Sálmur 29 og þrumuguðinn Bal

Sálmur 29 hefst á orðunum: "Tjáið Drottni vegsemd, þér guðasynir". Þessi setning er fyrsta vísbendingin sem hefur leitt marga Gamlatestamenntisfræðinga (H. L. Ginsberg, Moshe Held, Mitchell Dahood, Theodore Gaster, o.fl.) til að telja að sálmurinn sé þýðing á kanverskum sálmi sem skrifaður var á tungumálinu Ugarit, til heiðurs storm og þrumuguðinum Bal. Vers 3-5 segja t.d. að raust Drottins hljómi yfir vötnunum (reiðarþruma er birtir vald skaparans og dýrð stendur neðanmáls í nýju þýðingunni), að Guð láti þrumur dynja, að raust hans hljómi með krafti, að raust hans brjóti sedrustré, o.s.frv. Fræðingarnir telja að upprunalega hafi verið ort um raust strom/þrumuguðsins Bals, en ljóðið hafi verið aðlagað að trúarhugmyndum Hebrea og Jahve hafi leyst Bal af hólmi, þegar það var þýtt og gert að sálminum, sem nú er Sálmur 29 í Biblíunni. Fundist hafa kanversk Balsdýrkunar ljóða handrit þar sem orðalagið og setningar eru eins, eða mjög líkar, og margt sem er að finna í Sálmi 29. Handritin eru nokkrum öldum eldri en elstu bækur Biblíunnar. (The Book of Psalms, Robert Alter, bls 98. Robert Alter telur sjálfur að Sálmur 29 sé "bara" undir áhrifum frá kanverskum ljóðum um Bal, en ekki beinlínis þýðing, en hann nefnir Ginsberg, Held, Dahood, og Gaster sem dæmi um menn sem telja að sálmurinn sé meira og minna alveg bein þýðing á kanverkum Balsdýrkunarsálmi. Ég veit um fleiri sem eru á sömu skoðun og fræðimennirnir fjórir sem Alter nefnir, t.d. Gerald A. Larue).

Ugarit var kanverskt borgríki, sem tilbað marga guði. Bal var þeirra á meðal, og einnig guðirnir El-shaddai, Eljón, El-Beríð, og fleiri, þar á meðal var hún Aserah, sem Hebrear töldu vera konu Jahve, sbr áletranir sem fundist hafa frá árunum 850-750 fyrir okkar tímatal, en hún var tilbeðin sem kona Jahve amk fram að 3 öld fyrir okkar tímatal.  

Nöfnin Eljón og El-shaddai koma víða fyrir í Biblíunni, og voru tekin upp sem ein af mörgum nöfnum Jahve, Guðs hebreanna. Hér eru dæmi: 5. Mós 32:8 "Þá er hinn hæsti (Eljón á hebresku) skipti óðulum meðal þjóðanna" eða frekar eins og Nýja þýðingin segir "Þegar Hinn hæsti (Eljón) fékk guðunum þjóðirnar". Í 2. Mós 6:3 "Ég birtist þeim Abraham, Ísak, og Jakobi sem almáttugur Guð (El-shaddai)..."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Er "hið heilaga orð" bara ritstuldur eftir allt saman?

Sveinn Arnarsson, 8.7.2008 kl. 21:56

2 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Það voru engin höfundaréttarlög brotin, og þetta hefði ekki þótt neitt siferðislega ámælisvert á þessum tíma. Menn vildu bara nota þennan sálm til að syngja um Jahve, og breyttu honum til að hann væri ekki lengur um Bal, og svo er hann tekinn inn í hebreska sálmasafnið. (eitthvað svoleiðis dæmi). Allaveganna er Sálmur 29 "innblásinn"!

Sindri Guðjónsson, 9.7.2008 kl. 01:41

3 identicon

Er bara ekki hægt að trúa á Guð og Jesús þarf svona mikinn fróðleik.

Einvher (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 01:35

4 identicon

Trú er trú. Trú er ekki vissa. Trú er það sem vona skal. Þar sem vísundunum  sleppir þar tekur trúin við, "sagði einhver". En Guð skapaði  þá sem búa til vísindin. Guð er allstaðar, já líka hér. Guð gaf okkur nýtt testamemt. það gamla er úr sögunni, svo gleymum því og förum eftir hinu testamenti þar sem Jesús kemur til sögunnar með Guðs náð og miskunn. Er ekki að mestu hér verið að fjalla um Gamla Testamentið?

Einhver (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 01:57

5 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Einhver segir að trú sé ekki vissa. Einhver er þar af leiðandi ekki sammála Hebreabréfinu: "Trúin er fullvissa um það sem menn vona, sannfæring um þá hluti sem eigi er auðið að sjá" (Heb 11:1)

Sindri Guðjónsson, 13.7.2008 kl. 06:59

6 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Svo það fari ekki á milli mála fyrir Einhvern, þá er Hebreabréfið í Nýja testamenntinu.

Hér eru annars einhverjar færslur um Nýja testamenntið fyrir Einhvern:

Í Betlehem er barn oss fætt

Hvað hét fósturafi Jesú(sar)

Uppstigningardagur

Allir geta gert mannleg mistök

Sá yðar sem syndlaus er

Lýst er eftir týndum Biblíuversum

Svo eru dæmi um færslur sem í raun eru um bæði testamenntin, eins og "Hann mátti ekki vera í söfnuði Drottins að eilífu".

Einhver ætti svo að lesa orð Jesú um Gamla testamenntið. Jesús leit þannig á að það hefði fullt kennivald, og einnig höfundar bóka Nýja testamenntisins, sem vitna í það fram og til baka máli sínu til stuðnings. "Sérhver ritning er innblásin af Guði og nytsöm til fræðslu..."

Sindri Guðjónsson, 13.7.2008 kl. 07:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Guðjónsson

Höfundur

Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson

Ég heiti Sindri! Ég er trúlaus, og blogga hér aðallega um Biblíuna. (Ég er að vísu sem betur fer hættur þessu stússi)

 

Þú getur haft samband: sindri79(a)gmail.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...itvig
  • ...ysyvq
  • ...100_2438

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 2701

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband