Sparðatíningur

Hér eru nokkur ómerkileg dæmi um mótsagnir í Biblíunni, rugl með tölur og þess háttar. Skiptir engu máli, nema fyrir þá sem halda að þeir séu með óskeikult Orð Guðs í höndunum þegar þeir lesa Biblíuna.

 „Ahasía var tuttugu og tveggja ára gamall, þá er hann varð konungur, og ríkti hann eitt ár í Jerúsalem. Móðir hans hét Atalía, sonardóttir Omrí Ísraelskonungs.“ (2. Konungabók 8:26)

 „Ahasía var fjörutíu og tveggja ára gamall, þá er hann varð konungur, og eitt ár ríkti hann í Jerúsalem. Móðir hans hét Atalía, sonardóttir Omrí.“ (2. Kroníkubók 22:2)

Fleiri mótsagnir í þessum dúr eru t.d. að Salómón átti 40.000 vagnhesta skv. 1.Konungabók 4:26 , en 4.000 þúsund samkvæmt 2. Kron 9:25. Jójakín var 18 ára þegar hann varð konungur skv. 2. Konungabók 24:8, en 8 ára skv. 2. Kron 36:9.

Margar mótsagnirnar eru miklu alvarlegri en þessar. Til að mynda skammar Drottinn Jehú vegna morðanna sem hann framdi í Jesreel í Hósea bók, og segist ætla að vitja blóðskuldarinnar. 2. Konungabók segir hið ganstæða, að Drottinn hafi fyrirskipað morðin í Jesreel, og Drottinn hrósar Jehú fyrir að hafa staðið sig vel,  er hann þurkaði út afkomendur Akabs (m.a. í Jesreel) ,,þú hefur leyst vel af hendi það sem rétt er í mínum augum, og farið alveg mér að skapi með ætt Akabs“, og síðan lofar Guð Jehú að hann og afkomendur hans í 4 ættliði verði konungar yfir Ísrael að launum, sbr færsluna Pólitísk átök í Biblíunni.

Dæmi eru um það að bækur Gamla testamenntisins séu hreinlega skrifaðar til að leiðrétta aðrar bækur þess. T.d virðist Rutarbók skrifuð til að leiðrétta bann Esra og Nehemía gegn blönduðum hjónaböndum gyðinga og útlendinga. Hann mátti ekki vera í söfnuði Drottins að eilífu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll.

Trúarbrögð eru eitt - trú er allt annað.

Biblían er bara bók full af skrítnum gömlum sögum af stjórnsemi, ofstæki og þvælu. Inn á milli leynist eitt og eitt gagnlegt sem snertir siðferði og fegurð, en flest lýsir sjúklegm hugmyndaheimi þeirra sem vilja fella aðra undir sína stjórn með ofbeldi. Biblían fjallar að miklu leyti um ótta valdasjúkra einstaklinga.

Trú er hins vegar persónuleg, og eign hvers og eins sem finnur sinn innri styrk og frelsi. Trú má finna með því að leita inn á við og finna sína eigin innri fegurð og jafnvægi. Trú hefur ekkert með trúarbrögð að gera, né sannfæringu og hugmyndaheim annarra.

Þeir sem segjast vera trúlausir eyða oft tíma sínum og orku í að gagnrýna trúarbragðarit á borð við biblíuna, þegar þeirri orku væri betur varið í að finna sinn innri sannleika.

Það eru til bækur í dag sem eru þúsundfalt merkilegri en biblían, og setja fram kenningar um innri styrk og frelsi einstaklinsins.

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 07:53

2 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Ég hef áhuga á Biblíunni og hef gaman af því að grúska í henni. Ég verð því að ákveða sjálfur í hvað mínum frítíma er varið. Einnig eru milljónir manna sem sjá Biblíuna ekki sömu augum og þú (sögum af stjórnsemi, ofstæki og þvælu), heldur telja hana óskeikult myndugt orð Guðs. Ég er soltið að beina orðum mínum að þeim.

Hvað áttu við með orðunum "þeir sem segjast vera trúlausir"? 

Sindri Guðjónsson, 1.3.2009 kl. 08:06

3 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Hvaða hvaða! Sindri eru fleiri en ég sem draga meint "trúleysi" þitt í efa????

Aðalbjörn Leifsson, 1.3.2009 kl. 10:22

4 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Sindri Guðjónsson, 1.3.2009 kl. 10:48

5 identicon

Heill og sæll aftur Sindri.

Ég er ekki að dæma þig. Auðvitað verðu frítíma þínum eins og þú kýst. Þetta var einfaldega athugasemd hjá mér og eigin hugleiðing út frá færslunni þinni, og ekki árás á þig og trú þína á trúleysi þitt.

Að sjálfsögðu meðtaka allir biblíuna út frá sínum eigin raunveruleika, þmt. ég. Ég efast ekki um að túlkun hvers og eins á því sem stendur í biblíunni (eða hvaða annarri bók sossum) sé sönn gagnvart þeirra eigin hugmyndaheimi og innri raunveruleika.

Ef þú segist vera trúlaus þá tek ég því einfaldlega þannig og sé ekki ástæðu til að rökræða það frekar við þig. Ef ég fer að rökræða það við verður sú rökræða einfaldlega eldsneyti til að dýpka trú þess í þér sem trúir á trúleysi þitt - sem er hvorki slæmt né gott, heldur bara eins og það er. Ef þú trúir því að þú sért trúlaus, þá er það bara þannig, og það hafa allir fullt frelsi og yfirráð yfir sínum innri raunveruleika.

Gæfan fylgi þér,

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 10:59

6 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Heill og sæll Kristinn. Ef þú trúir því að þú sért trúaður, þá er það bara hið besta mál!

(Sérðu ekki hrokann í þessu? Þú þykist vita það betur en ég hvort ég sé í alvörunni trúlaus. Þú veist að trúleysi mitt sé innst inni trú á trúleysi mitt.)

Sindri Guðjónsson, 1.3.2009 kl. 11:19

7 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Sæll Sindri,
Ég er sammála þér að það eru margar mótsagnir í Biblíunni. Ekki bara í Gt. heldur líka í Nt.
Bókin sjálf er ekki heilög, heldur er það boðskapurinn sem hún flytur... og við verðum að læra að flokka hvað er ,,saga hinnar óhlýðnu þjóðar" og hvað sé okkur til uppbyggingar í kristinni trú.  

Bryndís Svavarsdóttir, 1.3.2009 kl. 11:55

8 identicon

Heill og sæll Sindri.

Ég hef orðið þess var að þeir sem segjast trúlausir eru ávallt í vörn gagnvart þessari afstöðu sinni, og taka öllu áreiti sem að þessu lýtur á einhvern hátt sem árás. Ég hef einfaldlega gaman að ýta á takkann og sjá hver viðbrögðin verða.

Ef það felst hroki í því að véfengja einhvern, þá hlýtur það jafnframt að teljast hroki að halda einhverju einstrengingslega fram á opinberum vettvangi, s.s. því að fullyrða trúlausa afstöðu. Er þá ekki allt hroki?

Ég trúi því hins vegar að ég sé trúaður, og þér virðist finnast það hið besta mál. Ég sé engan hroka í því. Mín trú hefur ekkert með trúarbrögð að gera af neinu tagi, og því getur enginn skilgreint hana nema ég. Sökum þessa getur enginn ráðist á mína trú eða hnikað henni.

Á sama hátt finnst mér hið besta mál að þú trúir því að þú sért trúlaus, og sé engan hroka þar heldur. Þín trú á trúleysi þitt er líklega eins og mín trú hvað það snertir að hún hefur ekkert með trúarbrögð að gera, og því getur aðeins þú einn skilgreint hana, og sökum þessa getur enginn ráðist á þessa trú þína eða hnikað henni.

Það sem máske strýkur þér öfugt er notkun mín á þversögninni "að trúa því að þú sért trúlaus", vegna þess að hún getur aldrei samræmst þeim hugmyndaheimi sem trú þín á trúleysi þitt byggir á.

En fyst þú ert trúlaus, hvers vegna hefur þú svona mikinn áhuga á trúarbrögðum og því sem stendur í biblíunni? Áhugi sem þekur heilt blogg á opnum og opinberum vettvangi?

Getur verið að þú sért trúarbragðalaus frekar en trúlaus? Ég myndi skilja þá afstöðu, enda líklega nokkuð laus við trúarbögð sjálfur.

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 12:28

9 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Kristinn þú ert eitthvað að misskilja. Það er ekki hrokafullt að trúa á Guð, og það er ekki horkafullt að vera trúlaus. Hrokinn felst í því að telja sig vita hverju annað fólk trúir í raun og veru, betur en það sjálft.

Sindri Guðjónsson, 1.3.2009 kl. 12:38

10 identicon

Sæll Sindri.

Þarf eitthvað að halda sig vita betur um trúleysi? Trúleysi er einmitt það - trúleysi, án trúar á eitt eða neitt, annars væri það ekki trúleysi. Það verður að gagna út frá einhverjum punkti. Ég tel mig ekki vita hverju þú trúir umfram það sem þú fullyrðir í kynningu þinni : "Ég er trúlaus ..".

Spurningin er í raun aldagömul, og í henni felst ekki hroki : "Trúir þú því að þú sért trúlaus?"

Þetta er ekki einhver spurning sem ég fann upp, heldur hefur verið viðfangsefni heimspekinnar um langan aldur, og aldrei fengist í hana nein niðurstaða. Ég er hins vegar að prufa að beita hér hinni klassísku röksemdafærslu sem felst í þversögninni.

Svarið sem ég virðist fá er vörn í ásökun um hroka.

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 13:01

11 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Já, ég trúi því að ég sé trúlaus. Trúir þú því að ég sé trúlaus?

Sindri Guðjónsson, 1.3.2009 kl. 15:12

12 Smámynd: Rebekka

Hvernig væri að ganga einu skrefi lengra og segja bara "Ég veit að ég er trúlaus"?    Öll þessi umræða um að trúir þú að þú trúir ekki á trúverur sem eru trúanlegar en þó ekki traustar í trúnni um trú á trúleysi á trú.... GAH!   trútrútrúdditrú...   ég snýst bara í hringi hérna.

Rebekka, 1.3.2009 kl. 16:25

13 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Nei, ég veit auðvitað ekkert um það hvort ég sé trúlaus. Ég þarf að spyrja Kristin Örn, hann er búinn að finna sannleikann. 

Sindri Guðjónsson, 1.3.2009 kl. 16:39

14 identicon

Heill og sæll Sindri.

Ekki veit ég hvort þú ert trúlausari en aðrir sem halda því fram að þeir séu trúlausir.  Ég hélt máske að það væri hægt að fá þig í rökræður um fyrirbrigðið trúleysi.

Ég set hins vegar spurnigarmerki við sannfæringu manns sem eyðir jafnmikilli orku og blogg þitt ber merki við að skoða biblíuna og draga upp og benda á fáráðleikann sem þar er að finna hartnær á hverri blaðsíðu, og gerir sér far um að draga upp mjög neikvæða mynd.  Ég hlýt að spyrja mig : "Hvað knýr hann?". Ég er nefnilega haldinn forvitni um hvernig upplifun það er að telja sig trúlausan, og hvernig menn komast að þeirri niðurstöðu. Þessi forvitni mín er einlæg og hafi ég potað í einhver kaun hjá þér þá biðst ég fyrirgefningar.

Það að setja út á biblíuna snertir mig ekki, fyrir mér er biblían ekki heilagari en hver önnur bók.

Hvað sannleikann snertir, þá er mjög auðvelt að finna hann. Hann er bara á einum stað.

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 17:24

15 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Kristinn Örn, ég var rosalega trúaður í 14 ár. Ég átti samleið með hvítasunnukirkjunni, og söfnuðum eins og Veginum og Krossinum. Ég fór reyndar frá því að vera bókstafstrúaður, í að vera frjálslyndur "ekki-bókstafstrúarmaður", og að lokum til trúleysis, í mjög mörgum litlum hægum skrefum.

En til að gefa þér hugmynd um hversu niðursokkinn ég var í Biblíuna, þá las ég guðspjöllin hvert um sig, amk 7 sinnum síðasta árið sem ég var trúðaur (ég hélt bókhald um það, þú getur spurt konuna mína), auk þess sem ég lærði t.d. að lesa hebresku til að geta lesið gamlatestamenntið á frummálinu, og fleira. Ég trúði því að Jesús hafði sagt það sem guðspjöllin segja að hann hafi sagt. Þar segir hann fólki að til að fylgja sér þannig að hann væri númer eitt, tvö og þrjú í þeirra lífi. Ég taldi að ekkert skipti meira máli en að kynnast guði, og fylgja honum. Eilífðin skipti mestu máli, ekki veraldlegt drasl. Ég predikaði reglulega á samkomum í Hvítasunnukirkjunni, og predikaði t.d. fjallræðuna utan að á samkomu í Krossinum, sá um unglingastarf og fleira.

Það er þannig, þegar maður hefur haft mjög mikinn áhuga á einhverju lengi, að áhuginn hverfur ekkert á einni nóttu. Fyrrverandi handboltamenn fylgjast t.d. yfirleitt með handboltanum þó að þeir séu hættir að taka þátt. Það eru fjölda margir trúlausir fræðimenn sem hafa atvinnu af því að kenna um Bibliuna í háskólum, og finnst hún heillandi rannsóknarefni, þó að hún sé mannleg bók, og að enginn guð sé til. T.d. Bart Ehrman, Robert M. Price, Gerald A. Larue, og ótal fleiri. 

99% af því sem ég skrifa hérna um Biblíuna eru hlutir sem ég las um meðan ég var enn trúaður. Ég hef því miður ekki tíma til að lesa mikið í Biblíunni nú orðið, en ég vildi að ég hefði tíma til þess. T.d. er þessi færsla hér fyrir ofan kopí peistuð úr gömlum minnistpunktum úr word skjali síðan í gamla daga, og lítillega breytt. Mér finnst bara gaman að deila þessu með fólki, og er auk þess knúinn áfram af þeirri þörf að benda fólki, sem er í sömu spörum og ég var, á, hversu fráleitt það sé að halda að Biblían sé óskeikult Orð Guðs.  Þess vegna legg ég áherslu á þau atriði sem ég legg áherslu á. Fullt af fólki sem dýrkar Biblíuna sem heilagan sannleika, þekkir hana miklu verr en það heldur. Það les "mannakornaöskjur", og heyrir lesin bestu versin í kirkjum, og búið.

Trú fólks, sem snýst ekki um Biblíuna eða annað trúarrit, er eitthvað sem ég hef aldrei haft mikinn áhuga á, og truflar mig ekki neitt. 

Að lokum vil ég benda þér á færslur, sem ég er reyndar sífellt að linka á. Stöku sinnum bendi ég á flotta hluti í Biblíunni. Staðreyndin er reyndar sú, að miklu meira er um flotta hluti í Biblíunni en ljóta, sér í lagi, ef maður sér hana í ljósi þess að hún er að öllu leyti samin af dauðlegum mönnum, sem voru börn síns tíma.

http://sindri79.blog.is/blog/sindri79/entry/605392/ - Ljóðræn og hispurslaus

http://sindri79.blog.is/blog/sindri79/entry/427810/ - Snilld í Jobsbók

http://sindri79.blog.is/blog/sindri79/entry/454258/?t=1203932366 - Nytsöm til fræðslu

Trúleysi er allt annað mál, en að hafna Bibliunni. Ég verð að ræða það atriði seinna. Þarf að fara að elda sunnudagssteikina.

Sindri Guðjónsson, 1.3.2009 kl. 18:22

16 Smámynd: Páll Jónsson

Alltaf finnst mér jafn ótrúlegt að heyra dæmi um menn sem finnst leit að sannleikanum ekki nóg... menn eigi að leita að sínum eigin "innri" sannleika.

Ég er ekki frá því að svona tal flokkist undir "helvítis nýaldarþvaður" á fagmálinu. 

Páll Jónsson, 3.3.2009 kl. 13:28

17 identicon

Heill og sæll Sindri, og takk fyrir greinargott svar, og tilvitnanirnar í pistlana þína.

Ástæðan fyrir forvitni minni og því að ég er að potast í að draga þig inn í þessa umræðu er einfaldlega sú að ég sjálfur finn mig æ nær einhverju sem ég upplifi sem nokkurs konar trúleysi, en samt ekki. Ég finn einhvern grunntón lífs, náttúru og eðlis sem mér finnst ég tilheyra - einhverskonar kaótískan samhljóm heimsins, sem á í raun ekkert skylt við algengustu hugmyndir mannsins um guðlega vitund.

Ég hef líkt og þú gengið gegnum tímabil þar sem ég gaf mig "hefðbundnum" trúarlegum gildum á vald, en gekk ekki jafn langt og þú lýsir af þinni reynslu. Reynsla mín vakti einfaldlega hjá mér sífellt tíðari og þyngri spurningar um mannlegt eðli sem ég varð að reyna að finna svör við. Svörin sem ég uppgötvaði smám saman við þessum spurningum mínum leiddu til þess að ég fór að sjá mynstur í mannlegri hegðan sem skýrðu fyrir mér þörf mannsins til að trúa á eitthvað og leita réttlætingar trúar sinnar á einhverskonar guðlega vitund.

Vangavelturnar urðu til þess að ég fór smám saman að öðlast dýpri skilning á hvötum mannskepnunnar (mínum eigin þ.m.t.) og samspili upplifunar mannsins á fyrirbrigðinu tíma og því hvernig kenndir, siðvitund, viðhorf og hvatir stjórna og stjórnast af grunnhvötum s.s. ótta, sem virðist langalgengasti hvatinn.

Það má segja að ég sé kominn í hring. Einskonar "náttúruleg" lífsstefna sem ég hafði tilhneigingu til að fylgja á unglingsárum án þess í raun að gefa því gaum og vera fullkomlega meðvitaður um, hefur orðið æ meira ríkjandi aftur á seinni árum. Munurinn er sá að vera miklum mun meðvitaðri en áður. Það er í dag þessi "meðvitund" sem er minn innsti kjarni og tenging við lífið sjálft. Það sem stendur út af hjá mér er vitneskjan um að geta aldrei skilið lífið sjálft, hvaðan það kemur eða hvert það fer, og þessvegna get ég ekki sagst vera fullkomlega trúlaus.

Ég geri mér grein fyrir að ofansagt kann að hljóma undarlega, en það virðist vera að orð dugi seint til þegar þess er freistað að útskýra eitthvað þessu líkt.

Kær kveðja,

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 15:01

18 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Getur verið. Fyrir mér hljómar allt þetta tal um innri meðvitund og tengingu við lífið sjálft eins og einhver furðulegheit. Samt ekkert verra en gamla Biblíudýrkunin mín. Bara öðruvísi furðulegheit.

"ég sjálfur finn mig æ nær einhverju sem ég upplifi sem nokkurs konar trúleysi"

Trúleysi er fínt. Leitið og þér munuð finna...

Sindri Guðjónsson, 3.3.2009 kl. 19:03

19 identicon

Heill og sæll aftur.

Ekki misskilja mig Sindri. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu fyrir löngu síðan, líkt og fjöldi heimspekinga, að sannkallað trúleysi sé alls ekki til, og geti ekki verið til. Það er í eðli mannshugans að skapa sér skjöld sjálfsblekkingar, og egósins að verja hugmyndaheim til síðasta blóðdropa. Að halda fram trúleysi er slíkur skjöldur, og einfaldlega enn einn hugmyndaheimurinn fyrir það tiltekna egó að verja.

Það er hins vegar hægt að nálgast nokkuð sem margir rugla saman við "trúleysi" með því að hafna kreddukendum fordómum, áráttukenndri flokkun og aðgreiningu ásamt  endalausum óttaáróðri trúarbragða. Eftir stendur vitundin, siðferðiskennd, kærleikurinn og umhyggja fyrir lífinu, náttúrunni og meðbræðrum sínum.

Njóttu þess að vera trúlaus Sindri. Eins og þú segir sjálfur á vissan hátt ; "Það er ágætt að vera sammála um að vera ósammála".

Kveðja,

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 08:17

20 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Sæll aftur Kristinn.

Það er ágætt að vera sammála um að vera ósammála. Vil þó benda á að það er ekkert mál að vera trúlaus, og á sama tíma hafa siðferðiskennd, kærleika, og umhyggju fyrir lífinu, náttúrunni, og meðbræðrum sínum.

Það er auðvitað til alveg heil glás af heimssepkingum sem er ekki sammála þér, og þeim fjölda heimsspekinga sem þú vísar til, um að raunverulegt trúleysi sé ekki til. 

"Atheist is nothing you choose to be. Many religios people believe in a god because they want to believe, but an atheist is an atheist because he has come to the conclusion that there is no god or more commonly, that there is no evidence for any god. I don't believe in the christian god for the same reason that I don't believe in Ossiris, Thor, Odin, Zeus, Brahman, Khali, Satan, Mother Goose or Santa Claus. Things aren't decided by what we want them to be, they simply are what they are."

Sindri Guðjónsson, 4.3.2009 kl. 08:52

21 identicon

Sæll Sindri, takk fyrir svarið.

"...an atheist is an atheist because he has come to the conclusion that there is no god or more commonly, that there is no evidence for any god."

Ef ég get ekki sannað að eitthvað sé ekki til, þá er það í sjálfu sér ekki óyggjandi sönnun þess að það sé ekki til.

Dæmi :

A segir : "Ég elska litlu dóttur mína".
B segir : "Sannaðu það!"

Ég hef ekki fengið neina óyggjandi sönnun þess að Guð sé ekki til. Ég hef heldur ekki fengið neina óyggjandi sönnun þess að Guð sé til.

Það sem hins vegar fær mig til að efast um að Guð sé ekki ekki til (skv. persónulegri reynslu og upplifun), er oft á tíðum flókin röð atburðarásar sem virðist einhverjum tímapunkti hafa verið afar ólíkleg sem tilviljun. Þessa vegna hallast ég að trú á einhvers konar æðri mátt (lífið sjálft?), og jafnvel legg traust mitt á slíkan mátt þegar minn eigin vanmáttur er ljós staðreynd (sem er líklega oftar en ég vil viðurkenna).

Kveðja,

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 10:46

22 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Getur þú sannað að það sé ekki gulur teketill sem er á sporpaug umhverfis sólina?

Þó að sé ekki hægt að sanna að guli teketillinn sé ekki til, er ekki þar með sagt, að maður geti dregið þá ályktun að líklega sé enginn gulur teketill á sporbaug umhverfis sólina.

Sindri Guðjónsson, 4.3.2009 kl. 10:51

23 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Það var einhver misritun þarna hjá mér. Þó að enginn geti sannað að það sé ekki gulur teketill sem hringsóli í kringum sólinu, þá get ég engu að síður dregið þá ályktun að enginn gulur teketill sé á sporbaug um sólu.

Það er t.d. ekki hægt að sanna að ekki séu til einhyrningar einhversstaðar í veröldinni, eða á öðrum hnöttum kannski, engu að síður tel ég að engir einhyrningar séu til.

Sindri Guðjónsson, 4.3.2009 kl. 10:54

24 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

A segir : "Ég elska litlu dóttur mína".
B segir : "Sannaðu það!"

Ég hef ekki fengið neina óyggjandi sönnun þess að Guð sé ekki til. Ég hef heldur ekki fengið neina óyggjandi sönnun þess að Guð sé til.

Vandamálið við þennan samanburði (sem oftar er settur fram: "getur þú sannað að þú elskir konuna þína) er að það efast enginn um að trú sé til, að fólk trúi.  Á sama hátt efas enginn um að ást sé til, að fólk elski.

Aftur á móti eru til ótal dæmi um að fólk hafi elskað eitthvað sem ekki var til, dýrkað einhvern tilbúning.  Í slíkum tilvikum endar fólk oft á viðeigandi stofnunum.

Ég get ekki sannað að ég elski dætur mínar, en ég get sannað að þær séu til.  Ég get líka sýnt fram á að ást sé til og leitt að því líkur að heilbrigðir foreldrar elski börnin sín.  Sönnunarbyrðin væri þá búin að færast yfir á þá sem efast um að ég elski dætur mínar.

 Ég hef ekki fengið neina óyggjandi sönnun þess að Guð sé ekki til.

Þarna skiptir máli hvað fólk á við með "Guð".  Ef verið er að ræða fyrirbæri sem er alviturt, algott og almáttugt - þá er fyrir löngu búið að afsanna tilvist þess.  Ef um er að ræða fyrirbæri sem hlustar á bænir og framkvæmir óskir þess sem biðja, þá er búið að sýna fram á að það sé ekki til.  Ef um er að ræða "einhvern æðri mátt" sem ekki skiptir sér af því sem gerist í alheiminum, tja, þá er afar erfitt að sýna fram á að hann sé ekki til - alveg eins og með gula tekelinn eða ósýnilega ógreinanlega álfa.

Matthías Ásgeirsson, 4.3.2009 kl. 11:29

25 Smámynd: Sindri Guðjónsson

"Ég hef komist að þeirri niðurstöðu fyrir löngu síðan, líkt og fjöldi heimspekinga, að sannkallað trúleysi sé alls ekki til," - Kristinn Örn

Sæll aftur, vildi gera smá athugasemd við þetta. Ég var að ræða aðeins við Sigurð Kristinsson, og spurði hann aðeins út í þetta mál. Hann sagði að það væri alger urmull af heimspekingum sem væru trúlausir, og teldu alvöru trúleysi vera til (ekki það að ég þyrfti að spyrja hann, menn eins og Sartre, Nietche, og fleiri er eitthvað sem allir þekkja). Hann bætti síðan við að það væri erfitt að finna nútíma heimspekinga sem beinlínis væru að boða trúleysi í heimspeki í dag, af því að mainstream heimspeki hefði fyrir löngu síðan tekið því sem gefnum hlut að trúleysi væri málið.

Sindri Guðjónsson, 4.3.2009 kl. 12:04

26 identicon

Þarna skiptir máli hvað fólk á við með "Guð".  Ef verið er að ræða fyrirbæri sem er alviturt, algott og almáttugt - þá er fyrir löngu búið að afsanna tilvist þess.  Ef um er að ræða fyrirbæri sem hlustar á bænir og framkvæmir óskir þess sem biðja, þá er búið að sýna fram á að það sé ekki til

Hvernig er búið að sanna það?

Karó (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 13:23

27 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hvoru tveggja fellur undir illskuvandamálið (http://en.wikipedia.org/wiki/Theodicy). Bænagvuðinn hefur verið afsannaður með rannsóknum á mætti bæna (þær virka ekki).

Matthías Ásgeirsson, 4.3.2009 kl. 19:15

28 identicon

Sindri we got the point. Hvernig væri nú að fara sinna lífinu...

Steini Borðtennismeistari (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 00:03

29 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Sæll Steini borðtennismeistari. Gott að þú ert búinn að nú þessu

En hey! Þetta er gaman!

Sindri Guðjónsson, 8.3.2009 kl. 07:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Guðjónsson

Höfundur

Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson

Ég heiti Sindri! Ég er trúlaus, og blogga hér aðallega um Biblíuna. (Ég er að vísu sem betur fer hættur þessu stússi)

 

Þú getur haft samband: sindri79(a)gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...itvig
  • ...ysyvq
  • ...100_2438

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband