvert öðru undirgefin í ótta Krists" eru rétt þýdd – í grísku og latínu er karlkyn notað um bæði kynin, og þetta áttirðu að vita, a.m.k. ef þú hafðir sýnt einhvern áhuga á umræðunni um notkun málfræðilegs kyns í Biblíuþýðingum (í sambandi við nýjustu útgáfu hennar).

Það er alveg á hreinu, að í Ef. 5.21 er verið að tala um bæði kynin – það er inngangsvers að 5.22–30, og svo er aftur komið að því að tala um bæði kynin í einu í 5.(30–)31: "Þess vegna skal maður yfirgefa föður og móður og búa við eiginkonu sína, og munu þau tvö verða einn maður" (Biblíuþýðingin 1981). Þetta viltu ómögulega skilja og sýnir með því um leið algert skilningsleysi á menningarsögulegu samhengi þessa, þar sem slíkt var algerlega einstætt meðal þjóða Mið-Austurlanda og við Miðjarðarhaf, því að konan var þar eign manns síns.

Í svari þínu glímdirðu ekkert við röksemd mína um Ef.5.23: "Þér menn, elskið konur yðar eins og Kristur elskaði kirkjuna og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir hana ..." – þ.e.a.s. orð mín: "Hvernig er hægt að þjóna einhverjum betur en með því að leggja sjálfan sig í sölurnar fyrir viðkomandi persónu?"

Þér virðist því ganga til einhver sérstök neikvæðni út í kristindóminn og Biblíuna, Sindri, með þessari einstrengingslegu eða hálflokuðu afstöðu þinni. Þú reynir sjaldan eða aldrei að skilja hana in meliorem partem, þ.e. leggja hana út á betri veg, þann sem yfirleitt er augljóslega rétti skilningurinn.

Svo gengurðu út frá einu princípi í umræðu um karl og konur, þ.e. að þau séu algerlega jöfn að öllu leyti. Hvaðan kom þér sú opinberun? Biblían talar hins vegar um, að þau séu bæði jöfn (og geti orðið söm eða "eitt hold" eða "einn maður" og að konan geti t.d. vel orðið hólpin, þótt manni hennar verði vísað í yztu myrkur – og megi jafnvel skilja við heiðinn mann sinn í erfiðum aðstæðum: I. Kor. 7.15n) og ekki jöfn, það er m.a. eitt af því, sem lesa má úr seinni sköpunarsögu mannkyns (I. Mós. 2.18 o.áfr.), en í fyrri (og grundvallandi) sköpunarsögu Adams og Evu (I. Mós. 1.27) kemur jafnstaða þeirra betur fram.

Nú er eins víst, að þú móðgist yfir þessu, en hver eru þá rök þíns máls? En mannfræði Páls postula helzt vitaskuld í hendur við sköpunarsöguna í I. Mósebók. Og ekkert er það í þessum guðdómlegu fræðum, sem hvetur menn til að lítilsvirða konur sínar, því að sá, sem það gerir, brýtur gróflega gegn boðum Guðs og skyldum sínum samkvæmt hans helgu og (að því er tekur til höfundarverks Guðs eða vilja hans með verkinu) óskeikulu bók.

Gleðilegt ár, allir lesendur!

Jón Valur Jensson, 31.12.2008 kl. 13:13

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Betra: ... slíkt var algerlega einstætt meðal þjóða Mið-Austurlanda, því að konan var þar eign manns síns.

Jón Valur Jensson, 31.12.2008 kl. 13:17

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

"Sá sem eignast konu, eignast gersemi, og hlýtur náðargjöf af Drottni." Orðskv. 18:22

Vona að Petra sé eins lánsöm og þú. 

"Væna konu, hver hlýtur hana? hún er miklu meira virði en perlur.

 Hjarta manns hennar treystir henni, og ekki vantar að honum fénist.

 Hún gjörir honum gott og ekkert illt alla ævidaga sína.

 Hún sér um ull og hör og vinnur fúslega með höndum sínum.

 Hún er eins og kaupförin, sækir björgina langt að.

 Hún fer á fætur fyrir dag, skammtar heimilisfólki sínu og segir þernum sínum fyrir verkum.

 Hún hefir augastað á akri og kaupir hann, af ávexti handa sinna plantar hún víngarð.

 Hún gyrðir lendar sínar krafti og tekur sterklega til armleggjunum.

 Hún finnur, að atvinna hennar er arðsöm, á lampa hennar slokknar eigi um nætur.

 Hún réttir út hendurnar eftir rokknum, og fingur hennar grípa snælduna.

 Hún breiðir út lófann móti hinum bágstadda og réttir út hendurnar móti hinum snauða.

 Hún er ekki hrædd um heimilisfólk sitt, þótt snjói, því að allt heimilisfólk hennar er klætt skarlati.

 Hún býr sér til ábreiður, klæðnaður hennar er úr baðmull og purpura.

 Maður hennar er mikils metinn í borgarhliðunum, þá er hann situr með öldungum landsins.

 Hún býr til skyrtur og selur þær, og kaupmanninum fær hún belti.

 Kraftur og tign er klæðnaður hennar, og hún hlær að komandi degi.

 Hún opnar munninn með speki, og ástúðleg fræðsla er á tungu hennar.

 Hún vakir yfir því, sem fram fer á heimili hennar, og etur ekki letinnar brauð.

Synir hennar ganga fram og segja hana sæla, maður hennar gengur fram og hrósar henni:

"Margar konur hafa sýnt dugnað, en þú tekur þeim öllum fram!"

Yndisþokkinn er svikull og fríðleikinn hverfull, en sú kona, sem óttast Drottin, á hrós skilið." Orðsk. 31:10.-30.

"Drottinn lætur orð sín rætast, konurnar sem sigur boða eru mikill her:" Sálmur 68:12

 Voru síðastar hjá Jesú við krossinn. "María Magdalena og María móðir Jóse sáu, hvar hann var lagður." Mark. 15:47

Fyrst að gröf Jesú Krists: "Fyrsta dag vikunnar kemur María Magdalena til grafarinnar svo snemma, að enn var myrkur, og sér steininn tekinn frá gröfinni." Jóh. 21:1

Fyrstar að kunngjöra upprisuna: "Og þær fóru í skyndi frá gröfinni, með ótta og mikilli gleði, og hlupu að flytja lærisveinum hans boðin." Matt. 28:8.

Fyrstar til að prédika til Gyðinga: "Hún kom að á sömu stundu og lofaði Guð. Og hún talaði um barnið við alla, sem væntu lausnar Jerúsalem."

Þátttakendur í fyrstu bænasamkomunni: "Allir þessir voru með einum huga stöðugir í bæninni ásamt konunum. María, móðir Jesú, var líka með þeim og bræður hans." Post. 1:14

Fyrstar til að taka á móti trúboðum Krists í Evrópu: "Hvíldardaginn gengum vér út fyrir hliðið að á einni, en þar hugðum vér vera bænastað. Settumst vér niður og töluðum við konurnar, sem voru þar saman komnar." Post. 16:13

Þær fyrstu til að snúast til trúar í Evrópu: "Kona nokkur guðrækin úr Þýatíruborg, Lýdía að nafni, er verslaði með purpura, hlýddi á. Opnaði Drottinn hjarta hennar, og hún tók við því, sem Páll sagði." Post. 16:14.

Megi almáttugur Guð gefa þér annað tækifæri að koma að krossi Jesú Krists og fá að gerast aftur sonur Guðs.

Gleðilegt nýtt ár. Megi almáttugur guð blessa þig og fjölskyuldu þína.

Shalom/Rósa  

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.12.2008 kl. 16:24

8 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Sæll Jón Valur. Ég er ekki móðgaður, en ég skil hvers vegna það gæti virst vera svo út af upphafi innleggs númer 4 ("mér er alveg sama hvernig þú túlkar þetta")

Gott og vel, 5:21 er um bæði kynin. Eftir stendur að samhengið er ekki glæsilegt:

21Sýnið Kristi lotningu og hvert öðru auðsveipni: 22konurnar eiginmönnum sínum eins og Drottni. 23Því að maðurinn er höfuð konunnar eins og Kristur er höfuð og frelsari kirkjunnar, líkama síns. 24En eins og kirkjan lýtur Kristi, þannig lúti og konurnar eiginmönnum sínum í öllu.

Konur eiga að lúta eiginmönnum sínum í öllu. Það er sterkt að orði kveðið.

Jú það er rétt að Efesus 5:25 segir að mennirnir eigi að elska konur sínar eins og kristur elskaði kirkjuna og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir hana. Engu að síður er maðurinn höfuð konunnar, karlmaðurinn er ímynd og vegsemd Guðs, en ekki konan, konan var sköpuð vegna mannsins, en ekki maðurinn fyrir konuna, konur eiga að þegja á safnaðarsamkomum, og vera undirgefnar, og ef þær vilja læra eitthvað eiga þær að spyrja menn sína heima, enda ósæmilegt fyrir konu að tala á safnaðarsamkomu, konurnar eiga að lúta eiginmönnum sínum í öllu, eins og kirkjan er undirgefin kristi, konan á að læra í kyrrþey og undirgefni, á ekki að taka vald yfir manni sínum, heldur vera kyrrlát, það var konan sem lét tælast en ekki maðurinn, en hún mun samt verða hólpin, vegna barnsbuðrarins, ef hún stendur stöðug, konur mega ekki verða öldungar, djáknar, eða biskupar, konurnar eru veikara ker, og fá að erfa náðina með körlunum (ætti það nú ekki að vera sjálfsagt?), EN jú, þrátt fyrir þetta allt eigum við mennirnir, sem erum sterkara ker að elska konurnar okkar, og leggja sjálfa okkur í sölurnar fyrir þær, eins og kristur gerði fyrir kirkjuna. 

Hver er heildarmyndin hér Jón Valur? Mér finnst annars athyglisvert að við eigum að leggja okkur í sölurnar eins og kristur (hinn sterki), fyrir kirkjuna (veik og breisk). Hinar veiku konur virðast þurfa á þessu að halda frá okkur körlunum, Jón Valur, enda varla viðbjargandi án karlsins, eins og kirkjan væri á glapstigu án Krists. Álit Páls á konunni virðist ekki hafa verið mikið í mínum augum. Það er þó gott að Páll hafi viljað að menn önnuðust eins vel um konur sínar, og kristur annaðist kirkjuna. Það þýðir auðvitað að mennirnir hafi þurft að setja hag kvenna sinna í forgang, og lifa fórnfúsu lífi fyrir konur sínar. Engu að síður eru eiga konur (veiku kerin) að lúta körlunum í öllu, sem eru yfir þær settar, líkt og kristur er höfuð kirkjunnar, eru karlarnir höfuð kvenna sinna.

Sindri Guðjónsson, 1.1.2009 kl. 11:11

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, hver er heildarmyndin, Sindri? Í upptalningu þinni í næstsíðustu klausu kl. 11.11 ber nú meira á því, sem þér finnst neikvætt, þó að þú hafir tekið inn í það setninguna um, að eiginmenn eigi að elska konur sínar "eins og Kristur elskaði kirkjuna og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir hana." Strax í lokaklausunni ferðu svo að agnúast út í þá staðreynd, að konurnar eru yfirleitt veikari ker en við mennirnir – vilt greinilega mótmæla raunveruleikanum og þar með verndarhlutverki og skyldu karlmannsins. Þú ert kannski ekki með alla mannkynssögun í huga og ótryggar aðstæður konunnar þar, eins og vitað er, eða jafnvel í meirihluta landa heims ennþá, heldur einungis með menntuð 21. aldar vestræn þjóðfélög í huga, en jafnvel þar tala konur réttilega um ótrygga stöðu sína gagnvart árásum eins og nauðgunum og áreiti, og á enginn að vernda þær nema lagaparagraffar og lögreglumenn með kaskeiti? Þú gerir ekki út af við nauðsyn þess, að karlmenn standi vörð um konur sínar og heimili, með svona léttum (hráskinna)leik. Hráskinnaleik kalla ég hann, af því að tilgangurinn er meðfram að gera lítið úr heilagri Ritningu og vísdómi orða hennar.

