20.1.2009 | 07:17
Gleðifréttir!
"Fagnaðarerindið er að allir menn hafa brotið gegn Guði með illsku sinni, í huga sínum og í verki og að Guð neyðist til að eyða þeim á dómsdegi. En að það er til lausn sem er að Jesú borgaði gjaldið og ef þeir iðrast, setja traust sitt á Krist og skírast þá geta þeir bjargað sálu sinni. Ef þetta gerist ekki þá glatast þeir..."
- Mofi/Halldór Magnússon (sjá athugasemd við þessa færslu hér), letur breyting mín.
Mér finnst þetta nú hálf hryggilegar gleðifréttir.
Mofi trúir ekki á eilíft helvíti, en fjölda margir kristnir menn gera það. T.d. Hvítasunnumenn og keimlíkar trúarhreyfingar. Afleiðingin er sú að "fagnaðarerindið" verður enn súrara.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:35 | Facebook
Um bloggið
Sindri Guðjónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Biblían
Frábær og gagnleg heimasíða. Þarna er hægt að lesa bæði nýju þýðinguna, og hina gömlu góðu 1981 þýðingu.
- Hebrew - English Bible
- Biblían Frábær og gagnleg heimasíða. Þarna er hægt að lesa bæði nýju þýðinguna, og hina gömlu góðu 1981 þýðingu.
Bloggvinir
- lexkg
- andres
- alla
- bjolli
- geiragustsson
- gudnim
- godinn
- hjaltirunar
- jevbmaack
- prakkarinn
- rosaadalsteinsdottir
- sigurgeirorri
- nerdumdigitalis
- truryni
- styrmirh
- svanurmd
- stormsker
- vefritid
- postdoc
- fsfi
- axelpetur
- gattin
- brandarar
- eyglohjaltalin
- hleskogar
- ljonas
- andmenning
- kt
- durban2
- sviss
- hvala
- svenni
- nordurljos1
- vest1
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það sem mér finnst merkilegast við þessi ummæli er það að Mofi talar um að guð "neyðist" til að eyða mér. Merkilegt að almáttugur guð neyðist til að gera eitthvað. Með þessu orðalagi er Mofi líklega að reyna að minnka ábyrgð guðs.
Í staðinn fyrir að segja að fjölda margir kristnir menn trúi á eilíft helvíti, þá væri ef til vill réttara að segja að nánast allir geri það, hvítasunnumenn, kaþólikkar, rétttrúaðir, lútherskir og ég veit ekki hvað. Hitt er undantekningin.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.1.2009 kl. 07:32
Ástæðan fyrir því að ég orða þetta svona, er sú, að þrátt fyrir að eilíft helvíti sé kenning lútherskra kirkna, réttrúnaðar kirkna, o.s.frv, að þá eru fjölda margir kristnir og trúaðir meðlimir í kirkjudeildum sem trúa ekki á akkúrat þennan hluta kennisetningar kirkjudeildar sinnar.
Ég man bara eftir tveimur kirkjudeildum í augnablikinu sem afneita tilvists hins hefðbundna helvítis. Það eru aðventistar og vottar jehóva. Universalistar gera það væntanlega líka, en ég þekki ekki til þeirra.
Sindri Guðjónsson, 20.1.2009 kl. 08:29
æi já það er enginn rosalegur fögnuður fólginn í þessu
Dögg (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 11:57
Nú snýrðu öllu á hvolf
Það er illska í heiminum. Það eru þjáningar, sjúkdómar, ótti, styrjaldir, morð, hatur, nauðganir, skelfing, kúgun, sundrung, fátækt, óréttlæti, dauði og fleira. Heimurinn er sökkvandi skip og allir menn eru að sökkva með því. Það er komið gat á hið mannlega Titanic. Það getur vel verið að sumir séu í veislusal skipsins og geri sér ekki grein fyrir því enn. Staðreyndin er samt sú að við erum öll að sökkva og afleiðingarnar eru drukknun.
Fagnarðarerindið er að Guð sendi son sinn með björgunarbát. Allir sem í hann fara munu ekki sökkva. Guð sendi ekki son sinn til að sökkva skipinu heldur til að allir á skipinu mættu lifa. Þeir sem eru í fullri afneitun uppi í veislusal skipsins og neita að fara í bátinn munu því miður sökkva. Það er ekki björgunarsveitinni að kenna.
Heiðrún (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 22:02
"Það er illska í heiminum. Það eru þjáningar, sjúkdómar, ótti, styrjaldir, morð, hatur, nauðganir, skelfing, kúgun, sundrung, fátækt, óréttlæti, dauði og fleira. Heimurinn er sökkvandi skip og allir menn eru að sökkva með því."
Og hver bjó þennan heim til? Af því að heimurinn er svona, má einmitt ætla að hann hafi ekki verið hannaður eða skapaður fyrir neinn. (nema veirur, sýkla og sjúkdóma, sem hafa yfirhöndina yfir okkur flestum á endanum). Og er það sanngjarnt að það bitni á öllum mönnum, að Adam og Eva hafi syndgað? Þá fæddumst við öll syndug og gölluð og ófær um að þóknast Guði.
