Þjóðkirkjan

Tvær tilvitnanir 

"Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda." - 62.gr stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944

"When a religion is good, I conceive it will support itself; and when it does not support itself, and God does not take care to support it so that its professors are obliged to call for help of the civil power, ‘tis a sign, I apprehend, of its being a bad one."

—Benjamin Franklin


Sá sem slær föður sinn eða móður skal líflátinn.

Sá sem slær föður sinn eða móður skal líflátinn.

2. Mós 21:15


Dagur Drottins

"Kveinið, því að dagur Drottins er nálægur; hann kemur sem eyðing frá hinum Almáttka... Hver sem fundinn verður, mun lagður verða í gegn, og hver sem gripinn verður, mun fyrir sverði falla. Ungbörn þeirra munu knosuð verða fyrir augum þeirra, hús þeirra verða rænd og konur þeirra smánaðar."Jesaja 13:6, 15-16

Að konsa þýðir að brjóta í smátt. Ungabörn verð brotin í smátt á meðan foreldrar þeirra horfa á, á degi sem kemur sem eyðing frá hinum Almáttka. Þannig er nú yndisleiki orðsins


Seldu dóttur þína svona

Jahve gaf Ísraelsmönnum leiðbeiningar um það hvernig þeir ættu að selja dætur sínar í þrældóm, en bannaði þeim að safna saman sprekum á hvíldardegi, að viðlagðri dauðrefsingu með grýtingu.

7Þegar maður selur dóttur sína sem ambátt fær hún ekki að fara frjáls ferða sinna á sama hátt og þrælar. 8Hafi húsbóndi hennar ætlað hana sjálfum sér en hún ekki fallið honum í geð skal hann leyfa að hún verði keypt laus.
- 2. Mós 21:7-8


Jesús var bókstafstrúarmaður

Lárus Páll er kristinn maður, en ekki bókstafstrúarmaður. Ég rakst á eftirfarandi yfirlýsingu hans á spjallborði fyrir tæpum tveimur mánuðum:

"Í ljósi þess að Jesú var EKKI bókstafstrúarmaður hvers vegna í ÓSKÖPUNUM ætti ég þá að vera það?????"

Sé hins vegar að marka Guðspjöllin (sérstaklega ef við tökum miðaldar viðbætur í burtu á borð við söguna um hóresku konuna), þá var Jesús bókstafstrúarmaður.

Jesús leit á Gamla testamenntið sem innblásið og myndugt, og að því er viðrist óskeikult orð Guðs:
Matteus 5:17 og 19 - "Ætlið ekki að ég sé kominn ti lað afnema lögmálið eða spámennina". "Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum mun kallast minnstur í himaríki en sá sem heldur þau og kennir mun mikill kallast í himnaríki".

Takið eftir að 19. versið er í framtíð, en ekki fortíð. Þeir sem halda lögmálið og spámennina munu verða miklir í himnaríki. Ekki "þeir sem héldu", eða "hafa haldið"
 

Þegar Jesús gagnrýndi faríseanna og fræðimennina, var hann ekki að gagnrýna kenningar þeirra aðallega, heldur þá staðreynd að þeir voru hræsnarar. Þeir breyttu ekki eins og þeir buðu, sbr. t.d. Matteus 23:2-3:
 „Á stóli Móse sitja fræðimenn og farísear. Því skuluð þér gera og halda allt sem þeir segja yður en eftir breytni þeirra skuluð þér ekki fara því þeir breyta ekki sem þeir bjóða."


Í Jóhannesi 10:35 segir Jesús um lögmálið: "og ritningin verður ekki felld úr gildi".

Jesús vitnaði ótal sinnu í Gamla testamenntið, til að rökstyðja mál sitt, og virtist trúa jafnvel ótrúlegustu sögum á borð við söguna um Jónas í hvalnum (Matt 12:40-41) , að Adam og Eva væru fyrsta gifta parið (Matt 19:3-6). Jesús virðist segja að Abel hafi verið fyrsti spámaðurinn sem hafi verið drepinn (Lúk 11:50-51), hann talar um snák Móse í eyðimörkinni (Jóh 6:32-33, 49), kraftaverkinn sem Elíja gerði (Luk 4:25-27), og minnist á ótal fleiri sögur í G.T. Jafnvel ef við gæfum okkur það að Jesús liti á þessar sögur sem "dæmisögur" (sem er ofboðslega langsótt) eða eitthvað slíkt, þá leit hann amk á sögurnar sem sögur af Guði gefnar, og að boðskapur þeirra væri réttur. Biblían hafði fullt kennivald í hans huga. 

Jesús sagði að þeir sem ekki tryðu Móse, gætu ekki trúað á sig:

45Ætlið eigi að ég muni ákæra yður fyrir föðurnum. Sá sem ákærir yður er Móse og á hann vonið þér. 46Ef þér tryðuð Móse munduð þér líka trúa mér því um mig hefur hann ritað. 47Fyrst þér trúið ekki því sem hann skrifaði, hvernig getið þér þá trúað orðum mínum?


Jóh 5:45-47


Fjallræðan - og "þér hafið heyrt að sagt var, en ég segi yður"


Margir halda að meint "ekki bókstafstrú" Jesú, komi fram í fjallræðunni. Þar telja þeir að hann hafi "afnumið" sum boð Gamla testamenntisins, eins og "auga fyrir auga og tönn fyrir tönn" og "þú skalt hata óvin þinn og elska náunga þinn", og fleiri boð sem hann nefnir. Eru þessi dæmi Jesú stundum kallaðar antíþesurnar (þér hafið heyrt að sagt var... , en ég segir yður... ).

Ef að skiljum Jesú þannig að hann hafi verið að afnema einhver boð í lögmálinu, þá erum við komin í hreina mótsögn við fjölda mörg vers annarsstaðar í guðspjöllunum. Einkum vers í Matteusarguðspjalli. Lang rökréttast er að skilja Jesú þannig að hann sé ekkert að draga úr kennivaldi Gamla testamenntisins, eða segja að þar hafi slæðst inn vitleysur eða mistök. Hann er að útskýra hvernig Gyðingarnir skyldu lögmálið vitlaust, og gagnrýna þeirra eigin hefðir, sem ekki byggjast á lögmálinu. T.d. segir Jesús í Matt 5:43 "þér hafði heyrt að sagt var, þú skalt elska náunga þinn, og hata óvin þinn. En ég segi yður..."  Það stendur hins vegar hvergi í Gamla testamenntinu, eða lögmálinu, að "þú skalt hata óvin þinn". Það er merkilegt að höfundur Matteusarguðspjalls skuli láta Jesú taka þessi orð fyrir, m.a. vegna þess að þó að þessi orð sé ekki að finna í Gamla testamenntinu, þá er þessa hugmynd um að hata óvin sinn að finna í handritunum sem fundust í Kumran hellunum, sem eru gyðingleg handrit frá svipuðum tíma og Jesús var, eða á að hafa verið, uppi.


Í fjallræðunni er Jesús að hvetja menn til að halda lögmálið til hins ýtrasta, og að gera enn betur en þeim beri skylda til skv lögmálinu. Þetta var kallað að byggja varnarmúr umhverfis lögmálið ("hedge around the Torah"), og er og var algengur hugsunarháttur í gyðingdómi. Lögmálið segir ekki drýgja hór = ef þú horfir aldrei á konu í girndarhug, drýgir þú aldrei hór (í fjallræðunni, Matt 5:27-28). Lögmáli segir þú skalt ekki myrða = ef þú reiðist aldrei bróður þínum, muntu ekki fremja morð (í fjallræðunni, Matt 5:21-22). Lögmálið segir ekki vinna rangan eið = ef þú sverð engan eið, þá vinnur þú aldrei rangan eið (í fjallræðunni, Matt 5:33-34) Lögmálið segir auga fyrir auga, tönn fyrir tönn =  Ekki taka of mikið. Ef þú gefur upp rétt þinn, og tekur ekkert, þá hefur þú ekki farið lengra en lögmálið leyfir. (Lögmálið leyfir þér aðeins að taka eitt auga fyrir eitt, og eina tönn fyrir eina. Þú mátt ekki taka meira. Taktu ekkert, og það er öruggt að þú tekur ekki of mikið.)


Þessi hugsunarháttur var mjög algengur í gyðingdómi og gömlum gyðinglegum ritum. T.d. segja gyðingar aldrei nafn Guðs (Jahve/Jehova), til að hindra að þeir brjóti lögmálsboðið um að leggja ekki nafn Guðs við hégóma. Það stendur hvergi í hebresku Biblíunni, "þú skalt ekki nefna nafn Guðs." Engu að síður forðast gyðingar að segja nafnið. Það er bannað að leggja nafn Guðs við hégóma. Með því að segja aldrei nafn Guðs, er öruggt að þú brýtur aldrei gegn banninu um að leggja nafn Guðs við hégóma. Þannig byggja menn varnarmúr umhverfis lögmálið, til að tryggja að menn brjóti ekki reglurnar. Jesús myndi orða þetta svona í fjallræðunni: "Þér hafið heyrt að sagt var, þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma, en ég segi yður, segið aldrei nafn Guðs"

Antíþesurnar, eru engar antíþesur þegar að er gáð, heldur varnarveggur utan um lögmálið, og gagnrýni á rangan skilning og óbiblíulegar hefðir samtímamanna Jesú. Jesús (öllu heldur höfundur Matteusarguðspjalls, sem setur orðin í munn Jesú) hafði ekkert á móti lögmálinu. Hann vildi að það yrði haldið til hins ýtrasta, og helst gott betur.

Skyldar færslur:

En þetta er "bara" Gamla testamenntið?


Enginn heima í Jeríkó

Ég var að lesa eftirfarandi tilvitnun í Ronald S. Hendel, prófessor í hebresku Biblíunni, og gyðinglegum fræðum í "the Departement of Near Eastren studies" í Berkley háskólanum í Kaliforníu

According to the best interpretations of the archaeological evidence, Jericho was destroyed around 1550 B.C.E. and was not settled again until after 1000 B.C.E. But the emergence of Israel dates to around 1200 B.C.E., right in the middle of this 500-year gap. If Joshua and his troops had surrounded Jericho, there would have been nobody home.

Það hefði verið gott að hafa þessi tilvitnun undir höndunum þegar ég skrifaði færsluna Vantrú í eyðimörkinni.


Forgangsröðun

Skólinn og vinnan eru alveg að eyðileggja fyrir mér bloggið. Óþolandi.

 


Skáklist

Ef ég væri staddur á höfuðborgarsvæðinu, þá myndi ég alveg örugglega fara á þessa sýningu í Hafnarhúsinu. Verst að ég er hættur að vinna í Hafnarhúsinu. Ég vann þar fyrir nokkrum árum.

Eilífðin

Elsta dóttir mín, (sem verður 4 ára í júní, eins og kemur fram í færslunni hér fyrir neðan), fer stundum í krakkastarfið hjá Hvítasunnukirkjunni. Þar heyrir hún mörg hugtök og orð, sem hún augljóslega hefur ekki hugmynd um hvað þýða.

Eitt sinn sá hún mig með stóran og mikinn plástur þegar hún var nýlega kominn úr krakkastarfinu. Hún horfði á plásturinn aðdáunar og undrunarfullum augum, og sagði: "Pabbi, þetta er skrítinn plástur að eilífu."


Áreiðanleiki

Elsta dóttir mín, sem verður 4 ára í júní, er að læra um áreiðanleika í leikskólanum. Hún er eitthvað byrjuð að meðtaka merkingu hugtaksins. Einn daginn í síðustu viku kom hún heim úr leikskólanum og sagði við mömmu sína: "Mamma, ef ég bið þig um að gefa mér nammi, og þú gerir það ekki, þá ertu ekki áreiðanleg."

Næsta síða »

Um bloggið

Sindri Guðjónsson

Höfundur

Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson

Ég heiti Sindri! Ég er trúlaus, og blogga hér aðallega um Biblíuna. (Ég er að vísu sem betur fer hættur þessu stússi)

 

Þú getur haft samband: sindri79(a)gmail.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...itvig
  • ...ysyvq
  • ...100_2438

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 2701

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband