2.5.2008 | 00:20
Uppstigningardagur
Nú er Uppstigningardagur ný liðinn. Það var einmitt á Uppstigningardegi í fyrra sem ég predikaði mína síðustu predikun í Hvítasunnukirkjunni á Akureyri.
Júlíus Sesar steig upp til himna í votta viðurvist eftir dauða sinn, líkt og Jesús. Það mun þó hafa gerst nokkrum árum áður en Jesús steig þangað upp. Júlíus var svo látinn setjast til hægri handar guðunum á himnum. Jesús var látinn setjast til hægri handar Jahve á himnum. (Efesus 3:20). (smá trivial í tilefni gærdagsins)
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 06:31 | Facebook
Um bloggið
Sindri Guðjónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Biblían
Frábær og gagnleg heimasíða. Þarna er hægt að lesa bæði nýju þýðinguna, og hina gömlu góðu 1981 þýðingu.
- Hebrew - English Bible
- Biblían Frábær og gagnleg heimasíða. Þarna er hægt að lesa bæði nýju þýðinguna, og hina gömlu góðu 1981 þýðingu.
Bloggvinir
- lexkg
- andres
- alla
- bjolli
- geiragustsson
- gudnim
- godinn
- hjaltirunar
- jevbmaack
- prakkarinn
- rosaadalsteinsdottir
- sigurgeirorri
- nerdumdigitalis
- truryni
- styrmirh
- svanurmd
- stormsker
- vefritid
- postdoc
- fsfi
- axelpetur
- gattin
- brandarar
- eyglohjaltalin
- hleskogar
- ljonas
- andmenning
- kt
- durban2
- sviss
- hvala
- svenni
- nordurljos1
- vest1
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með þessi tímamót í lífi þínu, Sindri. Stundum á maður erfitt með að átta sig á því hvort verið er að tala um einn himinn eða marga himna. Ef við skiljum frásagnir í NT bókstaflega, þá virðast einhverjir sjá að Jesús sest til hægri handar við guð. Það segir mér að sá himinn getur ekki verið í meiri fjarlægð en svona 100 - 300 metra frá vitninu. Við höfum hins vegar flest okkar flogið í 1.000 - 10.000 metra hæð og höfum því verið langt fyrir ofan hásæti feðganna í himni (himnum). Veist þú nokkuð hvernig Hvítasunnumenn skilja þessar frásagnir út frá þessum vangaveltum mínum?
Með kveðju
Sigurður Rósant, 4.5.2008 kl. 13:31
Já, skv heimsynd Pál voru þrír himnar, og hvítasunnumenn í dag, margir hverjir, skilja það svo að það sé himinn Guðs, (sem sé jafnvel í einhverri annarri vídd, eða þá einfaldlega rosalega langt í burtu), annar himinn, þar sem andaverur vonskunnar ríkja (djöflar og illir andar oþh), og svo hinn náttúrulegi himinn. Skoðanir manna á þess háttar hlutum eru reyndar misjafnar.
Vitnið hefur þá séð Jesús í sýn, eða fengið einhverja opinberun um það hvar Jesús var, en ekki séð hann með berum augum frá jörðu.
Sindri Guðjónsson, 5.5.2008 kl. 09:31
Sæll elsku Sindri minn.
Mikið hefði ég viljað vita af þér vera að prédika í Hvítasunnukirkjunni ennþá. Við misstum frábæran dreng.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.5.2008 kl. 19:07
Rósa mín, þú ættir að fagna frelsi Sindra undan ánauð hjátrúar og hindurvitna, grunnlauss ótta, þrælslund og ekki síst algerri tímasóun. Það er ótrúlega yfirdrepslegt og hræsnisfullt að tala til hans eins og hann sé glataður eða dauður jafnvel. Þið getið haldið áfram í þykistuleiknum og prédíkað yfir kórnum en ekki reyna að slá dómum ykkar um fólk á báða bóga. Skamm.
Jón Steinar Ragnarsson, 22.5.2008 kl. 22:09
Jón, ég skil alveg af hverju Rósu finnst ekki gaman að Hvítasunnumenn, (og kristnir almennt), hafi misst mig úr sínum röðum. Ég er svotann ljómandi fínn náungi, sem allir vilja hafa í sínu liði.
Sindri Guðjónsson, 23.5.2008 kl. 04:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.