Fyrir utan að það er augljóst að fyrstu 11 kaflarnir í Biblíunni eru goðsögur, enda jörðin t.d. sögð flöt, ofan á hafi, og undir himni úr föstu efni. (algerlega augljóst ef þú lest þetta á hebresku. spurðu kennarana í guðfræðideildinni)
http://sindri79.blog.is/blog/sindri79/entry/408424/ - Ó, þú flata jörð!Og af hverju er hægt að ætlast til þess að ég trúi á Jesú? Á ég að farast af því að mér finnst Biblían, sem segir t.d. að það sé dauðasök að safna saman spítum á hvíldardegi, of órökrétt, til að ég geti tekið mark á því sem hún segir um tilvist Guðs? Biblía sem segir að algóður Guð hafi fyriskipað þjóð sinni að fremja þjóðarmorð. Biblía sem segir að konur þurfi tvöfallt lengri hreinsunrtíma áður en þær fá að koma í musterið, eignist þær stúlkur en ekki drengi. Biblía sem segir að allir sem séu afkomendur ákveðins fólks séu illir og vondir. Biblía sem er ítrekað í mótsögn við sjálfa sig. Lestu upprisu sögurnar í guðspjöllunum og postulasögunni. Lestu sögurnar af fæðingu Jesú. Hvar fæddist Jesú?
"Sá sem trúir á soninn hefur eilíft líf en sá sem óhlýðnast syninum mun ekki öðlast líf heldur varir reiði Guðs yfir honum." Jóh 3:36
Hvers á ég að gjalda fyrir þá synd, að ég trúi ekki lengur á soninn? Hvers vegna ætti Guð að vera mér reiður fyrir það að trúa því ekki að dáinn maður hafi risið upp frá dauðum? Ef ég fæ mig ekki til að trúa að einhver Jesús hafi getað gengið á vatni, fæ ég þá ekki að vera með? Er það voðalega sanngjarnt? Heiðrún, hví geta bara hinir "heimsku" frelsast? (1. Kor 1:26-27).
Sindri Guðjónsson, 27.1.2009 kl. 22:47
Guð hannaði heiminn ekki illan í upphafi. Hann hannaði ekki bátinn með stóru gati. Heimurinn sem við búum í núna tímabundið er ófullkomin. Það eru margir sammála um það að mikið af illskunni í heiminum megi rekja beint til mannsins. Hver maður hefur tækifæri til að breyta rétt en fæstum okkar tekst það. Það er ekki einlæg ósk okkar að hata, ljúga, stela, svíkja og myrða og sem betur fer höfum við margt gott líka. Lögmálið var ófullkomið og sýndi okkur í raun fram á að við gætum ekki farið eftir því. Það sýndi okkur fram á að við þurfum frelsara. Í lögmálinu var Guð að reyna að ná sambandi við okkur. Hann vildi láta okkur vita að gat væri á bátnum. Svo kom frelsarinn. Það er eðlilegt að vitnum beri ekki saman um það nákvæmlega hvar Jesú fæddist. Ef þetta væri tilbúin goðsaga væri væntanlega fullkomið samræmi í frásögum, allavega þegar kemur að fæðingarstað og upprisu.
Fyrstu 11 kaflarnir í Biblíunni eru ekki námsbækur í vísindum. Þetta eru ljóð og munnmælasögur sem gengu manna á milli og eru merkilegar fyrir þær sakir að þær benda á Guð sem almáttugan skapara. Og trúi ég að þær séu innblásnar af andanum.
Þetta er afar einfaldur boðskapur og hver sem er getur tekið við honum. Þú þarft ekki að hafa greinarvísitöluna 180. En eins og þú veist þá trúir stór hluti mannkyns á eitthvað misgáfulegt. Fólk er að leita svara. Hefur þú einhverja lausn?
Guð er Guð allra og þinn líka hvort sem þú trúir á hann eða ekki. Hann hlýtur að skilja þínar ástæður betur en þú sjálfur.
Þú ert einlægur í þinni afstöðu og virði ég það. En það er samt gaman að spjalla um þetta. Það er mjög fróðlegt að lesa um þína afstöðu og þú hefur rétt fyrir þér í mörgu að mínu mati.
Heiðrún (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 21:28
Heiðrún, miðað við þetta, þá grunar mig að þú sért að nota rök sem þú hefur lesið einhvers staðar, en greinilega ekki munað alveg rétt.
Þetta með að frásagnirnar ættu að vera í fullkomnu samræmi er notað sem rök gegn því að þarna hafi menn verið að vinna saman að skrifunum, ekki gegn því að um helgisagnir sé að ræða.
En fyndist þér það til dæmis eðlilegt ef það væru tvö vitni að árekstri, annað héldi því fram að það hafi gerst á Akureyri, hitt að hann hefði gerst í Reykjavík?
Nei, Heiðrún, hver sem er getur ekki tekið við þessum boðskapi. Punkturinn sem Sindri var að koma með var einmitt sá að við getum ekki trúað þessu. Gætir þú til dæmis trúað því að ég væri guð í holdi klæddur? Það er afar einfaldur boðskapur og hver sem er gæti tekið við honum.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.1.2009 kl. 22:03
Hjalti:
Það er langt síðan ég las guðspjöllin að einhverju ráði og man ekki til þess að það sé ósamrými milli frásagna af fæðingarstað Jesú. Vitnin sem umræðir voru ekki bein vitni að fæðingunni. Þeir eru að segja frá þessum merkilega manni, öllu því sem þeir persónulega sáu og heyrðu frá öðrum. Líkingin með áreksturinn á ekki við. Þessir menn sáu ekki Jesú fæðast. Fáðu 4 menn til að segja frá efnahagshruni Íslands eftir 10 ár. Heldur þú að allar staðreyndir verði réttar. Þá yrði ég hissa. Það merkilega við slíka vitnisburði er það sem sameinar þá. Að þessir 4 menn geti sagt þeim sem ekki voru á staðnum frá hvernig þeir upplifðu merkilega og sögulega tíma.
Ég er ekki að þylja upp rök sem ég hef lesið einhversstaðar. Ef það eru til góð rök, væri ég hinsvegar til í að lesa þau.
Hjalti: Ég veit að þið Sindri getið ekki trúað þessu en það hefur ekki endilega með greindarvísitölu að gera, nema þá að greindavísitala Sindra hafi breyst á einu ári. Hún hækkaði og hann missti trúna. Hann hefur alltaf verið þrælskarpur.
Samkvæmt þínum mælikvarða sem þú hefur búið til í hausnum á þér getur Guð ekki komið í holdi eða gengið á vatni. En ef almáttugur Guð er til þá er varla vandamál fyrir hann að gera það sem honum sýnist, jafnvel brjóta náttúrulögmál.
Heiðrún (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 00:12
Líkingin hans Hjalta á við frásagnirnar af upprisunni. Samkvæmt annarri þeirri hitti Jesú 10 lærisveina sína saman rétt hjá Jerúsalem eftir upprisuna, samkvæmt hinni, hittir hann þá 11 á fjalli í Galíleu í nokkur hundruð kílómetra fjarlægð frá Jerúsalem eftir upprisuna. Samræmingarnar eru hæpnar. Lestu upprisusögurnar sjálf.
Fæðingardæmið, hefði frekar mátt orða með spurningunni, hvar bjuggu Jósef og María, þegar Jesús fæddist:
Jósef og María bjuggu í Nasaret, en komu til Betlehem vegna manntals (Lúk 2:1-7).
Jósef og María bjuggu í húsi í Betlehem (þurftu ekki að fara til Betlehems útaf neinu manntali, né fæða Jesú einhverri jötu í fjárhúsi). Þau fluttu ekki til Nasaret fyrr en eftir að þau höfðu flúið með Jesú til Egyptalands (Matt 2:1-,11, 22-23)
Hvers vegna þarf ég að trúa að þetta sé bókstaflega satt, ef þetta er órökrétt. Er það sanngjörn krafa?
Líka varðandi Biblíuna í heild. Órökrétt að hún sé skrifuð af alvitrum og algóðum guði. Samt verð ég að trúa á hana. Er það sanngjarnt? Hver er syndin við að nota höfuðið sem Guð gaf mér?
Sindri Guðjónsson, 29.1.2009 kl. 00:35
Sindri: Ég veit að greind minni er ábótavant en ég sé ekki misræmið. Önnur sagan talar um ferð Jósefs og Maríu til Betlemhem og þar fæddist hann og var lagður í jötu, væntanlega í fjárhúsi. Hin sagan talar ekkert um ferðina til Betlehem en útilokar hana ekki heldur. Þar segir bara: Þegar Jesús var fæddur í Betlehem(sami bær í báðum sögum) o.s.frv. Svo er farið að tala um heimsókn vitra manna til hans. Þeir heimsóttu hann í hús, gæti hafa verið fjárhús. Það gæti líka hafa verið annað hús. Hann var varla enn í jötunni þegar þeir komu. Það er ekkert sem segir endilega að þeir hafi heimsótt hann daginn sem hann fæddist. En þeir gengu inn í húsið... Í báðum sögum fara þau svo aftur til Nasaret þar sem þau ala drenginn upp.
Heiðrún (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 01:44
Lestu upprisu sögurnar.
Sindri Guðjónsson, 29.1.2009 kl. 02:02
Ég skrifaði: "Hver er syndin við að nota höfuðið sem Guð gaf mér?"
Bara til að fyrirbyggja miskilning, þá er ég ekki að segja að kristnir noti ekki á sér höfuðið, heldur einungis að segja að þegar ég nota mitt höfuð, þá gengur reiknisdæmið um biblíukristindóm ekki upp.
Heiðrún skrifaði: " Ég veit að greind minni er ábótavan..."
Ég hef aldrei orðið vað við það, er þetta eitthvað ný skeð? Þú varst alltaf skörp og greind hér áður alla veganna :-)
Sindri Guðjónsson, 29.1.2009 kl. 02:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.