Jesús og Hórus

Margir trúleysingjar telja að sagan um Jesú sé einhver eftirherma af sögunni um Hórus. Ég ætlaði að blogga um það og fleiri dæmi (Míþras/Bel/Adnois, o.s.frv.), en nenni ekki að finna upp hjólið. Það er löngu búið að sýna fram á að það sé ekki flugufótur fyrir þessu, svo ég ætla að láta duga að vísa mönnum á link um Jesús og Hórus. Linkar um aðra frelsisguði sem menn hafa sagt vera mjög líka sögunni um Jesú, koma síðar.

Eftir að ég varð trúlaus, hélt ég að það væri einhver fótur fyrir þessum samanburði. Ég fór á Amtsbókasafnið hér á Akureyri og fann einhverja bók sem fjallaði um sögurnar af Ósíris og Isis, og fleiri guðum, ekki bara egypskum, og sá hvergi neytt sem mér fannst vera keim líkt neinu í guðspjöllunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Sæll biblíufróði með eindæmum maður.

Hvað segir þú um Galdra-Símon og Apolloníus sem viðlíka spámenn og Jesús?

DoctorE var að benda á mynd: hér. 

mbk, 

Kristinn Theódórsson, 2.8.2008 kl. 22:59

2 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Ég er ekki búinn að skoða myndina. Það er svo sem margt býsna líkt með Apolloníusi og Jesú. Apoloníus var einhver heimspeki kennari, sem taldi andlega hluti mikilvægari en veraldlega, kom sér í ónáðina hjá rómverskum stjórnvöldum og var tekinn af lífi. Hann átti fylgjendur (lærisveina), og þeir skirfuðu um hann bækur og sögðu að hann hafi gert kraftaverk. Bæði Apolloníus og Jesús eru sögulegar persónur, sem kraftaverkasögur urðu til um. En er það ekki tilfellið með þúsundir manna? 

Sindri Guðjónsson, 3.8.2008 kl. 12:39

3 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Sindri
En er það ekki tilfellið með þúsundir manna?

Jú eflaust, en það er kannski gott að halda vel utan um það sem er vitað um þá, því trúað fólk vill mjög gjarnan gleyma þessum mönnum, til að Jesús verði einstakari fyrir vikið.

mbk, 

Kristinn Theódórsson, 3.8.2008 kl. 13:01

4 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Já, sammála hjartanlega sammála því.

Sindri Guðjónsson, 3.8.2008 kl. 13:07

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það eru ýmisleg líkindi með Jesú og Hórus, sem og Mitthras og fleirum, sem vinsælt er nú að draga fram. Þetta eru ekki algerar paralellur en nokkuð víst að kristnin hefur með tíð og tíma fengið þó nokkuð lánað úr öðrum átrúnaði. Ekki bara af umgjörð, heldur speki. Það er það sem verið er að benda á, þótt sumir geri heldur mikið úr þessu. Abokrífurnar og gnostísku ritin sýna að kristnin þróðaðist í margar ólíkar greinar og áttir og átti í einhverskonar tilvistarkreppu í upphafi. Bart Ehrman fjallar ágætlega um það í bók sinni, Lost Christianities. 

þess meira sem ég kafa ofan í hina sögulegu umgjörð og þróun kristindómsins, verð ég meira sannfærður um að Jesú var ekki söguleg persóna.  Margir hafa þó vafalaust verið uppi, sem héldu svipuðu fram og raunar er það skjalfest. Margir spámannlegir uppreisnarmenn gegn gyðinglegu klerkaveldi og kúgun voru til og praktuglega drepnir og fangelsaðir. Þú kafar mikið í textana, sem gefa takmarkaðar upplýsingar um söguna en hafa þó í sér margar villur, sem staðfesta að flest er þetta heilaspuni og rósrauðar hyllingar gyðinga t.d. um forna frægð og mikilleik, sem enginn fótur virðist vera fyrir.  Þetta eru rit, sem fyrst eru skráð um 500 f.kr.

Skemmtileg er bók fornleifafræðingana Israel Finkelstein og Neil Asher Silberman: The Bible Unearthed. Mæli eindregið með henni. Skildleiki kristindómsins við fornan átrúnað verður ekki hrakinn. Raunar er fátt sérstaklega originalt í NT, ef grannt er skoðað, þótt menn geti sveigt sig að öðru með sterkum vilja, nú eða ótta við þann leiða sannleika.

Kíktu líka á Earl Doherty, nú eða bara ÞETTA.  Fróðlegt og skemmtilegt sjónarhorn.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.8.2008 kl. 22:18

6 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Ég hef lesið The Bible Unearthed, og mæli með henni líka. Hef skrifað færslu sem byggir að einhverju leiti á þeirr bók. Vantrú í eyðimörkinni. Ég hef lesið alveg heilan helling eftir Earl Doherty. Flest allt sem hann hefur birt á netinu, ef ekki allt.

Lang flestir fara út í tóma dellu þegar þeir bera saman Jesús og Mithra t.d. Ég man þegar ég sá það sagt að Jesús og Míþra fæddust báðir án kynferðilegs samræðis. Vá! hugsaði ég. Þetta er hins vegar blekkjandi samanburður. Míþra spratt fram úr steini. Þetta er frelar blekkjandi samanburður. Lang mestur samanburður sem þú finnur á netinu á rætur að rekja til "rannsókna" einhverra spíritista nöttara frá 19 öld, og er algjörlega hafnað af nútíma fræðimönnum.

Infidels.org er trúleysingjaheimasíða. Á spjallborðinu þeirra er dálkur sem heitir "Biblical Criticism and History". Sumir þeirra sem eru reglulega á þessum þræði eru með býsna merkilegar gráður, eins og einn sem heitir Jeffrey, sem er með doktorsgráðu í guðfræði frá Oxford. Moderatorinn heitir Toto, og er mjög vel að sér. Einn þráðurinn þar var stofnaður um Míþra og Jesú og hljómaði fyrsta innleggið svona:


I've never brought the topic of Mithra up to a Christian before.

To anyone here who has, what are the common Christian apologetic answers to the fact that a savior god named Mithra was born of a virgin mother on December 25th, wandered around teaching with his 12 disciples, and died and came back to life 3 days later? All hundreds of years before Christianity came about?

As a side note, I'm attempting to put together a good argument against Christianity by using Mithra. So if any of this incorrect or partially so, please correct me. Also new and extra information on top of what I have posted here is more than welcome.



Toto svaraði mjög afdráttarlaust:

Do NOT, repeat NOT use this issue if you want to argue against Christianity. Most of what you read on the interwebs about Mithra is urban legend with no basis in currently accepted scholarship.

Mithra was not born of a virgin - he was born of a rock. He was not born on December 25. He didn't have 12 disciples. He didn't die and come back to life after three days. Christian apologists will be happy to tell you all this.

But Christianity is still not true.

Sindri Guðjónsson, 18.8.2008 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Guðjónsson

Höfundur

Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson

Ég heiti Sindri! Ég er trúlaus, og blogga hér aðallega um Biblíuna. (Ég er að vísu sem betur fer hættur þessu stússi)

 

Þú getur haft samband: sindri79(a)gmail.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...itvig
  • ...ysyvq
  • ...100_2438

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 2701

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband