13.2.2009 | 13:54
Óþekka stelpan
Ég fékk safndisk með hljómsveitinni Egó í útskriftargjöf vorið 2008. Þessi diskur fékk á tímabili að hljóma reglulega í bílnum, bæði þegar ég ók um einn, og einnig þegar aðrir fjölskyldumeðlimir voru farþegar í bílnum. Á plötunni er m.a. lagið "Stórir strákar fá raflost". Það hefst á orðunum: "Þeir hringdu í morgun, sögðu Lilla væri orðin óð. Húni biti fólk í hálsinn, drykki úr þeim allt blóð. Hún hafði sagt hún gæti ekki dottið..." og svo framvegis.
Þegar elsta dóttir mín var nýlega orðin þriggja ára, vorum við eitt sinn í smá bíltúr. Skyndilega segir sú stutta: "Pabbi, viltu hlusta á lagið um óþekku stelpuna sem bítur fólk í hálsinn?". Ég áttaði mig ekki alveg strax á því um hvað hún var að tala, en svo mundi ég eftir þessu Egó lagi. Sum börn fyljgast vel með textanum í rokk og popplögum. Ég er hættur að spila lagið með börnin í bílnum.
Um bloggið
Sindri Guðjónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Biblían
Frábær og gagnleg heimasíða. Þarna er hægt að lesa bæði nýju þýðinguna, og hina gömlu góðu 1981 þýðingu.
- Hebrew - English Bible
- Biblían Frábær og gagnleg heimasíða. Þarna er hægt að lesa bæði nýju þýðinguna, og hina gömlu góðu 1981 þýðingu.
Bloggvinir
- lexkg
- andres
- alla
- bjolli
- geiragustsson
- gudnim
- godinn
- hjaltirunar
- jevbmaack
- prakkarinn
- rosaadalsteinsdottir
- sigurgeirorri
- nerdumdigitalis
- truryni
- styrmirh
- svanurmd
- stormsker
- vefritid
- postdoc
- fsfi
- axelpetur
- gattin
- brandarar
- eyglohjaltalin
- hleskogar
- ljonas
- andmenning
- kt
- durban2
- sviss
- hvala
- svenni
- nordurljos1
- vest1
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Sindri minn
Gott hjá þér. Þetta er ógeðslegur texti fyrir barnið að hlusta á.
Katrín Stefanía og skólafélagar hennar eru á Flórída í sól og hita. Fóru á ráðstefnu og hittu Óla og Ernu.
Vertu Guði falinn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.2.2009 kl. 23:49
Já. Annars er yfirleitt allt í lagi fyrir börn að hlusta á Bubba, og jafnvel Egó, t.d. "Fjöllin hafa vakað". Kristey er hins vegar athugul, og greip þessar nokkrar setningar á lofti, sem ekki eru við hæfi barna.
Sindri Guðjónsson, 14.2.2009 kl. 11:34
Gaman að Katrín sé í Flórída. Það var annars hún sem gaf mér Egó diskinn í útskriftargjöf!
Sindri Guðjónsson, 14.2.2009 kl. 11:53
Sindri Guðjónsson, 14.2.2009 kl. 11:53
Við verðum að skamma stelpuna.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.2.2009 kl. 12:07
Sæll Sindri þú ættir heldur ekki að spila Megas hann talar eða orgar um "krókodíla manninn blásvartan í framan" óhuggnanlegt.
Aðalbjörn Leifsson, 15.2.2009 kl. 07:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.