Pólitísk átök í Biblíunni

Í 2. Konungabók 9:6-10 er Jehú smurður til konungsdóms, og fær orð frá Guði, þar sem Guð segir meðal annars: „Svo segir Drottinn, Guð Ísraels: Ég smyr þig til konungs yfir lýð Drottins, yfir Ísrael. Þú átt að eyða ætt Akabs, húsbónda þíns... Öll ætt Akabs skal upprætt.“

Í 2. Konungabók 10:30, hrósar Guð Jehú sérstaklega fyrir að drepa ætt Akabs, og verðlaunar hann með loforði um að hann og synir hans muni ríkja sem konungar í Ísrael í fjóra ættliði: „Af því að þú hefur gert það sem rétt er í augum mínum og hefur farið með ætt Akabs í öllu að vilja mínum skulu synir þínir sitja á hásæti Ísraels í fjóra ættliði.“

Í Hósea 1:4 er Jehú Ísraelskonungur aftur á móti fordæmdur fyrir að hafa eytt ætt Akabs forvera síns. Hósea flytur honum spádóm frá Guði þar sem Guð segist ætla að refsa Jehú fyrir þetta blóðbað og binda enda á konungdæmi Ísraelsmanna.

Höfundar Hóseabókar og 2. Konungabókar voru augljóslega ekki skoðannabræður hvað varðar stjórnmál Ísraelsmanna og segjast báðir flytja orð beint frá Guði.

Ýmsir kristnir menn hafa lagt á sig mikið erfiði til að samræma þetta misræmi. Hér er dæmi um orðaskipti um þetta atriði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alveg stórskemmtilegt og að mínu mati mjög vandað blogg hjá þér, herra Sindri Guðjónsson.  Þakka þér fyrir að halda þessu úti fyrir hvern sem er að glugga í.

Ég læt það ógert að tjá mig nokkuð um innihald pistla þinna þar sem ég á ekki nokkra von á að hafa neinu við að bæta, eins viðamikil og þín þekking virðist vera á skemmtilegu málefni. Ég les þó af áhuga.

Ein spurning til gamans, sem þér finnst vonandi ekki ósmekkleg, ég biðst velvirðingar ef svo er:

Nokkrir trúaðir hafa í athugasemdum á blogginu syrgt brottfall þitt úr sínum röðum. Ég hjó eftir því að einhver sagði þér í tvígang að Guð elski þig og þú bentir á ákveðna heimasíðu í framhaldi um það mál.

Nú segir einhverstaðar í NT (Mark 3:28-29 og Matthew 12:30-32) að hafni maður tilvist Guðs sé maður búinn að fremja synd sem verði ekki aftur tekin. Ég veit reyndar ekkert hvort þú hafnar tilvist Guðs, en þú hlýtur að fara ansi nálægt með því að afneita Biblíunni. Elskar Guð þig, samkvæmt Biblíuskilningi þinum, núna þegar þú hafnar Biblíunni sem orði hans og elskaði hann þig þegar þú varst trúmaður, óháð því hvernig þú hagaðir lífi þínu að öðru leyti?

Kristinn (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 22:18

2 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Syndin sem þú ert að tala um í þessum versum er að lastmæla Heilögum anda. Sú synd er ekki sú sama og að hafna tilvist Guðs (eða tilvists Heilags anda), heldur frekar það að eigna illum öndum verk Heilags anda. Farísear höfðu sagt „Þessi maður rekur ekki út illa anda nema með fulltingi Beelsebúls, höfðingja illra anda.“ (Matt 2:24) Jesús svarar með því að segjast reka illa anda út með Heilögum anda, og segir svo í versi 31: "Þess vegna segi ég yður: Hver synd og guðlöstun verður mönnum fyrirgefin en guðlast gegn andanum verður ekki fyrirgefið". Þegar þetta er skoðað í samhengi sést um hvað málið snýst. Þess vegna skil ég ekki hvað þessi "blasphemy challenge" snýst um (ef þú hefur heyrt um það).

Hvort að Guð elski mig er ekki mjög praktísk spurning, þar sem hann er ekki til. Skv því sem all flestir kristnir menn í dag segja elskar hann mig ennþá auðvitað. Höfundar bóka Biblíunnar eru hins vegar margir, og hafa ekkert einsleit svör við þeirri spurningu hvort að Guð elski trúleysingja.

Sindri Guðjónsson, 11.6.2008 kl. 23:13

3 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Já og takk fyrir hórsið!

Sindri Guðjónsson, 11.6.2008 kl. 23:15

4 Smámynd: Sindri Guðjónsson

þetta átti að vera "hrósið" ekki "hórsið"

Sindri Guðjónsson, 11.6.2008 kl. 23:25

5 identicon

Sæll og takk fyrir svarið.

Ég hef heyrt um blaspheme challenge, og hafði þá áskorun að hluta til í huga, eins og þú gast þér til um. Til þess að blaspheme challenge gangi upp, eins og til er ætlast, þurfa menn s.s. að eigna t.d. sköpun heimsins anda að eigin vali í stað Heilögum anda, til að endanlega sé búið að loka Gullna hliðinu fyrir þeim.

Liggur ekki í þeim orðum að fólk sem tilbiður aðra guði og þakkar þeim tilvist heimsins sé í vondum málum (hugsanlega þó ekki ef það hefur ekki heyrt af boðskapi Krists), nema að það frelsist -sem þó er í mótsögn við regluna.  Ansi hreint eru margar reglur Guðs loðnar og torskiljanlegar.

Merkilegt samt að hafa þetta ekki á hreinu þegar menn á annaðborð eru að hrinda af stað svona hvössu gríni.

Bestu kveðjur,
Kristinn

Kristinn (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 23:58

6 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Skilningur Brians Flemming (sem ber ábyrgð á þessari áskorun) á þessum versum litast af skoðunum kirkjudeildarinnar sem hann var í. Skv henni er það ófyrirgefanleg synd, samkvæmt þessum versum, að hafna tilvists Heilags anda. Ég get bara ekki séð að það sé það sem Jesús sé að tala um í þessum versum. Hann er að tala um að það sé ófyrirgefanleg synd að segja eitthvað rosalega vont um Heilagan anda, t.d. eins og að kalla hann höfðingja illra anda (Beelsebúl), eins og Farísearnir höfðu ný lokið við að gera þegar Jesús lætur þessi orð falla. 

Bestu kveðjur sömuleiðis! 

Sindri Guðjónsson, 12.6.2008 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Guðjónsson

Höfundur

Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson

Ég heiti Sindri! Ég er trúlaus, og blogga hér aðallega um Biblíuna. (Ég er að vísu sem betur fer hættur þessu stússi)

 

Þú getur haft samband: sindri79(a)gmail.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...itvig
  • ...ysyvq
  • ...100_2438

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 2701

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband