17.1.2008 | 20:01
Af bókstafstrúarmönnum og fundamentalistum
Oft er enska orðið fundamentalist þýtt sem bókstafstrúarmaður. Hinir upprunalegu fundamentalistar voru hins vegar ekki bókstafstrúarmenn. Orðið var fyrst notað sem einskonar heiti eða gælunafn yfir ákveðinn hóp manna á þriðja áratug 20. aldarinnar. Orðið var nánar tiltekið notað um þá höfunda sem komu að útgáfu ritraðar eða bókar í 12. bindum sem hét The Fundamentals. Tilgangur hópsins var að verja klassíkan evangelískan kristindóm gegn frjálslyndari guðfræði stefnum sem þá voru í uppgangi. Þeir vildu verja 5 grundvallar kenningar (ss enska heitið fundamentals).
Þær voru:
1. Biblían er innblásin og villulaus
2. Meyfæðingin
3. Að Jesús hefði dáið fórnardauða fyrir syndir mannanna
4. Líkamleg upprisa Jesú Krists
5. Jesús gerði yfirnáttúruleg kraftaverk í þjónustu sinni
Þrátt fyrir að fundamentalistarnir hafi talið að Biblían væri villulaus, voru þeir ekki þeirra skoðunar að hana ætti alltaf að lesa bókstaflega. T.d. bendir ekkert til þess að neinn af upprunalegu fundamentalistunum hafi aðhyllst ungjarðar sköpunarhyggju. Ritstjórarar The Fundamentals voru þeir R. A. Torrey og A. C. Dixon. Torrey sagði m.a. að sá sem tryði því að jörðin hefði verið sköpuð bókstaflega á sex dögum væri haldinn vonlausir vanþekkingu (hopless ignorance). A. C. Dixon talaði gegn blindri tilviljunarkenndri þróun, en gat samþykkt darwíniska þróun með þeim fyrirvara að Guð hefði stýrt henni, eða svo ég vitni í æfisögu hans:
Dixon upheld the possibility that Darwinian evolution could find a place in the Bible, with God as the Evolver and evolution as his method of creation
Einhvertímann eftir daga Torreys og Dixons urðu arftakar þeirra fyrir áhrfium frá skrifum Aðventista um að jörðin væri ung og sköpunarsaga Biblíunnar bókstafleg sagnfræði ef svo má segja. Rekja má þessar skoðanir Aðventista meðal annars til sýna og vitranna sem Guð á að hafa sýnt Ellen G. White spákonu Aðventista varðandi sköpunarsöguna. Í dag aðhyllast flestir fundamentalistar, sem rekja rætur sínar til hinna upprunalega fundamentalista, ung jarðar sköpunarhyggju, en samkvæmt henni var Jörðin sköpuð á 6 dögum, fyrir innan við 10.000 árum. Þeir hafa gleymt að gömlu hetjurnar þeirra voru ekki sanntrúaðir sköpunarsinnar.
Um þetta allt saman má lesa í 7. kafla í trúvarnarbók sem ég las fyrir tæpum tveimur árum. Kaflinn heitir Genesis Through History, og bókin heitir Reason, Science and Faith. Hægt er að lesa hana á netinu, en hún nýtur sérstakra meðmæla Nicky Gumble, sem skrifaði Alfabækurnar og er höfundur og upphafsmaður Alfa námskeiðanna frægu. Höfundarnir eru í raun að mörgu leyti fundamentalistar af gamla skólanum. Einnig lifa þeir báðir í fullri sátt og friði við bæði 4,5 billjón ára jörð og þróunarkenninguna.
Bókin er hér: http://www.ivycottage.org/group/group.aspx?id=6826
Í dag hlustaði ég á upplestur úr bók eftir áðurnefndan R. A. Torrey á Lindinni. Bókin hefur verið þýdd yfir á íslensku af bókaforlaginu Vakningu og heitir Að biðja sem mér bæri. Hún fjallar einungis um bænina en ekkert um hluti á borð við aldur jarðar. Sumir hlustendur Lindarinnar yrðu eflaust hissa ef þeir vissu hvað Torrey hafði að segja um þá sem trúa á Biblíulega sköpun. Bókaforlagið Vakning sem þýddi bókina hefur gefið út smárit þar sem því er haldið fram að jörðin sé innan við 10.000 ára, sköpuð bókstaflega á sex dögum, og að menn og risaeðlur hafi lifað samtímis. Ef Torrey hafði rétt fyrir sér varðandi sköpun jarðarinnar, eru þeir í Vakningu haldnir vonlausri vanþekkingu.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 18.1.2008 kl. 07:41 | Facebook
Um bloggið
Sindri Guðjónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Biblían
Frábær og gagnleg heimasíða. Þarna er hægt að lesa bæði nýju þýðinguna, og hina gömlu góðu 1981 þýðingu.
- Hebrew - English Bible
- Biblían Frábær og gagnleg heimasíða. Þarna er hægt að lesa bæði nýju þýðinguna, og hina gömlu góðu 1981 þýðingu.
Bloggvinir
- lexkg
- andres
- alla
- bjolli
- geiragustsson
- gudnim
- godinn
- hjaltirunar
- jevbmaack
- prakkarinn
- rosaadalsteinsdottir
- sigurgeirorri
- nerdumdigitalis
- truryni
- styrmirh
- svanurmd
- stormsker
- vefritid
- postdoc
- fsfi
- axelpetur
- gattin
- brandarar
- eyglohjaltalin
- hleskogar
- ljonas
- andmenning
- kt
- durban2
- sviss
- hvala
- svenni
- nordurljos1
- vest1
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki málið að kristnir menn eru með afar ólíkar skoðanir á aldri jarðarinnar? Ég þekki forstöðumenn sem telja hana 6000 ára og forstöðumenn sem telja hana billjóna ára. Ég persónulega hef hlustað á Trúaða menn og kjarneðlisfræðinga útskýra vandlega fyrir mér kenningar/staðreyndir sínar en finnst jarðfræði svo leiðinleg að þetta fer bara inn um annað og út um hitt.
Davíð (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 01:37
Sæll Sindri minn, ég man að þegar þú komst í Keflavík með Benedikt þá töluðum við stundum saman. Ég man eftir einu samtali þar sem ég sagðist ekki trúa að jörðin væri eins ung eins og margir segja heldur eldri en þú sagðist trúa sköpunarsögunni, að jörðin hefði verið sköpuð og allt sem á henni er á 6 dögum. Ok, trúir þú ekki lengur á þessi 5 grundvallar atriði sem Þú nefndir í færslunni þinni? Ef nei þá langar mig að spyrja þig hvað varð til þess að þú hættir að trúa. Guð blessi þig í Jesú nafni Sindri minn.
Aðalbjörn Leifsson, 19.1.2008 kl. 10:39
Davíð: Jú kristnir hafa misjafnar skoðanir á aldri jarðar.
Aðalbjörn: Ég hugsa að ég hafi verið inná "GAP-Theory" þegar við töluðum um þetta í Keflavík. Ekki að ég muni eftir samtalinu, en ég var á þessum árum hrifinn af þeirri kenningu. Mér finnst því líklegt að ég hafi sagt að ég tryði því að sköpunarsagan væri bókstafleg, en að jörðin væri gömul. Það sem ég trúði þá var að Guð hefði skapað núverandi dýrategundir og manninn á sex-dögum skv sköpunarsögunni, en jörðin var búin að vera til, og líf hafði verið á henni áður en sköpunarsagan hefst. Samkvæmt þeirri kenningu eyddi Guð öllu lífi á jörðinni, og byrjaði upp á nýtt í sköpunarsögu 1. Mósebókar. Þá les maður 1. kaflann í 1. Mósebók svona (sem er ekki fráleitt út frá hebreskunni): 1. Í upphafi skapaði Guð himinn og jörð. 2. En jörðin varð auð og tóm... skv Gap-Theory er stórt gat á milli versa 1:1 og 1:2. Þú getur gúgglað "gap theory" eða "ruin-reconstruction". Kenneth E Hagin var t.d. á þessari línu.
Ég trúi ekki lengur á guð, og auðvitað ekki heldur á þessi 5 grundvallar atriði. Það er of langt mál að fara út í ástæður þess í athugasemd við blogg færslu. Ég gæti sent þér 20 blaðsíðna ritgerð sem ég skrifaði um það fyrir sjálfan mig í sumar.
Kær kveðja, Sindri.
Sindri Guðjónsson, 19.1.2008 kl. 17:32
Kæri Sindri þakka þér fyrir svarið, jú ég væri alveg tilbúinn að lesa þessa greinagerð ef þú hefðir vilja og áhuga á að senda mér það. adalbjornl@hotmail.com
Ég virði skoðanir þínar og þig, þetta er þitt líf, hafðu það sem best. AL.
Aðalbjörn Leifsson, 19.1.2008 kl. 18:38
Hæ Sindri, leit hérna við fyrir stuttu síðan og sé að þú ert farinn að hugsa hlutina soldið öðruvisi en þú gerðir þegar við þekktumst sem best :)
Ég hefði mikinn áhuga á að lesa hjá þér þessa ritgerð, maður er sjálfur búinn að fara allann hringinn með þessar pælingar.
kv Dögg
Dögg Júlíusdóttir (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 23:29
Hæ Dögg! Gaman að þú skyldir hafa litið við!
Sindri Guðjónsson, 21.1.2008 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.