Síðasti séns til að kaupa harðfisk

Kristnir næstumþvíbókstafstrúarmenn hafa nú árum saman bent okkur á að heimsendir sé á allra næstu grösum. Til dæmis hafa Hvítasunnumenn frá upphafi lagt áherslu á að síðustu tímar væru runnir upp. Margar keimlíkar trúarhreyfingar segja það sama.

Ég hef oft hlustað á Vörð Leví Traustason, þann ljómandi fína mann, forstöðumann Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu, og föður Hvítasunnuhreyfingarinnar á Íslandi, predika. Í ræðunum hefur komið fram, að þegar hann var barn eða unglingur, hafi mikil áhersla verið á það að Jesús kæmi bráðum aftur í Hvítasunnuhreyfingunni. Burthrifningin væri rétt handan við hornið. Það er ekki langt síðan forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri sagði að menn hefðu 3-5 ár til að gera iðrun og hlýða fagnaðarerindinu. 

Þegar ég byrjaði í "bransanum" árið 1993, töldu menn líklegt að Jesús væri alveg að fara að koma aftur. Ég man reyndar sérstaklega eftir predikunum um það í Krossinum, en líka annarsstaðar. Ég reiknaði t.d. ekki með því að verða nokkurntímann afi. Margir töldu líklegt að Jesús kæmi í kringum árið 2000. Enda skapaði Guð heiminn á 6 dögum, og hvíldi sig sjöunda daginn. Í kringum árið 2000 væru um 6000 ár síðan heimurinn var skapaður, og þúsund ára ríkið yrði hvíldartími, líkt og sjöundi dagurinn, og að þeim tíma liðnum 7000 ár liðin frá sköpun heimsins. (Þeir sem vita ekki hvað "þúsundára ríkið" og Burthrifningin ("rapture" á ensku) eru geta lesið um þessu hugtök í upphafi þessarar færslu hér.)

Endatímapredikanir hafa hljómað alveg síðan Hvítasunnuhreyfingin hófst með vakningunni í Asúsastræti árið 1906. Endirinn hefur verið rétt handan við hornið allar götur síðan. Ég las eitt sinn bók eftir fyrrverandi Hvítasunnupredikara og tónlistarmann (eða "lofgjörðarleiðtoga", til að nota lingó hvítasunnumanna), þar sem hann fjallaði um það hvernig hann horfið á gömul riðguð skilti, þegar hann var yngri, um að Jesús væri alveg að fara koma aftur. 

Bækur á borð við "88 reasons why the rapture will be in 1988" voru metsölubækur sem milljónir hvítasunnumanna keyptu árið 1988. Árið eftir kom út bókin "89 reasons why the rapture will be in 1989". Aftur metsölubók. Endatíma predikarar á borð við Hal Lindsey hafa verið gríðarlega vinsælir, og flestir evangelískir næstumþvíbókstafstrúaðir hafa séð myndirnar "Left Behind", sem fjalla um fólk sem skilið var eftir þegar burthrifningin átti sér, og aðstæðum og atburðum endatímanna, sem voru rétt handan við hornið, lýst, í samræmi við meinta spádóma Biblíunnar. 

Brian D. McLaren, sem er fyrrverandi evangelískur næstumþvíbókstafstrúar predikari, og núverandi ekki bókstafstrúaður frjálslyndur predikari, segir í skemmtilegri bók sinni "Generous Orthodoxy", bls 159-160:

Back in the 1960s, we "knew" the Bible taught that the world would end within about 25 years...oops. We also "knew" from the Bible that it would end through a conflict between the United States/Israel representing God versus the Soviet Union/China representing the devil. Oops again.

Menn hafa ekkert lært af reynslunni. Trúarleiðtogar, og hundruð milljóna sem fylgja þeim, eru þess fullvissir, að núverandi kreppa sé upphafið að endinum. Síðustu tímar eru komir. Aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki neinn skortur á sjálfselskum fávitum á jörðinni okkar :)

DoctorE (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 12:42

2 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Já, en ég er nú ekki viss um að allir dómsdagspredikararnir séu sjálfselskari en annað fólk. Sumir, aðrir ekki. Margir þeirra eru bara að predika það sem þeir hafa numið frá barnæsku, og vilja vel. :-)

Sindri Guðjónsson, 23.2.2009 kl. 12:53

3 Smámynd: Rebekka

Næsta stóra heimsendaártal er víst 2012 (fyrst að LHC tókst ekki að mynda risasvarthol og kála okkur öllum, bömmer?),  ég hlakka strax til ársins 2013, þegar næsti heimsendir verður tilkynntur....  og svo næsti, og svo næsti.

Það er örugglega hægt að græða helling á svona heimsendaspám!

Rebekka, 23.2.2009 kl. 16:21

4 identicon

2012 er þó heimsendaártal new age fólks skilst mér. Tengist dagatali indjána í suður ameríku.

. (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 22:12

5 identicon

Ég fylgdi linknum hér fyrir ofan og las vitnisburð konunnar sem var í Morning star, kirkju Rick Joyner.  Mér sýnist það sem átti sér stað í Frelsinu vera smábarnaleikur miðað við það sem þar fer fram.

Ég las The Final Quest á sínum tíma og mér varð óglatt af að lesa hana og hugsaði með mér þvílík martröð það væri ef hin kristna barátta væri eitthvað í líkingu við þetta rugl.  Í fyrsta lagi þá þurfti maður að fara í gegnum mörg stig helgunar til að komast eitthvað andlega séð og geta nálgast Jesú.  Svo voru lýsingarnar þannig að meirihluti kirkju Krists væri svo andlega veikur og að djöfullinn hefði öll völd.  Kirkjan átti að vera að bera djöflana á bakinu á sér, alveg að sligast.  En Rick Joyner sjálfur var auðvitað búinn að fara í gegnum öll stig helgunar og komst á toppinn á fjallinu og hitti engla og Jesú, og væntanlega allir sem fylgja hans kenningum. 

Ef hann hefði sagt þetta vera vísindaskáldsögu þá hefði maður getað hlegið að vitleysunni en hann sagði þetta vera sannleika sem væri byggður á hans eigin opinberunum.  Maðurinn er með Messíasarkomplexinn á háu stigi og er snarruglaður auk þess sem hann sér nornir og djöfla í öllum hornum.  Úff!!!

Heiðrún (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 13:16

6 Smámynd: Sindri Guðjónsson

The Final Quest var í algjöru uppáhaldi hjá mér. Fannst hún æði.

Ég held annars að Kærleikurinn sé í svona Rick Joyner pakka einhverjum, án þess að ég þekki mjög vel til þar. Hef séð þá auglýsa predikara sem koma úr sama hóp og sömu línu og Joyner.

Sindri Guðjónsson, 24.2.2009 kl. 13:28

7 Smámynd: Sindri Guðjónsson

En það eru miklu, miklu, miklu, fleiri karismatískir og hvítasunnuleiðtogar en Joyner að tengja þessa kreppu saman við einhverjar endatíma pælingar.

Sindri Guðjónsson, 24.2.2009 kl. 13:29

8 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Ég var að lesa þennan vitnisburð sem þú varst að tala um Heiðrún, og mér finnst sumt við hann soltið ótrúlegt. Ég hef nokkrum sinnum hlustað á Joyner predika, og það var ekkert nema endalausar Biblíutilvitnanir. Hún segir að Biblían hafi verið svo gott sem bönnuð í söfnuðinum, og aldrei hafi verið lesið úr henni.

Sindri Guðjónsson, 24.2.2009 kl. 13:45

9 identicon

Já ég hef svo sem alltaf haft gaman að endatímapælingum en veit samt um nokkra kristna sem verða hræddir og taka mikið mark á svona pælingum.  En mér sýnast opinberanir Joyner vera mjög mannlegar.  Hann fer svolítið á flug og sér fyrir sér að í þúsund ára ríkinu munu menn tala við dýr, notast nær eingöngu við sólarorkuna og ferðast um geiminn.  Hann sá svo fyrir sér að McCain hefði verið kandídad Guðs sem forseti Bandaríkjanna, alveg dæmigert fyrir kristna í Bandaríkjunum. 

Heiðrún (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 13:56

10 identicon

Já það er auðvitað þannig með alla vitnisburði að maður verður að taka þeim með fyrirvara.  En ég viðurkenni þó að hafa fengið netta gæsahúð.  Ég kannast sjálf allt of vel við allt of margt þarna og þess vegna trúi ég henni.  Það er samt ótrúlegt að Biblían hafi verið lítið notuð miðað við mína reynslu.  En lýsingarnar af andlegu upplifununum, fíkninni í spádómsorð.  Allir eru með svo stórkostlega köllun hér á jörð að það hálfa væri nóg.  Spádómarnir allir jákvæðir.: öllum þykir gaman að fá jákvæða spádóma.  Keppnin um hver er andlegri og heyrir betur og er kominn lengra.  Þetta sá maður, sérstaklega í Ameríku.  Virðingin fyrir leiðtoganum Rick Joyner er ekki heilbrigð, þeir sem gagnrýna eru nornir eða með Jezebel anda o.s.frv.  Það má aldrei gagnrýna svona menn.  Og svo staðurinn sem átti að byggja í fjallinu en konan fann ekki.  Hún fann bara einkahúsnæði Joyners.  Það væri gaman að vita hvort þetta sé rétt hjá henni.  Þá hefur hann verið að safna peningum og þræla út mönnunum í kirkjunni til þess að byggja upp eigin hús.  Þetta hljómar kunnuglega.

Heiðrún (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 14:10

11 Smámynd: Sigurður Rósant

Já, það er erfitt að áætla lendingu Jesú miðað við túlkanir Hvítasunnumanna, SD-Aðventista, Votta Jehóva og fleiri söfnuða sem boða endurkomuna margumræddu. En nú ættum við að sjá þá hverfa einn af öðrum ef þeir túlka þessa kreppu augljós merki um þrengingartímana sem vara eiga um 3 og hálft ár að mig minnir.

Það er í sjálfu sér merkilegt rannsóknarefni næstu árhundruðin hvað í ósköpunum gat orðið þess valdandi að menn trúðu svona stíft á þessa skemmtilegu, spennandi en hrollvekjandi spádóma.

Ég held að þarna sé sökina að finna í starfsemi heilans. Hann einfaldlega vinnur svona úr lífsreynslu manna. Við kunnum ekki að bregðast við því eins og er.

Sigurður Rósant, 26.2.2009 kl. 19:51

12 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Sæll Sigurður! Gaman að sjá þig. Ég var farinn að sakna þín. Ég fór að hugsa til þín þegar ég skrifaði nokkrar færslur um skák um daginn, þar sem þú ert einn af fáum lesendum mínum sem ég veit að teflir stundum:

http://sindri79.blog.is/blog/sindri79/entry/805275/

Sindri Guðjónsson, 26.2.2009 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Guðjónsson

Höfundur

Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson

Ég heiti Sindri! Ég er trúlaus, og blogga hér aðallega um Biblíuna. (Ég er að vísu sem betur fer hættur þessu stússi)

 

Þú getur haft samband: sindri79(a)gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...itvig
  • ...ysyvq
  • ...100_2438

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband