Kynmök við engla

Í fyrsta kafla og níunda versi Enoks bókar stendur:

 

And behold! He cometh with ten thousands of His holy ones

To execute judgement upon all,

And to destroy all the ungodly:

 

And to convict all flesh

Of all the works of their ungodliness which they have ungodly committed,

And of all the hard things which ungodly sinners have spoken against Him.

 

Í Júdasarbréfi í Nýja testamenntinu er vitnað í þessi orð Enoksbókar. Í versi 14-15 í Júdasarbréfi stendur: Um þessa menn spáði Enok líka, sjöundi maður frá Adam, er hann segir: „Sjá, Drottinn er kominn með sínum þúsundum heilagra til að halda dóm yfir öllum, og til að sanna alla óguðlega menn seka um öll þau óguðlegu verk sem þeir hafa drýgt og um öll þau hörðu orð sem óguðlegir syndarar hafa talað gegn honum.“

Í 6. kafla 1. Mósebókar, er sagt frá því, er synir Guðs, sem kallaðir voru englar í grískum útfáfum af 1. Mósebók, höfðu samfarir við dætur mannanna, og eignuðust með þeim afkvæmi sem urðu víðfrægar hetjur. (enda ekki ónýtt að vera engill í föðurætt og mennskur í móðurætt)

1Nú tók mönnunum að fjölga á jörðinni og þeim fæddust dætur. 2Þá sáu synir Guðs hve dætur mannanna voru fagrar. Þeir tóku sér þær konur sem þeir lögðu hug á. 3Þá sagði Drottinn: „Andi minn skal ekki búa í manninum að eilífu því að hann er dauðlegur. Ævidagar hans skulu vera hundrað og tuttugu ár.“ 4Á þeim tímum voru risarnir á jörðinni og einnig síðar er synir Guðs höfðu samfarir við dætur mannanna og eignuðust með þeim börn. Það voru hetjurnar sem í fyrndinni voru víðfrægar.

Í grískum þýðingum Gamla testamenntisins, eru "synir Guðs", einfaldlega þýtt sem "englar", eins og áður segir. Höfundar bóka Nýja testamenntisins, töluðu grísku, og vitna yfirleitt alltaf í gríska Gamla testamenntið (Septuagint), þegar þeir á annað borð vitna í Gamla testamenntið.

Áðurnefnd Enoksbók, sem höfundur Júdasarbréfs vitnaði til, lýsir með nákvæmari hætti, að því er virðist, því sem í raun og veru gerðist í 6. kafla fyrstu Mósebókar. Eftirfarandi er úr 6 kafla Enoks bókar, vers 1-3:

1 And it came to pass when the children of men had multiplied that in those days were born unto 2 them beautiful and comely daughters. And the angels, the children of the heaven, saw and lusted after them, and said to one another: 'Come, let us choose us wives from among the children of men 3 and beget us children.' ...

Og vers sex segir að tvö hundruð englar hafi stigið niður af himni á Hemron fjall: And they were in all two hundred; who descended in the days of Jared on the summit of Mount Hermon, and they called it Mount Hermon, because they had sworn

Í þriðja versi sjönda kaflans lesum við um börnin sem englarnir eignuðust með mennsku konunum:  And they 3 became pregnant, and they bare great giants, whose height was three thousand ells

Í nítjánda kafla Enoksbókar segir eftirfarandi um hina gröðu engla, sem höfðu samræði við mennskar konur:  'Here shall stand the angels who have connected themselves with women, and their spirits assuming many different forms are defiling mankind and shall lead them astray into sacrificing to demons as gods, (here shall they stand,) till the day of the great judgement in 2 which they shall be judged till they are made an end of. And the women also of the angels who 3 went astray shall become sirens.'

Júdasarbréf, sem eins og áður segir vitnar í versin í fyrsta kafla Enoksbókar, sem um sannan spádóm sé að ræða, virðist líka minnast á áðurnefnda gröðu engla. Vers 6 í Júdasarbréfi segir: Minnist englanna sem ekki gættu tignar sinnar heldur yfirgáfu eigin bústað. Guð hefur geymt þá í myrkri í ævarandi fjötrum til dómsins á deginum mikla. (endurspeglar að miklu leyti 10 kafla, vers 5-7 í Enoksbók*)

Einnig er mögulegt að skilja 2. Pétursbréf 2:2-4 sem tilvísun í hina gröðu engla.

Nú kunna einhverjir trúmenn (eins og t.d. Mofi) að mótmæla því að 2. Pétursbréf 2:2-4, og Júdasarbréf, vers 6, séu að vísa til umfjöllunar í Enoksbók um þessa gröðu engla sem áttu kynmök við mennskar konur. En því verður hins vegar ekki með góðu móti neytað, að Júdasarbréf, vitnar í Enoksbók 1:9, og gefur sér, að spádómur hennar hafi verið frá Guði kominn, og hafi ræst. Það er því ljóst, að amk höfundur einnar bókar Nýja testamenntisins, hafi verið mikill smekkmaður á bókmenntir. það er ekki ónýtt að vitna í Enoksbók, enda er Enoksbók algjör snilld.

