Hann mátti ekki vera í söfnuði Drottins að eilífu

Hér er gömul færsla, birt aftur: 

Skv. ættartölu Matteusar, voru Jesús (óbeint í gegnum Jósef), og Davíð konungur, afkomendur Rutar. Matteus 1:5-6 segir:

Salómon gat Bóas við Rahab og Bóas gat Óbeð við Rut. Óbeð gat Ísaí og Ísaí gat Davíð konung

Rut var Móabíti, sbr Rutarbók 1:4. Fimmta Mósebók, 23:3 segir: "Enginn Ammóníti eða Móabíti má vera í söfnuði Drottins. Jafnvel ekki tíundi maður frá þeim má vera í söfnuði Drottins að eilífu". Það kemur líka fram í Nehemía 13:1-3 að enginn Ammóníti eða Móabíti megi vera í söfnuði Drottins að eilífu. Í Esra, 10 kafla, er sagt frá því að Ísraelar hafi drýgt þá synd að giftast konum af framandi þjóðerni.  Samkvæmt fyrirskipun Drottins áttu þeir því að senda þessar konur og börn sem þeir höfðu eignast með þeim frá sér, þar sem þau væru blendingjar.

Það er því óneitanlega einkennilegt, að í Rutarbók þyki það hið besta mál, þegar ísraelskur maður tekur sér hina móabísku Rut fyrir konu. Það sem meira er, skv ættartölunni í Matteusarguðspjalli, þá eignast hann með henni soninn Óbeð, sem gat soninn Ísaí, sem gat Davíð konung. Óhætt er að segja að Davíð hafi verið í söfnuði Drottins, ekki satt? (sbr t.d. Davíðssálmana og fleira). Samt segir í 5. Mósebók að enginn Móabíti, jafnvel ekki tíundi maður frá Móabíta, megi vera í söfnuði Drottins að eilífu! Þetta er staðfest bæði í Nehemía, og Esra.

Ég var einu sinni í söfnuði sem hét Orð Lífsins. Forstöðumaður þess safnaðar hét Ásmundur Magnússon. Hann sagði oft í ræðum sínum: "Guð meinar það sem hann segir, og segir það sem hann meinar". Það er hins vegar erfitt að sjá að svo sé í þessu tilfelli. Davíð, konungur gyðingana, átti langa ömmu, og langa langa afa, sem voru Móabítar (ef marka má ættartölu Matteusarguðspjalls), en enginn slíkur átti að mega tilheyra Ísraelsþjóðinni, söfnuði Drottins, skv skýrum og afdráttarlausum orðum Guðs. Enginn, að eilífu! Samt var það Guð sjálfur sem valdi Davíð til að vera konungur yfir Ísraelsþjóðinni. Guð braut því orð sín.  

Ég á annars erfitt með að skilja hvernig maður, sem er afkomandi Móabíta í 10. lið, geti verið útilokaður frá söfnuði Drottins að eilífu, fyrir þær einar sakir að langa, langa, langa, langa, langa, langa, langa, langa afi hans var Móabíti. Þetta eru ósanngjörn boð. Enda segja sumir guðfræðingar að Rutarbók hafi einmitt verið skrifuð til að leiðrétta rasískar kenningar sumra bóka Biblíunnar, um að bannað sé að giftast konum af erlendum uppruna, að bannað sé að eignast blönduð börn, og að ýmsar þjóðir eigi sér enga von og séu illar og vondar sbr t.d. Harper's Bible Commentary, 1962, bls. 321. Rut er megin söguhetja bókarinnar. Hún var eins og áður segir Móabíti, en samt dyggðuð, og mjög trú eiginkona gyðings, og trú Guði gyðinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Guðjónsson

Höfundur

Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson

Ég heiti Sindri! Ég er trúlaus, og blogga hér aðallega um Biblíuna. (Ég er að vísu sem betur fer hættur þessu stússi)

 

Þú getur haft samband: sindri79(a)gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...itvig
  • ...ysyvq
  • ...100_2438

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband