Nýjatestamenntið um konur

Eftirfarandi færsla er að miklu leyti beinar tilvitnanir úr Nýja testamenntinu um konur. Ef þér finnst ekki gaman að lesa þessa færslu, þá hefur þú ekki mikið álit á Guði sem rithöfundi, en bækur Bibliunnar eru af sumum taldar vera amk óbeint höfundarverk Guðs. Það litla sem frá mér er komið er sett innan sviga.

En ég vil, að þér vitið, að Kristur er höfuð sérhvers manns, maðurinn er höfuð konunnar og Guð höfuð Krists. 1. Kor 11:3

7Karlmaður á ekki að hylja höfuð sitt, því að hann er ímynd og vegsemd Guðs, en konan er vegsemd mannsins. (Karlmaður á ekki að hylja höfuð sitt. Konur þurfa að hylja höfuð sitt, eins og kemur fram í versunum á undan, því að þær eru ekki ímynd og vegsemd Guðs heldur bara mannsins– Sindri),  8Því ekki er maðurinn af konunni kominn, heldur konan af manninum, 9og ekki var heldur maðurinn skapaður vegna konunnar, heldur konan vegna mannsins. (Konur þið voruð skapaðar fyrir okkur mennina) 1. Kor 11:7-9

Eins og í öllum söfnuðum hinna heilögu 34skulu konur þegja á safnaðarsamkomunum, því að ekki er þeim leyft að tala, heldur skulu þær vera undirgefnar, eins og líka lögmálið segir. 35En ef þær vilja fræðast um eitthvað, þá skulu þær spyrja eiginmenn sína heima. (Konur, ef þið viljið fræðast skulið þið spyrja manninn ykkar heima hjá ykkur, ekki í kirkjunni) Því að það er ósæmilegt fyrir konu að tala á safnaðarsamkomu. 1. Kor 14:33-35

21Verið hver öðrum undirgefnir í ótta Krists: 22Konurnar eiginmönnum sínum eins og það væri Drottinn. 23Því að maðurinn er höfuð konunnar, eins og Kristur er höfuð kirkjunnar, hann er frelsari líkama síns. 24En eins og kirkjan er undirgefin Kristi, þannig séu og konurnar mönnum sínum undirgefnar í öllu. Efesus 5:21-24

11Konan á að læra í kyrrþey, í allri undirgefni. 12Ekki leyfi ég konu að kenna eða taka sér vald yfir manninum, heldur á hún að vera kyrrlát. 13Því að Adam var fyrst myndaður, síðan Eva. 14Adam lét ekki tælast, heldur lét konan tælast og gjörðist brotleg. 15En hún mun hólpin verða, sakir barnburðarins (Hjúket! Af því að konan er nauðsynleg til að búa til börn, þá getur hún orðið hólpin! – Sindri), ef hún stendur stöðug í trú, kærleika og helgun, samfara hóglæti. 1. Tím 2:11-15

2Biskup á að vera óaðfinnanlegur, einkvæntur, bindindissamur, hóglátur, háttprúður, gestrisinn, góður fræðari. 1. Tím 3:2 (Bara karlar geta orðið Biskupar, rétt eins og bara karlar máttu vera prestar undir gamla sáttmálanum. Sama á við um öldunga (Títus 1:6) og djákna (1. Tím 3:8) - Sindri).

3Svo eiga og aldraðar konur að vera í háttalagi sínu eins og heilögum sæmir. Þær skulu ekki vera rógberar og ekki heldur í ánauð ofdrykkjunnar, heldur kenni þær gott frá sér, 4til þess að þær laði hinar ungu til að elska menn sína og börn, 5vera hóglátar, skírlífar, heimilisræknar, góðlátar og eiginmönnum sínum undirgefnar, til þess að orði Guðs verði ekki lastmælt. (Konur eiga að vera undirgefnar elskandi þjónar heimilisins - Sindri) Títus 2:3-5

Eins skuluð þér, eiginkonur, vera undirgefnar eiginmönnum yðar, til þess að jafnvel þeir, sem vilja ekki hlýða orðinu, geti unnist orðalaust við hegðun kvenna sinna, þegar þeir sjá yðar grandvöru og skírlífu hegðun. 1. Pet 3:1-2. (Trúaðar eiginkonur eiga að vera undirgefnar vantrúuðum eiginmönnum sínum)

7Og þér eiginmenn, búið með skynsemi saman við konur yðar sem veikari ker og veitið þeim virðingu, því að þær munu erfa með yður náðina (Vá! Fá konur að erfa náðina með okkur mönnunum? En hvað þær eru heppnar að fá að vera með) og lífið. 1. Pét 3:7

Ég gæti hugsanlega fundið til fleiri svona vers... ég læt þetta duga. Ég bið bara lesandann að spyrja sig: „er þetta virkilega svo sniðugt að það hljóti að vera innblásið af guði?“

Hvað ætli að það sé annars langt þangað til að þýðingarnefnd Þjóðkirkjunnar "lagi" þessi vers?


Ég er frelsaður

When I became convinced that the universe is natural–that all the ghosts and gods are myths, there entered into my brain, into my soul, into every drop of my blood, the sense, the feeling, the joy of freedom.

The walls of my prison crumbled and fell, the dungeon was flooded with light and all the bolts and bars and manacles became dust. I was no longer a servant, a serf or a slave. There was for me no master in all the world–not even infinite space.

I was free–free to think, to express my thoughts–free to live my own ideal–free to live for myself and those I loved–free to use all my faculties, all my senses, free to spread imagination’s wings–free to investigate, to guess and dream and hope–free to judge and determine for myself–free to reject all ignorant and cruel creeds, all the “inspired” books that savages have produced, and all the barbarous legends of the past–free from popes and priests, free from all the “called” and “set apart”–free from sanctified mistakes and “holy” lies–free from the winged monsters of the night–free from devils, ghosts and gods.

Robert G Ingersoll


Um bloggið

Sindri Guðjónsson

Höfundur

Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson

Ég heiti Sindri! Ég er trúlaus, og blogga hér aðallega um Biblíuna. (Ég er að vísu sem betur fer hættur þessu stússi)

 

Þú getur haft samband: sindri79(a)gmail.com

Des. 2008
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • ...itvig
  • ...ysyvq
  • ...100_2438

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 2508

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband