30.1.2009 | 13:51
Gengur þér illa að finna maka?
Gengur þér illa að finna maka? Þá er Biblían með svarið fyrir þig. Nauðgun! 5. Mós 22:28-29:
"Ef maður hittir óspjallaða stúlku sem ekki er föstnuð, tekur hana með valdi og leggst með henni (möo nauðgar henni) og komið er að þeim skal maðurinn, sem lagðist með stúlkunni, greiða föður hennar fimmtíu sikla silfurs. Hún skal verða eiginkona hans sakir þess að hann spjallaði hana og honum skal ekki heimilt að skilja við hana alla ævi sína."
(Þetta virkar víst ekki í vestrænum réttarríkjum, en í guðræðisríki Jahve giltu ekki lög manna, heldur lög sem komu beint frá Guði)
Ég vil einnig benda giftum og trúlofuðum konum á það, að verði ykkur nauðgað, ber ykkur siðferðisleg skylda til að kalla á hjálp, því annars á samkvæmt lögmálinu sem Guð gaf Móse, að grýta ykkur til dauða. 5. Mós 22:23-24
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:21 | Facebook
Um bloggið
Sindri Guðjónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Biblían
Frábær og gagnleg heimasíða. Þarna er hægt að lesa bæði nýju þýðinguna, og hina gömlu góðu 1981 þýðingu.
- Hebrew - English Bible
- Biblían Frábær og gagnleg heimasíða. Þarna er hægt að lesa bæði nýju þýðinguna, og hina gömlu góðu 1981 þýðingu.
Bloggvinir
- lexkg
- andres
- alla
- bjolli
- geiragustsson
- gudnim
- godinn
- hjaltirunar
- jevbmaack
- prakkarinn
- rosaadalsteinsdottir
- sigurgeirorri
- nerdumdigitalis
- truryni
- styrmirh
- svanurmd
- stormsker
- vefritid
- postdoc
- fsfi
- axelpetur
- gattin
- brandarar
- eyglohjaltalin
- hleskogar
- ljonas
- andmenning
- kt
- durban2
- sviss
- hvala
- svenni
- nordurljos1
- vest1
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það ber að varast að taka biblíuna of bókstaflega. Biblían er gamalt rit og því ekki óeðlilegt að sumt af þeim skrifum séu úrelt eða hreinlega mistök. þVí sagan var skrifuð löngu áður en ritmál var fundið upp. Því þurfti ritarinn að treyst á margra kynslóða munnmælasögur við ritstörf sín. Það ættu nú flesti að vita að sögur breytast hratt þegar þær ganga á milli manna.
Offari, 30.1.2009 kl. 14:15
Ef þetta er dæmigerður Biblíu skilningur hjá þér, sem hefir stúderað hana í fjölda ára, þá er ég ekki hissa á því að þú þykist vera trúklaus. Hvar er t.d. talað um nauðgun í tilvitnuðum texta? Hvergi! Og niðustaða þín m.a. þessvegna hreint og klárt bull!! Reyndu að vanda þig betur ef þú vilt að nokkur maður taki mark á þér.
Högni V.G. (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 14:23
Högni, hefur þú tekið óspjallaða konu með valdi og sofið hjá henni?
Sindri Guðjónsson, 30.1.2009 kl. 14:31
Sæll og blessaður
Samúðarkveðjur til þín.
Megi almáttugur Guð miskunna þér.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.1.2009 kl. 14:37
Og ef þú villt vita nákvæmlega hvað það þýðir að taka konu með valdi og leggjast með henni skalltu lesa 5. Mós 22:25-26
. 25Ef maðurinn hittir föstnuðu stúlkuna úti á víðavangi, tekur hana með valdi og leggst með henni (sama orðanotkun og í versunum sem ég vísaði í í færslunni, í 28 versi) skal maðurinn, sem lagðist með henni, einn deyja. 26Þú skalt ekki gera stúlkunni neitt, hún hefur ekkert gert sem varðar dauðasök. Þetta mál er áþekkt því að maður ráðist á annan og myrði hann.
Ef ég hitti stelpu á víðavangi, og tek hana með valdi og leggst með henni (sef hjá henni), hvað þýðir það? Saklaus glens?? Og hvers vegna er það áþekkt því að maður ráðist á annan og myrði hann, ef þetta er ekki nauðgun, heldur bara eitthvað allt annað?
Sindri Guðjónsson, 30.1.2009 kl. 14:37
Athugasemd 5, var beint til Högna.
Sindri Guðjónsson, 30.1.2009 kl. 14:38
Rósa, ef þér mislíkar það sem ég segi, þá mislíkar þér einfaldlega hvað Biblían er að segja.
Samúðarkveðjur
Sindri Guðjónsson, 30.1.2009 kl. 14:38
Mig langar að beina orðum mínum enn og aftur til Högna:
Ef einhver (lesis Högni. V. G.) er í vafa um það að orða sambandið „að leggjast með konu“, þýði að hafa kynferðislegt samræði við konuna, vil ég benda á dæmi:
31Þá sagði sú eldri við þá yngri: „Faðir okkar er gamall orðinn og enginn karlmaður er eftir á jörðinni sem getur haft samfarir við okkur eins og siður er í öllum heimi. 32Komdu nú, við skulum gefa föður okkar vín að drekka og leggjumst síðan hjá honum. Þá munum við kveikja kyn af föður okkar.“
33Um kvöldið gáfu þær föður sínum vín að drekka og hin eldri lagðist hjá honum. En hann varð hvorki var við er hún lagðist né að hún stóð upp.
34Um morguninn sagði sú eldri við þá yngri: „Ég svaf hjá föður mínum í nótt. Gefum honum aftur vín að drekka í kvöld og farðu og leggstu með honum, og munum við þá geta barn með föður okkar.“ (1. Mós 19:31-34
Þetta orðasamband er líka oft bara þýtt sem „sofa hjá“: Lea svaraði: „Er ekki nóg að þú hafir tekið eiginmann minn frá mér, þarftu nú einnig að taka ástarepli sonar míns?“ Rakel svaraði: „Gefir þú mér ástarepli sonar þíns má Jakob sofa hjá þér í nótt.“ (1. Mós 30:15).
Högni, textinn talar um að taka konu með valdi, og hafa samfarir við hana. Er það ekki nauðgun?
Sindri Guðjónsson, 30.1.2009 kl. 15:33
Biblían er svo falleg
Matthías Ásgeirsson, 30.1.2009 kl. 16:28
Er samt ekki verið að tala um hver refsingin er við nauðgun en ekki beint verið að segja að það sé fín leið til að ná sér í maka hehehe...
En refsingin við nauðgun er ekki beint hugguleg...þurfa að giftast nauðgara sínum sem má aldrei skilja við mann og pabbi manns græði á því...
Þetta eru hrikalega ógeðsleg boð sem eiga ekkert skilt við elskandi guð sem að fólk segist trú á í sömu setningu og það segist trúa því að biblían sé heilagt orð - sem er mér með öllu óskiljanlegt
Dögg (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 19:25
"Er samt ekki verið að tala um hver refsingin er við nauðgun en ekki beint verið að segja að það sé fín leið til að ná sér í maka hehehe..."
Jú, mikið rétt, en þetta hefði samt verið "fín" leið til að redda sér, ef maður var í vandræðum með að fá einhvern til að giftast sér.
Sindri Guðjónsson, 30.1.2009 kl. 19:38
Þetta er beinlínis ljótt af þér, Sindri.
1. Biblían er alls ekki að mæla með því, að maðurinn nauðgi þessari konu (sbr. dauðarefsinguna við að nauðga fastnaðri konu), heldur að knýja hann til að taka ábyrgð á barni sínu og móður þess.
2. Í þjóðfélögum fornaldar og víða allt fram á okkar daga verða konur oft afar illa út úr nauðgunum, þær fá á sig smán félagslega séð (social stigma), og oft vill enginn við þeim líta eftir það og þær þannig komnar upp á bónbjargir jafnvel eða fá a.m.k. enga fyrirvinnu; hafi aðstæður ekki verið í vitna viðurvist, getur óvissa sumra um verknaðinn hafa klínt á þær grunsemdum um, að ekki sé einhlítt, að þær hafi verið saklausar, og það getur hafa átt sinn þátt í þessari félagslegu höfnun. Þær gátu hins vegar og áttu skv. Móselögum að æpa á hjálp, svo að menn kæmu að og sæju ofbeldisverkið og þá jafnframt, að þær væru saklausar af því að hafa lagzt viljugar með manninum. Einnig þessa skynsamlegu reglu Móselaga þarftu reyndar að óvirða í skammsýni þinni.
3. Dómurinn, að kvænast konunni, virkar nú ekki í þá átt að verða manninum til vegsauka: þ.e.a.s. að hann hafi tekið hana nauðuga, spjallað hana (engum tengdaforeldrum líkar það vel) og reynzt henni svívirðilega. Meðan réttarúrræði voru ekki jafn-þjál og margvísleg og miklu síðar varð, er þessi lausn Móselaga mjög gagnleg fyrir sína tíma. Hún er hins vegar töluð til Ísraelsmanna að fornu, ekki til allra manna.
Jón Valur Jensson, 30.1.2009 kl. 21:08
Sæll Jón Valur.
1. Ég veit að Biblían er ekki að mæla með því að menn nauðgi konum. Hins vegar er "ábyrgðin" sem hann á að taka á því að nauðga alveg gersamlega fráleit. Ég er að vekja athygli á því.
2. Sýnir okkur að Biblían er fornaldarbók, til að laga rétt fornaldar fólks. Boðskapur hennar stenst ekki tímans tönn, og hefur ekki mikið að bjóða nútíma fólki. Það væri beinlínis skaðlegt að leggja Biblíuna til grundvallar í siðferðismálum.
3. Dómurinn er auðvitað ekki manninum til vegsauka. Hins vegar, eins fáránlegt og það nú er, gætu óprúttnir menn þess vegna "nýtt" sér þessi lög til að fá sér maka.
Sindri Guðjónsson, 30.1.2009 kl. 21:26
Svo vil ég bæta því við, að ég bara get ekki fengið sjálfan mig til að trúa því, að alvitur og almáttugur skapari himins og jarðar, geti ekki fundið betri lausn á vandamálum kvenna sem hafa orðið fyrir einum hroðalegasta glæp sem hægt er að verða fyrir, að vera nauðgað, en að þurfa að búa alla ævi með manninum sem nauðgaði þeim.
Sindri Guðjónsson, 30.1.2009 kl. 21:40
1. Ég er ekki sammála þér, að ábyrgðin sem nauðgarinn á að taka á því að nauðga sé "alveg gersamlega fráleit," a.m.k. getur hann ekki með neinu réttlæti kvartað yfir því, að sú ábyrgð sé fráleit. Gagnvart konunni er margt verra til en þessi lausn, og henni í hag er réttarvernd þessi. Þar að auki verkar hún líka með öðrum hætti en þeim, sem við höfum rætt um, þ.e.a.s. á fyrirbyggjandi háttÞ að koma í veg fyrir a.m.k. suma glæpi af þessum toga, vegna refsingarinnar.
2. Það er sjálfgefið, að Gamla testamentið "er fornaldarbók, [að sumu leyti] til að laga rétt fornaldar fólks," en það hefur úrelzt að allnokkru leyti, ekki Nýja testamentið, þótt líka sé frá fornöld. Sum boð Guðs eru tímabundin, önnur ekki, og það sama á við um lausnir hans. En það hefur flestum gefizt vel að "leggja Biblíuna til grundvallar í siðferðismálum," þótt þú viljir ekki viðurkenna það. Á stundum er eins og þú sért það', sem á ensku kallast "Judaizer" – að þú viljir færa kristindóminn aftur á stig Gyðingóms fyrir daga Krists. Þótt megnið af Gamla testamentinu sé heilnæmt, eru þar líka úreltir hlutir.
3. Það er ekki rétt leið til að sjá tilgang Biblíunnar og boðorða hennar að túlka þau út frá misnotkun óprúttinna manna á reglum hennar og orðum. Þeir eru lítt skárri skrattanum, sem les heilaga bók aftur á bak.
4. Ekki bendirðu sjálfur á neinar lausnir, sem Guð hefði átt að færa þessum nauðguðu konum. Framfærsla barnsins var afar mikilvæg – mikilvægari en smekkur konunnar, því að þetta var spurning um líf og dauða. En þar sem ekki er unnt að gera ráð fyrir, að allir nauðgarar fyndust og yrði komið undir lög og rétt, þá ber líka að horfa til þeirrar lausnar Guðs á eymd fátækra, sem fólgin var í ráðstöfunum lögmálsins um hjálp við einstæðar mæður, ekkjur og munaðarleysingja, m.a. með því að leyfa þeim að tína upp korn af vissum svæðum kornakra, sbr. kaflann 'Hvað segir Biblían um “útlendingana í landinu”?' í þessari vefgrein minni.
Með góðri bæn um afturhvarf þitt, Sindri,
Jón Valur Jensson, 31.1.2009 kl. 00:14
Ja, ein lausnin sem Guð gæti komið með til að laga þá félagslegu smán sem þú talar um að konur sem urðu fórnarlömb nauðgunar hafi orðið fyirr, er að koma með boðorð um það að mönnum beri að virða þær konur sem verða fyrir nauðgun, og alls ekki fyrirlíta þær. Þær hafi ekkert til sakar unnið, og eigi að hafa sérstaklega í heiðri.
Í ljósi þess að kona sem var ekki hrein mey á brúðkaupsnótt, átti að verða grýtt í dyragætt föður síns, að kona sem ekki hrópaði á hjálp, meðan maður sem ekki var giftur henni hafði við hana samfarir, átti að vera grýtt, og fleiri lög í þessum dúr, sem Guð gaf Móse, er kannski ekki skrítið að menn hafi fyrirlitið konur sem urðu fyrir nauðgunum. Menn fengu brengluð siðaboð að ofan. (Auðvitað eru þetta allt mannanna boð, sem endurspegla sinn samtíma. Biblían endurspeglar siðferði samtíma síns, raunvísindahugmyndir samtíma síns, hjátrúarfullar hugmyndir samtíma síns (sjáðu t.d. bara færsluna Risi í járnrúmi), og guðshugmyndir samtíma síns, allt frá 1. Mósebók til Opinberunarbókarinnar).
Sindri Guðjónsson, 31.1.2009 kl. 09:25
"Það er ekki rétt leið til að sjá tilgang Biblíunnar og boðorða hennar að túlka þau út frá misnotkun óprúttinna manna" - Jón Valur
Jón Valur, þannig að flestir menn sem nauðga konum eru hrekklausir menn? Ólíklegt að óprúttnir menn myndu nauðga konum?
Sindri Guðjónsson, 31.1.2009 kl. 09:47
Þær voru klaufalegar þessar spurningar sem ég setti fram í athugasemd 18, veit vel hvað þú ert að meina, og ert ekkert að segja að þeir sem nauðgi konum séu hrekklausir, en þú skilur púnktinn.
Sindri Guðjónsson, 31.1.2009 kl. 09:50
Mér finnst athugasemdin hjá Offari skemmtileg, að þú sért að taka þessu of bókstaflega. Þessi lög eru líklega bara myndlíking eða eitthvað álíka
En það er virkilega sorglegt að sjá Jón Val reyna að verja þá skoðun að siðaboðskapur fornaldarmanna sé frá algóðum guði.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.1.2009 kl. 15:34
"þessi lög eru líklega bara myndlíking eða eitthvað álíka"
Sindri Guðjónsson, 31.1.2009 kl. 16:35
Sindri fyrir nokkrum misserum síðan las ég um mann í Súdan sen hafði lagst með geit. Það var farið með hann fyrir dómara í Múslískum rétti sem kvað upp sinn dóm. Maðurinn varð að giftast(kvænast) geitinni, þau voru orðin hjón. Hvernig dóm hefðir þú kveðið upp??
Aðalbjörn Leifsson, 31.1.2009 kl. 16:47
Sekt fyrir slæma meðferð á dýrum.
Sindri Guðjónsson, 31.1.2009 kl. 16:56
Ef við myndum leggja biblíuna til grundvallar þá væri auðvitað rétt að grýta manninn og geitina.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.1.2009 kl. 17:06
3. Mós 20:15
15Og eigi maður samlag við skepnu, þá skal hann líflátinn verða, og skepnuna skuluð þér drepa.
Sindri Guðjónsson, 31.1.2009 kl. 17:18
Sindri, þú ert bókstafstrúarmaður sem trúir ekki á guð. Virði það að þú trúir ekki á guð en ég á alltaf erfitt með að virða bókstafstrúarmenn.
Held að það séu bara vitleysingar eins og þú og svo trúarnöttarar sem taka biblíuna svona bókstafslega eins og þú gerir.
En það krefst ákveðna gáfna og víðsýni til að teljast ekki bókstafstrúarmaður. Heldur þú að þú hafir gáfur og víðsýni til þess?
Bjöggi (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 18:27
Bjöggi, hefur þú lesið Biblíuna? Eigi sifjaréttarákvæðin sem Guð gaf Móse að túlkast sem táknmál eða myndlíkingar? Hvernig túlka ég þetta of bókstaflega?
Bjöggi, meðan ég var trúaður, var ég lengi vel "ekki-bókstafstrúarmaður". Ég t.d. samþykkti þróunarkenninguna, og taldi fyrstu 11 kaflana í 1. Mósebók vera táknrænar goðsagnir (innblásnar af Guði) sem Guð notaði til að kenna Hebreunum um sköpunina, en ekki bókstafleg sagnfræði eða raunvísindi.
Bjöggi, þekkir þú mig nógu vel til að setja "bókstafstrúarstimpilinn" á mig?
Sindri Guðjónsson, 31.1.2009 kl. 18:39
"lengi vel" = er að meina síðasta árið sem ég var trúaður sirka.
Sindri Guðjónsson, 31.1.2009 kl. 18:42
Bjöggi, að hvaða leyti er hann bókstafstrúarmaður? Hvernig viltu skilja þessi lög öðru vísi en "bókstaflega"?
Það væri gaman að fá útskýringar frá kaþólska trúvarnarmanninum varðandi 3.Mós 20.15. Hvað var guð að pæla?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.1.2009 kl. 18:45
Miðað við þetta blogg þá tekur þú það sem stendur í biblíunni ansi bókstaflega. Það er bara hluti fólks sem á erfitt með að hugsa út fyrir kassann sem það hefur byggt sér.
Bjöggi (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 18:45
hm... ég er hér bara að benda á furðuleg boð í lögmáli Móse, meira svona í stríðni. Er maður bókstafstrúarmaður ef maður er trúlaus og bendir á hluti í Biblíunni sem manni finnst fáránlegir?
Sindri Guðjónsson, 31.1.2009 kl. 18:47
Gagnríni þín á biblíuna gengur út á það að taka því bókstaflega sem stendur í biblíunni og gera ráð fyrir að aðrir túraðir geri það líka.
Fólk sem tekur því sem stendur í bókum eins og biblíunni bókstaflega er bókstafstrúarfólk, það trúir bókstaflega öllu sem stendur í henni, hvort sem það trúi svo á guð eða ekki.
Bjöggi (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 18:53
ég meina; það tekur bókstaflega öllu sem stendur í henni, hvort sem það trúir á guð eða ekki.
Bjöggi (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 18:55
Þessi vers sem fjallað er um í þessari færslu á að taka bókstaflega, það er engin spurning.
Má ég annars benda þér á vandaðri og "umburðalyndari" bloggfærslur sem ég hef skrifað:
http://sindri79.blog.is/blog/sindri79/entry/605392/
http://sindri79.blog.is/blog/sindri79/entry/427810/
http://sindri79.blog.is/blog/sindri79/entry/454258/
Sindri Guðjónsson, 31.1.2009 kl. 18:55
Bjöggi, viltu meina að þessi lög séu einhvers konar allegoría?
Viltu ekki útskýra fyrir okkur hvað þú átt við með því að taka hluti bókstafstrúar eða að vera bókstafstrúarmaður?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.1.2009 kl. 18:55
Ég verð nú að segja að eftir að hafa litið á hinar færslunnar, að mér líst mikið betur á þær en þessa. Þær hljóma frekar sem almennar pælingar um biblíuna en þessi færsla.
Þessi færsla fannst mér vera eins af þessum vantrúarfæslum sem snúast út á að afsanna tilvist guð, eða reyna gera trúaða torkynnilega, með því að benda á skrítna hluti sem standa í biblíunni, oft er það gert á bókstafelegan hátt. Þessir sem eru mjög trúlausir eiga til með að gera þetta og finnst mér það vanvirðing við heimsýn fólks, sem ég tel eiga rétt á sér.
Hjalti ætti svo bara að setjast niður lesa það sem ég hef skrifað og pæla aðeins í því. Þetta sem ég sagði gæti hafa lent út fyrir kassann hans þannig að það er ekkert skrítið að hann hafi ekki skilning á þessu.
Svo ert þú Sindri að læra lögfræði, þú verður örugglega fínn lögfræðingur, eða lögsögumaður ;) Þú virðist eiga auðvelt með að tileinka þér ákveðin skilning á hlutunum og víkja frá honum. Svona eins mér finnst að eigi að túlka lög, en ekki biblíuna.
Bjöggi (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 19:07
þetta á að vera; tileinka þér ákveðin skilning og ekki víkja frá honum. (Vantaði ekki þarna)
Bjöggi (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 19:09
Hvað er að því að "benda á skrítna hluti sem standa í biblíunni"? Er ekki alltaf verið að segja okkur að Biblían sé merkilegasta bók í heimi?
Matthías Ásgeirsson, 1.2.2009 kl. 12:50
Bjöggi, þú ert úti að aka, versin sem hann vitnar í eru lög! Heilu bækurnar í gamla testamentinu eru lítið annað en lög.
Enn hefurðu ekki útskýrt að hvaða leyti Sindri er bókstafstrúaður.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.2.2009 kl. 14:29
Ég hef ekki sagt að biblían sé merkilegasta bók í heimi og þekki ekki marga sem segja það. Aftur á móti er þetta stórmerkileg bók.
Það sem stendur í kóraninum eru líka lög, en þar sem þetta er trúarrit þá les fólk þau út frá sínu gildismati, þannig að túlkanir fólks eru mjög mismunandi. Lög eru skrifuð samkæmt ákveðnum reglum og hefðum sem ber að nota þegar þau eru túlkuð. Það gildir ekki um biblíuna! Fólk sem les biblíuna eins og lög er bókstafstrúarfólk, hvort sem það trúir á guð eða ekki.
Sjálfur er ég svo ekki trúaður en finnst ekkert sorglegra en þessir bavíanar sem predika trúleysi eins og um trúarbrögð væri að ræða.
Grunar að Halti og Mattías séu svona trúleysistalibanar.
BJöggi (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 16:17
Það eru ákveðnar típur sem eru hættulegar heiminum. Ofsatrúarfólk(bókstafstrúarfólk), sama þótt það trúi á Guð, búdda, stokk og steina eða fólk sem trúir ekki eins og um trúarbrögð væri að ræða. Þetta fólk á það til að hugsa á svarthvítum nótum og geta með engu móti tekið tillit til skoðana annar og tekið tillit til þeirrar heimsmyndar eða sett sig í spor náungans. Það skapar fordóma, en mér hefur þótt Vantrú vera eitt helsta fordómasamfélag Íslands.
Bjögg (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 16:21
Bjöggi, enn og aftur. Versin sem Sindri vitnaði í eru lög. Hann vitnar bara í þau og segir að þetta séu ólög.
Þá kemur þú og segir að hann sé bókstafstrúarmaður og túlki hlutina bókstaflega.
Mig langar endilega að vita hvernig þú vilt túlka þessi lög öðruvísi en sem lög.
Hvernig í ósköpunum er Sindri bókstafstrúarmaður?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.2.2009 kl. 17:13
Nei, hann er ekki að vitna í lög, hann er að vitna í biblíuna og það sem stendur í biblíunni skal ekki túlka sem lög.
Til dæmis þeir sem trúa því að það sem standi í biblíunni sé meint bókstaflega, líkt og þú villt meina er bókstafstrúarfólk.
Að gera ekki ráð fyrir því að hlutir hafi verið öðruvísi þegar biblían var skrifuð, menn lagt hönd á plóg að túlka og velja efni í hana osfrv. er bókstaftrúarfólk. Þeir sem trúa því að kristnir trúi á biblíuna það bókstafslega er líka bókstafstrúarfólk, en það trúir ekki á guð.
Ég held að Hjalti viti ekki hvað er átt við bókstafstrúarfólk. Fólk sem er bókstafstrúar, trúir á bókstafinn og túlkar allt bókstaflega sem stendur í bókum eins og biblíunni. Það getur verið ágæt að túlka lög bókstaflega en trúarrit og gamlar bækur skal ekki túlka bókstafslega. Það getur bara verið hættulegt.
Bjöggi (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 20:11
Fyrir bókstafstrúarfólki eru þessar tilvitnanir lög, líkt og bókstafstrúar-múslimum er það sem stendur í kóraninum lög. En þar sem ég er ekki bókstafstrúarmaður að neinu leiti þá túlka ég ekki það sem stendur í þessum bókum sem lög, líkt og þú gerir Hjalti.
Bjöggi (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 20:16
Og þessi röksemdarfærsla að það sem stendur í trúarbókum séu lög er svo heimskuleg, það er bara bókstaftrúarfólk sem notar slíkar röksemdafærslur, trúað og ekki trúað. Lýsir vanþekkingu og vanvirðingu og að geta ekki hugsað út fyrir boxið. Það er bara ofsatrúarfólk, kristið eða vantrúa sem getur hegðar sér svoleiðis.
Bjöggi (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 20:21
Ég segi alveg öfugt við Jón Val.....................Þetta er beinlínis flott hjá þér Sindri Svo er alveg með ólíkindum hversu þrælahaldið er blessað í biblíunni. Það fólk sem móðgast hér og telur sig trúað, hefur ekki kynnt sér biblíuna í heild, heldur velur sér bara það sem hentar. Biblían er ekki yfir gagnrýni hafin!!
Margrét St Hafsteinsdóttir, 2.2.2009 kl. 01:25
Takk Margrét.
Bjöggi, þessi vers sem ég vitna í voru lög gyðinga. Þetta var hluti af lögunum í landinu. Lestu kaflann sjálfan og þá sérðu það greinilega að þetta er hugsað sem sifjarréttarlög með refsiviðurlögum. Jesús kallaði þetta lög (skv guðspjöllunum), Páll kallaði þetta lög, gyðingar í ótal mörgum ritum kölluðu þetta lög. Við kölluðum þetta meira að segja lög í réttarsögukúrsum sem ég hef tekið.
Sindri Guðjónsson, 2.2.2009 kl. 06:29
Kallið þið Kóranin líka lög í þessum kúrsum. Það standa svipaðir hlutir um sifjaspell í kóraninum, en það eru bara bókstafstrúarmenn sem túlka þau nákvæmlega eins og þau standa, konum er t.d. refsað í sádi arababíu fyrir að vera nauðgað. Biblían og kóranin eru af sama menningarsvæðinu, sömu sögur í bókunum, talað um sama fólk. Það virðast bara vera bókstafstrúarmenn sem túlka það sem stendur í þessum bókum sem lög.
Bjöggi (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 19:51
Þessi ákvæði í Biblíunni voru skrifuð sem lög á sínum tíma. Þetta voru lög. Hefur ekkert með túlkun að gera. Sama á við með ákvæðin sem þú vísar í í Kóraninum. Þau eru líka kölluð lög í réttarsögu kúrsunum okkar. Auk þess eru þau kölluð lög í nútímamáli, enda til ríki sem dæmi eftir Kóraninum, þar sem Sharíaréttur er við lýði.
Sindri Guðjónsson, 3.2.2009 kl. 19:59
Þetta er alveg afskaplega vandræðalegt Bjöggi, þetta eru lög í biblíunni.
Enn og aftur spyr ég þig, hvernig viltu túlka þetta sem Sindri vitnar í? Er þetta einhvers konar allegoría?
Auðvitað er þetta sem Sindri vitnaði í "meint bókstaflega".
Auðvitað voru hlutir öðruvísi þegar biblían var og skrifuð og menn völdu efni í hana og svo framvegis.
Það túlkar enginn allt bókstaflega sem stendur í biblíunni.
Bjöggi, það er enginn að segja að allt það sem standi í trúarbókum sé lög, heldur erum við að benda á að þarna (í Mósebókunum) er helling af lögum.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.2.2009 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.