Já, hver er heildarmyndin? Er það konunni og fjölskyldunum betra, að róið sé öllum árum undir, að konan verði svo sjálfstæð, einþykk og óstýrilát, að hún rífi sig lausa úr hjónabandinu við minni háttar erfiðleika lífsins – eða t.d. af því að hún verði "leið á karlinum" – og taki BÖRNIN með? Er það þín sýn á farsælt og réttlátt samfélag, Sindri Guðjónsson? Hafa börnin gott af því að tapa föðurímyndinni og hlutverkinu að verulegu leyti út úr sinni daglegu reynslutilveru?

Og er það þín óskahugmynd, að þetta sjálfræði konunnar skuli vera þvílíkt (í upphafi vegna herskárra frekjukerlinga, sem kölluðu sig Rauðsokkur, en síðan vegna undansláttar og svika meirihluta alþingismanna við siðferðið og líf hinna ófæddu) að hér á landi sé það eðlilegt á einum aldarþriðjungi að slátra miskunnarlaust um 25.000 ófæddum börnum? Sérðu ekki fórnirnar, og hvar eru þessar staðreyndir í þinni "heildarmynd", þar sem þú fyrst og fremst lætur þér sárna, að konur og karlar séu ekki með öllu móti eins eða ekki með nákvæmlega sama hlutverkið?

Og hvar eru svör þín gegn Biblíutilvitnunum Rósu Aðalsteinsdóttur hér á undan? Og hverju svarar þú því hjá mér, að hlutur og staða kvenna í kristni frá upphafi (og jafnvel í Forn-Gyðingdómi) er langtum betri en þeirra hlutskipti var meðal nágrannaþjóða Gyðinga í fornöld? Hefurðu í raun góðan málstað að verja? Hvað segir konan þín eða móðir þín um það?

Gættu líka hins, að það eru giftar konur (ekki hinar), sem eiga sér karlmann sem þær eigi að vera eftirlátar og eftir aðstæðum undirgefnar – og NB að karlmaðurinn á líka að vera undirgefinn gagnvart konunni (Efes. 5.21), eins og þú nú viðurkennir – og að líkami hans er t.d. ekki hans, heldur hennar líka, þú skilur hvað ég á við, en þetta er biblíuleg hugsun og m.a.s. hjá Páli sjálfum (I. Kor. 7.4).

Með beztu óskum um gleðilegt nýtt ár, Sindri minn og allt þitt heimili, og Rósa mín ágæta og trúa systir í heilagri trú.

Jón Valur Jensson, 1.1.2009 kl. 14:42

10 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Ég hef ýmislegt svosem sem ég gæti sagt um síðasta innlegg þitt Jón Valur, en er upptekinn í fjölskylduheimsóknum og jólaboðum. En ég vil spyrja þig að einu. Ef að konur eru viðkvæmar fyrir árásum, hvers vegna verða þær þá að læra í kyrrþey og allri undirgefni, og spyrja eiginmenn sína heima til að fræðast?

Sindri Guðjónsson, 1.1.2009 kl. 16:03

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er talað þarna í samhengi boðunar (predikunar) Páls postula, og hann segir þarna, hvað hann vilji, leyfi og leyfi ekki. Þetta mælir því ekki almennt gegn því, að konur kenni öðrum – sjáfur talar Páll um, að konur með rétt hugarfar "kenna ... gott út frá sér" (Tít.2.3). Eins hygg ég þarna (í lokin skv. innleggi þínu) átt við, að konur eigi ekki að trufla safnaðarsamkomur með spurningum, heldur spyrja eiginmenn sína heim. Af Pálstextunum má ráða, að á þeim tíma hafi tíðkazt, að konur væru á stundum með allmikið skvaldur á samkomum, auk skrautgirni í klænaði, og hefur það kannski fylgt þeim, sem áður voru annarrar trúar og báru sig e.t.v. með þessum hætti í heiðnu samkomuhaldi.

En mikið þolirðu illa kristna undirgefni, þótt hún eigi við um bæði kyn, hvort gagnvart öðru! Og svo áttu vitaskuld ýmsu ósvarað hér.

Jón Valur Jensson, 1.1.2009 kl. 18:52

12 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Ný kominn heim úr jólaboði og þarf að sinna ýmsu. Tala nánar við þig síðar. Já, ég þoli illa kristna undrigefni, sem betur fer. Ég skil vel að ekki eigi að trufla samkomur með skvaldri, en hvers vegna segir Páll sérstaklega að það sé ósmæilegt fyrir konur að tala á safnaðarsamkomum? Ég ætla að gera eitthvað skemmtilegt með Petru núna, og ræða þessi gersamlega skrautlegu innlegg þín seinna. 

Hérna er eitthvað fyrir Rósu að lesa:

Genesis    * 2:22 Woman created from Adam's rib   * 3:16 Woman cursed: maternity a sin, marriage a bondage   * 19:1-8 Rape virgins instead of male angels Exodus    * 20:17 Insulting Tenth Commandment, considering a wife to be property   * 21:7-11 Unfair rules for female servants, may be sex slaves   * 22:18 "Thou shalt not suffer a witch to live"   * 38:8 Women may not enter tabernacle they must support Leviticus    * 12:1-14 Women who have sons are unclean 7 days   * 12:4-7 Women who have daughters are unclean 14 days   * 15:19-23 Menstrual periods are unclean   * 19:20-22 If master has sex with engaged woman, she shall be scourged Numbers    * 1:2 Poll of people only includes men   * 5:13-31 Barbaric adulteress test   * 31:16-35 "Virgins" listed as war booty Deuteronomy    * 21:11-14 Rape manual   * 22:5 Abomination for women to wear men's garments, vice-versa   * 22:13-21 Barbaric virgin test   * 22:23-24 Woman raped in city, she & her rapist both stoned to death   * 22:28-29 Woman must marry her rapist   * 24:1 Men can divorce woman for "uncleanness," not vice-versa   * 25:11-12 If woman touches foe's penis, her hand shall be cut off Judges    * 11:30-40 Jephthah's nameless daughter sacrificed   * 19:22-29 Concubine sacrificed to rapist crowd to save man I Kings 11:1-4 King Solomon had 700 wives & 300 concubines Job 14:1-4 "Who can bring a clean thing out of an unclean? not one . . ." Proverbs    * 7:9-27 Evil women seduce men, send them to hell   * 11:22 One of numerous Proverbial putdowns Isaiah 3:16-17 God scourges, rapes haughty women Ezekiel 16:45 One of numerous obscene denunciations

Sindri Guðjónsson, 1.1.2009 kl. 21:40

13 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Sindri

Þýðri ekkert að slengja á mig ensku. Kann íslensku ágætlega og punktur. Svona er nú lífið.

Maðurinn á að elska konu sína eins og sitt eigið hold þannig að ef þú ferð eftir Guðsorði þá ætti lífið hjá eiginkonunni að vera létt.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.1.2009 kl. 21:56

14 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

"Verið hver öðrum undirgefnir í ótta Krists:

Konurnar eiginmönnum sínum eins og það væri Drottinn.

Því að maðurinn er höfuð konunnar, eins og Kristur er höfuð kirkjunnar, hann er frelsari líkama síns.

En eins og kirkjan er undirgefin Kristi, þannig séu og konurnar mönnum sínum undirgefnar í öllu.

Þér menn, elskið konur yðar eins og Kristur elskaði kirkjuna og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir hana,

til þess að helga hana og hreinsa í laug vatnsins með orði.

Hann vildi leiða hana fram fyrir sig í dýrð án þess hún hefði blett eða hrukku né neitt þess háttar. Heilög skyldi hún og lýtalaus.

Þannig skulu eiginmennirnir elska konur sínar eins og eigin líkami. Sá, sem elskar konu sína, elskar sjálfan sig.

Enginn hefur nokkru sinni hatað eigið hold, heldur elur hann það og annast, eins og Kristur kirkjuna,

því vér erum limir á líkama hans.

"Þess vegna skal maður yfirgefa föður og móður og búa við eiginkonu sína, og munu þau tvö verða einn maður."

Þetta er mikill leyndardómur. Ég hef í huga Krist og kirkjuna.

En sem sagt, þér skuluð hver og einn elska eiginkonu sína eins og sjálfan sig, en konan beri lotningu fyrir manni sínum." Efesus 5: 21.-33.

Ef maðurinn hlýðir því sem hann á að gera samkvæmt orði Guðs get ég ekki ímyndað mér að það sé erfitt fyrir konuna að vera undirgefna manni sínum sem elskar hana eins og sitt eigið hold.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.1.2009 kl. 22:06

15 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Sæl Rósa. Konan þarf líka að vera undirgefin manni sínum, þó að hann sé vantrúaður, og vilji ekki hlýða orðinu.

Best ég bjóði svo öllum gleðilegt ár, betra seint en aldrei.

Sindri Guðjónsson, 1.1.2009 kl. 23:07

16 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Rósa, þú gætir byrjað á að lesa 4. Mósebók, 5:11-13:

Ef að karlmenn grunuðu konur sínar um að hafa haldið fram hjá sér, áttu þær að drekka drullumall af gólfinu, blandað vígðu vatni. Guð sá svo til þess að gera þær veikar, ef þær voru sekar. Ef þær voru hins vegar saklausar, varð þeim ekki meint af kokteilnum. Þannig var hægt að eyða óvissu eiginmannsins, og sekar konur fengu sanngjarna refsingu. (4. Mós 5:11-31) Hvers vegna voru engin slík próf búin til fyrir karlmenn?

Á morgun keyri ég heim til Akureyrar, og mun því ekki kommenta mikið þá. Hvet Rósu og Jón Val til að lesa færsluna "Orð dagsins: litlir drengir" á meðan þeir bíða.

http://www.sindri79.blog.is/blog/sindri79/entry/727335/

Sindri Guðjónsson, 1.1.2009 kl. 23:20

18 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Já, og Rósa, Shalom sömuleiðis!

Sindri Guðjónsson, 1.1.2009 kl. 23:44

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel svarað þarna hjá henni Rósu. Höfum við karlmennirnir ekki nóg með okkar eigin skyldur samkvæmt Ritningunni til að láta okkur nægja að reyna að uppfylla þær í stað þess að saka Guðsorð um alls konar vammir og skammir um konuna? Slappur er t.d. þessi listi þinn á ensku, Sindri, og segir þeim fátt, sem vilja lesa um þessi mál í réttu samhengi og réttri túlkun, en ekki þeirri, sem einungis virðist svo skv. snöggu innliti.

Þetta stórletraða hjá þér kl. 23.20 er nýtt ádeiluatriði, en fyrir almáttugan Guð er þetta vissulega leyfilegt og ekkert að því, hafi það komið frá honum, sem vald hefur yfir þessum hlutum, veit það sanna og getur leitt sannleikann í ljós, en hlíft þeim, sem hrein eru.

En vitaskuld eru þetta engin svör við rökstuddum gagnsvörum mínum hér ofar, og sýnist mér þú hafa gefizt upp í rökræðu okkar í stað þess að halda þér við hana. Eða eiga lesendur að skilja þig þannig, að þú gefizt upp fyrir þeim rökum mínum, en viljir bara fara út í nýja sálma – ef "sálma" skyldi kalla!?

Jón Valur Jensson, 2.1.2009 kl. 02:34

20 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Jón Valur, ólíkt sumum, þá vil ég eyða Gamlársdegi, og Nýársdegi með fjölskyldunni. Nú er ég að undirbúa heimför til Akureyrar, eftir dvöl á höfuðborgarsvæðinu. Bið þig að bíða rólegan. Ég hef ekki gefist upp á rökræðunum. Þetta feitletraða, var feitletrað, af því að það var "copý-paste". Enski listinn líka. Ég hef ekki tíma til að skrifa núna.

Sindri Guðjónsson, 2.1.2009 kl. 11:57

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Ólíkt sumum" – hverjum?! Ég veit ekki betur en ég hafi varið þessum dögum með fjölskyldu minni. En þú getur líka sleppt því að skrifa – feginn væri ég!

Gangi þér annars vel að vinna að góðum málum á nýja árinu. Verður þú á landsfundinum? Sjáumst kannski þar!

Jón Valur Jensson, 2.1.2009 kl. 13:33

22 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Sindri.

En það eru líka til fullt af karlmönnum sem hafa haldið framhjá konum sínum.

Ef maðurinn hlýðir boðum Drottins og elskar konu sína eins og eigið hold þá á allt að ganga upp ef konan hlýðir sínum skilmálum og þá vil ég meina að fólkið finni ekkert fyrir neinum ákvæðum. Hlutirnir eiga að ganga upp og hjónin ganga saman í takt. Þó ógift sé þá ólst ég upp hjá foreldrum sem elskuðu hvort annað, báru virðingu fyrir hvort öðru. Aldrei upplifði ég að heyra þau rífast. Mamma var fötluð og var heima og hugsaði um heimilið með dugnaði, pabbi vann fyrir okkur og það var yndislegt þegar hann kom heim að sjá hvað þau voru ánægð með hvort annað og allt gekk snurðulaust.

Betra er að vera ógift og búa undir sífeldum þakleka en  að vera gift hrokagikk.

Samúðarkveðjur

Shalom/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.1.2009 kl. 16:05

23 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Rósa, ég gleymdi að þakka þér fyrir að hrósa Petru svona mikið. Hún er góð kona. Rósa, þú sagðir að það væri ekkert mál að vera undirgefinn guðlegum manni, sem elskaði konu sína, eins og kristur elskaði kirkjuna. Í 1. Pétursbréfi kemur hins vegar fram að konan eigi að vera undirgefin eiginmanni sínum, jafnvel þó að hann sé vantrúaður og óhlýðinn orði Guðs. Hvað finnst þér um það?

Jón Valur, ég er búinn að svara þér, skrifað nýja færslu sem er svar til þín.

Sindri Guðjónsson, 3.1.2009 kl. 00:39

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér fyrir að láta mig vita, en haltu mér samt ekki uppteknum við þetta endalaust!

Varðandi eiginmanninn vantrúaða er hitt á hreinu, að konan á aldrei að hlýða neinu því sem gengur beint gegn orði Guðs, og má sem dæmi nefna: (1) að hætta að stunda trú sína, lestur Guðs orðs, altarisgöngur, skriftir o.s.frv., (2) að gerast meðsek makanum í því að fremja alvarlegar syndir eins og þjófnaði, rán o.s.frv., (3) að breyta kynmökum þeirra í ónáttúrleg. Flestar kristnar konur hafa nægilegt bein í nefinu til að stýra þessu sjálfar, en ef maðurinn krefst þessara hluta og beitir hana ella barsmíðum, á hún rétt á því að leita sér hjálpar lögregluyfirvalda og/eða leita sér skjóls annars staðar. Skilnaður getur orðið ofan á, en það er þá ekki rof þess hjónabands, sem er sakramenti, því að slíkt hjónaband er einungis milli skírðs manns og skírðrar konu.

Jón Valur Jensson, 3.1.2009 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Guðjónsson

Höfundur

Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson

Ég heiti Sindri! Ég er trúlaus, og blogga hér aðallega um Biblíuna. (Ég er að vísu sem betur fer hættur þessu stússi)

 

Þú getur haft samband: sindri79(a)gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...itvig
  • ...ysyvq
  • ...100_2438

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2539

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband