Zeitgeist, ein mesta lygasaga allra tíma?

Ein er sú áróðursmynd sem nýtur mikillar hylli á internetinu og heitir Zeitgeist. Fyrsti hluti myndarinnar heitir „The Greatest Story Ever Told“. Í honum er því í stuttu máli haldið farm, að sögurnar um Jesú í guðspjöllunum séu „stolnar“ eða endursagðar sögur um aðra eldri frelsisguði, og byggi á gamalli stjörnufræði/speki.

Skýrasta dæmið um frelsisguð sem á að hafa verið alveg eins og Jesús, er sagt vera forni egypski guðinn Hórus. Því er haldið fram í myndinni að hann hafi fæðst 25. desember, móðir hans hafi verið hrein mey sem hét Isis-Mary. Að stjarna í austri hafi sagt til um fæðingu hans. Þrír konungar hafi verið viðstaddir. Að Hórus hafi verið undravitur 12 ára gamall kennari. 30 ára hafi Hórus verið skírður af Anap, og þá hafið þjónustu sína. Hann hafi átt 12 lærisveina og hafi ferðast um með þeim og læknað sjúka og gengið á vatni og fleira í þeim dúr. Hann hafi verið kallaður Góði hirðirinn, Lamb Guðs, og fleira, líkt og Jesús. Hann hafi verið krossfestur, og risið upp frá dauðum eftir þrjá daga.

Það er hægt að lesa egypsku sögurnar um Hórus á bókasöfnum.  

Oxford alfræðibókin telur upp heimildirnar sem við höfum um Hórus sögur, sem hægt er að nota til að komast að því hvernig sögurnar um hann voru. Þessar heimildir eru (heitin á þeim eru óþýdd):


the Memphite Theology or Shabaqo Stone, sem talinn er vera frá því síðan sirka 1540-1070 fyrir okkar tímatal;
the Mystery Play of the Succession;
the Pyramid Texts, sem taldir eru vera frá því um 2575-2150 fyrir okkar tímatal;
the Coffin Texts, einkum rit sem heitir Spell 148;
the Great Osiris hymn í Louvre safninu;
the Late Egyptian Contendings of Horus and Seth;
the Metternich Stela and other cippus texts;
the Ptolemaic Myth of Horus at Edfu (einnig þekkt sem Triumph of Horus);

Þessar heimildir segja allt aðra sögu um Hórus, en  myndin Zeitgeist.

Isis mamma Hórusar var gift honum Osiris, og var ekki hrein mey eins og Zeitgeist segir. Hórus fæddist í kjölfar þess að faðir hans Osíris hafði verið drepinn (óvinur hans Set drap hann, og setti hann í lík kistu og henti henni í ána Níl). Isis kona Osíris finnur kistuna og líkið. Set bútaði þá Ósíris niður í búta, sem hann dreifði um allt Egyptaland, nema typpinu, sem glataðist. Isis setti Ósíris saman aftur, eftir að hafa fundið bútana eftir mikið erfiði, ásamt systur sinni, og setti gervi typpi á Osíris sem hún bjó til sjálf (því alvöru typpið fannst ekki. Sæskrímsli át það). Osiris lifnaði við, vegna þess að Ísis púslaði honum saman aftur, og öðlaðist eilíft líf. Með gervi typpinu var Hórus Ósírison svo getinn. (Er þetta bara ekki næstum því eins og fæðingasögurnar í Lúkasi og Matteusi? Eh, nei!)

Hvergi kemur fram í neinum heimildum að þrír konungar hafi verið viðstaddir fæðingu Hórusar, eða þrír vitringar boði fæðinguna, eftir að hafa elt stjörnu úr austri, líkt og Zeitgeist hefur mikið fyrir að halda fram, og tengir við einhverja stjörnumerkjafræði. Hvergi kemur fram að Hórus hafi haft 12 lærisveina, eins og Zeitgeist myndin heldur fram. Hins vegar voru samkvæmt sumum sögunum fjórir guðir í slagtogi við hann. Hvergi kemur fram að Hórus hafi gengið á vatni. Hórus var ekki krossfestur. Því síður krossfestur með tveimur þjófum eins og sumir segja. Hann fór aldrei til heljar. Hann reis aldrei upp frá dauðum.

En hvaðan fær Peter Joseph, höfundur Zeitgeist myndarinnar, þá allar þessar upplýsingar? Frá manni sem heitir Gerald Massey, sem hélt öllum þessum hlutum fram. Í myndinni er vitnað í Massey, og hann er titlaður sem „Egyptalandsfræðingur“. Í neðanmálsgreinum sem fylgja handriti myndarinnar er 13 sinnum vísað Gerald Massey sem heimild fyrir fullyrðingum um Hórus. Hann var breskt ljóðskáld sem var uppi á árunum 1828 – 1927. Hann var áhugamaður um Egyptaland, forn Egypta, forn egypsk költ, pýramída, og þess háttar. Massey var í stuttu máli rugludallur, og ekkert authority í Egyptalandsfræðum. Það skiptir engu máli hvað hann segir um líf Hórusar, ef það fær ekki stuðning í frumheimildum um Hórus.

Peter Joseph byggir einnig á bókinni The Christ Conspiracy eftir Acharya, en hún byggir að miklu leyti á „rannsóknum“ James Chruchward. Þessi Chrucward trúði því að mannkynið væri komið af háþróuðum kynstofni af börnum Mu (The Children of Mu). Hann taldi að til hefði verið meginlandið Mu, sem sökk í sjó, og að Jesús kristur hafi verið eitt af börnum Mu, og þess vegna hafi hann haft krafta sem menn almennt hafi ekki (börn Mu gátu greinilega gengið á vatni, læknað sjúka, og risið upp frá dauðum o.þ.h.). Með hjálp stjörnmerkjafræði og sögu, líkt og Peter Joseph notar í Zeitgeist, komst Churchward að því að öll trúarbrögð væru samofin og tengd, og væru öll kominn frá áðurnefndu meginlandi Mu, sem sökk í hafið. Í neðanmálsgreinum er bæði vísað í Acharya og Chruchwald sem heimildir í handritinu af Zeitgeist.

Zeitgeist nefnir svo fjölda annarra fornra frelsisguða, sem áttu að hafa lifað alveg eins lífi og Jesús. Heimildarmennirnir eru af sama toga. Ekki er almennt stuðst við frumheimildir. Míþra er t.d. sagður vera fæddur af hreinni mey. Staðreyndin er hins vegar sú að samkvæmt sögunum um hann, spratt hann fram úr steini. Míþra fæddist ekki 25. desember, eins og haldið er fram. Hann átti ekki 12 lærisveina. Hann reis ekki upp þremur dögum eftir dauða sinn. Ég held að menn séu farnir að átta sig á mynstrinu.

Við þetta er ýmsu að bæta. Sceptic Magazine birti nýlega grein, þar sem farið er nánar í saumana á ýmsu í þessum fyrsta hluta Zeitgeist. Fjallað er þar um margt, sem ég hef ekki skrifað um í þessum pistli. Má þar nefna hina glötuðu hugmynd um að Biblían segi á táknrænan hátt frá því að öld nautsins hafi verið fram að komu Móses, öld hrútsins tekið við, og öld fisksins hafist með komu Jesú, og að á næstu grösum sé öld vatnsberans. Þetta ásamt ýmsu öðru í Zeitgeist stenst alls ekki skoðun.

Til að finna greinina þarf að opna þennan link, og skrolla aðeins niður. Greinin heitir „The Greatest Story Ever Garbled“ og er eftir Tim Callahan.

Það sorglega við myndina er að ýmislegt í fyrsta hlutanum er satt og áhugavert. Það hefði verið hægt að setja það fram á athyglisverðan hátt. Þar má nefna að Nóaflóðssagan í Biblíunni á sér marga forvera sem eru keimlíkar sögur, og sagan um Móse er býsna lík sögunni um Sargon, sem er miklu eldri saga. Hægt er að nefna fleiri atriði. Jesús á t.d. einhver atriði sameiginleg með einhverjum af þeim frelsisguðum sem nefndir eru í myndinni. Þann samanburð er hins vegar búið að skemma með endalausum ýkjum og bulli. Zeitgeist er afleit mynd. Hún er kannski ekki mesta lygasaga allra tíma, en lygasaga er hún.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég tók mér það leyfi að horfa á myndina fyrir nokkru. Mín tilfinning var álík þinni. Þakka þér fyrir þennan fróðleik Sindri.

Hilmar Gunnlaugsson, 5.3.2009 kl. 16:08

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Hef heyrt fólk hæla myndinni á hvert reipi og fjalla af velþóknun yfir allt það "debunking" sem þar kemur fram. Þar er á ferð fólk sem vill koma vog og á máli yfir allt sem kemur við sögu í lífi okkar.

En sumt verður ekki til metið til sentimetra eða gramma: umhyggja, vinátta, upplifun, trú. Það er sama hve mjög svona menn hamast, þeir breyta ekki því sem býr hjarta manns næst og maður byrjar að tjá með orðunum mér finnst ...

Flosi Kristjánsson, 5.3.2009 kl. 16:35

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Já, myndin er auðvitað hræðileg og það er virkilega ömurlegt hve vinsæl hún varð. T.d. þegar ég var ritstjóri Vantrúar fékk ég oft tölvupósta þar sem okkur var bent á við ættum að setja þessa mynd á vefinn okkar. Það var auðvitað ekki gert.

Það sem fer mest í taugarnar á mér er að svona bull varpar skugga á alvöru umfjöllun um það sem er líkt með sögunni af Jsú og öðrum upprisuguðum.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.3.2009 kl. 17:43

4 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Já Hjalti. Svipað viðhorf kemur fram í síðustu málsgreininni hjá mér.

Hilmar, mín var ánægjan.

Sindri Guðjónsson, 5.3.2009 kl. 17:59

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Fyrir áhugasama þá er til vönduð bók um aðra upprisuguði sem ég las nýlega (og á), The Riddle of the Resurrection, eftir sænskan prófessor. Vitnar auðvitað beint í frumheimildirnar 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.3.2009 kl. 18:52

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það hafa nú ýmsir hér á Moggabloggi verið að nota þessa mynd sem "heimild".

En hafa Vantrúarmenn verið alveg saklausir af því?

Þökk sé þér, Sindri, af fara svolítið í saumana á þessu. Þér er ekki alls varnað!

Jón Valur Jensson, 7.3.2009 kl. 00:54

7 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Þú getur bent þeim sem nota þessa mynd sem heimild á þessa færslu. Það er aumkunarvert að styðjast við Gerald Massey, og James Chruchward og fleiri fugla, sem heimildir.

Vantrú hefur held ég ekki stuðst við þessa mynd sem heimild, en amk tvær mjög varasamar greinar hafa birst þar, þar sem svipuðum (röngum) hlutum varðandi tengsl Jesú við aðra frelsisguði er haldið fram.

Eins og Hjalti Rúnar benti á, þá hafnaði hann alfarið Zeitgeist sem ritstjóri, og hefur sagt að þær greinar sem ég nefndi séu ekki góðar, og ég man eftir að einhverjir vantrúarmenn hafi haft uppi kröfur um að þær yrðu fjarlægðar af vef vantrúar. Ég er annars ekki meðlimur í vantrú, þannig að ég er hér varla réttasti talsmaður þeirra

Sindri Guðjónsson, 7.3.2009 kl. 05:13

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hjúkk, heppinn ertu!

Jón Valur Jensson, 7.3.2009 kl. 09:44

9 identicon

Góð samantekt hjá þér Sindri. Þetta ruglaði mann í ríminu hér áður fyrr og það er leitt þegar svona mikil þvæla kemst á flug því erfitt er að leiðrétta slíkt. Eins og þið Hjalti segir þá dregur þetta líka athyglina frá raunhæfum samanburði við eldri trúarbrögð og guði.

Lárus Viðar (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 06:58

10 identicon

ég horfdi a tessa mynd af tvi ad eg fila svona samsaeriskenningar..... En tvilik vonbrigdi! Svo var einhver hopur i gangi a feisbukk tar sem folk vildi ad ruv myndi syna tessa mynd... tvilika ruglid... Vona ad rikissjonvarpid eigi aldrei eftir ad leggjast svo lagt...

Juliana Gustafsdottir (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 16:04

11 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Ég held að RÚV leggist ekki svo lágt.

Sindri Guðjónsson, 16.3.2009 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Guðjónsson

Höfundur

Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson

Ég heiti Sindri! Ég er trúlaus, og blogga hér aðallega um Biblíuna. (Ég er að vísu sem betur fer hættur þessu stússi)

 

Þú getur haft samband: sindri79(a)gmail.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...itvig
  • ...ysyvq
  • ...100_2438

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 2701

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband