Óþekka stelpan

Ég fékk safndisk með hljómsveitinni Egó í útskriftargjöf vorið 2008. Þessi diskur fékk á tímabili að hljóma reglulega í bílnum, bæði þegar ég ók um einn, og einnig þegar aðrir fjölskyldumeðlimir voru farþegar í bílnum. Á plötunni er m.a. lagið "Stórir strákar fá raflost". Það hefst á orðunum: "Þeir hringdu í morgun, sögðu Lilla væri orðin óð. Húni biti fólk í hálsinn, drykki úr þeim allt blóð. Hún hafði sagt hún gæti ekki dottið..." og svo framvegis.

Þegar elsta dóttir mín var nýlega orðin þriggja ára, vorum við eitt sinn í smá bíltúr. Skyndilega segir sú stutta: "Pabbi, viltu hlusta á lagið um óþekku stelpuna sem bítur fólk í hálsinn?". Ég áttaði mig ekki alveg strax á því um hvað hún var að tala, en svo mundi ég eftir þessu Egó lagi. Sum börn fyljgast vel með textanum í rokk og popplögum. Ég er hættur að spila lagið með börnin í bílnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Sindri minn

Gott hjá þér. Þetta er ógeðslegur texti fyrir barnið að hlusta á.

Katrín Stefanía og skólafélagar hennar eru á Flórída í sól og hita. Fóru á ráðstefnu og hittu Óla og Ernu. 

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.2.2009 kl. 23:49

2 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Já. Annars er yfirleitt allt í lagi fyrir börn að hlusta á Bubba, og jafnvel Egó, t.d. "Fjöllin hafa vakað". Kristey er hins vegar athugul, og greip þessar nokkrar setningar á lofti, sem ekki eru við hæfi barna.

Sindri Guðjónsson, 14.2.2009 kl. 11:34

3 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Gaman að Katrín sé í Flórída. Það var annars hún sem gaf mér Egó diskinn í útskriftargjöf!

Sindri Guðjónsson, 14.2.2009 kl. 11:53

4 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Sindri Guðjónsson, 14.2.2009 kl. 11:53

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Við verðum að skamma stelpuna.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.2.2009 kl. 12:07

6 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Sæll Sindri þú ættir heldur ekki að spila Megas hann talar eða orgar um "krókodíla manninn blásvartan í framan" óhuggnanlegt.

Aðalbjörn Leifsson, 15.2.2009 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Guðjónsson

Höfundur

Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson

Ég heiti Sindri! Ég er trúlaus, og blogga hér aðallega um Biblíuna. (Ég er að vísu sem betur fer hættur þessu stússi)

 

Þú getur haft samband: sindri79(a)gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...itvig
  • ...ysyvq
  • ...100_2438

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband