Sá yðar sem syndlaus er...

Þessi færsla var upprunalega birt þann 12. janúar 2008: 

Ein al flottasta sagan í Nýja testamenntinu (og Biblíunni í heild), er saga sem birtist í Jóhannesi 7:53-8:11. Þar koma farísearnir og fræðimennirnir með konu til Jesú, sem staðin hafði verið að verki við það að drýgja hór. Þeir spyrja hvort það eigi að grýta hana, eins og lögmálið segi. Þetta er til að leiða Jesú í gildru. Jesús er hins vegar bæði snjall og djúpvitur, og kemst hjá því að þurfa annaðhvort að sýna af sér harðneskjulekt miskunarleysi, eða ella brjóta lögmál Móse. Hann svaraði: „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum." Fræðimennirnir og farísearnir sáu auðvitað í hendi sér að þeir væru ekki syndlausir, og hurfu því á brott einn af öðrum.

Þessi saga, eins og hún er nú góð, var hins vegar nánast alveg örugglega ekki upprunalega í Jóhannesarguðspjalli. Henni var bætt við það einhvertímann talsvert löngu eftir að guðspjallið var komið í almenna umferð. Ástæðurnar eru eftirfarandi:

  • - Þessi saga er aldrei í elstu og bestu handritum okkar af Jóhannesarguðspjalli.
  • - Sagan er skrifuð á ólíkri grísku, með ólíkum orðaforað, og ólíkum stíl, en annað í Jóhannesargupspjalli.

Þó að sagan sé ekki í neinum af elstu og bestu handritunum byrjar hún að birtast hér og þar eftir að tíminn leið (byrjar að koma inn á miðöldum), en ekki alltaf á sama stað. Stundum var hún t.d. sett á eftir versi 25 í 21. kafla Jóhannesarguðspjalls, og stundum fyrir aftan 38 versið í 21. kafla í Lúkasarguðspjalls.

Erasmus sá um að gefa út fyrsta prentaða eintakið af Nýja testamenntinu á grísku. Hann byggði að mestu á handriti sem hann fann í Basel, og var frá 12. öld. Erasmus virtist ekki hafa vitað að grísk handrit af bókum Nýja testamenntisins eru mjög misjöfn, og það þarf að bera þau vel saman til þess að vega og meta hvað í þeim eru viðbætur og breytingar, og hvað ekki. Aðeins þannig er hægt að komast nálægt því að vita hvað var upprunalega skrifað í bækur Nýja testamenntisins. Það eru til um 5700 grísk handrit af bókum Nýja testamenntisins, og það eru á milli 200.000 - 300.000 tilfelli þar sem þeim greinir á, þó að ágreiningurinn sé næstum alltaf smávægilegur eins og t.d. mismunandi orðaröð. Stundum er þó verulegur munur á innihaldi og merkingu í handritunum.

Handritið sem Erasmus byggði á innihélt ýmislegt sem fræðimenn í dag vita með talsverðri vissu að hafi ekki verið upprunalega í bókum Nýja testamenntisins.

Þegar King James Biblían var gefin út árið 1611, var byggt á gríska textanum hans Erasmus, sem þá hafði verið aðeins lítillega lagaður. Þannig komst meðal annars þessi saga af konunni sem staðin var að verki við að drýgja hór, og ýmis önnur vers sem ekki voru upprunalega í bókum Biblíunnar, inn í King James Biblíuna. King James Biblían hefur síðan haft mikil áhrif á aðrar Biblíu þýðingar.  Þó að söguna um konuna sem staðin var að verki við að drýgja hór vanti í elstu og bestu grísku handritin, þá var hún í 12. aldar handritinu hans Erasmus.  

Byggir á "Misquoting Jesus", eftir Bart D. Ehrman. sérstaklega bls 63-65, og kafla sem byrjar á bls. 78 í trúvarnarbókinni "Fabricating Jesus", eftir Craig A. Evans, bls 29-30.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Guðjónsson

Höfundur

Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson

Ég heiti Sindri! Ég er trúlaus, og blogga hér aðallega um Biblíuna. (Ég er að vísu sem betur fer hættur þessu stússi)

 

Þú getur haft samband: sindri79(a)gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...itvig
  • ...ysyvq
  • ...100_2438

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband