3.3.2009 | 18:53
Mágskyldan - Berfótaætt
Í 1. Mós 25:5-10 segir frá Mágskyldunni
Mágskyldan5Þegar bræður búa saman og annar þeirra deyr án þess að hafa eignast son skal ekkja hins látna ekki giftast neinum utan fjölskyldunnar heldur skal mágur hennar ganga inn til hennar, taka hana sér fyrir konu og gegna mágskyldunni við hana. 6Fyrsti sonurinn, sem hún fæðir, skal bera nafn hins látna svo að nafn hans afmáist ekki úr Ísrael. Fyrsti sonur hjúskaparins með máginum telst vera eins konar staðgengill hins látna eiginmanns. 7Vilji maðurinn ekki kvænast mágkonu sinni skal hún ganga til öldunganna á þingstaðnum í borgarhliðinu og segja: Mágur minn hefur neitað að halda við nafni bróður síns í Ísrael. Hann vill ekki gegna mágskyldunni við mig. 8Þá skulu öldungar í borg hans kalla hann fyrir sig og tala við hann. Reynist hann ósveigjanlegur og segi: Ég vil ekki kvænast henni, 9skal mágkona hans ganga til hans frammi fyrir öldungunum, draga skóinn af fæti hans, hrækja framan í hann, taka til máls og segja: Þannig skal farið með hvern þann sem ekki vill reisa við ætt bróður síns. 10Hvarvetna í Ísrael skal ætt hans nefnd Berfótarætt.
Ég verð að segja, að ég vorkenni mönnum sem höfðu ekki geð í sér til að "leggjast með" ekkju bróður síns. Hvað ef hún var forljót, leiðinleg, illa lyktandi, og andstyggileg?
En svona spauglaust, þá er Guð almáttugur, skapari himins og jarðar, með skrítinn smekk fyrir reglum. Það er eitthvað ekki í lagi við að þvinga fólk til kynferðislegs samræðis gegn vilja sínum.
Hér er skemmtileg saga sem tengist mágskyldunni
1. Mós 38:7-10
En Ger, frumgetinn sonur Júda, vakti andúð Drottins svo að Drottinn lét hann deyja. 8Þá mælti Júda við Ónan: Gakktu inn til konu bróður þíns og gegndu mágskyldunni við hana að þú megir afla bróður þínum afkvæmis. 9Sökum þess að Ónan vissi að afkvæmið skyldi eigi verða hans þá lét hann sæðið spillast á jörðu í hvert sinn er hann gekk inn til konu bróður síns, til þess að komast hjá því að afla bróður sínum afkvæmis. 10Með þessu vakti hann andúð Drottins sem lét hann einnig deyja."
En er Guð hættur að drepa í dag, eins og hann gerir í þessari sögu?
"B-I-B-L-Í-A, er bókin bókanna..."
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 19:27 | Facebook
Um bloggið
Sindri Guðjónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Biblían
Frábær og gagnleg heimasíða. Þarna er hægt að lesa bæði nýju þýðinguna, og hina gömlu góðu 1981 þýðingu.
- Hebrew - English Bible
- Biblían Frábær og gagnleg heimasíða. Þarna er hægt að lesa bæði nýju þýðinguna, og hina gömlu góðu 1981 þýðingu.
Bloggvinir
- lexkg
- andres
- alla
- bjolli
- geiragustsson
- gudnim
- godinn
- hjaltirunar
- jevbmaack
- prakkarinn
- rosaadalsteinsdottir
- sigurgeirorri
- nerdumdigitalis
- truryni
- styrmirh
- svanurmd
- stormsker
- vefritid
- postdoc
- fsfi
- axelpetur
- gattin
- brandarar
- eyglohjaltalin
- hleskogar
- ljonas
- andmenning
- kt
- durban2
- sviss
- hvala
- svenni
- nordurljos1
- vest1
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 2701
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ódrepandi áhugi guðs almáttugs á kynlífi og getnaðarlimum er mér alltaf mikið umhugsunarefni. Er hann kannski svona aðframkominn af einlífi?
Lárus Viðar (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 05:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.