24.10.2008 | 13:19
Kynmök við engla
Í fyrsta kafla og níunda versi Enoks bókar stendur:
And behold! He cometh with ten thousands of His holy ones | ||
To execute judgement upon all, | ||
And to destroy all the ungodly: | ||
And to convict all flesh
|
Í Júdasarbréfi í Nýja testamenntinu er vitnað í þessi orð Enoksbókar. Í versi 14-15 í Júdasarbréfi stendur: Um þessa menn spáði Enok líka, sjöundi maður frá Adam, er hann segir: Sjá, Drottinn er kominn með sínum þúsundum heilagra til að halda dóm yfir öllum, og til að sanna alla óguðlega menn seka um öll þau óguðlegu verk sem þeir hafa drýgt og um öll þau hörðu orð sem óguðlegir syndarar hafa talað gegn honum.
Í 6. kafla 1. Mósebókar, er sagt frá því, er synir Guðs, sem kallaðir voru englar í grískum útfáfum af 1. Mósebók, höfðu samfarir við dætur mannanna, og eignuðust með þeim afkvæmi sem urðu víðfrægar hetjur. (enda ekki ónýtt að vera engill í föðurætt og mennskur í móðurætt)
1Nú tók mönnunum að fjölga á jörðinni og þeim fæddust dætur. 2Þá sáu synir Guðs hve dætur mannanna voru fagrar. Þeir tóku sér þær konur sem þeir lögðu hug á. 3Þá sagði Drottinn: Andi minn skal ekki búa í manninum að eilífu því að hann er dauðlegur. Ævidagar hans skulu vera hundrað og tuttugu ár. 4Á þeim tímum voru risarnir á jörðinni og einnig síðar er synir Guðs höfðu samfarir við dætur mannanna og eignuðust með þeim börn. Það voru hetjurnar sem í fyrndinni voru víðfrægar.
Í grískum þýðingum Gamla testamenntisins, eru "synir Guðs", einfaldlega þýtt sem "englar", eins og áður segir. Höfundar bóka Nýja testamenntisins, töluðu grísku, og vitna yfirleitt alltaf í gríska Gamla testamenntið (Septuagint), þegar þeir á annað borð vitna í Gamla testamenntið.
Áðurnefnd Enoksbók, sem höfundur Júdasarbréfs vitnaði til, lýsir með nákvæmari hætti, að því er virðist, því sem í raun og veru gerðist í 6. kafla fyrstu Mósebókar. Eftirfarandi er úr 6 kafla Enoks bókar, vers 1-3:
1 And it came to pass when the children of men had multiplied that in those days were born unto 2 them beautiful and comely daughters. And the angels, the children of the heaven, saw and lusted after them, and said to one another: 'Come, let us choose us wives from among the children of men 3 and beget us children.' ...
Og vers sex segir að tvö hundruð englar hafi stigið niður af himni á Hemron fjall: And they were in all two hundred; who descended in the days of Jared on the summit of Mount Hermon, and they called it Mount Hermon, because they had sworn
Í þriðja versi sjönda kaflans lesum við um börnin sem englarnir eignuðust með mennsku konunum: And they 3 became pregnant, and they bare great giants, whose height was three thousand ells
Í nítjánda kafla Enoksbókar segir eftirfarandi um hina gröðu engla, sem höfðu samræði við mennskar konur: 'Here shall stand the angels who have connected themselves with women, and their spirits assuming many different forms are defiling mankind and shall lead them astray into sacrificing to demons as gods, (here shall they stand,) till the day of the great judgement in 2 which they shall be judged till they are made an end of. And the women also of the angels who 3 went astray shall become sirens.'
Júdasarbréf, sem eins og áður segir vitnar í versin í fyrsta kafla Enoksbókar, sem um sannan spádóm sé að ræða, virðist líka minnast á áðurnefnda gröðu engla. Vers 6 í Júdasarbréfi segir: Minnist englanna sem ekki gættu tignar sinnar heldur yfirgáfu eigin bústað. Guð hefur geymt þá í myrkri í ævarandi fjötrum til dómsins á deginum mikla. (endurspeglar að miklu leyti 10 kafla, vers 5-7 í Enoksbók*)
Einnig er mögulegt að skilja 2. Pétursbréf 2:2-4 sem tilvísun í hina gröðu engla.
Nú kunna einhverjir trúmenn (eins og t.d. Mofi) að mótmæla því að 2. Pétursbréf 2:2-4, og Júdasarbréf, vers 6, séu að vísa til umfjöllunar í Enoksbók um þessa gröðu engla sem áttu kynmök við mennskar konur. En því verður hins vegar ekki með góðu móti neytað, að Júdasarbréf, vitnar í Enoksbók 1:9, og gefur sér, að spádómur hennar hafi verið frá Guði kominn, og hafi ræst. Það er því ljóst, að amk höfundur einnar bókar Nýja testamenntisins, hafi verið mikill smekkmaður á bókmenntir. það er ekki ónýtt að vitna í Enoksbók, enda er Enoksbók algjör snilld.
*Enok 10:5-7 cast him into the darkness: and make an opening 5 in the desert, which is in Dudael, and cast him therein. And place upon him rough and jagged rocks, and cover him with darkness, and let him abide there for ever, and cover his face that he may 6,7 not see light. And on the day of the great judgement he shall be cast into the fire.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:44 | Facebook
Um bloggið
Sindri Guðjónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Biblían
Frábær og gagnleg heimasíða. Þarna er hægt að lesa bæði nýju þýðinguna, og hina gömlu góðu 1981 þýðingu.
- Hebrew - English Bible
- Biblían Frábær og gagnleg heimasíða. Þarna er hægt að lesa bæði nýju þýðinguna, og hina gömlu góðu 1981 þýðingu.
Bloggvinir
- lexkg
- andres
- alla
- bjolli
- geiragustsson
- gudnim
- godinn
- hjaltirunar
- jevbmaack
- prakkarinn
- rosaadalsteinsdottir
- sigurgeirorri
- nerdumdigitalis
- truryni
- styrmirh
- svanurmd
- stormsker
- vefritid
- postdoc
- fsfi
- axelpetur
- gattin
- brandarar
- eyglohjaltalin
- hleskogar
- ljonas
- andmenning
- kt
- durban2
- sviss
- hvala
- svenni
- nordurljos1
- vest1
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Láðist Guði að skapa kvenengla með kynhvöt á móti þessum drengjaenglum í kynsvelti?
Sigurður Rósant, 26.10.2008 kl. 00:10
OG what's your point ????
Gugga (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 02:01
semsagt til Sindra
Gugga (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 02:02
Fræða menn um Enoksbók, og benda á að hið kristna Nýja testsamennti vitnar í þá ágætu bók.
Sindri Guðjónsson, 26.10.2008 kl. 07:27
Enoksbók er hvorki í Nýja né Gamla testamenntinu. ("Gamla testamenntið" er ónefni, og betra væri að tala um "Hebresku Biblíuna".)
Sindri Guðjónsson, 26.10.2008 kl. 07:29
já já semsagt með hugarfari heimsins. Þakka þér fyrir nú er þetta allt að smella. Átt þú ekki að heita frelsaður einstaklingur Sindri ?
Gugga (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 23:52
Hvameinarðu, Sindri ER frelsaður - frá trúnni.
Rebekka, 27.10.2008 kl. 06:26
Sæl aftur Gugga. Ég átti víst að heita Halldór, eða það fannst afa mínum, en mamma og pabbi vildi að ég héti Sindri. Afi sagði aftur á móti að Sindri væri ágætt nafn á togara, en fannst það ekki passa fyrir fólk, en á þeim árum var nafnið ekki mjög algengt, og afi kannaðist ekki við það. En ég held að ég hafi aldrei átt að heita frelsaður einstalingur. Gugga, þekkjumst við? Ég er ekki alveg að kveikja, ef ég á að kannast við þig.
Sindri Guðjónsson, 27.10.2008 kl. 13:05
Þú sagðir það sjálfur. í örðum færslum að þú hafir verið frelsaður- sem þýðir að þú ættir enn að vera það- tæknilega séð . þekki þig ekki neitt..... en já gott að vita að þú áttir ekki að heita Sindri, áhugaverð saga verð ég nú bara að segja.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 21:55
Kveðja Gugga .
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.