23.3.2008 | 01:33
Biblían um aga
Orðskviðirnir 23:13-14 segja:
Sparaðu eigi aga við sveininn, því ekki deyr hann þótt þú sláir hann með vendinum. Þú slærð hann að sönnu með vendinum, en þú frelsar líf hans frá Helju.
Hér sést að það að aga, innifelur að slá með vendi. Ég vil svo taka það fram að hér er ekki verið að tala um "Helvíti", eins og menn þekkja það hugtak. Það er orðið "Sheol" sem þýtt er hér sem "Helja". Sheol var staður þar sem allir látnir menn fóru. Verið er að tala um að bjarga sveininum frá venjulegum dauða, eða gröfinni.
Orðskviðirnir 20:30 segja:
Blóðugar skrámur hreinsa illmennið og högg, sem duglega svíða. ("rista djúpt" betri þýðing)
Orðskviðirnir 19:18 segja:
Aga þú son þinn, því að enn er von, en farðu eigi svo langt, að þú deyðir hann.
Orðið "agi" יַסֵּר vísar til beitingar á ofbeldi, eins og sést á því að þú mátt ekki aga son þinn svo mikið að hann deyji út af barsmíðunum. (Orðið þýðir líklega bókstaflega að aga með höggum, en ég er ekki með neitt lexicon við höndina til að athuga það.)
Ég verð að segja alveg eins og er, að ég vona að sem fæstir beiti Biblíulegum ögunaraðferðum.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:57 | Facebook
Um bloggið
Sindri Guðjónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Biblían
Frábær og gagnleg heimasíða. Þarna er hægt að lesa bæði nýju þýðinguna, og hina gömlu góðu 1981 þýðingu.
- Hebrew - English Bible
- Biblían Frábær og gagnleg heimasíða. Þarna er hægt að lesa bæði nýju þýðinguna, og hina gömlu góðu 1981 þýðingu.
Bloggvinir
- lexkg
- andres
- alla
- bjolli
- geiragustsson
- gudnim
- godinn
- hjaltirunar
- jevbmaack
- prakkarinn
- rosaadalsteinsdottir
- sigurgeirorri
- nerdumdigitalis
- truryni
- styrmirh
- svanurmd
- stormsker
- vefritid
- postdoc
- fsfi
- axelpetur
- gattin
- brandarar
- eyglohjaltalin
- hleskogar
- ljonas
- andmenning
- kt
- durban2
- sviss
- hvala
- svenni
- nordurljos1
- vest1
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þar verð ég að vera 100% sammála. Ofbeldi (í hvaða mynd sem er) og barnauppeldi er aldrei góð blanda.
Enda held ég og vona svo sannarlega að ég hafi rétt fyrir mér að það sé nú orðið bannað að berja börnin sín hér á landi. Sama hvort það sé til að bjarga þeim frá "helju" eða ekki.
Dögg (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 12:53
Já tek undir það með ykkur. En ég man ennþá eftir því þegar skrif voru á þá leið að Svíjar væru aumingjar að banna fólki að berja börnin sín ;). En er ekki batnandi þjóðum best að lifa? ;)
Davíð (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 13:04
"Hart hrís gerir börnin vís"
Svo var mér innrætt af kristinfræðikennara á mínum námsárum. En ég sjálfur prófaði allar þessar aðferðir. Beiting ofbeldis er allt háð aðstæðum hverju sinni, ástandi veitanda og þolanda, tíma, þoli o.s.frv. Ég mæli samt ekki með því að neinn sé barinn svo lengi að hann rétt haldi lífi eins og Orðskv. 19:18 segja. Ef ég skil þau orð rétt.
Best er auðvitað að hafa góðan tíma til að ræða við börn eða ungmenni.
Sigurður Rósant, 23.3.2008 kl. 22:21
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæll Sindri
Gleðilega páska
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.3.2008 kl. 22:23
Hvaða aðferð til uppeldis mælir þú með?
Vona að þú og frúin séu sammála um þetta...?
Steini (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 19:47
Við Petra erum sammála um það að beyta börnin okkar ekki ofbeldi.
