Fæðingarsögur guðspjallanna

Samkvæmt Lúkasi bjuggu María og Jósef í Nasaret, og ferðuðust til Betlehem vegna manntals (Lúkas 1:26; 2:4). Eftir að Jesús fæddist, fór Jósef með fjölskylduna til Jerúsalem (Lúkas 2:22), og svo aftur beina leið til Nasaret (Lúkas 2:39). 

Hjá Matteusi virðist fjölskyldan búa í Betlehem er sögur hefjast, og ekkert er þar sem gefur í skyn að þau væru þar gestir í fjárhúsi, eða frá Nasaret. Eftir að vitringarnir fara, er Jósef sagt að flýja til Egyptalands, og dvelja þar, þar til Heródes deyr (Matt 2:15). Heródes lifði að lágmarki í tvö ár eftir að Jesús fæddist, þar sem hann uppgvötaði að vitringarnir höfðu svikið hann tveimur árum eftir fæðingu Jesú, og lætur drepa öll sveinbörn í Betlehem og nágreni (Matt 2:16). Eftir að Heródes deyr, er Jósef sagt í draumi að fara aftur til Ísrael, og hann stefnir eðlilega til síns gamla hemilis í Betlehem í Júdeu. En þar sem hann var hræddur við að fara þangað, ákvað hann að setjast að í Nasaret (Matt 2:21-23). Ekki er með nokkru móti gefið í skyn að hann hafi búið þar áður. Hann settist þar að.

Raymond Brown er höfundur doðrants, sem er 725 blaðsíður, um fæðingasögurnar um Jesú. Hann segir í "The Anchor Bible Dictionary": "In chapter 2 in each gospel, the basic birth and postbirt stories are totally different to the point that the two are not plausibly reconcilable."

John W. Loftus, segir í bók sinni "Why I became an Atheist" um frásögurnar af fæðingu Jesú í Matteusi og Lúkasi: "The attempt to hamonize these gospel accounts by resorting to some very sophisticated intellectual gymnastics requires that a person create an entierly new account of his own not to be found in any of the Gospels - a gospel of one's own. But in fact it cannot be done without the addition of several ad hoc hypotheses. So such an attempt "dies the death of thousand qualifications," so to speak." Ég er sammála Loftusi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég var einmitt að reyna að útskýra þetta fyrir nokkrum aðventistum um daginn. Þau bara litu á mig eins og ég væri vitlaus og fattaði ekki samræmdu útgáfuna sem þau trúðu á.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.2.2009 kl. 21:16

2 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Já, þetta er atriði sem fer einhvernveginn alveg framhjá sumum. Sumir eru einhvernveginn blindir fyrir því að þetta passar bara alls ekki saman. T.d. er ekki reynt að leysa þetta vandamála í The Encyclopedia of Bible Difficulties.

Sindri Guðjónsson, 20.2.2009 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Guðjónsson

Höfundur

Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson

Ég heiti Sindri! Ég er trúlaus, og blogga hér aðallega um Biblíuna. (Ég er að vísu sem betur fer hættur þessu stússi)

 

Þú getur haft samband: sindri79(a)gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...itvig
  • ...ysyvq
  • ...100_2438

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband