Hæpin þérunar árátta í íslenskum Biblíuþýðingum

Þérun er horfin úr íslensku talmáli. Menn þéruðu ókunnugua í virðingarskyni, og þá sem voru eldri en maður sjálfur, einnig þéruðu menn þá sem ofar stóðu í samfélagsstiganum. Þó að þérun sé að mestu horfin úr íslensku talmáli, er þérun mjög mikilvæg víða annarsstaðar, til dæmis í Frakklandi. Menn "þúa" þá sem eru nákomnir manni og þá sem eru yngri en maður sjálfur, eða hafa "lakari" samfélagsstöðu. Menn þéra sér heldri menn, ókunnuga, og t.d. ef menn vilja halda ákveðinni fjarlægð í samskiptum við fólk.

Það er einkennileg þérunarárátta í íslenskum þýðingum á Biblíunni. Þar sem þérun er horfin úr talmáli, þykir mönnum einhvernveginn hátíðlegt að þéra. Þýðendur Biblíunnar vilja að Biblían sé hátíðleg, og því er þéringum troðið niður, hvar sem við verður komið, og víðar!

Í fyrsta Jóhannesarbréfi 4:4, stendur til dæmis: "Þér börnin mín, heyrið Guði til og hafið sigrað falsspámennina...". Hver þérar börnin sín? Jafnvel þó að um "andleg" börn Jóhannesar sé að ræða, finnst mér fráleitt að nota þérun í þessu samhengi.

Menn þéra í virðingarskyni. Í íslenskum Biblíu þýðingum, passar Jesús sig alltaf á því að þéra andstæðinga sína, þegar hann lítilsvirðir þá, dæmi: "Þér nöðrukyn, hvernig getið þér sem eru vondir talað gott?" (Matt 12:34) Dæmin eru óteljandi. Í Matteus 23 passar Jesús sig á því að þéra fræðimennina og faríseana í bak og fyrir, í hvert sinn þegar hann ávarpar þá, og segir þeim að þeir séu helvítis börn, blindir heimskingjar, eins og grafir fullar af dauðra manna beinum að innan, að þeir séu óþverrar að innan, læsi himnaríki fyrir mönnum, séu hræsnarar, fullir af yfirgangi og óhófi, og svo framvegis. (enska King James þýðingin þúar hins vegar réttilega í þessum kafla)

Menn þúa þá sem menn þekkja vel, þá sem eru nákomnir manni, þá sem maður elskar og þekkir. Jesús er hins vegar látinn þéra þá sem hann elskar og þekkir, fólk sem hann þvoði um fætur, borðaði með, og svaf með, og voru honum samferða allar stundir, hölluðu brjósti sínu upp að honum, o.s.frv. Jesús er segir t.d. eftirfarandi við nána lærisveina sína, eftir innilegar samverustundur í Jóhannesi 13:33-34: "Börnin mín, stutta stund verð ég enn með yður. Þér munuð leita mín og eins og ég sagði Gyðingum segi ég yður nú: Þangað sem ég fer getið þér ekki komist. Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hvert annað. Eins og ég hef elskað yður skuluð þér einnig elska hvert annað." Það er gersamlega fráleitt að þéra við þessar kringumstæður. Dæmin sem ég gæti tekið úr Jóhannesarguðspjalli um fjarstæðukenndar þéringar eru margar.

En þéringar þykja hátíðlegar á Íslandi, þar sem þær eru fallnar úr talmáli. "Þúanir" þykja hins vegar nú orðið fínar og hátíðlegar í enskumælandi löndum, af því að þar eru þúanir fallnar úr talmáli. Amk finnst þeim sem vilja helst bara lesa King James Biblíuna "þúanir" agalega fínar. "You" er þérun á ensku, og "thou/thee" (í eintölu) og "ye" (í fleirtölu) eru þúunari. Ein vinsælasta enska Biblíuþýðingin, "King James", er full af þúunum út um allt (enda þýdd, meðan þúun var enn í ensku talmáli). King James þýðingin þúar auðvitað í þeim versum sem ég hef nefnt í þessari bloggfræslu, enda þérar hún afar sjaldan.

King James Biblían lætur Jesú þúa lærisveina sína, og þeir þúa Jesú. Slíkt er eðlilegt, sé haft í huga hversu náið samneyti þeir höfðu hvern við annan. Dæmi:

Jesus answered and said unto him, What I do thou knowest not now; but thou shalt know hereafter. 8 Peter saith unto him, Thou shalt never wash my feet. Jesus answered him, If I wash thee not, thou hast no part with me. - Jóh 13:7-8

Hins vegar er ekki endilega eðlilegt að nota þúun í enskum nútíma þýðingum á Biblíunni, þar sem þúunin er dottin úr talmáli. Enn óeðlilegra er að nota þérun oft á tíðum í íslenskum þýðingum, bæði vegna þess að hún er að mestu dottin úr málinu, og er oft notuð afar óeðliega. Hver þérar börnin sín?

 

 


Uppáhalds þetta, og uppáhalds hitt...

 

Nokkur uppáhalds lög - Linkar á lögin á Youtube

Stairway to Heaven (Led Zeppelin)

Thunderstruckt (AC/DC)

Nothing Else Matters (Metallica)

Sweet Child O'Mine (Guns N' Roses)

 

Nokkrar uppáhalds plötur

Appetite for Destruction, 1987 (Guns N' Roses)

Bloodthirst, 1999 (Cannibal Corpse) Mér finnst reyndar hið sí endurtekna ógeðis/ofbeldis þema Cannibal Corpse í textum og plötu umslögum alveg hrikalega hallærislegt og leiðinlegt. Velti því stundum fyrir mér hvort þeir séu heilaskemmdir eða eitthvað þaðan af verra, hugsanlega siðblindingjar. En þeir eru bestir í að búa til þétt brútal blýþungt metal. Að hlusta á þá, er eins og að lenda undir valtara. Þeir eru vísindamenn.

Metallica/Svarta platan, 1991 (Metallica)

Ride the Lightning, 1984 (Metallica)

Synergy, 2003 (Extol).  Kristin metalhljómsveit. Þessi plata er teknískt progressive thrash, stop&go-metal, með extreme metal eða metalcore söng ásamt hreinum söng inná milli.

(Master of Puppets á víst að vera besta Metallicu platan, að mati sérsfræðingana, en hún heillar mig ekkert umfram aðrar Metallicu plötur, þó góð sé)

 

Nokkrar uppáhalds bækur - skoðið linkana ef þið viljið vita meira um þær

(það ber að hafa það í huga, að frá 14 til 28 las ég nánast eingöngu kristilegar bækur, fyrir utan það sem ég var látinn lesa í Garðaskóla, F.G., H.Í, og H.A). Ég á því enn eftir mjög margt ólesið af "veraldlegum" bókmenntum)

The Blank Slate, 2002 (Steven Pinker). Bók sem m.a. er um mannshugann, og mannlegt eðli, samspil raunvísinda og félagsvísinda rannsókna á mannlegu eðli, og áhrif erfða og þróunar annarsvegar og umhverfis hinsvegar á hegðun manna, og óþarfa hræðslu við áhrif erfða á mannsheilann og mannlega hegðun (sem mjög oft á rætur að rekja til stjórnmála og siðferðisskoðana fræðimanna). 

Misquoting Jesus, 2005 (Bart Ehrman). Ehrman fer miklu ítarlegar og betur yfir efnið í bók sem heitir "The Orthodox Corruption of Scripture". Misquoting Jesus er hins vegar auðlesin og skemmtileg, og ég gat varla lagt hana frá mér.

Winning Chess Tactics for Juniors, 1994 (Lou Hays). Góð bók fyrir alla skákmenn, ekki bara fyrir "juniors". Les þessa reglulega.

Gospel Fictions, 1998 (Randel Helms)

 

Kristilegar bækur

Þar sem ég lagði höfuð áherslu á að lesa kristnar bækur, í 14 ár, þá er við hæfi að segja hvaða kristnar bækur voru í uppáhaldi, en það voru t.d. The Final Quest (Joyner,1996), Mjög skemmtilega skrifuð og grípandi bók um meintar yfirnáttúrulegar sýnir Joyners, The Bait of Satan (Bevere), bók sem ég las á sínum tíma í einni lotu, alveg hugfanginn. Hún hafði mikil áhrif á mig í mörg ár. Darwin on Trial, (Philip E. Johnsson, 1991) var skemmtilegasta bókin sem ég las gegn þróunarkenningunni. Miklu skemmtilegri en t.d. Darwins Black Box, sem ég las nokkrum sinnum. Að lokum, sú sem líklega myndi hreppa fyrsta sætið: "Our Father Abraham, The Jewish Root of the Christian Faith", (Wilson, 1989). Ég held ennþá talsvert uppá þessa bók, og glugga stundum í hana, enda margt fróðlegt í henni. Einnig mætti nefna kristilegu skáldsögurnar hans Frank E. Peretti. 

 

Uppáhalds kvikmyndir (Ég hef sésrstakt dálæti af hálf ómerkilegum frönskum "afþreyingar" gamanmyndum. Auðvitað er það einhver bilun.)

The Shining, 1980.  

Groundhog Day, 1993. Frábær pæling að vakna upp endalaust sama daginn.

The Usual Suspects, 1994

Lord of the Rings I, II og III

Les Visiteurs, 1993 (númer II var eiginlega bara sami brandarinn aftur, endurtekning)

La Vérité si je mens, 1997 (Sá þessa í bíó í Annecy, Frakklandi, sumarið '97) 

Taxi, 1998 (því miður er næstum búið að eyðileggja þessa mynd fyrir mér með því að segja brandarann aftur og aftur, í Taxi 2, 3 og 4. Númer eitt var frábær. Rest óþarfa endurtekning) 

Le Placard, 2001

Tais-toi!, 2003

 

Ekki uppáhalds myndir

James Bond myndirnar. Geisp, hoppa úr flugvél og úr lest að elta glæpamann.

 

Ekki uppáhalds hljómsveit

U2. Fatta það band bara alls ekki. Bono fær þó ævinlega plús í kladdann hjá mér fyrir það að vera skákáhugamaður.


Bloggfærslur 12. janúar 2009

Um bloggið

Sindri Guðjónsson

Höfundur

Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson

Ég heiti Sindri! Ég er trúlaus, og blogga hér aðallega um Biblíuna. (Ég er að vísu sem betur fer hættur þessu stússi)

 

Þú getur haft samband: sindri79(a)gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...itvig
  • ...ysyvq
  • ...100_2438

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 2506

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband