Hæpin þérunar árátta í íslenskum Biblíuþýðingum

Þérun er horfin úr íslensku talmáli. Menn þéruðu ókunnugua í virðingarskyni, og þá sem voru eldri en maður sjálfur, einnig þéruðu menn þá sem ofar stóðu í samfélagsstiganum. Þó að þérun sé að mestu horfin úr íslensku talmáli, er þérun mjög mikilvæg víða annarsstaðar, til dæmis í Frakklandi. Menn "þúa" þá sem eru nákomnir manni og þá sem eru yngri en maður sjálfur, eða hafa "lakari" samfélagsstöðu. Menn þéra sér heldri menn, ókunnuga, og t.d. ef menn vilja halda ákveðinni fjarlægð í samskiptum við fólk.

Það er einkennileg þérunarárátta í íslenskum þýðingum á Biblíunni. Þar sem þérun er horfin úr talmáli, þykir mönnum einhvernveginn hátíðlegt að þéra. Þýðendur Biblíunnar vilja að Biblían sé hátíðleg, og því er þéringum troðið niður, hvar sem við verður komið, og víðar!

Í fyrsta Jóhannesarbréfi 4:4, stendur til dæmis: "Þér börnin mín, heyrið Guði til og hafið sigrað falsspámennina...". Hver þérar börnin sín? Jafnvel þó að um "andleg" börn Jóhannesar sé að ræða, finnst mér fráleitt að nota þérun í þessu samhengi.

Menn þéra í virðingarskyni. Í íslenskum Biblíu þýðingum, passar Jesús sig alltaf á því að þéra andstæðinga sína, þegar hann lítilsvirðir þá, dæmi: "Þér nöðrukyn, hvernig getið þér sem eru vondir talað gott?" (Matt 12:34) Dæmin eru óteljandi. Í Matteus 23 passar Jesús sig á því að þéra fræðimennina og faríseana í bak og fyrir, í hvert sinn þegar hann ávarpar þá, og segir þeim að þeir séu helvítis börn, blindir heimskingjar, eins og grafir fullar af dauðra manna beinum að innan, að þeir séu óþverrar að innan, læsi himnaríki fyrir mönnum, séu hræsnarar, fullir af yfirgangi og óhófi, og svo framvegis. (enska King James þýðingin þúar hins vegar réttilega í þessum kafla)

Menn þúa þá sem menn þekkja vel, þá sem eru nákomnir manni, þá sem maður elskar og þekkir. Jesús er hins vegar látinn þéra þá sem hann elskar og þekkir, fólk sem hann þvoði um fætur, borðaði með, og svaf með, og voru honum samferða allar stundir, hölluðu brjósti sínu upp að honum, o.s.frv. Jesús er segir t.d. eftirfarandi við nána lærisveina sína, eftir innilegar samverustundur í Jóhannesi 13:33-34: "Börnin mín, stutta stund verð ég enn með yður. Þér munuð leita mín og eins og ég sagði Gyðingum segi ég yður nú: Þangað sem ég fer getið þér ekki komist. Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hvert annað. Eins og ég hef elskað yður skuluð þér einnig elska hvert annað." Það er gersamlega fráleitt að þéra við þessar kringumstæður. Dæmin sem ég gæti tekið úr Jóhannesarguðspjalli um fjarstæðukenndar þéringar eru margar.

En þéringar þykja hátíðlegar á Íslandi, þar sem þær eru fallnar úr talmáli. "Þúanir" þykja hins vegar nú orðið fínar og hátíðlegar í enskumælandi löndum, af því að þar eru þúanir fallnar úr talmáli. Amk finnst þeim sem vilja helst bara lesa King James Biblíuna "þúanir" agalega fínar. "You" er þérun á ensku, og "thou/thee" (í eintölu) og "ye" (í fleirtölu) eru þúunari. Ein vinsælasta enska Biblíuþýðingin, "King James", er full af þúunum út um allt (enda þýdd, meðan þúun var enn í ensku talmáli). King James þýðingin þúar auðvitað í þeim versum sem ég hef nefnt í þessari bloggfræslu, enda þérar hún afar sjaldan.

King James Biblían lætur Jesú þúa lærisveina sína, og þeir þúa Jesú. Slíkt er eðlilegt, sé haft í huga hversu náið samneyti þeir höfðu hvern við annan. Dæmi:

Jesus answered and said unto him, What I do thou knowest not now; but thou shalt know hereafter. 8 Peter saith unto him, Thou shalt never wash my feet. Jesus answered him, If I wash thee not, thou hast no part with me. - Jóh 13:7-8

Hins vegar er ekki endilega eðlilegt að nota þúun í enskum nútíma þýðingum á Biblíunni, þar sem þúunin er dottin úr talmáli. Enn óeðlilegra er að nota þérun oft á tíðum í íslenskum þýðingum, bæði vegna þess að hún er að mestu dottin úr málinu, og er oft notuð afar óeðliega. Hver þérar börnin sín?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebekka

Hmm nú er ég ekki alveg viss,  hvernig eru þúanir/þéranir notaðar í hebreskunni?  Enskunni tókst nefnilega að ruglast stórkostlega í you/thou dæminu.

Íslenskan er enn merkilegri, að mínu mati, því að upphaflega var þérun hin eiginlega fleirtala, og það fleirtöluform (þið) sem við notum núna var s.k. tvítala (notað þegar talað er um tvo eða tvennt af einhverju).  Strangt til tekið (þótt þessi notkun á "þér" sé núna úreld), er því rétt að segja "Þér börnin mín, heyrið Guði til..." nema verið sé að tala um bara tvö börn.

Það væri gaman að vita frá hvaða ritum hin íslenska Biblíuþýðing kemur og hverjar voru ástæður þýðendanna fyrir öllum þéringunum.  Kannski vildu þeir bara ekki falla frá þessari þéringahefð?  E.t.v. vissu þeir að íslensk þéring var áður fleirtala og vildu nota hana þannig?  Kannski gerðu þeir sér ekki grein fyrir að "thou" var enn notuð sem þúun en ekki þérun í King James Biblíunni?  Spurning!

Rebekka, 13.1.2009 kl. 08:45

2 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Þetta eru ágætis punktar, Rödd skynseminnar. Engu að síður er hæpið að nota þéringarnar með þeim hætti sem gert er, ef ætlunin er að þýða yfir á nútíma íslensku. Mér var kennt það í frönsku námi, að thou/thee o.s.frv. hafi verið þúun á ensku, en þúunin hafi svo dottið úr málinu. Enskumælandi fólk var svo duglegt við að þéra, og vandist á að gera ekkert annað. Þetta var nú bara eitthvað sem kennarinn ræddi "a propos", í einum tímanum. Vísaði ekki í neitt lesefni nánar.

Ég gaf mér eiginlega bara að þúanir hafi enn verið í ensku máli þegar King James þýðingin var gerð, árið 1600 og eitthvað, þar sem þúanir eru notaðar í þýðingunni. Lagði ekki í neina rannsóknarvinnu, og er enginn ensku sérfræðingur. Hef ekki einu sinni lesið "Seikspír".

Sindri Guðjónsson, 13.1.2009 kl. 08:59

3 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Íslenska Biblíuþýðingin er þýdd eftir bestu grísku og hebresku handritum sem menn hafa. Er þýdd úr grísku (N.T.) og hebresku (G.T.). Það er ekki gerður greinarmunur á þúunum og þéringum í þessum málum, svo ég viti.

Sindri Guðjónsson, 13.1.2009 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Guðjónsson

Höfundur

Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson

Ég heiti Sindri! Ég er trúlaus, og blogga hér aðallega um Biblíuna. (Ég er að vísu sem betur fer hættur þessu stússi)

 

Þú getur haft samband: sindri79(a)gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...itvig
  • ...ysyvq
  • ...100_2438

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband