30.11.2008 | 03:58
Skipum Guð sem dómara við Hæstarétt.
Guð hefur reynslu af dómstörfum á jörðu niðri. Hann var býsna skeleggur og afgerandi dómari á sínum tíma, annað en þessar gufur sem sitja í Hæstarétti núna. Þörfin til að þyngja refsingar hefur verið í umræðunni. Menn fá allt of væga dóma á Íslandi. Guð hefur sýnt það í verki, að hann dæmir menn af hörku. Hann er sá rétti í starfið, eins og dæmin sanna:
3. Mósebók 24:10-14
Ákæruvaldið gegn syni Selómít Díbrísdóttur
10Sonur ísraelskrar konu gekk út meðal Ísraelsmanna, en faðir hans var egypskur. Lenti þá sonur ísraelsku konunnar í deilu við ísraelskan mann í herbúðunum. 11Og sonur ísraelsku konunnar lastmælti nafninu og formælti. Þeir leiddu hann fyrir Móse. En móðir hans hét Selómít Díbrísdóttir, af ættkvísl Dans. 12Og þeir settu hann í varðhald, til þess að þeim kæmi úrskurður fyrir munn Drottins. 13Og Drottinn talaði við Móse og sagði: 14"Leið þú lastmælandann út fyrir herbúðirnar, og allir þeir, er heyrt hafa, skulu leggja hendur sínar á höfuð honum, og því næst skal allur söfnuðurinn grýta hann.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:15 | Facebook
Um bloggið
Sindri Guðjónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Biblían
Frábær og gagnleg heimasíða. Þarna er hægt að lesa bæði nýju þýðinguna, og hina gömlu góðu 1981 þýðingu.
- Hebrew - English Bible
- Biblían Frábær og gagnleg heimasíða. Þarna er hægt að lesa bæði nýju þýðinguna, og hina gömlu góðu 1981 þýðingu.
Bloggvinir
- lexkg
- andres
- alla
- bjolli
- geiragustsson
- gudnim
- godinn
- hjaltirunar
- jevbmaack
- prakkarinn
- rosaadalsteinsdottir
- sigurgeirorri
- nerdumdigitalis
- truryni
- styrmirh
- svanurmd
- stormsker
- vefritid
- postdoc
- fsfi
- axelpetur
- gattin
- brandarar
- eyglohjaltalin
- hleskogar
- ljonas
- andmenning
- kt
- durban2
- sviss
- hvala
- svenni
- nordurljos1
- vest1
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eitt sinn varst þú sannur Ísraelíti Sindri minn ég man það vel. Ætti ég ekki að biðja Frímúrarana að slípa til steina og selja þegar þú verður grýttur??
Ps. Við gætum grætt vel þú og ég, (fifty-fifty profit).
Ég hef trú til að vekja þig til lífsins aftur!!!
Guð blessi þig og varðveiti í Jesú nafni Sindri minn.
Aðalbjörn Leifsson, 30.11.2008 kl. 10:59
Það er óþolandi þegar Egypsk half-breeds valsa bara inn í herbúðina þína og byrja bara að lastmæla hægri og vinstri eins og þeir eigi f*cking staðinn!
Senda allt þetta lið út á sjó segi ég.... og láta svo sjóinn falla á þá! En grýting hefur sína kosti líka svosem.
Hve margir Egyptablendingar heldur þú Sindri að hafi gert hið sama eftir þetta í Ísraelsku herbúðunum? Þetta er forvörn sem og refsing.
Auk þess sem við erum pottþétt að tala um einhverskonar.... myndlíkingu?
Ég finn ekki fleira. Einhver annar að taka við núna.
Jakob (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 11:30
Aðalabjörn við skulum græða (en ég vona nú að ég verði ekki grýttur, eftir að hrósa hæstvirtum dómara Jahve fyrir hörku).
@ Jakob,
Sindri Guðjónsson, 30.11.2008 kl. 15:18
Ef þú pírir augun mjög mikið og ert vel við glas þegar þú lest þessa sögu fær hún allt aðra og fallegri merkingu. Það er sá skilningur sem Guð vildi koma á framfæri þegar hann fól mönnum að færa þessi orð á pappír. Það vill svo heppilega til að flestir virðast lesa Biblíuna í slíku tilstandi, allavega virðist enginn kannast við það dags daglega að þetta séu fremur fólskulegar sögur af Guði sem þarna eru á ferð :P
mbk,
Kristinn Theódórsson, 30.11.2008 kl. 23:35
Ah... svo hægt er að lesa fallega merkingu út úr því að grýta mann til bana? Nú þarftu að útskýra Kristinn minn.
Páll Jónsson, 1.12.2008 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.