Skák er erfið...

Þeir sem ekki æfa og keppa reglulega í skák eiga örugglega erfitt með að ímynda sér hversu erfiðar alvöru kappskákir í alvöru mótum, gegn vel æfðum andstæðingi, eru.

Ég er að keppa á Skákþingi Akureyrar, og þriðja umferð fór fram í gær. Skákin tók rúmlega þrjá og hálfan klukkutíma. Á þessum tíma þurfti ég að reikna hundruð leikjaraða langt fram í tímann, og velta hinu og þessu fyrir mér. Taugarnar voru gersamlega þandar á meðan. Hjartað barðist. Ég mátti alls ekki tapa fyrir aðila með 200 elóstigum minna en ég. Maður verður að vera gersamlega á tánum allan tímann. Einbeitingarskortur í eitt augnablik getur eyðilagt alla skákina. Ég man enn eftir skák á Íslandsmóti skákfélaga, þar sem ég hafði með mikilli elju byggt upp unna stöðu á þremur klukkutímum, þrátt fyrir að andstæðingurinn hafði ekki gert nein afgerandi mistök. Frábær taflmenska af minni hálfu. Eitt augnablik leyfði ég mér að leika eftir litla umhugsun. Leikurinn leit vel út á yfirborðinu, en í kjölfar hans gat andstæðingurinn gert glæsilegan leik, sem færði honum betri stöðu á silfur fati. Öll vinnan var farinn fyrir bý. Ég tapaði. Keyrði heim dapur. Sem betur fer hélt ég haus í gær.

Ég hef æft ýmsar íþróttir, t.d. fótbolta og körfubolta. Ég hætti í fótbolta í 2. flokki, en ég man vel hvernig manni leið eftir 90. mín. leik á stórum velli á Íslandsmóti. Maður varð þreyttur. En þreytan jafnaðist ekki á bensínleysið og þreytuna eftir erfiða kappskák.  Höfuðið er gersamlega soðið. Fremstu skákmenn heims, sem flestir eru talsvert yngri en ég, leggja yfirleitt mikla áherslu á líkamlega þol þjálfun. Það hjálpar höfðinu að höndla kappskákirnar. Þetta atriði hef ég vanrækt.

Þegar ég kom heim í gær var höfuðið algerlega útbrunnið. Petra sagði: "Sindri, farðu út í búð og kauptu kók og rauðkál". Mitt steikta höfuðið heyrði hins vegar þessi orð hér: "Sindri, farðu út í búð og kauptu kók og rautt kók". Ég fór út í búð og keypti Coca Cola Light, og venjulegt Coca Cola. Þegar ég kom heim bar Petra matinn á borðið og spurði: "Hvar er rauðkálið?". "Ha!? Átti ég að kaupa rauðkál?", svaraði ég.

Eftir matinn ákvað ég að fara og setja bensín á bílinn. Bensínljósið var búið að loga lengi. Ég keyrði niður í Olís, og lagði bílnum í bílastæði fyrir utan benstínstöðina, og gekk inn. Þegar inn var komið, áttaði minn hægi haus sig á því, að ég var hingað kominn til að taka bensín, en ekki til að kaupa pylsu, enda var ég ekkert svangur. Ég fer því aftur út, og tek minn litla, sparneyttna, fólksbíl, og legg honum við hliðina á bensíndælu 2. Þegar ég var búinn að dæla fyrir 2500 kall, þá nennti ég ekki að dæla meira. Ég fer inn til að borga, og segi við afgreiðslu stúlkuna. "Gott kvöld, ég var að taka bensín á dælu tvö". Afgreiðslu stúlkan svaraði: "Nei, þú varst að taka dísel".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebekka

Skák er hörkuíþrótt fyrir heilann, og alls ekkert grín.  Get vel trúað að maður verði útkeyrður eftir keppnir, ég hef jafnvel heyrt að sumir léttist meira að segja þegar þeir keppa í skák!  Heilinn og taugakerfið þurfa nú alveg gríðarlega orku dagsdaglega (hef lesið að heilinn sé orkufrekasta líffærið), hvað þá þegar verið er að reyna á hugsanagetuna...

Gott að þú vannst skákina, en leitt með bílinn

Rebekka, 3.2.2009 kl. 11:31

2 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Takk fyrir það! :-)

Þess má reyndar geta, að í ljós kom að ég hafði ekki sett dísel á bílinn, heldur ruglast á dælunúmerum. Sá sem var á dælu 2 setti dísel á bílinn sinn, ég var á einhverri allt annarri dælu. 

Sindri Guðjónsson, 3.2.2009 kl. 14:34

3 Smámynd: Sindri Guðjónsson

En var einhvernveginn búinn að bíta það í minn ringlaða haus, að ég væri á dælu 2.

Sindri Guðjónsson, 3.2.2009 kl. 14:35

4 identicon

Ekki nenni ég nú oft að lesa bloggið þitt Sindri minn, og ástæðuna veist þú manna best og ætti ég ekki að þurfa að segja að við erum á sitthvorum pólnum hvað trú okkar varðar og ekki ætla ég að tjá mig nánar um það.

Hitt er svo annað mál að þessi færsla er bara snilld og tengdamóðir þín, hún ég, grenjaði úr hlátri.  Þarna sá ég fyrir mér tengdasonin sem getur verið svo utan við sig að hreint með ólíkindum er á stundum    og er þetta ekki illa meint, það veistu.  Bara drepfyndið. 

Veit ég að lambasteikin hefur verið góð, þrátt fyrir að rauðkálið vantaði.  Þið voruð jú með rautt kók, það bjargar miklu. :)

En lestur þessi hleypti miklu endorfíni um kjötstykkið "mig" þannig að nú get ég haldið áfram lestrinum langt fram á nótt, próf í skattarétti á morgun. 

Því fær enginn breytt að ávallt bið ég Guð að geyma ykkur, blessa og varðveita.

Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Guðjónsson

Höfundur

Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson

Ég heiti Sindri! Ég er trúlaus, og blogga hér aðallega um Biblíuna. (Ég er að vísu sem betur fer hættur þessu stússi)

 

Þú getur haft samband: sindri79(a)gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...itvig
  • ...ysyvq
  • ...100_2438

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband