Veðurguðinn Jahve talar...

Amos 4:6-8

6Ég hélt tönnum yðar hreinum í öllum borgum yðar
og lét brauð skorta í öllum þorpum yðar
en þér sneruð ekki aftur til mín,
segir Drottinn.
7Ég synjaði yður um regn þegar þrír mánuðir voru til uppskeru.
Þá lét ég rigna á eina borg en ekki á aðra,
einn akur var vökvaður regni
en annar, sem ég vökvaði ekki, skrælnaði.

8Fólk eigraði til sömu borgar frá tveimur, þremur öðrum
til að fá vatn að drekka
en fékk ekki nægju sína.
En þér sneruð ekki aftur til mín,
segir Drottinn.

Ef að Amos hefði bara vitað það sem við vitum í dag um skýin og regn, þá hefði hann líklega ekki kennt Guði um þurrkinn. What are clouds and why does it rain? 

Mér fannst vers 9-11 líka áhugaverð í þesum kafla:

9Ég laust yður með korndrepi og gulnun,
ég lét garða yðar og vínekrur þorna,
engisprettur átu fíkjutré yðar og ólífutré
en þér sneruð ekki aftur til mín,
segir Drottinn.
10Ég sendi drepsótt gegn yður eins og í Egyptalandi,
felldi æskumenn yðar með sverði
og hestar yðar urðu herfang.
Ég lét nályktina í herbúðum yðar leggja fyrir vit yðar
en þér sneruð ekki aftur til mín,
segir Drottinn.
11Ég kollvarpaði öllu yðar á meðal
eins og ég kollvarpaði Sódómu og Gómorru.
Þá urðuð þér eins og raftur úr eldi dreginn
en þér sneruð ekki aftur til mín,
segir Drottinn.

Svona reyndu Hebrearnir að útskýra þjáningar sínar. Guð hlaut að vera að refsa þeim. Ég skil ekki nútíma fólk, sem heldur að algóður Guð hagi sér með þessum hætti.

Edit: "því að svo elskaði Guð Ísraelsmenn, að hann gaf þeim hungursneyð og drepsóttir og drap syni þeirra, svo að þeir myndu hætta að syndga."


Bloggfærslur 14. nóvember 2008

Um bloggið

Sindri Guðjónsson

Höfundur

Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson

Ég heiti Sindri! Ég er trúlaus, og blogga hér aðallega um Biblíuna. (Ég er að vísu sem betur fer hættur þessu stússi)

 

Þú getur haft samband: sindri79(a)gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...itvig
  • ...ysyvq
  • ...100_2438

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2518

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband