16.2.2008 | 21:20
Vitræn hönnun
Eftirfarandi er gestapistill, frá doktor Kristni Kaldasyni (Ph. D. í stjórnmálafræði), talsmanni kenningarinnar um vitræna hönnun.
...
Um 3300 vesputegundir sem nefnast Ichneumonidae fjölga sér með undursamlegum hætti. Kvendýr tegundanna stinga dýr og sprauta inn í þau eggjum sínum. Við þetta lamast dýrið. Vespu lirfurnar klekjast síðan úr eggjunum og borða dýrið innan frá. Til þess að tryggja hámarks gæði næringar sinnar, borða lirfurnar ekki viðkvæmustu líffærin strax. Þau borða fyrst það sem ekki er algerlega lífsnauðsynlegt fyrir bráðina, og enda borðhaldið með því að borða viðkvæmustu líffærin, til að tryggja að bráðin sé á lífi allan tímann meðan hún er étin.
Það er ill útskýranlegt fyrir þróunarsinna að skilja hvernig lirfurnar vita nákvæmlega hvað þær eiga að borða fyrst, og hvaða líffæri þau eigi að geyma þar til síðast, þar sem oft lægi beinast við fyrir lirfurnar vegna staðsetningar viðkvæmustu líffæranna að borða þau á undan. En eitthvað er innbyggt inn í þær, sem segir þeim að geyma þessi líffæri. Með hárnákvæmum hætti tryggja lirfurnar að bráðin fái að kveljast og þjást eins lengi og mikið og unnt er. Það er ekki mögulegt að vespu mömmurnar geti kennt lirfunum hvernig þær eigi að bera sig að. Bæði vespur og lirfur eru mállausar. Lirfurnar vita samt nákvæmlega hvað þær eiga að gera allt frá fæðingu. Þetta hlýtur að vera innprenntað inn í lirfurnar af höfundi lífsins sjálfum. Hvernig gætu þær vitað þetta annars?
Hver gæti hafa hannað þetta annar en undursamlegur, elskandi og almáttugur Guð? Ekki gerist svona lagað vegna náttúruvals og þróunar eingöngu? Þessi aðferð getur ekki hafa þróast með blindu náttúruvali. Sá sem hannaði þessa æxlunar aðferð er einhver sem sér og skilur þarfir og tilfinningar sköpunarverka sinna. Augljóslega á það sem stendur í sjötta kafla og versi 26 í Matteusarguðspjalli ekki einungis við um fugla, heldur vespur líka.
"Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá." - Matt 6:26.
...
Þessi pistill er auðvitað grín, og Kristinn Kaldason, meintur höfundur hans, er ekki til. Ég vil taka það fram að með þessari háðsmynd sem ég hef dregið upp af rökum sköpunarsinna, er ég ekki að saka Guð um grimmd. Þvert á móti tel ég að hann hafi ekki hannað æxlunaraðferðir vespna, og sé þar með saklaus af þeim pyntingarásökunum sem á hann gætu verið bornar, hefði hann haft eitthvað með þennan óskapnað að gera. Ef Guð væri til, þá yrði hann eflaust ósáttur við þá sem segðu hann bera beina ábyrgð á þessu.
Orðalagið í færslunni er sumstaðar stolið frá mjög fínum og góðum manni sem ég þekki eingöngu af góðu. Hann skrifaði pistil sem ég rakst á nýlega á heimasíðu Krossins og heitir Algerlega óhugsandi", þar sem hann færir rök fyrir vitrænni hönnun".
Greinina hans má finna hér.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 17.2.2008 kl. 20:10 | Facebook
Um bloggið
Sindri Guðjónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Biblían
Frábær og gagnleg heimasíða. Þarna er hægt að lesa bæði nýju þýðinguna, og hina gömlu góðu 1981 þýðingu.
- Hebrew - English Bible
- Biblían Frábær og gagnleg heimasíða. Þarna er hægt að lesa bæði nýju þýðinguna, og hina gömlu góðu 1981 þýðingu.
Bloggvinir
- lexkg
- andres
- alla
- bjolli
- geiragustsson
- gudnim
- godinn
- hjaltirunar
- jevbmaack
- prakkarinn
- rosaadalsteinsdottir
- sigurgeirorri
- nerdumdigitalis
- truryni
- styrmirh
- svanurmd
- stormsker
- vefritid
- postdoc
- fsfi
- axelpetur
- gattin
- brandarar
- eyglohjaltalin
- hleskogar
- ljonas
- andmenning
- kt
- durban2
- sviss
- hvala
- svenni
- nordurljos1
- vest1
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll vertu,
Mér finnst þetta nú bara ágætis grein hjá honum Steina. Svo hef ég nú einhvern grun um að vespan hafi einhverja aðra ástæðu til þess að borða ekki viðkvæmustu líffærin strax, án þess að ég sé neinn sérfræðingur í Ichneumonidae vespunum.
En annars langar mig að spyrja þig, þar sem ég það er nú bara frekar stutt síðan ég heyrði þig predika í Krossinum, reyndar mjög góða predikun, orðrétt frá Jesú
Hvað olli því að þú ert skyndilega farinn að predika fyrir hitt liðið? (Ef mér leyfist að spyrja)
Andri (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 23:18
Heldur þú að Guð hafi hannað þessa aðferð? Og ef svo er, er hann ekki fremur kuldalegur við dýrin sem hýsa vespu lirfurnar?
Þessi grein er ekki "predikun gegn Guði" eða fyrir "hitt liðið", heldur ádeila á gervivísindi. Ég á kannski svona 15 sköpunarvísinda bækur (þ.á.m. nokkrar af "virtustu" bókum þeirra). Þær eru uppfullar af rangfærslum, og hálf sannleika, misvísandi og röngum upplýsingum, o.s.frv. Slík vísindi geta ekki verið Guði til dýrðar. Innan um allar staðreyndarvillurnar er bara einum rökum haldið fram. Fundin eru dæmi um eitthvað sem ekki er enn búið að útskýra hvernig varð til - og sagt - fyrst við vitum ekki hvernig þetta gat gerst með þróun og náttúruvali - þá hlýtur bara Guð að hafa skapað þetta. Menn hafa nefnt dæmi eftir dæmi um óleysanlega flókin dýr, líffæri, og kerfi í náttúrunni, sem bara gætu ekki hafa þróast skref fyrir skref. Síðan kemur á daginn, að hægt er að koma með ágætis kenningar um það hvernig þetta gæti hafa þróast skref fyrir skref, eftir allt saman. Dæmi er t.d. Bombardier Beetles http://www.talkorigins.org/faqs/bombardier.html
Annað dæmi. http://www.youtube.com/watch?v=RQQ7ubVIqo4 Ég las bókina hans Behe "Darwins Black Box" á sínum tíma bókstaflega í tætlur. Ég lasa hana amk 3-4 sinnum, ef ekki oftar.
http://www.youtube.com/watch?v=SdwTwNPyR9w&feature=related
Vandamálið er samt aðallega það, að þó að þú funnir stöku "óleysanleg" dæmi, þá gufa öll hin mörgu sönnunargögn fyrir þróun lífsins ekkert upp.
Þegar ég predikaði fjallræðuna í Krossinum, þá var ég t.d. búinn samþykkja þróunarkenninguna (eftir að hafa kynnt mér báðar hliðar, þá gat ég ekki með góðri samvisku hafnað henni, og varð að sætta mig að reyna að samræma Biblíutrú mína við þróunarkenningun). Margir kristnir menn gera það, t.d. höfundur Alfa bókanna, og sá sem "fann upp" Alfa námskeiðin, Nicky Gumble. C.S. Lewis er annað dæmi.
Það var ekkert sem "skyndilega olli því að ég sé farinn að predika fyrir hitt liðið". Ekkert "gerðist".
Ástæðan fyrir því að ég er ekki lengur trúaður, er sú, að sem mikill áhugamaður um Biblíuna, þá lærði ég smám saman fleiri og fleiri atriði um hana, sem gerðu hana ótrúverðuga sem "innblásna af guði" í mínum augum. Það er allt og sumt. Þetta gerðist hægt og bítandi á mörgum árum.
Sindri Guðjónsson, 17.2.2008 kl. 09:34
Þú mátt ekki gleyma svari trúvarnarmanna, guð leyfði sköpunarverki sínu að þróast út í vitleysu eftir syndafallið og þess vegna eru svona vespur til. Hef reyndar velt því fyrir mér hvort að guðsi ætli sér að eyða öllum þessum leiðinda tegundum á dómsdegi og bara leyfa krúttleg dýr í Paradís.
Lárus Viðar Lárusson (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 18:53
Ég sem var farinn að hafa áhyggjur af þér, sé það núna að þú átt aftir að opna augun með tímanum og sjá sannleikan um 9/11.
FLÓTTAMAÐURINN, 19.2.2008 kl. 01:01
Já Lárus, en þá þurfa þeir að viðurkenna að "blind þróun" geti "skapað" býsna flókin fyrirbæri á örskömmum tíma. Enda segja sköpunarsinnarnir að flestar tegundirnar á jörðinni (sem eru nokkrar milljónir) hafi þróast með náttúrulegum hætti eftir að Nóa flóðinu lauk fyrir um 4000 árum, útfrá nokkur þúsund tegundum sem voru um borð í örkinni hans Nóa. Sem sagt, allar hinar milljónir tegunda þróuðust útfrá 15.000 til 60.000 grunn tegundum (sem sköpunarsinnnar kalla "kinds", sem voru um borð í örkinni. Þeir hafa meira að segja búið til "fræðigrein" um grunn tegundir ("kinds" á ensku), þar sem þeir reyna að finna út hverjar eru þessar grunn tegundir sem eru forfeður allra hinna tegundanna. Sú fræðigrein heitir "baraminology" (dregið af hebreka orðinu "bara" - sem margir sköpunarsinnar segja að þýði "skapað úr engu". Þeir eru hins vegar lélegri í hebresku en þeir halda ).
Sindri Guðjónsson, 19.2.2008 kl. 07:12
Bara: created
min: kind
baramin: created-kind
Sindri Guðjónsson, 19.2.2008 kl. 07:14
Ef Guð væri svona réttsýnn eins og bókstaftrúarmenn vilja halda, Hvers vegna éta þá ljón önnur dýr, hversvegna éta þau þá bara ekki gras? Svo ég orði þessa spurningu kannski aðeins örðuvísu og með öðrum formerkjum: Ef Guð er svona dýrlegur,hvernig stendur á því að þrjú stæðstu trúarbrögðin, Kristni, Islam og Gyðingstrú, viðhalda svona rosalegt ofbeldi í gegnum aldirnar? Og allt í nafni Hans?
Bragi Einarsson, 19.2.2008 kl. 21:13
Ef Siggi myndi tilbiðja þig, á sama tíma og hann segist lemja einhvern í nafni Braga Einarssonar, ert þú þá vondur?
Nei
Ef menn sem segjast tilbiðja Guð, á sama tíma og þeir beita ofbeldi í nafni Guðs, er Guð þá vondur?
Nei
Andri (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 22:28
Sköpunarsinnarnir eru alltaf með svörin á reiðum höndum, það verður ekki af þeim tekið. Skemmtileg þessi "baraminology", hef ekki heyrt um þessa fræðigrein áður.
Lárus Viðar Lárusson (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 05:48
Ég gleymdi eiginlega að segja að Baraminology, er mjög mikilvæg fræðigrein, vegna þess að hún ákvarðar hversu mörg dýr voru um borð í örkinni hans Nóa. (sköpunarsinnar hafa mjög skiptar skoðanir á því). Þeir vilja oftast reyna að hafa "created-kinds" sem fæstar, til að örkin sé ekki of troðin. Gallinn er að eftir því sem færri tegundir voru í örkinni, þeim mun meirir sköpunarkraft verður að láta "blindri þróun" í hendurnar.
John Woodmoreappe, einn virtasti "jarðfræðingur" sköpunarsinna, er sá sem ég hef séð koma með lægsta tölu. Hann segir að það hafi verið innan við 16.000 dýr í örkinni. (sem þýðir 8000 grunntegundir eða minna). Hann vildi meina að Nói og fjölskylda hefðu t.d. þjálfað dýrin til að pissa í sérstakar skálar þegar þau væru beðin um það - en halda í sér annars. Ef við reiknum með að það hafi þurft að sinna pissuþörf dýranna þrisvar á sólahring, þá er hægt að sjá að það hefur verið mjög skemmtilegt starf að láta pissu "baukinn" ganga. Þá hefði verið skemmtilegra að vinna við það að gefa dýrunum að borða.
Fyrir utan að hafa þjálfað dýrin til að pissa, voru sum þeirra þjálfuð til að hjálpa til í örkinni, og rándýrum var kennt að borða ekki önnur dýr. Nói var mikill tamningarsnillingur. Synd að það standi ekkert um tamningakunnáttu hans í Biblíunni.
Sindri Guðjónsson, 20.2.2008 kl. 07:51
Þetta var ekki alveg nákvæmt varðandi grunntegundirnar. Það hafa verið þetta 7000-8000 grunntegundir í örkinni, en það þýðir ekki að grunntegundirnar séu ekki fleiri, þar sem ýmsar tegundir þurftu ekki að fara um borð í örkina, heldur lifðu flóðið af. T.d. forskýr og ýmisir hryggleysingjar, eins og sniglar.
Sindri Guðjónsson, 20.2.2008 kl. 08:14
Þessi mikli fræðimaður Woodmorappe fær seint Nóbelinn.
Vandséð er hvernig allir þessir hryggleysingjar hefðu átt að lifa af flóðið, tegundafjöldi þeirra er margfaldur samanborið við hryggdýrin.
Sköpunarsinnar virðast líka telja að allar þær tegundir sem lifa í sjó og vatni hafi getað lifað Nóaflóðið af og ekki er þörf á að ræða það meir. Staðreyndin er sú að snöggar breytingar á t.d. saltstigi eða hitastigi hjá vatnalífverum eru banvænar fyrir margar þeirra.
Þær tegundir sem geta lifað bæði í söltu og fersku vatni eru undantekning og þegar umskiptin verða tekur það nokkurn tíma fyrir þær, t.d. lónar laxinn við árósanna til að venja sig smátt og smátt við ferska vatnið áður en hann heldur áfram upp árnar.
En já, gaman hefði verið að sjá Nóa gamla kenna ísbirni að pissa í kopp.
Lárus Viðar Lárusson (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 21:34
Sindri sagði um mig eftirfarandi orð: "mjög fínum og góðum manni sem ég þekki eingöngu af góðu"
Takk fyrir hrósið vinur minn, bið að heilsa Petru og stelpunum.
Kv Steini
Steingrímur Valgarðsson (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.