Færsluflokkur: Bloggar

Forgangsröðun

Skólinn og vinnan eru alveg að eyðileggja fyrir mér bloggið. Óþolandi.

 


Eilífðin

Elsta dóttir mín, (sem verður 4 ára í júní, eins og kemur fram í færslunni hér fyrir neðan), fer stundum í krakkastarfið hjá Hvítasunnukirkjunni. Þar heyrir hún mörg hugtök og orð, sem hún augljóslega hefur ekki hugmynd um hvað þýða.

Eitt sinn sá hún mig með stóran og mikinn plástur þegar hún var nýlega kominn úr krakkastarfinu. Hún horfði á plásturinn aðdáunar og undrunarfullum augum, og sagði: "Pabbi, þetta er skrítinn plástur að eilífu."


Áreiðanleiki

Elsta dóttir mín, sem verður 4 ára í júní, er að læra um áreiðanleika í leikskólanum. Hún er eitthvað byrjuð að meðtaka merkingu hugtaksins. Einn daginn í síðustu viku kom hún heim úr leikskólanum og sagði við mömmu sína: "Mamma, ef ég bið þig um að gefa mér nammi, og þú gerir það ekki, þá ertu ekki áreiðanleg."

Ég var grunaður um morðtilræði árið 1998. (Fúlasta alvara)

Ég var í Frakklandi sumarið 1998 í tungumálaskóla. Þetta sumar var haldið heimsmeistarmót í fótbolta í Frakklandi eins og margir vita. Eftir einn leikinn réðust þýskar fótboltabullur á franskan lögreglumann og lömdu hann í plokkfisk. Lögreglumaðurinn féll í dá, og fékk varanlegann heilaskaða. Leitað var af þessum sökum af óþekktum þýskum manni, sem var með rauðbirkið hár, örlítið þybbinn, og fremur lávaxinn, eða um 170 cm á hæð. Það er skemmst frá því að segja, að ég smell passaði við þessa lýsingu, og var með rauðbirknara hár þá en nú. Ég reyndar vissi ekkert af þessu, þar sem ég fylgdist ekki með fréttum meðan ég var úti.

Einn daginn var ég á röltinu með Markúsi, þýskum vini mínum. Kemur þá lögreglubíll að okkur, og út úr bílnum koma tveir lögregluþjónar. Annar þeirra gengur til mín og spyr um þjóðerni mitt. Því næst var ég beðinn um skilríki. Ég var ekki með nein skilríki. Þá biðja þeir vin minn um skilríki. Viti menn, hann var auðvitað með þýskt ökuskírteini í veskinu. Þá byrjuðu þeir að spyrja mig hastir af hverju í andskotanum ég væri ekki með skilríki og fleira í þeim dúr. Urðu þeir nokkuð ágengir, og voru t.a.m. byrjaðir að þúa mig í pirringi, en ég man ekki lengur nákvæmlega út af hverju sá pirringur reis. Þýski vinur minn, og annar franskur, sem hafði komið að okkur örlítið síðar, urðu alveg brjálaðir yfir því að lögreglumennirnir væru að þúa mig, en lögreglumenn í Frakklandi eiga að þéra borgarana þegar þeir sinna skyldustörfum. Þeir voru að því komnir að biðja mig að setjast inn í bílinn og færa mig til rannsóknardómara, en okkur tókst á endanum að gera þá vissa um að ég væri íslenskur, og gæti ekki verið sá eftirlýsti.

Einn Þjóðverji var fundinn sekur um morðtilræði út af þessu máli, og fjórir voru fundnir sekir um alvarlega líkamsárás. Ég eignaðist skemmtilega sögu til að segja :-)

Það er minnst á þetta mál í þessari wikipediu grein.


Réttindi verkafólks í landbúnaði

Réttindi vinnuhjúa í sveitum eru varin af miklum myndarskap í Hjúlögum nr. 22/1928, sem enn eru í fullu gildi.

Samkvæmt 7. gr. laganna eiga vinnuhjú rétt á að fá hreint handklæði einu sinni í viku, fyrir utan að fá hreint lak á rúmið einu sinni í mánuði. Einnig er kveðið á um að í frístundum á vetrum, megi hjúið dvelja í viðunanlega hlýju herbergi.

 


Ég er ekki lengur (eins mikill) sérvitringur.

Ég er kominn með Facebook.

Skákþing Akureyrar búið

Ég lenti í þriðja sæti. Er sáttur. Að vísu lék ég unninni stöðu niður í jafntefli í gær, með einum afleik í endataflinu.

 


Óþekka stelpan

Ég fékk safndisk með hljómsveitinni Egó í útskriftargjöf vorið 2008. Þessi diskur fékk á tímabili að hljóma reglulega í bílnum, bæði þegar ég ók um einn, og einnig þegar aðrir fjölskyldumeðlimir voru farþegar í bílnum. Á plötunni er m.a. lagið "Stórir strákar fá raflost". Það hefst á orðunum: "Þeir hringdu í morgun, sögðu Lilla væri orðin óð. Húni biti fólk í hálsinn, drykki úr þeim allt blóð. Hún hafði sagt hún gæti ekki dottið..." og svo framvegis.

Þegar elsta dóttir mín var nýlega orðin þriggja ára, vorum við eitt sinn í smá bíltúr. Skyndilega segir sú stutta: "Pabbi, viltu hlusta á lagið um óþekku stelpuna sem bítur fólk í hálsinn?". Ég áttaði mig ekki alveg strax á því um hvað hún var að tala, en svo mundi ég eftir þessu Egó lagi. Sum börn fyljgast vel með textanum í rokk og popplögum. Ég er hættur að spila lagið með börnin í bílnum.


Ég geri ekki sömu mistökin tvisvar

Fimmta umferð Skákþings Akureyrar fór fram í dag. Ég tók bensín áður en ég fór að tefla.

Ég er sérvitringur

Ég er ekki með Facebook, ólíkt 95% jafnaldraminna hérlendis

Ég nota ekki GSM síma, og hef verið laus við GSM í amk 1 ár

Ég er ekki með msn heldur.

Ég er með gmail, heimasíma, og moggablogg. Thats it.


mbl.is Facebook fimm ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Sindri Guðjónsson

Höfundur

Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson

Ég heiti Sindri! Ég er trúlaus, og blogga hér aðallega um Biblíuna. (Ég er að vísu sem betur fer hættur þessu stússi)

 

Þú getur haft samband: sindri79(a)gmail.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...itvig
  • ...ysyvq
  • ...100_2438

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband