Jesús var bókstafstrúarmaður

Lárus Páll er kristinn maður, en ekki bókstafstrúarmaður. Ég rakst á eftirfarandi yfirlýsingu hans á spjallborði fyrir tæpum tveimur mánuðum:

"Í ljósi þess að Jesú var EKKI bókstafstrúarmaður hvers vegna í ÓSKÖPUNUM ætti ég þá að vera það?????"

Sé hins vegar að marka Guðspjöllin (sérstaklega ef við tökum miðaldar viðbætur í burtu á borð við söguna um hóresku konuna), þá var Jesús bókstafstrúarmaður.

Jesús leit á Gamla testamenntið sem innblásið og myndugt, og að því er viðrist óskeikult orð Guðs:
Matteus 5:17 og 19 - "Ætlið ekki að ég sé kominn ti lað afnema lögmálið eða spámennina". "Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum mun kallast minnstur í himaríki en sá sem heldur þau og kennir mun mikill kallast í himnaríki".

Takið eftir að 19. versið er í framtíð, en ekki fortíð. Þeir sem halda lögmálið og spámennina munu verða miklir í himnaríki. Ekki "þeir sem héldu", eða "hafa haldið"
 

Þegar Jesús gagnrýndi faríseanna og fræðimennina, var hann ekki að gagnrýna kenningar þeirra aðallega, heldur þá staðreynd að þeir voru hræsnarar. Þeir breyttu ekki eins og þeir buðu, sbr. t.d. Matteus 23:2-3:
 „Á stóli Móse sitja fræðimenn og farísear. Því skuluð þér gera og halda allt sem þeir segja yður en eftir breytni þeirra skuluð þér ekki fara því þeir breyta ekki sem þeir bjóða."


Í Jóhannesi 10:35 segir Jesús um lögmálið: "og ritningin verður ekki felld úr gildi".

Jesús vitnaði ótal sinnu í Gamla testamenntið, til að rökstyðja mál sitt, og virtist trúa jafnvel ótrúlegustu sögum á borð við söguna um Jónas í hvalnum (Matt 12:40-41) , að Adam og Eva væru fyrsta gifta parið (Matt 19:3-6). Jesús virðist segja að Abel hafi verið fyrsti spámaðurinn sem hafi verið drepinn (Lúk 11:50-51), hann talar um snák Móse í eyðimörkinni (Jóh 6:32-33, 49), kraftaverkinn sem Elíja gerði (Luk 4:25-27), og minnist á ótal fleiri sögur í G.T. Jafnvel ef við gæfum okkur það að Jesús liti á þessar sögur sem "dæmisögur" (sem er ofboðslega langsótt) eða eitthvað slíkt, þá leit hann amk á sögurnar sem sögur af Guði gefnar, og að boðskapur þeirra væri réttur. Biblían hafði fullt kennivald í hans huga. 

Jesús sagði að þeir sem ekki tryðu Móse, gætu ekki trúað á sig:

45Ætlið eigi að ég muni ákæra yður fyrir föðurnum. Sá sem ákærir yður er Móse og á hann vonið þér. 46Ef þér tryðuð Móse munduð þér líka trúa mér því um mig hefur hann ritað. 47Fyrst þér trúið ekki því sem hann skrifaði, hvernig getið þér þá trúað orðum mínum?


Jóh 5:45-47


Fjallræðan - og "þér hafið heyrt að sagt var, en ég segi yður"


Margir halda að meint "ekki bókstafstrú" Jesú, komi fram í fjallræðunni. Þar telja þeir að hann hafi "afnumið" sum boð Gamla testamenntisins, eins og "auga fyrir auga og tönn fyrir tönn" og "þú skalt hata óvin þinn og elska náunga þinn", og fleiri boð sem hann nefnir. Eru þessi dæmi Jesú stundum kallaðar antíþesurnar (þér hafið heyrt að sagt var... , en ég segir yður... ).

Ef að skiljum Jesú þannig að hann hafi verið að afnema einhver boð í lögmálinu, þá erum við komin í hreina mótsögn við fjölda mörg vers annarsstaðar í guðspjöllunum. Einkum vers í Matteusarguðspjalli. Lang rökréttast er að skilja Jesú þannig að hann sé ekkert að draga úr kennivaldi Gamla testamenntisins, eða segja að þar hafi slæðst inn vitleysur eða mistök. Hann er að útskýra hvernig Gyðingarnir skyldu lögmálið vitlaust, og gagnrýna þeirra eigin hefðir, sem ekki byggjast á lögmálinu. T.d. segir Jesús í Matt 5:43 "þér hafði heyrt að sagt var, þú skalt elska náunga þinn, og hata óvin þinn. En ég segi yður..."  Það stendur hins vegar hvergi í Gamla testamenntinu, eða lögmálinu, að "þú skalt hata óvin þinn". Það er merkilegt að höfundur Matteusarguðspjalls skuli láta Jesú taka þessi orð fyrir, m.a. vegna þess að þó að þessi orð sé ekki að finna í Gamla testamenntinu, þá er þessa hugmynd um að hata óvin sinn að finna í handritunum sem fundust í Kumran hellunum, sem eru gyðingleg handrit frá svipuðum tíma og Jesús var, eða á að hafa verið, uppi.


Í fjallræðunni er Jesús að hvetja menn til að halda lögmálið til hins ýtrasta, og að gera enn betur en þeim beri skylda til skv lögmálinu. Þetta var kallað að byggja varnarmúr umhverfis lögmálið ("hedge around the Torah"), og er og var algengur hugsunarháttur í gyðingdómi. Lögmálið segir ekki drýgja hór = ef þú horfir aldrei á konu í girndarhug, drýgir þú aldrei hór (í fjallræðunni, Matt 5:27-28). Lögmáli segir þú skalt ekki myrða = ef þú reiðist aldrei bróður þínum, muntu ekki fremja morð (í fjallræðunni, Matt 5:21-22). Lögmálið segir ekki vinna rangan eið = ef þú sverð engan eið, þá vinnur þú aldrei rangan eið (í fjallræðunni, Matt 5:33-34) Lögmálið segir auga fyrir auga, tönn fyrir tönn =  Ekki taka of mikið. Ef þú gefur upp rétt þinn, og tekur ekkert, þá hefur þú ekki farið lengra en lögmálið leyfir. (Lögmálið leyfir þér aðeins að taka eitt auga fyrir eitt, og eina tönn fyrir eina. Þú mátt ekki taka meira. Taktu ekkert, og það er öruggt að þú tekur ekki of mikið.)


Þessi hugsunarháttur var mjög algengur í gyðingdómi og gömlum gyðinglegum ritum. T.d. segja gyðingar aldrei nafn Guðs (Jahve/Jehova), til að hindra að þeir brjóti lögmálsboðið um að leggja ekki nafn Guðs við hégóma. Það stendur hvergi í hebresku Biblíunni, "þú skalt ekki nefna nafn Guðs." Engu að síður forðast gyðingar að segja nafnið. Það er bannað að leggja nafn Guðs við hégóma. Með því að segja aldrei nafn Guðs, er öruggt að þú brýtur aldrei gegn banninu um að leggja nafn Guðs við hégóma. Þannig byggja menn varnarmúr umhverfis lögmálið, til að tryggja að menn brjóti ekki reglurnar. Jesús myndi orða þetta svona í fjallræðunni: "Þér hafið heyrt að sagt var, þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma, en ég segi yður, segið aldrei nafn Guðs"

Antíþesurnar, eru engar antíþesur þegar að er gáð, heldur varnarveggur utan um lögmálið, og gagnrýni á rangan skilning og óbiblíulegar hefðir samtímamanna Jesú. Jesús (öllu heldur höfundur Matteusarguðspjalls, sem setur orðin í munn Jesú) hafði ekkert á móti lögmálinu. Hann vildi að það yrði haldið til hins ýtrasta, og helst gott betur.

Skyldar færslur:

En þetta er "bara" Gamla testamenntið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Jamm Sindri og þú varst einu sinni dýrkandi hins lifanda Guðs. Nú trúir þú á trunt trunt og tröllinn í fjöllunum????

Aðalbjörn Leifsson, 4.4.2009 kl. 15:45

2 identicon

Ekki beint snyrtileg athugasemd, Aðalbjörn. Það heitir rökþrot að hjola i personu þegar malefni er annars vegar.

