Burthrifningin ehf - endatíma þjónusta til sölu

Margir telja að Jesús sé að koma aftur, og hugsanlega mjög fljótlega. Samkvæmt kenningum fjölda margra kirkjudeilda mun Jesús fyrst taka fylgjendur sína af jörðinni, áður en að endurkomunni Drottins verður. Nefnist sá atburður burthrifningin. Þessir fylgjendur munu svo dvelja með Jesú á himninum þar til endir þessa heims, eins og við þekkjum hann, kemur. Deilt er um það hvort Jesús komi aftur til að dæma jörðina, og hefja þúsund ára ríki ásamt þeim sem hann hreif burt af jörðinni, þremur og hálfu ári, eða sjö árum eftir bruthrifninguna.

Eins og áður segir getur verið að tíminn styttist óðfluga til burthrifningarinnar. Snorri Óskarsson sagði á bloggi sínu í apríl 2008: "Við höfum ekki nema 3 - 5 ár til að láta frelsast og taka við eilífu lífi Guðs."

En þið, sem Drottinn mun hrífa burtu til fundar við sig í loftinu, eigið þið ekki vini, kunningja, eða ástvini, sem eiga það á hættu að vera skyldir eftir? Gæti verið að þið vilduð geta sent þeim bréf, eða komið skilaboðum til þeirra eftir að þið hafið verið hrifin burt? 

Einungis einhver sem eftir verður skilinn getur tekið það verkefni að sér. Ég mun örugglega verða skilinn eftir, þar sem ég fylgi ekki Jesú Kristi, enda trúi ég ekki að hann sé til. Sendið mér bréf, myndbönd, eða annað sem þið viljið að ég sjái um að koma til fólks sem eftir er skilið. Ég tek 1000. kr. fyrir hvert verkefni, og 2000 kr. fyrir að koma bréfum og öðru slíku á framfæri við fólk sem býr erlendis. Auðvitað verða menn að koma því til mín sem ég á að senda, og borga, áður en burthrifning á sér stað, því annars er allt orðið um seinann. 

Ég vil einnig benda á að ég hef útbúið staðlað bréf, sem menn geta beðið um að sent sé á hvern sem er innanlands, daginn eftir bruthrifninguna, og kostar það 550 kr. Það segir eftirfarandi:

"Burthrifning hefur nú átt sér stað. Frá henni segir í fyrra Þessalónikubréfi 4:15-17. Þeir sem fylgt hafa Jesú Kristi hafa verið hrifnir burt af jörðinni, til fundar við Jesús. Eftir örfá ár, mun Jesús koma aftur og dæma heiminn, og setja á fót 1000 ára ríki sitt. Þó að þú hafir ekki verið tilbúinn til að mæta Jesú nú, þá átt þú enn von. Þeir sem standa stöðugir og gefast ekki djöflinum á vald, heldur játa Jesú stöðuglega í þrengingunum sem nú munu ganga yfir heiminn, geta orðið hólpnir. En þeir þurfa ef til vill að vera tilbúnir að deyja píslarvættisdauða fyrir Drottinn Jesú Krist, og mega alls ekki afneita nafni hans, né tilbiðja nokkurn annan."

Allur réttur áskilinn © Sindri Guðjónsson/Burthrifningin ehf

Til fróðleiks um Burthrifninguna

Rapture:
At an unknown hour and day the Lord Jesus will descend from heaven, while remaining in the air, he will snatch his Bride, the Church, out from among this sinful world. Christ then takes the Church to heaven for the 7 year wedding feast. The earthly reason for the removal of the Church is to make way for the rise of Antichrist and to fulfill Daniel's final 70th week.
(Mat 25:13), (1 Thes 4:16-18), (1 Cor 15:51-54)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebekka

Haha   Vertu snöggur að setja einkaleyfi og copyright og allt það á þetta bréf svo óprúttnir aðilar afriti það ekki og selji sjálfir!!

Rebekka, 22.1.2009 kl. 16:56

2 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Takk fyrir ábendinguna!

Sindri Guðjónsson, 22.1.2009 kl. 18:26

3 identicon

En hvað tekuru fyrir að skella þessu bara á facebook fyrir fólkið ?

 Sendibréf eru svo 20.öldin.

Davíð (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 18:51

4 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Það er mun persónulegra að fá handskrifað bréf, t.d. frá ástvini sínum, og auðveldar fólki að skilja alvöru málsins. Þess vegna mæli ég með því, þó að það kosti 1000 kr.

Varðandi Facebook. Antikristur mun ritskoða internetið.

Ég tek fram að ég er að hanna lítil póstkort sem trúaðir geta látið senda vantrúuðum vinum sínum í svona "I told you so" stíl. "Þú hefðir átt að hlusta á mig."

Sindri Guðjónsson, 22.1.2009 kl. 18:55

5 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Þess má geta að póstkortin verða skemmtilega myndskreytt.

Sindri Guðjónsson, 22.1.2009 kl. 19:11

6 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Sindri heldur þú að Andkristur muni ekki taka þig úr sambandi þar sem þú varst kristinn. Þú veist hvað er sagt, einu sinni þjófur alltaf þjófur osfrv. Svo gæti líka verið að þú ver'9r tekinn með, þú ert nefnilega svo flottur gæi. Þú veist að við þurfum á skemmtilegum köllum að halda. H ættu svo að segja að þ+ú trúir ekki á Jesú!!

Be blessed and not stressed.

Aðalbjörn Leifsson, 23.1.2009 kl. 12:27

7 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Sæll Aðaðbjörn. Verði ég tekinn úr sambandi af antí-kristi, hefur Burthrifningin ehf aðra menn á sínum snærum, sem munu sjá um að bera út þær sendingar sem burthrifnir menn hafa beðið um að komið verði til skila. Þér er óhætt að skipta við Burthrifninguna ehf, en við leggjum allt kapp á að standa við gerða samninga, ef vera kynni að af burthrifningunni kæmi. Að vísu byggir viðskiptahugmynd Burthrifningarinnar ehf á fullvissu um það að aldrei muni þurfa að bera út neinar sendingar, en þrátt fyrir það eigum við betri séns á að standa við okkar skuldbindingar en kristin fyrirtæki sem eru í samkeppni við okkur, þar sem starfsmenn þeirra verða vant við látnir á fundi með Jesú í loftinu þegar þar að kemur.

Af hverju á ég að hætta að segja að ég trúi ekki á Jesú?

Sindri Guðjónsson, 23.1.2009 kl. 13:06

8 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Sindri Guðjónsson, 23.1.2009 kl. 13:07

9 Smámynd: Kristinn Theódórsson

7 ára djamm! 7 ára gengdarlaust fyllerí, hópkynlíf og svall með Jésú!!! Hvar skrái ég mig?

Kristinn Theódórsson, 23.1.2009 kl. 21:48

10 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Sæll aftur kæri Sindri, nýar fréttir handa þér. Nýja Ísland verður Sovét-Island og gjaldmiðilinn verður Rúbla. Einkafyrirtæki verða bönnuð. Komdu og vertu með okkur og láttu "bíma" þig upp í "Enterpræs" þar sem við förum þar verður allt úr gulli og gaman gaman, sérstaklega þegar vondu ogljótu kallarnir verða settir í eldsdíkið. (Brauð og leikar)

Aðalbjörn Leifsson, 24.1.2009 kl. 22:36

11 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Þú meinar að Nýja Sovét-Ísland, sem við fáum þegar Steingrímur Joð verður ráðherra, muni banna Burthrifinguna ehf? Held ekki.

Í stefnu VG segir: "Sérstaka áherslu ber að leggja á stuðning við fjölbreytta nýsköpun, vöxt og viðgang lítilla og meðalstórra fyrirtækja." (btw þetta er eina setningin í allri stefnuskráinni sem er góð)

Burthrifningin ehf er lítið fyritæki, og fær að starfa, og væntanlega stuðning.

Steingrímur hefur sagt oftar en einu sinni að þeir vilji skila láninu sem við fengum frá AGS, sem er fráleitt glapræði, þar sem það er forsenda stuðnings frá Norðurlandaþjóðunum og víðar, og einnig vegna þess að það er gersamlega nauðsynlegt að hafa gjaldeyrisvarasjóð. Steingrímur er firrtur, vanhæfur stjórnlyndissinni. Konurnar í flokknum hans eru sannfærðar um að allsherjar samsæri karla gegn konum sé í gangi og ég veit ekki hvað og hvað. Þegar Steingrímur og aðrir í VG fá ráðherrastóla mun ég mæta fyrir utan Alþingishúsið með trommur og gjallarhorn og hrópa "vanhæf ríkisstjórn!". 

Sindri Guðjónsson, 25.1.2009 kl. 09:19

12 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Trú er að trúa einhverju sem þú veist að er ekki satt. Ég hef ekki fundið höfund þessarar fullyrðingar en hún er eignuð Mark Twain. Ég held að það verði leitun að þeim sem raunverulega trúir því að þetta muni gerast. Ekki viss um að fyrirtækið skili hagnaði. En það er sjálfsagt að reyna. Ég keypti fyrir nokkrum árum skemmtilega bók sem heitir Boring postcards. Myndir úr henni eru á netinu. Það mætti etv. nota þau. Á þessari síðu: http://www.retroglobe.com/ eru mörg afar falleg póstkort (og það virðist vera hægt að senda þau, þótt það virki ekki í augnablikinu). Á þessari síðu: http://blog.wfmu.org/freeform/2008/04/boring-postcard.html var meira að segja íslensk mynd! Mæli sterklega með að nota hana.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 25.1.2009 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Guðjónsson

Höfundur

Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson

Ég heiti Sindri! Ég er trúlaus, og blogga hér aðallega um Biblíuna. (Ég er að vísu sem betur fer hættur þessu stússi)

 

Þú getur haft samband: sindri79(a)gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...itvig
  • ...ysyvq
  • ...100_2438

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2431

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband