26.11.2008 | 11:14
En þetta er "bara" Gamla testamenntið?
Ég las um daginn bloggfærslu um grimmd Gamla testamenntisins. Kristinn maður, sem kallaði sig Jón Bóndi, gerði athugasemd við þessa bloggfærslu og sagði m.a.:
"Sjálfur er ég hættur að taka mikið mark á Gamla testamenntinu (GT), einmitt vegna þess sem þú nefnir og síðan að þetta eru trúarrit gyðinga."
Í athugasemdum á blogginu andmenning.blog.is skrifaði hinn frelsaði Arnar Geir eftirfarandi, í kjölfar þess að Pétur nokkur hafði talið upp einkennilega hluti úr Gamla testamenntinu:
"Pétur, gamla testamenntið er ekki til kristinna manna. Það er spáð fyrir um krist í gamla testamenntinu, en það er fyrst og fremst bók gyðinga."
"Einhver" skrifaði athugasemd við bloggfærslu á blogginu mínu, þar sem ég var að fjalla um eitthvað sem hann kunni ekki að meta úr Gamla testamenntinu. Hann sagði:
"Guð gaf okkur nýtt testament. Það gamla er úr sögunni, svo gleymum því og förum eftir hinu testamennti þar sem Jesús kemur til sögunnar með Guðs náð og miskunn. Er ekki að mestu hér verið að tala um Gamla testamenntið?"
Athugasemdir í þessum dúr má finna víða. Þær lýsa að mínum dómi afar "ókristilegu" viðhorfi til Gamla testamenntisins. Ef til vill ætti ég að segja "hentistefnulegu" viðhorfi. Þetta fólk er fljótt að hafna Gamla testamenntinu, þegar það finnur eitthvað þar sem þeim líkar ekki við. Þegar eitthvað ljótt kemur upp í Gamla testamenntinu, þá er bent á það með hraði, að þetta sé nú trúarbók gyðinga. Þeir sem þetta segja virðast skyndilega gleyma því að "mannakorna öskjurnar" þeirra eru fullar af fallegum versum úr Gamla testamenntinu, sem kristið fólk les sér reglulega til huggunnar og ánægju. (Já, auðvitað eru fullt af fallegum hlutum í Gamla testamenntinu, og að mínum dómi líklega meira af áhugaverðu efni þar en í hinu Nýja testamennti.)
En þeir sem hampa Nýja testamenntinu, en fúlsa við því Gamla, ættu að kynna sér hvað Nýja testamenntið segir um það Gamla.
Bæði Jesús og Postularnir litu á Gamla testamenntið sem innblásið og myndugt orð Guðs:
Matteus 5:17 og 19 - "Ætlið ekki að ég sé kominn ti lað afnema lögmálið eða spámennina". "Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum mun kallast minnstur í himaríki en sá sem heldur þau og kennir mun mikill kallast í himnaríki".
Takið eftir að 19. versið er í framtíð, en ekki fortíð. Þeir sem halda lögmálið og spámennina munu verða miklir í himnaríki.
Matteus 23:2-3 "2Á stóli Móse sitja fræðimenn og farísear. 3Því skuluð þér gera og halda allt sem þeir segja yður en eftir breytni þeirra skuluð þér ekki fara því þeir breyta ekki sem þeir bjóða."
Þegar Jesús gagnrýndi faríseanna og fræðimennina, var hann ekki að gagnrýna kenningar þeirra aðallega, heldur þá staðreynd að þeir voru hræsnarar. Þeir breyttu ekki eins og þeir buðu.
Í Jóhannesi 10:35 segir Jesús um lögmálið: "og ritningin verður ekki felld úr gildi".
Í 2. Tím 3:14-17 segir að Tímóteus hafi frá blautu barnsbeini þekkt heilagar ritningar, og að sérhver ritingin sé innblásin af Guði, og nytsöm til fræðslu, leiðréttingar og menntunar í réttlæti. Ef að Páll skrifaði Tímóteusarbréf, er ljóst að þegar þessi Tímóteus var barn, var Nýja testamenntið ekki til. Páll væri því að tala um Gamla testamenntið, og að sérhver ritning þess sé heilög og innblásin af Guði.
Það er líka hægt að benda á orðin í 2. Pét. 1:20-21 um Ritninguna.
Jesús hóf feril sinn, predikandi fátækum góðar fréttir, lesandi úr Jesaja spámanni (Lúkas 4:16-19). Bæði Filipus (Post 8:28-35) og Apollos (Post 18:24-28) notuðu Gamla testamenntið til að leiða fólk til trúar á Jesú. Postularnir predikuðu Gamla testamenntið. Höfundar Nýja testamenntisins vísa sirka 1600 sinnum í Gamla testamenntið. Þeir gefa sér að orð þess séu innblásin, og nota þau m.a. til að styðja mál sitt í guðfræðilegum rökræðum. Gamla testamenntið var Biblía frumkirkjunnar.
Oft halda menn að Jesús hafi verið látinn taka afstöðu gegn Gamla testamenntinu t.d. í Fjallræðunni. Það byggist á misskilningi. Höfundur Matteusarguðspjalls var mikill Gamla testamenntismaður (sbr. t.d. versin sem ég vísaði í hér að ofan). Ég vísa hér með í seinni hluta athugasemdar númer 15 sem ég skrifaði við færluna "Nytsöm til fræðslu" varðandi fjallræðuna.
Að lokum vil ég beina sésrtaklega sjónum að því sem "Einhver" skrifði um það að náðin og miskunin kæmu til sögunnar með Jesú í Nýja testamenntinu. Ég er ekki viss um að Gyðingar myndu t.d. finnast orð Nýja testamenntisins um að sá sem ekki trúi á Jesú verið kastað í óslökkvandi eld, þar sem ormarnir deyja ekki, og eldurinn slokknar ekki, sérlega miskunsöm. Staðreyndin er sú að megnið af Gamla testamenntinu virðist ekki gera ráð fyrir helvíti. Fólk sem lést fór allt saman bara í gröfin (Sheol). Af því leytinu til er Gamla testamenntið "betra" og raunsærra en það Nýja. Prédikarinn 9:5 segir: Því að þeir sem lifa, vita að þeir eiga að deyja, en hinir dauðu vita ekki neitt og hljóta engin laun framar. Sjá líka t.d. 1. Mós 3:19, Sálmarnir 119:14, Job 34:14, Jer 51:57, og fleiri dæmi.
Eitt af því sem gerir Gamla testamenntið áhugaverðara en það Nýja, fyrir minn smekk, er að trú gyðingana snérist að lang mestu leyti um þennan heim, og guðinn þeirra hafði aðallega áhuga á þessari veröld, og velferð fólks á jörðinni í þessu lífi. Nýja testamenntið snýst að stórum hluta um hjálpræði sem menn hlotnast eftir dauðann, himnaríki eða eilífa refsingu, andaverur himingeimsins, og Krist á himnum. Nýja testamenntið bíður mönnum einkum handanheims verðlaun. Í Gamla testamenntinu tilbáðu menn Guð sem sá fyrst og fremst fyrir þröfum þeirra í þessum heimi. "Hann rekur réttar munaðarleysingjans og ekkjunnar og sýnir aðkomumanninum kærleika og gefur honum fæði og klæði." (5. Mós 10:18) Þar sem þetta líf í þessum heimi er það eina sem við höfum, finnst mér nálgun Gamla testamenntisins áhugaverðari. Gamla testamenntið er "jarðbundnara".
Og eftir öll þessi skrif um Gamla testamenntið, vil ég taka það fram, að mér finnst orðið "Gamla testamenntið" mikið ónefni. Réttara væri að tala um "hebresku Biblíuna". Þegar kristnir menn kalla trúarrit gyðinga "gamla", og sitt trúarrit "nýja", hljóma þeir einum of sjálfumglaðir fyrir minn smekk.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:32 | Facebook
Um bloggið
Sindri Guðjónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Biblían
Frábær og gagnleg heimasíða. Þarna er hægt að lesa bæði nýju þýðinguna, og hina gömlu góðu 1981 þýðingu.
- Hebrew - English Bible
- Biblían Frábær og gagnleg heimasíða. Þarna er hægt að lesa bæði nýju þýðinguna, og hina gömlu góðu 1981 þýðingu.
Bloggvinir
- lexkg
- andres
- alla
- bjolli
- geiragustsson
- gudnim
- godinn
- hjaltirunar
- jevbmaack
- prakkarinn
- rosaadalsteinsdottir
- sigurgeirorri
- nerdumdigitalis
- truryni
- styrmirh
- svanurmd
- stormsker
- vefritid
- postdoc
- fsfi
- axelpetur
- gattin
- brandarar
- eyglohjaltalin
- hleskogar
- ljonas
- andmenning
- kt
- durban2
- sviss
- hvala
- svenni
- nordurljos1
- vest1
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Seinni hluti athugasemdar 15 við færsluna Nytsöm til fræðslu var svona:
Varðandi fjallræðuna og antíþesurnar (þér hafið heyrt að sagt var... , en ég segir yður... ), þá er best að skilja Jesú þannig að hann sé ekkert að draga úr kennivaldi Gamla testamenntisins, eða segja að þar hafi slæðst inn vitleysur eða mistök. Hann er að útskýra hvernig Gyðingarnir skylja lögmálið vitlaust, og gagnrýna þeirra eigin hefðir, sem ekki byggjast á lögmálinu. T.d. segir Jesús í Matt 5:34 "þér hafði heyrt að sagt var, þú skalt elska náunga þinn, og hata óvin þinn." Það stendur hins vegar hvergi í Gamla testamenntinu, eða lögmálinu, að "þú skalt hata óvin þinn". Hins vegar er þessa hugmynd að finna í handritunum sem fundust í Kumran hellunum t.d.
Jesús er að hvetja menn til að halda lögmálið til hins ýtrasta, og að gera enn betur en þeim ber skylda til skv lögmálinu. Þetta var kallað að byggja varnarmúr umhverfis lögmálið ("hedge around the Torah"), og er og var mjög algengur hugsunarháttur í gyðingdómi. Lögmálið segir ekki drýgja hór = ef þú horfir aldrei í konu í girndarhug, drýgir þú aldrei hór. Lögmáli segir þú skalt ekki myrða = ef þú reiðist aldrei bróður þínum, muntu ekki fremja morð. Lögmálið segir ekki vinna rangan eið = ef þú sverð engan eið, þá vinnur þú aldrei rangan eið. Lögmálið segir auga fyrir auga, tönn fyrir tönn = gefðu frekar upp rétt þinn og vertu barn föður þíns á himnum, (þá ferðu ekki of langt). Þessi hugsunarháttur var mjög algengur í gyðingdómi og gömlum gyðinglegum ritum. T.d. segja gyðingar aldrei nafn Guðs, til að hindra að þeir brjóti lögmálsboðið um að leggja ekki nafn Guðs við hégóma. Ef þú segir aldrei nafn Guðs, er öruggt að þú brýtur aldrei þetta boðroð. (Fullt af svona dæmum í gyðinglegum ritum rabbíana. Kallað "hedge around the Torah", varnarveggur utan um lögmálið, eins og ég sagði áður). Antíþesurnar, eru engar antíþesur þegar að er gáð, heldur varnarveggur utan um lögmálið, og gagnrýni á rangan skilning og óbiblíulegar hefðir samtímamanna Jesúsar. Jesús (öllu heldur höfundur Matteusarguðspjalls, sem setur orðin í munn Jesúsar) hafði ekkert á móti lögmálinu.
Sindri Guðjónsson, 26.11.2008 kl. 11:21
Það er einfaldlega ekki hægt að útiloka GT, hinsvegar er hægt að útiloka mannasetningar í því, viðbætur við lögin sem Sadúkear voru á móti, svo dæmi sé tekið. Allt þetta þarf vitanlega að skoða í sögulegu samhengi líka. En GT er hluti af okkar helga riti og þar er yndislegt efni að finna, og þegar maður les það nýja, þá er oft vitnað beint í GT eða "cross ref" í það gamla. Ég er ekki sammála þér um að NT sé aðallega efni sem tengist hvað skeður eftir dauðan, heldur er það um hvernig við eigum að lifa, vera lifandi í trú, lifandi í þessu lífi sem Guð gaf okkur. "Fórnin" er Jesú hið helga lamb, eins og þú veist þá var lambi fórnar í GT til þess að taka á sig syndir Gyðinga, blóð lambsins huldi syndir þeirra. Jesú kom og fyrir hans náð er ekki lengur þörf á þessari fórn, en, það er þörf fyrir okkur að lifa lífi okkar eftir hans leiðb, hafna syndugu líferni, hugsunarhætti, etc...þessar leiðb sem má finna í NT leiða til lífs EKKI DAUÐA.
Takk fyrir mig.
Linda
Linda, 26.11.2008 kl. 15:32
Flottur pistill að vanda Sindri.
Mér finnst alltaf svo merkilegt hvað fólk er tilbúið að hampa því sem hljómar vel og hentar því í Biblíunni, en lítur á hitt sem ekki hentar sem því óviðkomandi af einhverjum ástæðum, sem oft eru frekar handahófskenndar.
Gaman að þessu.
mbk,
Kristinn Theódórsson, 26.11.2008 kl. 17:00
he he Markíon ftw
Jakob (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 23:00
Jakob, nákvæmlega!
Sindri Guðjónsson, 27.11.2008 kl. 09:44
Linda skrifaði:
Já, en verðmætustu verðlaunin eru væntanlega þau eilfíu, en ekki þau tímanlegu. "Lífið er mér Kristur, og dauðinn ávinningur". Nýja testamenntið beinir sjónum sínum út fyrir þennan náttúrulega heim í meira mæli en Gamla testamenntið.
Kristinn. Takk!
Sindri Guðjónsson, 27.11.2008 kl. 09:47
Jakob, annars getur skammstöfunin ftw þýtt svo margt. Hvað áttir þú við með henni?
Sindri Guðjónsson, 27.11.2008 kl. 10:33
Má ég koma með tillögu að pistli?
Mig langar dálítið að fá góða greiningu á hugmyndinni um helvíti í GT og NT og samanburð á viðhorfi kaþólikka og t.d. aðventista á því fyrirbrigði.
Gehenna, Sheol, Hades og allt þetta moð sem ýmist er fengið að láni úr heiðni, er dalur á jörðinni eða er neðanjarðar.
Svo tekst mönnum (guðfræðingum) að telja sér trú um að þeir séu að segja eitthvað af viti þegar þeir t.d. eru að draga ályktanir um eðli loganna í helvíti, að þeir séu óslökkvandi, en ekki endilega eilífir, eða eilífir og óslökkvandi og svo framvegis.
Þú ert nú maður í að salta þetta málefni er það ekki :)
mbk,
Kristinn Theódórsson, 27.11.2008 kl. 11:04
ftw = fer til Wisconsin, fagnar trúuðum witsmunum (ég hefði getað skrifað witleysingum líka), flottur tréwizard... svo margt!
En ég held hann meini "for the win" semsagt "flottur"
Rebekka, 27.11.2008 kl. 11:05
Kristinn, ég byrjaði einu sinni akkúrat á svoleiðis pistli, en nennti ekki að klára hann! Þetta er engu að síður afar áhugavert efni. Þessi áskorun hlýtur að verða til þess að ég hafi mig í að klára það dæmi.
Takk fyrir þetta Rödd skynseminnar. Ég var reyndar búinn að gúgla hvað ftw þýðir, og sá að "for the win" er algengast. Ég hangi greinilega ekki á réttum spjallborðum.
Ég man að á heimasíðum pólitískra róttæklinga í gamladaga þýddi ftw "fucked the world". Var að spá í hvort að Jakob þætti Markíon hafa "fokkað" upp heiminum. Markíón (frá 2.öld) taldi ekki að Jahve, guð hebresku Biblíunnar væri Guð. Hann trúði engu að síður á Jesú. Hann vildi hins vegar ekki sjá hebresku Biblíuna, og vildi einungis nota sumar af þeim bókum sem eru í N.T., eins og einhver af Pálsbréfunum, og sína eigin útgáfa af Lúkasarguðspjalli, og sitthvað fleira. Það viðhorf sem birtist í tilvitnunum þremur í færslunni, er hálfgerður neó-markíonismi, þ.e. að hafna hebresku Biblíunni. Jakob hitti því naglann á höfuðið með því að minnast á Markíón.
Sindri Guðjónsson, 27.11.2008 kl. 14:26
Það má alveg segja að Lk sé útgáfa af guðspjalli Markíons. ;)
Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.11.2008 kl. 21:00
Átti að vera: ..alveg eins segja..
Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.11.2008 kl. 21:01
Jú örugglega. :-) Er Robert M. Price búinn að fjalla eitthvað um það atriði?
Sindri Guðjónsson, 28.11.2008 kl. 21:15
Ef þú kíkir á svörin hans hérna og Did Marcion use Mark? þá minnir mig að hann ræði um þetta. Annars minnir mig að hann telji guðspjallið ekki vera frá honum komið, heldur eftirmönnum hans.
Annars hef ég lesið þessa bók, sem mig minnir að Price hafi mælt með, þar er aðalatriðið að atriði í Postulasögunni og Lk séu best skilin sem viðbrögð við Markíonisma. Höfundurinn telur líklegast að Lk og guðspjall Markíons byggi á sama guðspjallinu, sem mér finnst líka sennilegt.
S.s
Markús -> "Ur-Lukas->Markíon og Lúkasarguðspjall.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.11.2008 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.