27.2.2009 | 23:32
Æskilegt er að flengja börn
Ég las nýlega ræðu mjög vinsæls bandarísks predikara sem ég þekki aðeins til, sem heitir John Piper. Mér brá talsvert þegar ég las ræðuna, þar sem Piper er alls ekki sá furðulegasti í þessum bransa. Ræðan var hins vegar alveg skelfileg, og hét "Myndi Jesú flengja barn?"
Hér eru nokkrar setningar úr ræðunni.
If Jesus were married and had children, I think he would have spanked the children.
God disciplines every son whom he loves, and spanks everyone that he delights in (my paraphrase). And the point there is suffering. God brings sufferings into our lives, and the writer of the Hebrews connects it to the parenting of God of his children.
God uses suffering to discipline his children. So do we.
Now, you dont damage a child. You dont give him a black eye or break his arm. Children have little fat bottoms so that they can be whopped.
Spanking is so clean! Its so quick! Its so relieving! A kid feels like he has done atonement and he is out of there and happy . I just think spanking is really healthy for children.
Piper er hins vegar vorkun. Í Biblíunni, "bók bókanna", eins og börnin syngja í sunnudagaskólanum, eru nefnilega talsvert margar fyrirskipanir um líkamlegar refsingar á börnum. Piper er sannfærður um að Biblían sé orð Guðs, og hví skyldi hann þá vera andvígur smáræði eins og flengingum?
5. Mósebók 21:18-21
Eigi maður þrjóskan son og ódælan sem hvorki vill hlýða föður sínum né móður og hlýðnast þeim ekki heldur þótt þau hirti hann, 19skulu faðir hans og móðir taka hann og færa hann fyrir öldunga borgarinnar á þingstaðinn í borgarhliðinu. 20Þá skulu þau segja við öldunga borgarinnar: Þessi sonur okkar er þrjóskur og ódæll og hlýðir ekki áminningum okkar. Hann er bæði ónytjungur og svallari. 21Þá skulu allir karlmenn í borginni grýta hann til bana.
Orðskviðirnir 23:13-14 segja:
Sparaðu eigi aga við sveininn, því ekki deyr hann þótt þú sláir hann með vendinum. Þú slærð hann að sönnu með vendinum, en þú frelsar líf hans frá Helju.
Orðskviðirnir 20:30 segja:
Blóðugar skrámur hreinsa illmennið og högg, sem duglega svíða. ("rista djúpt" betri þýðing)
Orðskviðirnir 19:18 segja:
Aga þú son þinn, því að enn er von, en farðu eigi svo langt, að þú deyðir hann.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:35 | Facebook
Um bloggið
Sindri Guðjónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Biblían
Frábær og gagnleg heimasíða. Þarna er hægt að lesa bæði nýju þýðinguna, og hina gömlu góðu 1981 þýðingu.
- Hebrew - English Bible
- Biblían Frábær og gagnleg heimasíða. Þarna er hægt að lesa bæði nýju þýðinguna, og hina gömlu góðu 1981 þýðingu.
Bloggvinir
- lexkg
- andres
- alla
- bjolli
- geiragustsson
- gudnim
- godinn
- hjaltirunar
- jevbmaack
- prakkarinn
- rosaadalsteinsdottir
- sigurgeirorri
- nerdumdigitalis
- truryni
- styrmirh
- svanurmd
- stormsker
- vefritid
- postdoc
- fsfi
- axelpetur
- gattin
- brandarar
- eyglohjaltalin
- hleskogar
- ljonas
- andmenning
- kt
- durban2
- sviss
- hvala
- svenni
- nordurljos1
- vest1
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 2671
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svona hlutir einmitt hálf græta mig. Þoli ekki svona eindæmis fávisku, AUÐVITAÐ beitir maður ekki börnin sín ofbeldi hvort sem það er andlegt eða líkamlegt.
Er fólk virkilega svona hrætt við helvíti að það er tilbúið að gera nákvæmlega hvað sem er???? maður spyr sig
Dögg (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 21:25
Sumir voru nógu hræddir við Guð, að þeir voru til í að drepa sitt eigið barn fyrir hann, t.d. Abraham.
Guð elskaði líka Ísraelsmenn svo mikið að hann gaf þeim óholl boðorð og lög sem leiddu til ólífis og lét fólk brenna frumburði sína í eldi. Þetta gerði hann til þess að fólki mætti ofbjóða og gera sér grein fyrir því að Guð sé Drottinn. (Es 20:25-26)
Sindri Guðjónsson, 1.3.2009 kl. 07:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.