27.4.2009 | 15:47
Dagur Drottins
"Kveinið, því að dagur Drottins er nálægur; hann kemur sem eyðing frá hinum Almáttka... Hver sem fundinn verður, mun lagður verða í gegn, og hver sem gripinn verður, mun fyrir sverði falla. Ungbörn þeirra munu knosuð verða fyrir augum þeirra, hús þeirra verða rænd og konur þeirra smánaðar."Jesaja 13:6, 15-16
Að konsa þýðir að brjóta í smátt. Ungabörn verð brotin í smátt á meðan foreldrar þeirra horfa á, á degi sem kemur sem eyðing frá hinum Almáttka. Þannig er nú yndisleiki orðsins.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:12 | Facebook
Um bloggið
Sindri Guðjónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Biblían
Frábær og gagnleg heimasíða. Þarna er hægt að lesa bæði nýju þýðinguna, og hina gömlu góðu 1981 þýðingu.
- Hebrew - English Bible
- Biblían Frábær og gagnleg heimasíða. Þarna er hægt að lesa bæði nýju þýðinguna, og hina gömlu góðu 1981 þýðingu.
Bloggvinir
- lexkg
- andres
- alla
- bjolli
- geiragustsson
- gudnim
- godinn
- hjaltirunar
- jevbmaack
- prakkarinn
- rosaadalsteinsdottir
- sigurgeirorri
- nerdumdigitalis
- truryni
- styrmirh
- svanurmd
- stormsker
- vefritid
- postdoc
- fsfi
- axelpetur
- gattin
- brandarar
- eyglohjaltalin
- hleskogar
- ljonas
- andmenning
- kt
- durban2
- sviss
- hvala
- svenni
- nordurljos1
- vest1
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 2701
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæll og blessaður
Gleðilegt sumar
"Ég mun gefa yður nýtt hjarta og leggja yður nýjan anda í brjósti, og ég mun taka steinhjartað úr líkama yður og gefa yður hjarta að holdi." Esek. 36:26.
"Drottinn agar þann, sem hann elskar, og hirtir harðlega hvern þann son, er hann að sér tekur. Þolið aga." Heb. 12:6.-7.
Jesús sagði: "Sannarlega, sannarlega segi ég yður: Sá sem varðveitir mitt orð, skal aldrei að eilífu deyja." Jóh. 8:51.
"Ef vér lifum, lifum vér Drottni, og ef vér deyjum, deyjum vér Drottni. Hvort sem vér þess vegna lifum eða deyjum, þá erum vér Drottins." Róm. 14:8.
Guð blessi þig og allt þitt hús.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.4.2009 kl. 18:49
Já yndisleikinn er mikil hehe
Dögg (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 11:39
Hættu að spamma fólk Rósa, þetta er barnalegt og creepy
Baldur Blöndal, 28.4.2009 kl. 20:07
Það er bara gaman að fá góðar og skemmtilegar kveðjur frá Rósu vinkonu okkar.
Kv. Sindri og Petra
Sindri Guðjónsson, 30.4.2009 kl. 23:15
Sindri minn, ég vissi að þú gætir brosað af þessari vitleysu í mér en það geta ekki allir.
Ég gat ekki annað en brosað þegar ég sá innleggið frá Baldri en hann veit ekki að við þekkjumst og sendum sneiðar til hvors annars með bros á vör.
Lýdía Linnéa er komin heim en þarf að fara í eitt próf 11 maí.
Til hamingju með verkalýðsdaginn okkar.
Guð veri með þér og öllum stelpunum þínum
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.5.2009 kl. 00:40
Sæll Sindri og gleðilegt sumar og skilaðu kveðju til Petru.
Þetta eru athyglisverðar pælingar hjá þér. Ég var nú að hugsa, getur verið að þessi "Dagur Drottins" sé hér nú þegar ? Þetta að knosa börnin virðist vera akkurat lýsing á því sem við köllum fóstureyðingar.
Kristinn Ásgrímsson, 2.5.2009 kl. 08:59
Dagur Drottins hjá Jesaja í þessum versum, er bara dagur dóms yfir Ísraelsmönnum, þar sem Guð mun láta óvinaþjóð sigra þá vegna óhlýðni þeirra, og hver sem fundinn verður, mun lagður verða í gegn, og hver sem gripinn verður, mun fyrir sverði falla. Ungbörn þeirra munu knosuð verða fyrir augum þeirra, hús þeirra verða rænd og konur þeirra smánaðar.
Þessi dagur er eyðing frá Guði.
Sindri Guðjónsson, 2.5.2009 kl. 16:58
Já, já Sindri minn, mig langaði bara að benda á að afkvæmi apanna virðast jafn grimm og hinn ímyndaði Guð Gamla Testamenntisins, eða hvað ?
En segðu mér, var þetta spádómur sem rættist ?
Kristinn Ásgrímsson, 2.5.2009 kl. 20:45
Hef eina spurningu í viðbót: Þú ert faðir Sindri, hver væru þín viðbrögð gagnvart þeim sem framkvæmdi slíkan verknað á þínum börnum ? ( ég á við það sem Jesaja segir og þú tilreiknar Guði )
Kristinn Ásgrímsson, 2.5.2009 kl. 22:10
Hebrearnir bjuggu sér til Guð sem að mörgu leyti var mjög góður, en að öðru leyti grimmur. Það er vegna þess að þeir voru uppi á erfiðum tímum og lífið var erfitt, og þeir reyndar að finna skýringar á óförum sínum.
Ef einhver myndi "knosa" börn mín í sundur, myndi ég aldrei fyrirgefa viðkomandi. Ég myndi þó ekki vilja svara með líku. Slíkt gerir ekkert gagn.
Sindri Guðjónsson, 2.5.2009 kl. 22:21
Ritningin er raunsæ, Sindri, eða öllu heldur: Guð einn veit, hvað verður.
Þetta mun gerast, ef það er ekki þegar farið að gerast. En gerendurnir eru ekki Guð, gerendurnir eru illir menn, innrásar- eða uppreisnaröfl, það er augljóst af textanum, og hve oft hefur þetta ekki gerzt?
Og þú sem trúir á gæzku mannlegs eðlis, en ekki Guðs!
Jón Valur Jensson, 9.5.2009 kl. 03:35
Jón Valur, Jesaja er að tala um yfirvofandi ógn yfir Ísraelsmönnum hundruðum ára fyrir okkar tímatal. Ef þetta hefur ekki þegar gerst, þá er spádómurinn rangur. Óvinirnir komu sem refsing Guðs yfir Ísraelsmenn. Guð var á bakvið allt sem gerist í þessum heimi í augum Hebreanna.
Sindri Guðjónsson, 9.5.2009 kl. 16:29
OK, vitaskuld, þetta er spádómur sem rættist þá, en Guð framkvæmdi þetta ekki með öðru móti en því, að hann leyfði, að það gerðist. Illskan á bak við atburðina var óvina Ísraels, ekki Guðs. En þannig áttu ófarir þjóða sér stað á þeim tímum, gjarnan allsherjarútrýming eða herleiðing karlmanna og konur teknar sem herfang eða þrælar. Mannlegt eðli var þá samt við sig og brýzt ennþá út, án þess að unnt sé að kenna Guði um það. Hann skóp manninn með frelsi sínu, það er mannsins að taka ábyrgðina á illum gjörðum sínum, og allir reikningar verða gerðir upp að lokum.
Jón Valur Jensson, 9.5.2009 kl. 16:39
Og Jón Valur. Tvær spurningar.
1. Hvað finnst þér um "einstakling" sem horfir uppá börn brytjuð niður, fyrir framan augu foreldra sinna, og getur stoppað verknaðinn, en gerir það ekki, af því að hann er að refsa foreldrum barnanna?
2. Þú segir að mannlegt eðli hafi verið samt við sig. En hver skóp mannlegt eðli? (Mannlegt eðli er eins og það er, af því að það er "nátturleg afurð", við tókum það í arf frá forfeðrum okkar, sem lifðu af, á kostnað keppinautanna, oft með ofbeldi. Mannlegt eðli er ekki "vitrænt hannað".)
Sindri Guðjónsson, 9.5.2009 kl. 18:39
Annars er Guð nógu mikill þáttakandi í þessum hrottlegu barnamorðum, og nauðgunum, og öðrum voðaverkum sem spáð er fyrir um í þessum versum, að dagurinn sem hann "leyfir" þessum hlutum að gera er kallaður "dagur Drottins". Þessi yfirvofandi dagur með voðaverkunum, var sko hans dagur! Enda segir textinn að Guð sjálfur hafi sent ógæfuna, þó að þú lesir eitthvað allt annað en stendur í textanum sjálfur.
Sindri Guðjónsson, 9.5.2009 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.