Sindri Guðjónsson, 24.3.2008 kl. 20:34
Það er hrikalegt ofbeldi í biblíunni. Stór varasöm bók hvað uppeldisaðferðir varðar!
Margrét St Hafsteinsdóttir, 27.3.2008 kl. 01:24
Sæll Sindri minn og gleðilegt sumar. Síðasta kommenntið hér er ekki beint málefnalegt. En orðið agi í Orðskv. 19.18 samkvæmt Strong concordance er: to chastise with blows or with words, correct, punish, reform,reprove, sore, teach.
Í Hebreabréfinu er einnig talað um aga- þar er skilgreining Strong á gríska orðinu: education or training, to train up a child, disciplinary correction, chastening, instruction, nurture.
Þannig að þegar biblían talar um aga, þá sýnist mér hún tala um að leiðrétta og kenna, taka utan um og þjálfa. Ég heyrði einu sinni þessa skilgreiningu á þjálfara: "Þjálfari er maður sem fær þig til að gera það sem þú vilt ekki gera, til að ná þeim markmiðum sem þú þráir.
Bestu kveðjur úr Keflavík. Bið að heilsa konu þinni.
Kristinn Ásgrímsson, 24.4.2008 kl. 23:44
Strongs er ekki orðabók, heldur upptalning á því hvaða ensku orð eru notuð í King James þýðingunni til að þýða tiltekið orð. Til að finna út nákvæma þýðingu þarf að notast við lexícon, og skilja hvað rót orðsins þýðir o.þ.h.
Bestu kveðjur
Sindri
Sindri Guðjónsson, 25.4.2008 kl. 02:18
Dictionary - Lexicon, er hvort tveggja skilgreint sem orðabækur. Viltu nota einhvern sérstakan lexicon kannski. Ég tel nú reyndar að Strong concordance sé meira en upptalning á orðum úr King James þýðingunni. Hins vegar segir Vines það sama, en nóg um það kæri vinur.
Kristinn Ásgrímsson, 25.4.2008 kl. 23:05
Sæll aftur.
Það sem ég meina er: strongs er ekki orðabók. Orðabók og lexicon er auðvitað sami hluturinn. Veit ekki tilhvers ég notaði tvö orð fyrir sama hlutinn, en það er yfirleitt talað um hebresk og grísk lexícon en ekki "dictionaries". Þetta er bara einhver málvenja. Allaveganna er Strongs ekki orðabók/lexícon. Strongs er Biblíulykill fyrir King James Biblíuna.
"Strong's Concordance is not a translation of the Bible nor is it intended as a translation tool." - Wikipedia
"Strong's is first of all a concordance of one particular English translation of the Bible, the King James Version. It was never designed to be a serious Greek or Hebrew dictionary. It is not a lexicon and it is no real guide to etymology or morphology." - Kristilega heimasíðan Answering Islam
"He then goes on to quote Strong's, which is not a lexicon but a concordance!" - Kristilega heimasíðan Tektonics
Strongs er auðvitað stórsniðugur Biblíulykill, en misskilinn, og notaður vitlaust. Ég nota Strongs reyndar helling sjálfur, og sérstaklega þegar ég var að byrja að læra hebresku fyrir tveimur árum. Orð geta verið þýdd allaveganna í King James þýðingunni, ekki af því að það er grunn merking orðsins, heldur t.d. vegna samhengis. Strongs telur upp öll ensk orð sem notuð hafa verið til að þýða gríska eða hebreska orðið yfir á ensku í King James þýðingunni. Það gæti svo sem verið að þeir bæti við fleiri dæmum. T.d. las ég einhversstaðar að þeir bæti stundum við merkingu orðs í klassískum grískum bókmenntum. (þetta var reyndar ekki nein áreiðanleg heimild heldur einhver að rausa á spjallrás á netinu)
Það er annars algjör óþarfi hjá mér að gera mikið mál úr þessu! Þetta er bara ákveðin sérviska í mér, af því að mér hefur oft blöskrað mjög hvernig stöku predikarar nota Strongs.
Sindri Guðjónsson, 26.4.2008 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.