Eg spyr hinsvegar Sindra, hvort hann þekkir mun bokstafstruar og bibliufestu? Hægt er að vera bibliu/koran/stjornarskrartrur an þess að vera bokstafstruar.

Annað (smaatriði) þa er sagan um horseku konuna trauðla fra miðöldum ef hun hefur ratað i bibliuna. Ekki að það skiptir nokkru. En ef bibliuriturum hefur sagan fundist lysa umgengni Jesu við ritningarnar, þa hefur hann varla verið bokstafstrua, allavega ekki i þeirra huga.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 16:25

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Carlos, var Jesús sem sagt "biblíufastur" en ekki bókstafstrúar? Ég þekki ekki muninn, þannig að þú mátt alveg útskýra hann fyrir mér.

Síðan verð ég að spyrja þig að því hvað þú átt við með "biblíuriturum", ertu að tala um þá sem afrituðu biblíuna? Ef svo er þá má vel vera að einhver miðaldarmunkur hafi ekki fundist Jesú vera bókstafstrúaður (en elsta handritið með þessari sögu er víst frá 6. öld), en hvaða máli skiptir það?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.4.2009 kl. 17:31

4 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Ferrer, það er enginn í raun bókstafstrúarmaður. Ég þekki Gunnar Þorsteinsson, Vörð Traustason, og Snorra í Betel, og enginn þeirra er bókstafstrúarmaður. Enginn þeirra trúir því t.d. að það séu fjögur heimshrorn, þó að talað sé um þau í Jesaja 11:12.

í daglegu tali er oft talað um Biblíufasta menn sem bókstafstrúarmenn. Lárus Páll er varla mjög Biblíufastur maður. Á umræddum spjall vef taldi hann enga ástæðu til að taka tillit til ýmissa orða Páls postula, þar sem hann (þ.e. Lárus) væri ekki bókstafstrúarmaður. (Vorum að ræða Róm 13:1-2 um að hlýða yfirvöldum, að þau séu af Guði gefin, og að sá sem sýni þeim mótstöðu veiti Guðs skipan mótstöðu)

Síðan sagði hann að Jesús hafi ekki verið bókstafstrúarmaður. En eins og myndin af Jesús er máluð í Guðspjöllunum, þá tók hann ritningarnar alveg jafn alvarlega eins og t.d. Snorri í Betel, öfugt við Lárus Pál, sem telur sig getað hafnað mörgu sem stendur í Biblíunni (man eftir að hann hafi afgreitt ýmislegt fleira sem tóma dellu sem hann þyrfti ekki að taka mark á, þó að það fyndist í Biblíunni).

Sindri Guðjónsson, 4.4.2009 kl. 18:58

5 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Carlos, meinti ég.

Sindri Guðjónsson, 4.4.2009 kl. 19:03

6 Smámynd: Eygló Hjaltalín

Sæll Sindri.

Mig langar til að benda þér á að bæði Gunnar Þorsteinsson og Snorri í Betel eru ekki hlintir hinni nýju þýðingu Biblíunnar,enþað sem ég er að meina með þessu að þú vitnar til nýju þýðigarinar með Jesaja 11:12 í henni er er talað um heimshornum fjórum,en í þeirri eldri er í Jesaja 11:12 talað um fjórum höfuðáttum heimsins,auðvitað trúa trúa þeir ekki þessu með heimshornin frekar en ég en aftur á mótti tel ég þá vera bókstafstrúar þar er þeir trúa þessu með höfuðáttunum,vildi bara benda á þetta vinur.

kveðja Eygló.

Eygló Hjaltalín, 6.4.2009 kl. 20:36

7 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Eygló, í fyrsta lagi tala allar erlendar þýðingar sem ég þekki um fjögur heimshorn í Jesaja 11:12. (það er talað um þau víða í Biblíunni, alls ekki bara í Jesaja 11:!2). Það getur ekki verið að eina óskeikula Biblíuþýðingin sé sú íslenska, frá 1981? Þegar Gunnar eða Snorri lesa Biblíuan á enska, sem þeir gera báðir stundum, stendur "four corners of the earth", eða fjögur horn jarðarinnar, í þessu versi. Ekki myndu þeir taka því bókstaflega, er það? Ég athugaði sex enskar Biblíuþýðingar, og þær segja allar eitthvað í þessum dúr.

Það er enginn bókstafstrúaður í raun (í þeirri merkingu sem ég held að Carlos Ferrer leggi í það orð).

Heldur þú að Snorri eða Gunnar taki því bókstaflega að jörðin hafi undirstöður? Eða að undirstöður jarðarinnar séu stöplar eða súlur? Að hún hafi hornstein.

Eftirfarandi vers eru úr 1981 þýðingunni.

Míka 6:2

Heyrið kærumál Drottins, þér fjöll, og hlýðið á, þér undirstöður jarðarinnar. Því að Drottinn hefir mál að kæra við þjóð sína og gengur í dóm við Ísrael: 

Sálmur 75:4

Þótt jörðin skjálfi með öllum þeim, er á henni búa, þá hefi ég samt fest stoðir.

Þá sá í mararbotn, og undirstöður jarðarinnar urðu berar fyrir ógnun þinni, Drottinn, fyrir andgustinum úr nösum þínum. 

Sálmur 82:5

Þeir hafa eigi skyn né skilning, þeir ráfa í myrkri, allar undirstöður jarðarinnar riða.

 Sálmur 104:5

Þú grundvallar jörðina á undirstöðum hennar, svo að hún haggast eigi um aldur og ævi.

Job 38:4-6

Hvar varst þú, þegar ég grundvallaði jörðina? Seg fram, ef þú hefir þekkingu til. ver ákvað mál hennar _ þú veist það! _ eða hver þandi mælivaðinn yfir hana? Á hvað var stólpum hennar hleypt niður, eða hver lagði hornstein hennar, 

Orðskviðirnir 8:29

þegar hann setti hafinu takmörk, til þess að vötnin færu eigi lengra en hann bauð, þegar hann festi undirstöður jarðar. 

Ég gæti auðvitað nefnt fleiri dæmi, sem enginn tekur bókstaflega í Biblíunni, hvorki Gunnar né Snorri.

Sindri Guðjónsson, 7.4.2009 kl. 09:12

9 identicon

Sæll Sindri

Gleðilega páska! Auðvitað var Jesús "bókstafstrúar"! En menn þurfa að vita hvað er átt við. Þegar Biblían er lesin og menn kynna sér efnið þá hefst tenging milli texta, myndmáls, dæmisagna og ákveðinna boðorða. Þetta dæmi um "fjögur horn jarðar" er gott dæmi, annað er "með græðslu undir vængjum sínum". Við vitum öll að sólin hefur ekki vængi, skikkjulaf var samt kallað "vængir" (hebr. hem), og það var spottinn sem lafði niður úr yfirhöfn Jesú og blóðsjúka konan greip í hann. Þá gekk kraftur út af Kristi til lækningar konunni. En vængir í þröngri merkingu þess orð var það auðvitað ekki.

Fjögur horn jarðar? Af hverju trúi ég því ekki, ef það er Norður, Suður, Austur og Vestur þá er enginn vandi að tala um hornótta jörð. Við á Íslandi segjumst hiklaust búa á "hjara veraldar", hvað þýðir það? Hjari getur þýtt löm og hurðin leikur á hjörunum, það þýðir einnig póll eða skagi. Ef jörðin hefur skaga, getur hún þá ekki líka haft horn?

Hér er auðvitað verið að fjalla frekar um myndmál tungumálsins en staðarlýsingar eða opinberanir í trúarefnum.

En svo ég gefi einnig komment á ummælin um Jeríkó þá greindi Tíme árið 1990 frá því að við endurskoðun og C14 aldursgreiningu á öskulögum borgarinnar hafi komið mjög ákveðinn aldur í ljós eða um 1400 f.kr. Er einhvar ástæða að trúa því að Jósúa hafi ekki unnið og brennt borgina?

Ég geri eins og Jesú að trúa þessu bókstaflega. En við auðvitað vitum að Jesús var orðið og það verður ekki rotnun að bráð, enda dæmdi Pílatus Jesú saklausan, án bletts eða hrukku!

Snorri 

snorri í betel (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Guðjónsson

Höfundur

Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson

Ég heiti Sindri! Ég er trúlaus, og blogga hér aðallega um Biblíuna. (Ég er að vísu sem betur fer hættur þessu stússi)

 

Þú getur haft samband: sindri79(a)gmail.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...itvig
  • ...ysyvq
  • ...100_2438

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband