Vantrú hinna kristnu

Það hefur oft gerst hér á blogginu, að kristnir lesendur láti í ljós vantrú sína á trúleysi mínu. Þeir virðast ekki getað trúað því að ég trúi ekki lengur á Guð. Hér eru dæmi, en ég gæti fundið fleiri.

Ef þetta er dæmigerður Biblíu skilningur hjá þér, sem hefir stúderað hana í fjölda ára, þá er ég ekki hissa á því að þú þykist vera trúklaus. (leturbreyting mín)

Högni V.G. (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 14:23

---

Hættu svo að segja að þú trúir ekki á Jesú!!

Aðalbjörn Leifsson, 23.1.2009 kl. 12:27

---

Sæll Sindri.

Það sorglegt að sjá hvað þú hefur farið mis við kristna trú. Það er þó bót í máli að þú skulir þó lesa í Biblíunni. Ég trúi því ekki að þú sért trúlaus...

Stefán Ingi Guðjónsson, 19.8.2008 kl. 23:23

 Já, lítil er trú ykkar!

Grin

 


Úr tímaglósum í erfðarétti...

Hvað gerist við andlát?

-Persónuleg réttindi falla niður, t.d. ökuréttindi


Gengur þér illa að finna maka?

Gengur þér illa að finna maka? Þá er Biblían með svarið fyrir þig. Nauðgun! 5. Mós 22:28-29:

"Ef maður hittir óspjallaða stúlku sem ekki er föstnuð, tekur hana með valdi og leggst með henni (möo nauðgar henni) og komið er að þeim skal maðurinn, sem lagðist með stúlkunni, greiða föður hennar fimmtíu sikla silfurs. Hún skal verða eiginkona hans sakir þess að hann spjallaði hana og honum skal ekki heimilt að skilja við hana alla ævi sína."

(Þetta virkar víst ekki í vestrænum réttarríkjum, en í guðræðisríki Jahve giltu ekki lög manna, heldur lög sem komu beint frá Guði)

Ég vil einnig benda giftum og trúlofuðum konum á það, að verði ykkur nauðgað, ber ykkur siðferðisleg skylda til að kalla á hjálp, því annars á samkvæmt lögmálinu sem Guð gaf Móse, að grýta ykkur til dauða. 5. Mós 22:23-24

 


Vitræn hönnun

Tekið úr Guardian 

"Sir David Attenborough has revealed that he receives hate mail from viewers for failing to credit God in his documentaries. In an interview with this week's Radio Times about his latest documentary, on Charles Darwin and natural selection, the broadcaster said: "They tell me to burn in hell and good riddance."

Telling the magazine that he was asked why he did not give "credit" to God, Attenborough added: "They always mean beautiful things like hummingbirds. I always reply by saying that I think of a little child in east Africa with a worm burrowing through his eyeball. The worm cannot live in any other way, except by burrowing through eyeballs. I find that hard to reconcile with the notion of a divine and benevolent creator.""

http://www.guardian.co.uk/world/2009/jan/27/david-attenborough-science

Attenborough er hér að tala um orma tegund, sem getur ekki lifað öðruvísi, en með því að éta sig eða bora sig hægt og rólega í gegnum augu, sem veldur auðvitað dásamlegum þjáningum hjá eigendum augnanna, sem ormurinn býr í. Lífverurnar eru undursamlega hannaðar! Errm


Guðs réttlæti

32Þegar Ísraelsmenn voru í eyðimörkinni stóðu þeir einhverju sinni mann að því að safna viði á hvíldardegi. 33Þeir sem stóðu hann að verki leiddu hann fyrir Móse, Aron og allan söfnuðinn. 34Þeir settu hann í varðhald því að enn hafði ekki verið ákveðið hvað gera skyldi við hann.
35Þá sagði Drottinn við Móse:
„Þennan mann verður að lífláta, allur söfnuðurinn skal grýta hann utan við herbúðirnar.“ 36Allur söfnuðurinn fór þá með hann út fyrir herbúðirnar og grýtti hann til bana eins og Drottinn hafði boðið Móse.

4. Mósebók 15:32-36

Ég bið fólk um að horfa á þetta jútjúb myndband:

http://www.youtube.com/watch?v=v3JL3uMUd74&feature=related

Ég klökknaði þegar ég sá síðustu myndirnar frá mín 2:46 og áfram, og mér líður enn illa.

Siðferðisáherslur "Guðs" í lögmálinu, eru fáránlegar. Ég skora á einhvern að reyna að finna ákvæði í lögmálinu, sem er sérstaklega hannað til að vernda börn gegn kynferðislegri misnotkun. Eða ákvæði þar sem ofbeldi gegn börnum er sérstaklega fordæmt. Ég meina, það eru þarna auðvitað bráðnauðsynleg ákvæði á borð við þau að ekki megi krúnuraka sig (3. Mós19:27), að ekki megi skaða ávaxtatré með öxi meðan setið er um borgir (5. Mós 21:19), að æðstiprestur megi ekki saurga sig með því að dvelja undir sama þaki og lík (3. Mós 21:11), ekki megi sjóða kiðling í mjólk móður sinnar (2. Mós 23:19), ekki skuli refsa þrælahaldara þó að hann lemji þræla sína (2. Mós 21:20-21), að dauðasök sé að hafa samfarir við konu sem er á blæðingum (3. Mós 20:18), og þegar þú kaupir börn sem þræla, fyrir alla muni, láttu það vera útlensk börn, en ekki ísraelsk (3. Mós 25:45-46), þetta er aðeins brota brot af þeim fjölmörgu fjölbreyttu boðum sem var örugglega alveg lífsnauðsynlegt að Ísraelar héldu í heiðri.

Guð sá sér fært að eyða plássi til að segja að börn mættu alls ekki veitast að foreldrum sínum, og að grýta ætti óþekka og þrjóska stráka til dauða, ef þeir hlýddu ekki mömmu og pabba þrátt fyrir að reynt hafi verið að berja þá til hlýðni (5. Mós 21:18-21), og að drepa ætti alla sem bölva föður sínum eða móður sinni (3. Mós 20:9). Hér er verið að tala um að grýta, lemja og drepa börn.

Bendi svo á færslunarnar "En þetta er bara Gamla testamenntið" og "Nytsöm til fræðslu"


Hið ósýnilega

"The invisible and the nonexistent look very much alike." - [Delos McKown]

Vonandi verður "utanþings" ráðherra skipaður

Björgvin hefur nú sagt af sér sem viðskiptaráðherra. Vonandi verður einhver skipaður í embættið sem ekki situr á þingi. T.d. einhver Hagfræðingur úr Háskólasamfélaginu.

Ég sé einnig að nú losnar um störf í Fjármálaeftirlitinu. Ég þangað.


mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burthrifningin ehf - endatíma þjónusta til sölu

Margir telja að Jesús sé að koma aftur, og hugsanlega mjög fljótlega. Samkvæmt kenningum fjölda margra kirkjudeilda mun Jesús fyrst taka fylgjendur sína af jörðinni, áður en að endurkomunni Drottins verður. Nefnist sá atburður burthrifningin. Þessir fylgjendur munu svo dvelja með Jesú á himninum þar til endir þessa heims, eins og við þekkjum hann, kemur. Deilt er um það hvort Jesús komi aftur til að dæma jörðina, og hefja þúsund ára ríki ásamt þeim sem hann hreif burt af jörðinni, þremur og hálfu ári, eða sjö árum eftir bruthrifninguna.

Eins og áður segir getur verið að tíminn styttist óðfluga til burthrifningarinnar. Snorri Óskarsson sagði á bloggi sínu í apríl 2008: "Við höfum ekki nema 3 - 5 ár til að láta frelsast og taka við eilífu lífi Guðs."

En þið, sem Drottinn mun hrífa burtu til fundar við sig í loftinu, eigið þið ekki vini, kunningja, eða ástvini, sem eiga það á hættu að vera skyldir eftir? Gæti verið að þið vilduð geta sent þeim bréf, eða komið skilaboðum til þeirra eftir að þið hafið verið hrifin burt? 

Einungis einhver sem eftir verður skilinn getur tekið það verkefni að sér. Ég mun örugglega verða skilinn eftir, þar sem ég fylgi ekki Jesú Kristi, enda trúi ég ekki að hann sé til. Sendið mér bréf, myndbönd, eða annað sem þið viljið að ég sjái um að koma til fólks sem eftir er skilið. Ég tek 1000. kr. fyrir hvert verkefni, og 2000 kr. fyrir að koma bréfum og öðru slíku á framfæri við fólk sem býr erlendis. Auðvitað verða menn að koma því til mín sem ég á að senda, og borga, áður en burthrifning á sér stað, því annars er allt orðið um seinann. 

Ég vil einnig benda á að ég hef útbúið staðlað bréf, sem menn geta beðið um að sent sé á hvern sem er innanlands, daginn eftir bruthrifninguna, og kostar það 550 kr. Það segir eftirfarandi:

"Burthrifning hefur nú átt sér stað. Frá henni segir í fyrra Þessalónikubréfi 4:15-17. Þeir sem fylgt hafa Jesú Kristi hafa verið hrifnir burt af jörðinni, til fundar við Jesús. Eftir örfá ár, mun Jesús koma aftur og dæma heiminn, og setja á fót 1000 ára ríki sitt. Þó að þú hafir ekki verið tilbúinn til að mæta Jesú nú, þá átt þú enn von. Þeir sem standa stöðugir og gefast ekki djöflinum á vald, heldur játa Jesú stöðuglega í þrengingunum sem nú munu ganga yfir heiminn, geta orðið hólpnir. En þeir þurfa ef til vill að vera tilbúnir að deyja píslarvættisdauða fyrir Drottinn Jesú Krist, og mega alls ekki afneita nafni hans, né tilbiðja nokkurn annan."

Allur réttur áskilinn © Sindri Guðjónsson/Burthrifningin ehf

Til fróðleiks um Burthrifninguna

Rapture:
At an unknown hour and day the Lord Jesus will descend from heaven, while remaining in the air, he will snatch his Bride, the Church, out from among this sinful world. Christ then takes the Church to heaven for the 7 year wedding feast. The earthly reason for the removal of the Church is to make way for the rise of Antichrist and to fulfill Daniel's final 70th week.
(Mat 25:13), (1 Thes 4:16-18), (1 Cor 15:51-54)


Gleðifréttir!

"Fagnaðarerindið er að allir menn hafa brotið gegn Guði með illsku sinni, í huga sínum og í verki og að Guð neyðist til að eyða þeim á dómsdegi. En að það er til lausn sem er að Jesú borgaði gjaldið og ef þeir iðrast, setja traust sitt á Krist og skírast þá geta þeir bjargað sálu sinni. Ef þetta gerist ekki þá glatast þeir..."

 - Mofi/Halldór Magnússon (sjá athugasemd við þessa færslu hér), letur breyting mín.

GetLost

Mér finnst þetta nú hálf hryggilegar gleðifréttir.

Mofi trúir ekki á eilíft helvíti, en fjölda margir kristnir menn gera það. T.d. Hvítasunnumenn og keimlíkar trúarhreyfingar. Afleiðingin er sú að "fagnaðarerindið" verður enn súrara.


Hæpin þérunar árátta í íslenskum Biblíuþýðingum

Þérun er horfin úr íslensku talmáli. Menn þéruðu ókunnugua í virðingarskyni, og þá sem voru eldri en maður sjálfur, einnig þéruðu menn þá sem ofar stóðu í samfélagsstiganum. Þó að þérun sé að mestu horfin úr íslensku talmáli, er þérun mjög mikilvæg víða annarsstaðar, til dæmis í Frakklandi. Menn "þúa" þá sem eru nákomnir manni og þá sem eru yngri en maður sjálfur, eða hafa "lakari" samfélagsstöðu. Menn þéra sér heldri menn, ókunnuga, og t.d. ef menn vilja halda ákveðinni fjarlægð í samskiptum við fólk.

Það er einkennileg þérunarárátta í íslenskum þýðingum á Biblíunni. Þar sem þérun er horfin úr talmáli, þykir mönnum einhvernveginn hátíðlegt að þéra. Þýðendur Biblíunnar vilja að Biblían sé hátíðleg, og því er þéringum troðið niður, hvar sem við verður komið, og víðar!

Í fyrsta Jóhannesarbréfi 4:4, stendur til dæmis: "Þér börnin mín, heyrið Guði til og hafið sigrað falsspámennina...". Hver þérar börnin sín? Jafnvel þó að um "andleg" börn Jóhannesar sé að ræða, finnst mér fráleitt að nota þérun í þessu samhengi.

Menn þéra í virðingarskyni. Í íslenskum Biblíu þýðingum, passar Jesús sig alltaf á því að þéra andstæðinga sína, þegar hann lítilsvirðir þá, dæmi: "Þér nöðrukyn, hvernig getið þér sem eru vondir talað gott?" (Matt 12:34) Dæmin eru óteljandi. Í Matteus 23 passar Jesús sig á því að þéra fræðimennina og faríseana í bak og fyrir, í hvert sinn þegar hann ávarpar þá, og segir þeim að þeir séu helvítis börn, blindir heimskingjar, eins og grafir fullar af dauðra manna beinum að innan, að þeir séu óþverrar að innan, læsi himnaríki fyrir mönnum, séu hræsnarar, fullir af yfirgangi og óhófi, og svo framvegis. (enska King James þýðingin þúar hins vegar réttilega í þessum kafla)

Menn þúa þá sem menn þekkja vel, þá sem eru nákomnir manni, þá sem maður elskar og þekkir. Jesús er hins vegar látinn þéra þá sem hann elskar og þekkir, fólk sem hann þvoði um fætur, borðaði með, og svaf með, og voru honum samferða allar stundir, hölluðu brjósti sínu upp að honum, o.s.frv. Jesús er segir t.d. eftirfarandi við nána lærisveina sína, eftir innilegar samverustundur í Jóhannesi 13:33-34: "Börnin mín, stutta stund verð ég enn með yður. Þér munuð leita mín og eins og ég sagði Gyðingum segi ég yður nú: Þangað sem ég fer getið þér ekki komist. Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hvert annað. Eins og ég hef elskað yður skuluð þér einnig elska hvert annað." Það er gersamlega fráleitt að þéra við þessar kringumstæður. Dæmin sem ég gæti tekið úr Jóhannesarguðspjalli um fjarstæðukenndar þéringar eru margar.

En þéringar þykja hátíðlegar á Íslandi, þar sem þær eru fallnar úr talmáli. "Þúanir" þykja hins vegar nú orðið fínar og hátíðlegar í enskumælandi löndum, af því að þar eru þúanir fallnar úr talmáli. Amk finnst þeim sem vilja helst bara lesa King James Biblíuna "þúanir" agalega fínar. "You" er þérun á ensku, og "thou/thee" (í eintölu) og "ye" (í fleirtölu) eru þúunari. Ein vinsælasta enska Biblíuþýðingin, "King James", er full af þúunum út um allt (enda þýdd, meðan þúun var enn í ensku talmáli). King James þýðingin þúar auðvitað í þeim versum sem ég hef nefnt í þessari bloggfræslu, enda þérar hún afar sjaldan.

King James Biblían lætur Jesú þúa lærisveina sína, og þeir þúa Jesú. Slíkt er eðlilegt, sé haft í huga hversu náið samneyti þeir höfðu hvern við annan. Dæmi:

Jesus answered and said unto him, What I do thou knowest not now; but thou shalt know hereafter. 8 Peter saith unto him, Thou shalt never wash my feet. Jesus answered him, If I wash thee not, thou hast no part with me. - Jóh 13:7-8

Hins vegar er ekki endilega eðlilegt að nota þúun í enskum nútíma þýðingum á Biblíunni, þar sem þúunin er dottin úr talmáli. Enn óeðlilegra er að nota þérun oft á tíðum í íslenskum þýðingum, bæði vegna þess að hún er að mestu dottin úr málinu, og er oft notuð afar óeðliega. Hver þérar börnin sín?

 

 


Næsta síða »

Um bloggið

Sindri Guðjónsson

Höfundur

Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson

Ég heiti Sindri! Ég er trúlaus, og blogga hér aðallega um Biblíuna. (Ég er að vísu sem betur fer hættur þessu stússi)

 

Þú getur haft samband: sindri79(a)gmail.com

Jan. 2009
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...itvig
  • ...ysyvq
  • ...100_2438

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 2441

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband