Kaþólskur dýrlingur

St. Thomas Aquinas er kaþólskur dýrlingur. Hann sagði eftirfarandi um hina sanntrúuðu, sem fara munu til paradísar (himins):

"In order that the happiness of the saints will be more delightful ...
they are permitted perfectly to behold the sufferings of the damned.
... The saints will rejoice in the punishment of the damned ... which
will fill them with joy."
--St. Thomas Aquinas

Þess má annars geta að þessi Aquinas sagði fjölda margt sem var mjög snjallt og gott. Þetta er hins vegar hræðilegt. 


Skákþing Akureyrar búið

Ég lenti í þriðja sæti. Er sáttur. Að vísu lék ég unninni stöðu niður í jafntefli í gær, með einum afleik í endataflinu.

 


Hann mátti ekki vera í söfnuði Drottins að eilífu

Hér er gömul færsla, birt aftur: 

Skv. ættartölu Matteusar, voru Jesús (óbeint í gegnum Jósef), og Davíð konungur, afkomendur Rutar. Matteus 1:5-6 segir:

Salómon gat Bóas við Rahab og Bóas gat Óbeð við Rut. Óbeð gat Ísaí og Ísaí gat Davíð konung

Rut var Móabíti, sbr Rutarbók 1:4. Fimmta Mósebók, 23:3 segir: "Enginn Ammóníti eða Móabíti má vera í söfnuði Drottins. Jafnvel ekki tíundi maður frá þeim má vera í söfnuði Drottins að eilífu". Það kemur líka fram í Nehemía 13:1-3 að enginn Ammóníti eða Móabíti megi vera í söfnuði Drottins að eilífu. Í Esra, 10 kafla, er sagt frá því að Ísraelar hafi drýgt þá synd að giftast konum af framandi þjóðerni.  Samkvæmt fyrirskipun Drottins áttu þeir því að senda þessar konur og börn sem þeir höfðu eignast með þeim frá sér, þar sem þau væru blendingjar.

Það er því óneitanlega einkennilegt, að í Rutarbók þyki það hið besta mál, þegar ísraelskur maður tekur sér hina móabísku Rut fyrir konu. Það sem meira er, skv ættartölunni í Matteusarguðspjalli, þá eignast hann með henni soninn Óbeð, sem gat soninn Ísaí, sem gat Davíð konung. Óhætt er að segja að Davíð hafi verið í söfnuði Drottins, ekki satt? (sbr t.d. Davíðssálmana og fleira). Samt segir í 5. Mósebók að enginn Móabíti, jafnvel ekki tíundi maður frá Móabíta, megi vera í söfnuði Drottins að eilífu! Þetta er staðfest bæði í Nehemía, og Esra.

Ég var einu sinni í söfnuði sem hét Orð Lífsins. Forstöðumaður þess safnaðar hét Ásmundur Magnússon. Hann sagði oft í ræðum sínum: "Guð meinar það sem hann segir, og segir það sem hann meinar". Það er hins vegar erfitt að sjá að svo sé í þessu tilfelli. Davíð, konungur gyðingana, átti langa ömmu, og langa langa afa, sem voru Móabítar (ef marka má ættartölu Matteusarguðspjalls), en enginn slíkur átti að mega tilheyra Ísraelsþjóðinni, söfnuði Drottins, skv skýrum og afdráttarlausum orðum Guðs. Enginn, að eilífu! Samt var það Guð sjálfur sem valdi Davíð til að vera konungur yfir Ísraelsþjóðinni. Guð braut því orð sín.  

Ég á annars erfitt með að skilja hvernig maður, sem er afkomandi Móabíta í 10. lið, geti verið útilokaður frá söfnuði Drottins að eilífu, fyrir þær einar sakir að langa, langa, langa, langa, langa, langa, langa, langa afi hans var Móabíti. Þetta eru ósanngjörn boð. Enda segja sumir guðfræðingar að Rutarbók hafi einmitt verið skrifuð til að leiðrétta rasískar kenningar sumra bóka Biblíunnar, um að bannað sé að giftast konum af erlendum uppruna, að bannað sé að eignast blönduð börn, og að ýmsar þjóðir eigi sér enga von og séu illar og vondar sbr t.d. Harper's Bible Commentary, 1962, bls. 321. Rut er megin söguhetja bókarinnar. Hún var eins og áður segir Móabíti, en samt dyggðuð, og mjög trú eiginkona gyðings, og trú Guði gyðinga.


Óþekka stelpan

Ég fékk safndisk með hljómsveitinni Egó í útskriftargjöf vorið 2008. Þessi diskur fékk á tímabili að hljóma reglulega í bílnum, bæði þegar ég ók um einn, og einnig þegar aðrir fjölskyldumeðlimir voru farþegar í bílnum. Á plötunni er m.a. lagið "Stórir strákar fá raflost". Það hefst á orðunum: "Þeir hringdu í morgun, sögðu Lilla væri orðin óð. Húni biti fólk í hálsinn, drykki úr þeim allt blóð. Hún hafði sagt hún gæti ekki dottið..." og svo framvegis.

Þegar elsta dóttir mín var nýlega orðin þriggja ára, vorum við eitt sinn í smá bíltúr. Skyndilega segir sú stutta: "Pabbi, viltu hlusta á lagið um óþekku stelpuna sem bítur fólk í hálsinn?". Ég áttaði mig ekki alveg strax á því um hvað hún var að tala, en svo mundi ég eftir þessu Egó lagi. Sum börn fyljgast vel með textanum í rokk og popplögum. Ég er hættur að spila lagið með börnin í bílnum.


Jesús frelsar

Jesús kom til að frelsa þig frá því sem hann og pabbi hans ætla að gera við þig... ef þú frelsast ekki.

"Hann kemur í logandi eldi og lætur hegningu koma yfir þá, sem þekkja ekki Guð, og yfir þá, sem hlýða ekki fagnaðarerindinu um Drottin vorn Jesú." 2. Þess 1:8

Svo kom Jesús líka til að frelsa þig frá eldsdíkinu, sem hann og pabbi hans ætla annars að henda þér ofan í. (Op 20:12-15)

Jesus: "I would really like you to let me into your life to save you"

Man: "Save me from what?"

Jesus: "Save you from what I am going to do to you, if you don't let me in."

Samtal tekið héðan.


Ef þið trúið ekki Móse, þá trúið þið ekki heldur Jesú

Jóhannes 5:45-57:

45Ætlið eigi að ég muni ákæra yður fyrir föðurnum. Sá sem ákærir yður er Móse og á hann vonið þér. 46Ef þér tryðuð Móse munduð þér líka trúa mér því um mig hefur hann ritað. 47Fyrst þér trúið ekki því sem hann skrifaði, hvernig getið þér þá trúað orðum mínum?“  

Hvernig fór ég annars að því að gleyma því að minnast á þessi vers, þegar ég skrifaði færsluna "En þetta er bara Gamla testamenntið?" 


4. Mós 31:18

4. Mós 31, úr versum 1-13

Drottinn talaði til Móse og sagði: „Láttu Ísraelsmenn hefna sín á Midíanítum... „Látið nokkra af mönnum ykkar búast til herþjónustu. Þeir skulu ráðast á Midían til þess að koma fram hefnd Drottins á Midían... Þeir réðust gegn Midían eins og Drottinn hafði boðið Móse og drápu alla karlmenn... Ísraelsmenn tóku konur Midíaníta og börn þeirra að herfangi og auk þess allt búfé þeirra, nautgripi og öll auðæfi. Þeir brenndu allar borgir á landsvæði þeirra og einnig tjaldbúðir þeirra til ösku...

4. Mós 31:14-18

14En Móse reiddist hershöfðingjunum, höfuðsmönnum þúsundmannaliða og hundraðshöfðingjunum sem komu heim úr stríðinu 15og sagði við þá: „Hvers vegna hafið þið gefið öllum konunum líf? 16Það voru einmitt þær sem fylgdu ráði Bíleams og urðu til þess að Ísrael brást Drottni í málinu við Peór svo að plága kom yfir söfnuð Drottins. 17Drepið nú öll sveinbörn, drepið einnig allar konur sem hafa haft mök við karlmann og sofið hjá honum. 18En öllum stúlkubörnum, sem ekki hafa enn haft mök við karlmann, skuluð þið gefa líf og halda þeim fyrir ykkur sjálfa.

 

 


Ég geri ekki sömu mistökin tvisvar

Fimmta umferð Skákþings Akureyrar fór fram í dag. Ég tók bensín áður en ég fór að tefla.

"Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá"

"Evangelical Christians, says Sider, are very much like their non-Christian neighbors in rates of divorce, premarital sex, domestic violence and use of pornography, and are actually more likely to hold racist views than other people."

- Um innihald kristlegrar bókar, þar sem höfundurinn, Sider, gerði rannsókn á atferli kristinna "frelsaðra" Bandaríkjamanna, og bar saman við atferli veraldlegs fólks: Scandal of the Evangelical Conscience

Ég horfði á kappræður um daginn, þar sem annar ræðumaðurinn Michael Shermer benti á rannsóknir kristins ("born again") hjónabandsráðgjafa. Hann hafði gert rannsóknir sem bentu til þess að skilnaðartíðni trúsystkina sinna væri mun hærri, heldur en skilnaðartíðni annarra.  

Rannsóknir hafa reyndar sýnt að meðal þróaðra þjóða eru hlutir á borð við skilnaði, ótímabærar þunganir, morð, algengastir þar sem menn eru trúaðastir og duglegastur við að iðka trú (lesa Biblíuna, biðja, fara í kirkjur).

"There is evidence that within the U.S. strong disparities in religious belief versus acceptance of evolution are correlated with similarly varying rates of societal dysfunction, the strongly theistic, anti-evolution south and mid-west having markedly worse homicide, mortality, STD, youth pregnancy, marital and related problems than the northeast where societal conditions, secularization, and acceptance of evolution approach European norms (Aral and Holmes; Beeghley, Doyle, 2002)."


Ég er sérvitringur

Ég er ekki með Facebook, ólíkt 95% jafnaldraminna hérlendis

Ég nota ekki GSM síma, og hef verið laus við GSM í amk 1 ár

Ég er ekki með msn heldur.

Ég er með gmail, heimasíma, og moggablogg. Thats it.


mbl.is Facebook fimm ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sindri Guðjónsson

Höfundur

Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson

Ég heiti Sindri! Ég er trúlaus, og blogga hér aðallega um Biblíuna. (Ég er að vísu sem betur fer hættur þessu stússi)

 

Þú getur haft samband: sindri79(a)gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...itvig
  • ...ysyvq
  • ...100_2438

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband