24.4.2009 | 16:03
Seldu dóttur þína svona
Jahve gaf Ísraelsmönnum leiðbeiningar um það hvernig þeir ættu að selja dætur sínar í þrældóm, en bannaði þeim að safna saman sprekum á hvíldardegi, að viðlagðri dauðrefsingu með grýtingu.
7Þegar maður selur dóttur sína sem ambátt fær hún ekki að fara frjáls ferða sinna á sama hátt og þrælar. 8Hafi húsbóndi hennar ætlað hana sjálfum sér en hún ekki fallið honum í geð skal hann leyfa að hún verði keypt laus.
- 2. Mós 21:7-8
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:14 | Facebook
Um bloggið
Sindri Guðjónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Biblían
Frábær og gagnleg heimasíða. Þarna er hægt að lesa bæði nýju þýðinguna, og hina gömlu góðu 1981 þýðingu.
- Hebrew - English Bible
- Biblían Frábær og gagnleg heimasíða. Þarna er hægt að lesa bæði nýju þýðinguna, og hina gömlu góðu 1981 þýðingu.
Bloggvinir
- lexkg
- andres
- alla
- bjolli
- geiragustsson
- gudnim
- godinn
- hjaltirunar
- jevbmaack
- prakkarinn
- rosaadalsteinsdottir
- sigurgeirorri
- nerdumdigitalis
- truryni
- styrmirh
- svanurmd
- stormsker
- vefritid
- postdoc
- fsfi
- axelpetur
- gattin
- brandarar
- eyglohjaltalin
- hleskogar
- ljonas
- andmenning
- kt
- durban2
- sviss
- hvala
- svenni
- nordurljos1
- vest1
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 2701
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
7Þegar maður selur dóttur sína sem ambátt fær hún ekki að fara frjáls ferða sinna á sama hátt og þrælar.
Bíddu við, voru þá þrælar frjálsir ferða sinna?
Kristinn Ásgrímsson, 25.4.2009 kl. 17:25
Já, eins og segir í þessum kafla, 5 versum á undan, þá áttu hebreskir þrælar að fá frelsi 6 árum eftir að þeir voru settir í þrældóm.
2. Mós 21:2 "Þegar þú kaupir hebreskan þræl skal hann vinna sem þræll í sex ár. Á sjöunda ári skal hann halda burt sem frjáls maður án lausnargjalds."
Taktu annars eftir því, svona til skemmtunar, að Guð gerir ráð fyrir fjölkvæmi í versi 10. "Biblical marriage".
Sindri Guðjónsson, 26.4.2009 kl. 10:18
Það heitir fjölkvæni.... sorry er bara mjög viðkvæm fyrir vissum stafsetningar og málfræði villum...
Hefurðu einhvern tíma prufað að bera saman reglurnar sem Guð gaf Ísraelsmönnum og þær sem þjóðirnar í kring höfðu. Það er spurning hvort þessar reglur sem Ísraelsmenn fengu hafi ekki verið bylting í mannréttindum miðað við það sem viðgekkst. Guð hefur kannski ekki getað tekið stærri skref á þessum tíma. Þeir voru kannski ekki móttækilegir fyrir meiru. Jesús segir sjálfur um a.m.k. eina reglu að hún hafi verið gefin vegna harðúðar hjartna þeirra. Getur verið að það hafi átt við um fleiri? Þetta er bara smá pæling...
Juliana (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 07:26
Ég veit að það er fjölkvæni. Þetta var innsláttarvilla.
Ég hef prufað að bera saman reglurnar. Ég hef lært um reglur Babýlóníumanna og fleiri þjóða í lögfræðinni (bæði í réttarsögu og mannréttindalögfræði), en við tókum gríðarlega mikla sögu á Akureyri. Kristnir trúvarnarmenn eru sekir um gríðarlegar ýkjur þegar þeir segja frá reglum sem þjóðirnar í kring höfðu. Reyndar sérstaklega þegar kemur að sögusögnum af mannfórnum. Ég þekki alveg þessi rök um að gyðingarnir gætu ekki hafað verið móttækilegri fyrir betri reglum á þessum tíma. Reglurnar hafi verið gefnar inní ákveðnar félagslegar og sögulegar aðstæður. Rob Bell er bandarískur predikari sem ég hlustaði á sem var alltaf að benda á að hinar og þessar reglur hefðu einfaldlega verið skref í rétta átt. (t.d. dýrafórnir inn fyrir mannfórnir). Þegar ég las forna lagabálka sem skrifaðir voru á ritunartíma gamla testamenntisins, þá voru þær reglur oftast mun fremri en reglur Gamla testamenntisins.
Sindri Guðjónsson, 27.4.2009 kl. 10:38
Sírus mikli skrifaði:
Now that I put the crown of kingdom of Iran, Babylon, and the nations of the four directions on the head with the help of (Ahura) Mazda, I announce that I will respect the traditions, customs and religions of the nations of my empire and never let any of my governors and subordinates look down on or insult them until I am alive. From now on, till (Ahura) Mazda grants me the kingdom favor, I will impose my monarchy on no nation. Each is free to accept it , and if any one of them rejects it , I never resolve on war to reign. Until I am the king of Iran, Babylon, and the nations of the four directions, I never let anyone oppress any others, and if it occurs , I will take his or her right back and penalize the oppressor. And until I am the monarch, I will never let anyone take possession of movable and landed properties of the others by force or without compensation. Until I am alive, I prevent unpaid, forced labor. To day, I announce that everyone is free to choose a religion. People are free to live in all regions and take up a job provided that they never violate other's rights. No one could be penalized for his or her relatives' faults. I prevent slavery and my governors and subordinates are obliged to prohibit exchanging men and women as slaves within their own ruling domains. Such a traditions should be exterminated the world over. I implore to (Ahura) Mazda to make me succeed in fulfilling my obligations to the nations of Iran (Persia), Babylon, and the ones of the four directions.
Sindri Guðjónsson, 27.4.2009 kl. 14:32
Hljómar vel. Síðan hvenær er þessi texti og hvaðan er hann tekinn?
Juliana (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 06:00
Þetta var "mannréttindasáttmáli" Sírusar mikla, einhverskonar yfirlýsing, sem skrifuð var á leirplötu, frá sirka 540 (538) fyrir okkar tímatal. Leirplatan er geymd í "The British Museum"
Þess má geta til samanburðar að Mósebækurnar eru taldar vera skrifaðar smám saman á árunum frá í fyrsta lagi 922 fyrir okkar tímatals, til sirka 500 fyrir okkar tímatal, og þær settar saman (og raun ekki fullgerðar fyrr en 400 fyrir okkar tímatal). Hvergi í allri Biblíunni er þrælahald fordæmt með sama afgerandi hætti og hjá Sírusi.
Sindri Guðjónsson, 28.4.2009 kl. 09:42
Það er annars athyglisvert að skoða trúfrelsis "ákvæðin" hjá Sírusi í samanburði við 5. Mósebók, sem er talin verið skrifuð 600 og eitthvað fyrir okkar tímatal:
7Ef bróðir þinn sammæðra, sonur, dóttir, konan í faðmi þínum eða vinur, sem þú elskar eins og sjálfan þig, reynir á laun að leiða þig afvega með því að segja: „Við skulum þjóna öðrum guðum,“ sem hvorki þú né forfeður þínir hafa þekkt, 8einhverjum af guðum þjóðanna sem búa í kringum ykkur, nær eða fjær frá einu heimskauti til annars, 9skalt þú ekki láta undan honum og ekki hlusta á hann. Þú skalt hvorki hafa samúð með honum, hlífa honum né hylma yfir með honum 10heldur skaltu taka hann af lífi. Þú skalt vera fyrstur til að leggja hönd á hann til að taka hann af lífi. Því næst skal allt fólkið leggja á hann hendur. 11Þú skalt grýta hann til bana því að hann reyndi að tæla þig frá Drottni, Guði þínum, sem leiddi þig út úr Egyptalandi, út úr þrælahúsinu.
5. Mós 13:7-11
"Uppáhalds" versið mitt varðandi meðferð á þrælum er að finna í 2. Mós 21:20-21, en þar kemur fram að ekki skuli refsa þrælahaldara þó að hann lemji þærla sína svo illa að þeir deyji af sárum sínum, nema að þeir deyji á aðeins einum eða tveimur dögum, þar sem þrælarnir séu eign húsbónda sinna, verði keyptir.
Sindri Guðjónsson, 28.4.2009 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.