*Enok 10:5-7 cast him into the darkness: and make an opening 5 in the desert, which is in Dudael, and cast him therein. And place upon him rough and jagged rocks, and cover him with darkness, and let him abide there for ever, and cover his face that he may 6,7 not see light. And on the day of the great judgement he shall be cast into the fire.


Guð er mjög góður grjótkastari

Guð ræður ekki með góðu móti við járnvagna. enda segir í Dómarabókinni 1:19:  "Og Drottinn var með Júda svo að þeir náðu undir sig fjalllendinu en þeim tókst ekki að hrekja burt þá sem bjuggu á sléttlendinu því að þeir höfðu járnvagna." Guð er hins vegar mjög flynkur í því að henda grjóti, og getur kastað því frá himnum og alla leið niður til jarðarinnar. Hann myndi eflaust standa sig vel í kúluvarpi. Jósúa 10:11 segir:

11Á flóttanum undan Ísrael, er þeir voru á stígnum niður frá Bet Hóron, kastaði Drottinn sjálfur stórum steinum á þá af himni alla leiðina til Aseka og varð það þeirra bani.

Flestar erlendar þýðingar þýða þetta svona líka. Hér eru tvö dæmi:

Í Amplified stendur: the Lord cast great stones from the heavens on them as far as Azekah, killing them.

New American Standard: the LORD threw large stones from heaven on them as far as Azekah, and they died

Það er enginn vafi á því hvort að þetta sé rétt þýtt, en þetta var vitlaust þýtt í gömlu íslensku þýðingunni. Hér er þetta á hebresku fyrir þá sem kunna eitthvað hrafl í henni:

-      וַיהוָה הִשְׁלִיךְ עֲלֵיהֶם אֲבָנִים גְּדֹלוֹת מִן-הַשָּׁמַיִם עַד-עֲזֵקָה


Út af færslunni hér fyrir neðan

Hér er til fróðleiks tilvitnun úr bókinni Evolutionary Creation: A Christian Approach to Evolution. Hin tilvitnuðu orð snúa að sögunni í upphafi 6. kafla fyrstu Mósebókar um syni Guðs, sem höfðu samfarir við dætur mannanna:

      The belief that gods and humans had sex and then gave birth to extraordinary beings was a widespread motif in the ancient Near East. For example, an Egyptian account describes a god mating with the queen mother who later gives birth to the Pharaoh. The Babylonian epic hero Gilgamesh is partly divine and partly human, and he was borne to the goddess Ninsun and the human king Lugalbanda. As noted previously, ancient reproductive biology viewed women basically as fields for the seed of men. The belief that gods had reproductive seed was also commonly accepted at that time (e.g., the masturbating Egyptian god Atum). Therefore, male celestial beings sowing their seed in the womb of female human beings, as suggested in Gen 6:1–4, made perfect sense to ancient peoples like the Hebrews.

Denis Lamoureux is Associate Professor of Science and Religion at St. Joseph's College, University of Alberta, has doctoral degrees in dentistry, theology and biology, and is an evangelical Christian.


Goðsögur Biblíunnar

1Nú tók mönnunum að fjölga á jörðinni og þeim fæddust dætur. 2Þá sáu synir Guðs hve dætur mannanna voru fagrar. Þeir tóku sér þær konur sem þeir lögðu hug á. 3Þá sagði Drottinn: „Andi minn skal ekki búa í manninum að eilífu því að hann er dauðlegur. Ævidagar hans skulu vera hundrað og tuttugu ár.“ 4Á þeim tímum voru risarnir á jörðinni og einnig síðar er synir Guðs höfðu samfarir við dætur mannanna og eignuðust með þeim börn. Það voru hetjurnar sem í fyrndinni voru víðfrægar.

1. Mós 6:1-4

Sumir trúa því að sögur á borð við þessa sem birtist hér fyrir ofan, séu raunverulegar lýsingar á fortíðinni. Þeir trúa því sem sagt í alvörunni, að synir Guðs ( eða einhverjar anda verur), hafi haft samfarir við dætur mannanna, og að á jörðinni hafi verið ógurlegir risar. Goðsagnakenndar sögur á borð við þessa eru ekki óalgengar í Biblíunni. Einhver fleiri dæmi má t.d. finna í færslunni minni "Risi í Járnrúmi". Það kemur fram í 5. Mós 3:11, að einn seinni tíma afkomandi þessara risa hafi verið það stór, að rúm hans hafi verið fjórir og hálfur metri að lengd, og tveir metrar að breidd.


Um bloggið

Sindri Guðjónsson

Höfundur

Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson

Ég heiti Sindri! Ég er trúlaus, og blogga hér aðallega um Biblíuna. (Ég er að vísu sem betur fer hættur þessu stússi)

 

Þú getur haft samband: sindri79(a)gmail.com

Okt. 2008
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...itvig
  • ...ysyvq
  • ...100_2438

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2509

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband