Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Fæðingarsögur guðspjallanna

Samkvæmt Lúkasi bjuggu María og Jósef í Nasaret, og ferðuðust til Betlehem vegna manntals (Lúkas 1:26; 2:4). Eftir að Jesús fæddist, fór Jósef með fjölskylduna til Jerúsalem (Lúkas 2:22), og svo aftur beina leið til Nasaret (Lúkas 2:39). 

Hjá Matteusi virðist fjölskyldan búa í Betlehem er sögur hefjast, og ekkert er þar sem gefur í skyn að þau væru þar gestir í fjárhúsi, eða frá Nasaret. Eftir að vitringarnir fara, er Jósef sagt að flýja til Egyptalands, og dvelja þar, þar til Heródes deyr (Matt 2:15). Heródes lifði að lágmarki í tvö ár eftir að Jesús fæddist, þar sem hann uppgvötaði að vitringarnir höfðu svikið hann tveimur árum eftir fæðingu Jesú, og lætur drepa öll sveinbörn í Betlehem og nágreni (Matt 2:16). Eftir að Heródes deyr, er Jósef sagt í draumi að fara aftur til Ísrael, og hann stefnir eðlilega til síns gamla hemilis í Betlehem í Júdeu. En þar sem hann var hræddur við að fara þangað, ákvað hann að setjast að í Nasaret (Matt 2:21-23). Ekki er með nokkru móti gefið í skyn að hann hafi búið þar áður. Hann settist þar að.

Raymond Brown er höfundur doðrants, sem er 725 blaðsíður, um fæðingasögurnar um Jesú. Hann segir í "The Anchor Bible Dictionary": "In chapter 2 in each gospel, the basic birth and postbirt stories are totally different to the point that the two are not plausibly reconcilable."

John W. Loftus, segir í bók sinni "Why I became an Atheist" um frásögurnar af fæðingu Jesú í Matteusi og Lúkasi: "The attempt to hamonize these gospel accounts by resorting to some very sophisticated intellectual gymnastics requires that a person create an entierly new account of his own not to be found in any of the Gospels - a gospel of one's own. But in fact it cannot be done without the addition of several ad hoc hypotheses. So such an attempt "dies the death of thousand qualifications," so to speak." Ég er sammála Loftusi.


Réttarhöldin yfir Guði

Elie Wiesel er Nóbelsverðlaunahafi, prófessor og rithöfundur af gyðingaættum, fæddur árið 1928. Hann lifði af helförina. Hann lýsir því hvernig honum leið, kvöldið sem hann kom í þýsku útrýmingabúðirnar í Birkenau í bók sinni "Nóttin" (La Nuit).

"Never shall I forget that night, the first night in camp, that turned my life into one long night seven times sealed. Never shall I forget that smoke. Never shall I forget the small faces of the children whose bodies I saw transformed into smoke under a silent sky. Never shall I forget those flames that consumed my faith forever. Never shall I forget the nocturnal silence that deprived me for all eternity of the desire to live. Never shall I forget those moments that murdered my God and my soul and turned my dreams to ashes. Never shall I forget those things, even were I condemned to live as long as God Himself. Never." (Úr bókinni "Nóttin" eftir Elie Wiesel, bls 34)

Bókin og leikritið "Réttarhöldin yfir Guði" eru sögð byggja á atburði sem Wiesel sá í Auschwitz, þar sem hann sá þrjá gyðinga, sem voru að dauða komnir, halda réttarhöld yfir Guði. Eftirfarandi atriði úr leikritinu er afar áhrifamikið og vel leikið. Textinn sem leikararnir fara með er birtur hér fyrir neðan.

Rabbi Akiba: Who led us out of Egypt?

Judge: God led us out of Egypt.

Rabbi: I have a question. Why were we in Egypt to start with?

Judge: There was a famine, so we took shelter.

Rabbi: Who sent the famine?

Judge: Well we don't know much about the famine...

Rabbi: God sent the famine. So God sent us to Egypt and God took us out of Egypt.

Judge: And later he sent us out of Babylon in order that we might...

Rabbi: And when he brought us out of Egypt, how did he do it? By words, vision, miracle?

Judge: Moses asked Pharaoh...

Rabbi: And when Pharaoh said no?

Inmate: The plagues.

Rabbi: First Moses turned the Egyptians' water to blood. Then God sent the plague of frogs; next a plague of mosquitoes; then a plague of flies. Then he slew their livestock. Next a plague of boils. Next came the hail, which battered down the crops and even the trees and structures everywhere, except in Goshen where the Israelites lived.

Judge: But still Pharaoh did not agree.

Rabbi: And so a plague of locusts, and then the days of darkness, and finally what?

Judge: God slew the firstborn of Egypt and led us out of Egypt.

Rabbi: He struck down the firstborn, from the firstborn and heir of Pharaoh to the firstborn of the slave at the mill. He slew them all. Did he slay Pharaoh?

Judge: No, I don't think so. It was later.

Rabbi: It was Pharaoh that said no, but God let him live. And slew his children instead. All the children. And then the people made their escape taking with them the gold and silver and jewelry and garments of the Egyptians. And then God drowned the soldiers who pursued them. He did not close the waters up so that the soldier could not follow. He waited until they were following and then he closed the waters. And then what?

Judge: And then the desert and ultimately the promised land.

Rabbi: No. The promised land was empty and a new place, uncultivated.

Judge: No. There were...

Rabbi: When the Lord thy God shall bring you into the promised land you shall cast out many nations before you, nations much greater and mightier than you are. You shall smite them and utterly destroy them. Make no covenant with them and show no mercy to them.

Inmate: It shows us his favor. We are his people.

Rabbi: And he gave us a king in Saul. Now when the people of Amalek fought Saul's people, what did the Lord God command? I'll ask the scholar.

Scholar: Crush Amalek and put him under the curse of destruction.

Rabbi: Was Saul to show any mercy to spare anyone?

Scholar: Do not spare...

Rabbi: Do not spare him, but kill. Kill man, woman, babe, and suckling, ox, and sheep, cattle and donkey. So Saul set out to do this and on the way he met some Kenites. Now these were not Amalek's people, he had no quarrel with them. He urged them to flee. And the Lord our God was he pleased by the mercy of Saul, by the justice of Saul?

Scholar: No. No he wasn't.

Rabbi: And when Saul decided not to slaughter all the livestock and to take it to feed his people, was God pleased with his prudence, his charity?

Scholar: No.

Rabbi: No, he was not. He said, you have rejected the word of Adonai, therefore he has rejected you as king. And then to please the Lord our God, Samuel brought forth the king Agar and hacked him to pieces before the Lord at Gilgar.

After Saul there came David who took Bathsheba the wife of Uriah the Hittite to himself after arranging to have Uriah killed -- against the wishes of God. Did God strike David for this?

Scholar: In a manner of speaking...

Rabbi: Did he strike Bathsheba?

Scholar: In the sense that when they had...

Rabbi: Adonai said, since you have sinned against me, the child will die. (Turning to the judge) You asked earlier, who would punish a child? God does.

Rabbi: Now did the child die suddenly, mercifully, without pain?

Scholar: In a...

Rabbi: Seven days. Seven days that child spent dying in pain while David wrapped himself in sack and ashes and fasted and sought to show his sorrow to God. Did God listen?

Scholar: The child died.

Rabbi: Did that child find that God was just?

Did the Amalekites think that Adonai was just?

Did the mothers of Egypt -- the mothers -- did they think that Adonai was just?

Scholar: But Adonai is our God, surely...

Rabbi: Oh, what? Did God not make the Egyptians? Did he not make their rivers and make their crops grow? If not him, then who? What? Some other God? But what did he make them for? To punish them? To starve, to frighten, to slaughter them? The people of Amalek, the people of Egypt, what was it like for them when Adonai turned against them? It was like this.

Today there was a selection, yes? When David defeated the Moabites, what did he do?

Judge: He made them lie on the ground in lines and he chose one to live and two to die.

Rabbi: We have become the Moabites. We are learning how it was for the Amalekites. They faced extinction at the hand of Adonai. They died for his purpose. They fell as we are falling. They were afraid as we are afraid. And what did they learn? They learned that Adonai, the Lord our God, our God, is not good. He is not good. He was not ever good. He was only on our side.

God is not good. At the beginning when he repented that he had made human beings and flooded the earth. Why? What had they done to deserve annihilation? What could they have done to deserve such wholesale slaughter? What could they have done that was so bad? God is not good.

When he asked Abraham to sacrifice his son, Abraham should have said no. We should have taught our God the justice that was in our hearts. We should have stood up to him. He is not good. He has simply been strong. He has simply been on our side.

When we were brought here, we were brought by train. A guard slapped my face. On their belts they had written "Got mit uns" -- God is with us. Who is to say that he is not? Perhaps he is. Is there any other explanation? What we see here: his power, his majesty, his might, all these things that turned against us. He is still God, but not our God. He has become our enemy.

That is what's happened to our covenant. He has made a new covenant with someone else.

 


Galdrar, kraftaverk, draugar, og guðir.

Á þeim tíma sem guðspjöllin voru skrifuð, hélt megin þorri manna, að heimurinn væri fullur af göldrum, kraftaverkum, draugum og guðum. Menn voru afar trúgjarnir þegar kom að yfirnáttúrulegum skýringum og sögum. Í þessu umhverfi varð kristindómur til og náði útbreiðslu.

Hér er áhugaverð grein sem heitir Kooks and Quacks of the Roman Empire: A Look into the World of the Gospels

 


Kaþólskur dýrlingur

St. Thomas Aquinas er kaþólskur dýrlingur. Hann sagði eftirfarandi um hina sanntrúuðu, sem fara munu til paradísar (himins):

"In order that the happiness of the saints will be more delightful ...
they are permitted perfectly to behold the sufferings of the damned.
... The saints will rejoice in the punishment of the damned ... which
will fill them with joy."
--St. Thomas Aquinas

Þess má annars geta að þessi Aquinas sagði fjölda margt sem var mjög snjallt og gott. Þetta er hins vegar hræðilegt. 


Hann mátti ekki vera í söfnuði Drottins að eilífu

Hér er gömul færsla, birt aftur: 

Skv. ættartölu Matteusar, voru Jesús (óbeint í gegnum Jósef), og Davíð konungur, afkomendur Rutar. Matteus 1:5-6 segir:

Salómon gat Bóas við Rahab og Bóas gat Óbeð við Rut. Óbeð gat Ísaí og Ísaí gat Davíð konung

Rut var Móabíti, sbr Rutarbók 1:4. Fimmta Mósebók, 23:3 segir: "Enginn Ammóníti eða Móabíti má vera í söfnuði Drottins. Jafnvel ekki tíundi maður frá þeim má vera í söfnuði Drottins að eilífu". Það kemur líka fram í Nehemía 13:1-3 að enginn Ammóníti eða Móabíti megi vera í söfnuði Drottins að eilífu. Í Esra, 10 kafla, er sagt frá því að Ísraelar hafi drýgt þá synd að giftast konum af framandi þjóðerni.  Samkvæmt fyrirskipun Drottins áttu þeir því að senda þessar konur og börn sem þeir höfðu eignast með þeim frá sér, þar sem þau væru blendingjar.

Það er því óneitanlega einkennilegt, að í Rutarbók þyki það hið besta mál, þegar ísraelskur maður tekur sér hina móabísku Rut fyrir konu. Það sem meira er, skv ættartölunni í Matteusarguðspjalli, þá eignast hann með henni soninn Óbeð, sem gat soninn Ísaí, sem gat Davíð konung. Óhætt er að segja að Davíð hafi verið í söfnuði Drottins, ekki satt? (sbr t.d. Davíðssálmana og fleira). Samt segir í 5. Mósebók að enginn Móabíti, jafnvel ekki tíundi maður frá Móabíta, megi vera í söfnuði Drottins að eilífu! Þetta er staðfest bæði í Nehemía, og Esra.

Ég var einu sinni í söfnuði sem hét Orð Lífsins. Forstöðumaður þess safnaðar hét Ásmundur Magnússon. Hann sagði oft í ræðum sínum: "Guð meinar það sem hann segir, og segir það sem hann meinar". Það er hins vegar erfitt að sjá að svo sé í þessu tilfelli. Davíð, konungur gyðingana, átti langa ömmu, og langa langa afa, sem voru Móabítar (ef marka má ættartölu Matteusarguðspjalls), en enginn slíkur átti að mega tilheyra Ísraelsþjóðinni, söfnuði Drottins, skv skýrum og afdráttarlausum orðum Guðs. Enginn, að eilífu! Samt var það Guð sjálfur sem valdi Davíð til að vera konungur yfir Ísraelsþjóðinni. Guð braut því orð sín.  

Ég á annars erfitt með að skilja hvernig maður, sem er afkomandi Móabíta í 10. lið, geti verið útilokaður frá söfnuði Drottins að eilífu, fyrir þær einar sakir að langa, langa, langa, langa, langa, langa, langa, langa afi hans var Móabíti. Þetta eru ósanngjörn boð. Enda segja sumir guðfræðingar að Rutarbók hafi einmitt verið skrifuð til að leiðrétta rasískar kenningar sumra bóka Biblíunnar, um að bannað sé að giftast konum af erlendum uppruna, að bannað sé að eignast blönduð börn, og að ýmsar þjóðir eigi sér enga von og séu illar og vondar sbr t.d. Harper's Bible Commentary, 1962, bls. 321. Rut er megin söguhetja bókarinnar. Hún var eins og áður segir Móabíti, en samt dyggðuð, og mjög trú eiginkona gyðings, og trú Guði gyðinga.


Jesús frelsar

Jesús kom til að frelsa þig frá því sem hann og pabbi hans ætla að gera við þig... ef þú frelsast ekki.

"Hann kemur í logandi eldi og lætur hegningu koma yfir þá, sem þekkja ekki Guð, og yfir þá, sem hlýða ekki fagnaðarerindinu um Drottin vorn Jesú." 2. Þess 1:8

Svo kom Jesús líka til að frelsa þig frá eldsdíkinu, sem hann og pabbi hans ætla annars að henda þér ofan í. (Op 20:12-15)

Jesus: "I would really like you to let me into your life to save you"

Man: "Save me from what?"

Jesus: "Save you from what I am going to do to you, if you don't let me in."

Samtal tekið héðan.


Ef þið trúið ekki Móse, þá trúið þið ekki heldur Jesú

Jóhannes 5:45-57:

45Ætlið eigi að ég muni ákæra yður fyrir föðurnum. Sá sem ákærir yður er Móse og á hann vonið þér. 46Ef þér tryðuð Móse munduð þér líka trúa mér því um mig hefur hann ritað. 47Fyrst þér trúið ekki því sem hann skrifaði, hvernig getið þér þá trúað orðum mínum?“  

Hvernig fór ég annars að því að gleyma því að minnast á þessi vers, þegar ég skrifaði færsluna "En þetta er bara Gamla testamenntið?" 


4. Mós 31:18

4. Mós 31, úr versum 1-13

Drottinn talaði til Móse og sagði: „Láttu Ísraelsmenn hefna sín á Midíanítum... „Látið nokkra af mönnum ykkar búast til herþjónustu. Þeir skulu ráðast á Midían til þess að koma fram hefnd Drottins á Midían... Þeir réðust gegn Midían eins og Drottinn hafði boðið Móse og drápu alla karlmenn... Ísraelsmenn tóku konur Midíaníta og börn þeirra að herfangi og auk þess allt búfé þeirra, nautgripi og öll auðæfi. Þeir brenndu allar borgir á landsvæði þeirra og einnig tjaldbúðir þeirra til ösku...

4. Mós 31:14-18

14En Móse reiddist hershöfðingjunum, höfuðsmönnum þúsundmannaliða og hundraðshöfðingjunum sem komu heim úr stríðinu 15og sagði við þá: „Hvers vegna hafið þið gefið öllum konunum líf? 16Það voru einmitt þær sem fylgdu ráði Bíleams og urðu til þess að Ísrael brást Drottni í málinu við Peór svo að plága kom yfir söfnuð Drottins. 17Drepið nú öll sveinbörn, drepið einnig allar konur sem hafa haft mök við karlmann og sofið hjá honum. 18En öllum stúlkubörnum, sem ekki hafa enn haft mök við karlmann, skuluð þið gefa líf og halda þeim fyrir ykkur sjálfa.

 

 


"Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá"

"Evangelical Christians, says Sider, are very much like their non-Christian neighbors in rates of divorce, premarital sex, domestic violence and use of pornography, and are actually more likely to hold racist views than other people."

- Um innihald kristlegrar bókar, þar sem höfundurinn, Sider, gerði rannsókn á atferli kristinna "frelsaðra" Bandaríkjamanna, og bar saman við atferli veraldlegs fólks: Scandal of the Evangelical Conscience

Ég horfði á kappræður um daginn, þar sem annar ræðumaðurinn Michael Shermer benti á rannsóknir kristins ("born again") hjónabandsráðgjafa. Hann hafði gert rannsóknir sem bentu til þess að skilnaðartíðni trúsystkina sinna væri mun hærri, heldur en skilnaðartíðni annarra.  

Rannsóknir hafa reyndar sýnt að meðal þróaðra þjóða eru hlutir á borð við skilnaði, ótímabærar þunganir, morð, algengastir þar sem menn eru trúaðastir og duglegastur við að iðka trú (lesa Biblíuna, biðja, fara í kirkjur).

"There is evidence that within the U.S. strong disparities in religious belief versus acceptance of evolution are correlated with similarly varying rates of societal dysfunction, the strongly theistic, anti-evolution south and mid-west having markedly worse homicide, mortality, STD, youth pregnancy, marital and related problems than the northeast where societal conditions, secularization, and acceptance of evolution approach European norms (Aral and Holmes; Beeghley, Doyle, 2002)."


Sá yðar sem syndlaus er...

Þessi færsla var upprunalega birt þann 12. janúar 2008: 

Ein al flottasta sagan í Nýja testamenntinu (og Biblíunni í heild), er saga sem birtist í Jóhannesi 7:53-8:11. Þar koma farísearnir og fræðimennirnir með konu til Jesú, sem staðin hafði verið að verki við það að drýgja hór. Þeir spyrja hvort það eigi að grýta hana, eins og lögmálið segi. Þetta er til að leiða Jesú í gildru. Jesús er hins vegar bæði snjall og djúpvitur, og kemst hjá því að þurfa annaðhvort að sýna af sér harðneskjulekt miskunarleysi, eða ella brjóta lögmál Móse. Hann svaraði: „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum." Fræðimennirnir og farísearnir sáu auðvitað í hendi sér að þeir væru ekki syndlausir, og hurfu því á brott einn af öðrum.

Þessi saga, eins og hún er nú góð, var hins vegar nánast alveg örugglega ekki upprunalega í Jóhannesarguðspjalli. Henni var bætt við það einhvertímann talsvert löngu eftir að guðspjallið var komið í almenna umferð. Ástæðurnar eru eftirfarandi:

  • - Þessi saga er aldrei í elstu og bestu handritum okkar af Jóhannesarguðspjalli.
  • - Sagan er skrifuð á ólíkri grísku, með ólíkum orðaforað, og ólíkum stíl, en annað í Jóhannesargupspjalli.

Þó að sagan sé ekki í neinum af elstu og bestu handritunum byrjar hún að birtast hér og þar eftir að tíminn leið (byrjar að koma inn á miðöldum), en ekki alltaf á sama stað. Stundum var hún t.d. sett á eftir versi 25 í 21. kafla Jóhannesarguðspjalls, og stundum fyrir aftan 38 versið í 21. kafla í Lúkasarguðspjalls.

Erasmus sá um að gefa út fyrsta prentaða eintakið af Nýja testamenntinu á grísku. Hann byggði að mestu á handriti sem hann fann í Basel, og var frá 12. öld. Erasmus virtist ekki hafa vitað að grísk handrit af bókum Nýja testamenntisins eru mjög misjöfn, og það þarf að bera þau vel saman til þess að vega og meta hvað í þeim eru viðbætur og breytingar, og hvað ekki. Aðeins þannig er hægt að komast nálægt því að vita hvað var upprunalega skrifað í bækur Nýja testamenntisins. Það eru til um 5700 grísk handrit af bókum Nýja testamenntisins, og það eru á milli 200.000 - 300.000 tilfelli þar sem þeim greinir á, þó að ágreiningurinn sé næstum alltaf smávægilegur eins og t.d. mismunandi orðaröð. Stundum er þó verulegur munur á innihaldi og merkingu í handritunum.

Handritið sem Erasmus byggði á innihélt ýmislegt sem fræðimenn í dag vita með talsverðri vissu að hafi ekki verið upprunalega í bókum Nýja testamenntisins.

Þegar King James Biblían var gefin út árið 1611, var byggt á gríska textanum hans Erasmus, sem þá hafði verið aðeins lítillega lagaður. Þannig komst meðal annars þessi saga af konunni sem staðin var að verki við að drýgja hór, og ýmis önnur vers sem ekki voru upprunalega í bókum Biblíunnar, inn í King James Biblíuna. King James Biblían hefur síðan haft mikil áhrif á aðrar Biblíu þýðingar.  Þó að söguna um konuna sem staðin var að verki við að drýgja hór vanti í elstu og bestu grísku handritin, þá var hún í 12. aldar handritinu hans Erasmus.  

Byggir á "Misquoting Jesus", eftir Bart D. Ehrman. sérstaklega bls 63-65, og kafla sem byrjar á bls. 78 í trúvarnarbókinni "Fabricating Jesus", eftir Craig A. Evans, bls 29-30.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sindri Guðjónsson

Höfundur

Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson

Ég heiti Sindri! Ég er trúlaus, og blogga hér aðallega um Biblíuna. (Ég er að vísu sem betur fer hættur þessu stússi)

 

Þú getur haft samband: sindri79(a)gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...itvig
  • ...ysyvq
  • ...100_2438

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband