Guð er mjög góður grjótkastari

Guð ræður ekki með góðu móti við járnvagna. enda segir í Dómarabókinni 1:19:  "Og Drottinn var með Júda svo að þeir náðu undir sig fjalllendinu en þeim tókst ekki að hrekja burt þá sem bjuggu á sléttlendinu því að þeir höfðu járnvagna." Guð er hins vegar mjög flynkur í því að henda grjóti, og getur kastað því frá himnum og alla leið niður til jarðarinnar. Hann myndi eflaust standa sig vel í kúluvarpi. Jósúa 10:11 segir:

11Á flóttanum undan Ísrael, er þeir voru á stígnum niður frá Bet Hóron, kastaði Drottinn sjálfur stórum steinum á þá af himni alla leiðina til Aseka og varð það þeirra bani.

Flestar erlendar þýðingar þýða þetta svona líka. Hér eru tvö dæmi:

Í Amplified stendur: the Lord cast great stones from the heavens on them as far as Azekah, killing them.

New American Standard: the LORD threw large stones from heaven on them as far as Azekah, and they died

Það er enginn vafi á því hvort að þetta sé rétt þýtt, en þetta var vitlaust þýtt í gömlu íslensku þýðingunni. Hér er þetta á hebresku fyrir þá sem kunna eitthvað hrafl í henni:

-      וַיהוָה הִשְׁלִיךְ עֲלֵיהֶם אֲבָנִים גְּדֹלוֹת מִן-הַשָּׁמַיִם עַד-עֲזֵקָה


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

"Sá yðar, sem syndlaus er kasti fyrsta steininum ..." 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.10.2008 kl. 10:49

2 Smámynd: Rebekka

Vinur minn hefur hebresku að móðurmáli og ég sendi honum þennan texta (já hann er gyðingur og frá Ísrael!).  Hann sagði þetta: 

"And god throw big stones at them from the sky to Ezka"
Ezka is a place to my understanding.. God throw big stones , he throw them from the sky, and for some reason it says that the stones reached to Ezka, prolly to show how bad ass he was..
It's bible language not regular hebrew so I can't promise anything about the meaning but that's the translation.
Þar liggur nú hundurinn grafinn, eins og hann sagði þá er þetta þýðingin, en hann er ekki viss um sjálfa merkinguna.  Fullkomin afsökun fyrir fólk að leggja hvaða meiningu sem er í þessa setningu! 


Rebekka, 21.10.2008 kl. 12:10

3 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Það er fullt af fólki sem sérhæfir sig í Bibliuhebresku og hefur stúderað hana alla ævi, og skilur mun betur hvað þarna stendur, heldur en einhver sem talar nútíma hebresku sem móðurmál. Það er allt annar hlutur.

Sindri Guðjónsson, 21.10.2008 kl. 12:46

4 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Alveg er Guð orðinn áhugalaus um að drepa okkur á epískan máta nú á dögum. Hvar eru alheimsflóðin og fljúgandi björgin í dag?

AIDS og SARS err nú ekki eins töff og pælingar Guðs í gamla testamentinu!

mbk,

Kristinn Theódórsson, 21.10.2008 kl. 16:05

5 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Það sem mér finnst athyglisverðast er að Drottinn kastaði steinunum sjálfur, með eigin hendi, niður af himninum. Afar súrrealískt í augum nútímamanna.

Sindri Guðjónsson, 21.10.2008 kl. 21:00

6 Smámynd: Sigurður Rósant

Ég skrapp til Stonhenge í Bretlandi um daginn og var að furða mig á því hverjir hefðu fjarlægt marga þá stóru og þungu steina sem þangað voru fluttir og raðað upp í hring fyrir 4-5þúsund árum. Fluttir um langan veg allt að 250 mílur.

En þarna er sem sagt skýringin komin. Jahve hefur viljað eyðileggja lækninga-, tilbeiðslu- og fórnarstað heiðingja og sóldýrkenda, tekið þá ófrjálsri hendi og kastað þeim niður á óvini sinna útvöldu í landinu helga.

Sigurður Rósant, 21.10.2008 kl. 21:24

7 identicon

 Sindri: " Það sem mér finnst athyglisverðast er að Drottinn kastaði steinunum sjálfur, með eigin hendi, niður af himninum. Afar súrrealískt í augum nútímamanna." 

Gæti líka verið að um loftsteina sé að ræða? Er það súrrealískt eða bara ólíklegt, en ekki ómögulegt?

Sibbi (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 00:35

8 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Sibbi. Þess má geta að ég tel að frásagnirnar í Jósúabók, þar sem sagt er frá því að Ísraelar hafi gereytt hverri borg og þjóð af annarri, og komið sér fryrir í Fyrirheitnalandinu, séu "skáldsögur" (ofur einföldun að tala um skáldsögur, "but for a lack of a better word..."). Ísraelar byrjuðu að leggja undir sig Kanaan eftir flóttann frá Egyptalandi skv Biblíunni. Vandamálið við þá frásögn er hins vegar að EGYPTAR réðu ríkjum í fyrirheitna landinu líka á þessum árum, en ekki kanversku þjóðirnar sem Ísraelar áttu að hafa murkað lífið úr, þar sem egypska heimsveldið teygði sig þangað og lengra, og fjöldi uppgraftra og skjala og ýmislegt fleiri sýnir okkar það.

Að þessu sögðu, þá vil ég benda á að ef þetta hefði í raun verið loftsteinn, þá væri það nú týpískt fyrir trúmenn, að kenna Guði um loftsteininn. Textinn segir skýrum stofum að Guð sjálfur kastaði stórum steinunum af himni alla leið til Aseka. (þetta hefði því þurft að vera einhverskonar loftsteina hríð). Það sem mér finnst spaugilegt og skemmtilegt við þessa frásögn, er sú hugmynd sem fólk hafði forðum, en enginn myndi gera sér í hugarlund núna, að Guð sjálfur kasti einhverju af himni ofan. Guð sá sem nútímamenn hugsa sér myndi ekki kasta neinu af himni ofan.

Sindri Guðjónsson, 22.10.2008 kl. 07:47

9 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Já, sem sagt, forn Hebrearnir voru sjálfir "indigenous people" í landinu sem þeir bjuggu í, og þurftu því aldrei að fara út í æfingar á borð við þær sem lýst er í Jósúabók.

Sindri Guðjónsson, 22.10.2008 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Guðjónsson

Höfundur

Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson

Ég heiti Sindri! Ég er trúlaus, og blogga hér aðallega um Biblíuna. (Ég er að vísu sem betur fer hættur þessu stússi)

 

Þú getur haft samband: sindri79(a)gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...itvig
  • ...ysyvq
  • ...100_2438

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2530

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband