2.1.2008 | 16:28
Lýst er eftir týndum Biblíuversum
Matteus 27:9 segir: Þá rættist það, sem sagt var fyrir munn Jeremía spámanns: "Þeir tóku silfurpeningana þrjátíu, það verð, sem sá var metinn á, er til verðs var lagður af Ísraels sonum"
- Hvar stendur þetta í spádómsbók Jeremía? Svar: hvergi. Höfundur Matteusarguðspjalls er eitthvað að ruglast. Nánar tiltekið ruglar hann saman Jeremía og Sakaría, þar sem Sakaría 11:12-13 segir eitthvað í líkingu við það sem höfundur Matteusar segir að Jeremía hafi sagt.
Matteus 2:23 segir: Þar settist hann að í borg, sem heitir Nasaret, en það átti að rætast, sem sagt var fyrir munn spámannanna: "Nasarei skal hann kallast."
- Hvar er þennan spádóm spámannanna sem Matteus er að vísa til að finna? Svar: hvergi. Höfundur Matteusarguðspjalls er eitthvað að steypa.
Markús 1:2 segir: "Svo er ritað hjá Jesaja spámanni: Sjá, ég sendi sendiboða minn á undan þér, er greiða mun veg þinn."
- Hvar stendur þetta hjá Jesaja spámanni? Svar: hvergi. Höfundur Markúsarguðspjalls hefur eitthvað fipast. Hann ruglar saman Jesaja og Malakí, sjá Malkí 3:1
Þetta er eitthvað dularfullt
Höfundar guðspjallanna rugluðust oft þegar þeir vitnuðu í spámennina, fundu stundum upp spádómana jafn óðum og þeir þurftu á þeim að halda, og stundum beittu þeir afar frjálslegri og samhengislausri túlkun, auk þess sem Biblía þeirra var allt öðruvísi en "Gamla testamenntið" okkar.
Sem dæmi um samhengislausa og "frjálsa" túlkun höfundar Matteusarguðspjalls, er þegar hann vísar til spádóms í 7 kafla Jesajabókar um Immanúel, og segir að um sé að ræða spádóm um fæðingu Jesú Krists. Spádómnum er beint til Akasar, þáverandi Júda konungs, og honum sagt að þegar Immanúel fæðist, þá sé það til marks um að bráðum verði lönd tveggja óvina hans að auðn, eða áður en Immanúel yrði nógu gamall til að þekkja muninn á góðu og illu. Akasa óttaðist einmitt innrás þessara tveggja óvina sinna í Jerúsalem. Immanúel hefur ekki mikið með Jesú að gera.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 20.2.2008 kl. 19:05 | Facebook
Um bloggið
Sindri Guðjónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Biblían
Frábær og gagnleg heimasíða. Þarna er hægt að lesa bæði nýju þýðinguna, og hina gömlu góðu 1981 þýðingu.
- Hebrew - English Bible
- Biblían Frábær og gagnleg heimasíða. Þarna er hægt að lesa bæði nýju þýðinguna, og hina gömlu góðu 1981 þýðingu.
Bloggvinir
- lexkg
- andres
- alla
- bjolli
- geiragustsson
- gudnim
- godinn
- hjaltirunar
- jevbmaack
- prakkarinn
- rosaadalsteinsdottir
- sigurgeirorri
- nerdumdigitalis
- truryni
- styrmirh
- svanurmd
- stormsker
- vefritid
- postdoc
- fsfi
- axelpetur
- gattin
- brandarar
- eyglohjaltalin
- hleskogar
- ljonas
- andmenning
- kt
- durban2
- sviss
- hvala
- svenni
- nordurljos1
- vest1
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég þurfti að edita þetta innlegg í morgun. Þegar ég skrifaði það fyrst var ég að flýta mér. Ég gerði m.a. þau mistök að segja að Akasa hefði verið konungur Ísraela, en hann var að sjálfsögðu Júda konungur.
Sindri Guðjónsson, 7.1.2008 kl. 09:17
Ef að þú hefur mikinn áhuga á biblíunni þá verð ég að mæla með bók sem heitir "The End of Biblical studies" eftir Hector Avalos.
Þetta er ekki bók í ætt við Dawikns eða Hitchens heldur í raun fræðirit þar sem höfundur kryfur biblíuna.
Hann á mikið til síns máls og er sérstaklega vel til þess fallinn því hann er sprenglærður í þessum efnum og eins og þú braut sér leið í gegnum ofsatrú.
hérna er wikipedia greinin um hann: http://en.wikipedia.org/wiki/Hector_Avalos
Oskar (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 11:18
Óskar, ég hef mikinn áhuga á Biblíunni - og fyrir utan að lesa hana sjálfa mikið, og einnig bækur og greinar eftir mis trúaða og ekki trúaða guðfræðinga. Biblían er mitt hobbý númer eitt. Mér finnst enn vænt um þessa bók, þó að ég telji ekki að hún sé innblásin af neinum guði. Í henni er að finna mannlega snilld, og mannleg mistök, og mannlega grimmd, og mannlega fegurð, og allt þar á milli. Mér finnst áhugavert að þess Avalos sé fyrrverandi Hvítasunnumaður. Ég hef ekki heyrt á hann minnst fyrr.
Sindri Guðjónsson, 9.1.2008 kl. 13:43
Nú varð Nýja-Testamenntið til sem lokað reglurit áður en Gamla-Testamenntið. Getur verið að vers vanti í það Gamla í sama mæli og við sjáum í því Nýja. Vers vantar í sum handrit er ekki óalgengt að sjá í neðanmálsgreinum og svo geta versins nátturlega hafa skolast til. En alla vega vænti þess að þú póstir svarinu inn þegar þú kemst að niðurstöðu fylgist spenntur með.
Kveðja Davíð sem kannski fær að kíkja í kaffi við tækifæri og spjalla um bókina góðu. Ég tók inngangsfræði nýjatestamenntisins í HÍ í núna á haustdögum stóðst nú fagið en þarf að lesa bókina betur ;)
Davíð (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 00:23
Sæll Sindri.
Það er frekar dapurleg yfirlýsing á þinni kynningu að þú skulir segja að þú sért ekki lengur kristinn. Hvað kom fyrir. Hefur þú í raun kynnst Guði og kærleika hans. Guð elskar þig. Mundu að í Jesaja er spáð fyrir um fæðingu Jesú ca 900 árum áður en hann fæddist. Vandmál Guðfræði háskólans er að hún reynir að troða Guði í mannlega vasa og huganir.
Megi Guð gefa að þú snúir þér til hans og kynnist honum í raun og veru. Hann elskar þig.
kv
Stefán Ingi Guðjónsson, 12.1.2008 kl. 02:11
Amen
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 12.1.2008 kl. 15:48
Sæll Davíð og takk fyrir innlitið. Vertu ávallt velkominn í kaffi til mín. Ég hefði mjög gaman af því að tala við þig um Biblíuna (og allt annað milli himins og jarðar líka).
Stefán, takk fyrir umhyggjusemina. Ef þú ert að vísa til 7. kaflans í Jesaja og spádóminn um Immanúel, þá hefur þú ekki lesið þessi örfáu orð sem ég er búin að skrifa. Ef þú ert að vísa í kaflann í Jesaja 53 um hinn líðandi þjón, þá er hér smá lesefni fyrir þig:
http://www.virtualyeshiva.com/counter-index.html
http://www.virtualyeshiva.com/counter-index.html
Sindri Guðjónsson, 12.1.2008 kl. 18:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.