Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Þjóðkirkjan

Tvær tilvitnanir 

"Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda." - 62.gr stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944

"When a religion is good, I conceive it will support itself; and when it does not support itself, and God does not take care to support it so that its professors are obliged to call for help of the civil power, ‘tis a sign, I apprehend, of its being a bad one."

—Benjamin Franklin


Sá sem slær föður sinn eða móður skal líflátinn.

Sá sem slær föður sinn eða móður skal líflátinn.

2. Mós 21:15


Dagur Drottins

"Kveinið, því að dagur Drottins er nálægur; hann kemur sem eyðing frá hinum Almáttka... Hver sem fundinn verður, mun lagður verða í gegn, og hver sem gripinn verður, mun fyrir sverði falla. Ungbörn þeirra munu knosuð verða fyrir augum þeirra, hús þeirra verða rænd og konur þeirra smánaðar."Jesaja 13:6, 15-16

Að konsa þýðir að brjóta í smátt. Ungabörn verð brotin í smátt á meðan foreldrar þeirra horfa á, á degi sem kemur sem eyðing frá hinum Almáttka. Þannig er nú yndisleiki orðsins


Seldu dóttur þína svona

Jahve gaf Ísraelsmönnum leiðbeiningar um það hvernig þeir ættu að selja dætur sínar í þrældóm, en bannaði þeim að safna saman sprekum á hvíldardegi, að viðlagðri dauðrefsingu með grýtingu.

7Þegar maður selur dóttur sína sem ambátt fær hún ekki að fara frjáls ferða sinna á sama hátt og þrælar. 8Hafi húsbóndi hennar ætlað hana sjálfum sér en hún ekki fallið honum í geð skal hann leyfa að hún verði keypt laus.
- 2. Mós 21:7-8


Jesús var bókstafstrúarmaður

Lárus Páll er kristinn maður, en ekki bókstafstrúarmaður. Ég rakst á eftirfarandi yfirlýsingu hans á spjallborði fyrir tæpum tveimur mánuðum:

"Í ljósi þess að Jesú var EKKI bókstafstrúarmaður hvers vegna í ÓSKÖPUNUM ætti ég þá að vera það?????"

Sé hins vegar að marka Guðspjöllin (sérstaklega ef við tökum miðaldar viðbætur í burtu á borð við söguna um hóresku konuna), þá var Jesús bókstafstrúarmaður.

Jesús leit á Gamla testamenntið sem innblásið og myndugt, og að því er viðrist óskeikult orð Guðs:
Matteus 5:17 og 19 - "Ætlið ekki að ég sé kominn ti lað afnema lögmálið eða spámennina". "Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum mun kallast minnstur í himaríki en sá sem heldur þau og kennir mun mikill kallast í himnaríki".

Takið eftir að 19. versið er í framtíð, en ekki fortíð. Þeir sem halda lögmálið og spámennina munu verða miklir í himnaríki. Ekki "þeir sem héldu", eða "hafa haldið"
 

Þegar Jesús gagnrýndi faríseanna og fræðimennina, var hann ekki að gagnrýna kenningar þeirra aðallega, heldur þá staðreynd að þeir voru hræsnarar. Þeir breyttu ekki eins og þeir buðu, sbr. t.d. Matteus 23:2-3:
 „Á stóli Móse sitja fræðimenn og farísear. Því skuluð þér gera og halda allt sem þeir segja yður en eftir breytni þeirra skuluð þér ekki fara því þeir breyta ekki sem þeir bjóða."


Í Jóhannesi 10:35 segir Jesús um lögmálið: "og ritningin verður ekki felld úr gildi".

Jesús vitnaði ótal sinnu í Gamla testamenntið, til að rökstyðja mál sitt, og virtist trúa jafnvel ótrúlegustu sögum á borð við söguna um Jónas í hvalnum (Matt 12:40-41) , að Adam og Eva væru fyrsta gifta parið (Matt 19:3-6). Jesús virðist segja að Abel hafi verið fyrsti spámaðurinn sem hafi verið drepinn (Lúk 11:50-51), hann talar um snák Móse í eyðimörkinni (Jóh 6:32-33, 49), kraftaverkinn sem Elíja gerði (Luk 4:25-27), og minnist á ótal fleiri sögur í G.T. Jafnvel ef við gæfum okkur það að Jesús liti á þessar sögur sem "dæmisögur" (sem er ofboðslega langsótt) eða eitthvað slíkt, þá leit hann amk á sögurnar sem sögur af Guði gefnar, og að boðskapur þeirra væri réttur. Biblían hafði fullt kennivald í hans huga. 

Jesús sagði að þeir sem ekki tryðu Móse, gætu ekki trúað á sig:

45Ætlið eigi að ég muni ákæra yður fyrir föðurnum. Sá sem ákærir yður er Móse og á hann vonið þér. 46Ef þér tryðuð Móse munduð þér líka trúa mér því um mig hefur hann ritað. 47Fyrst þér trúið ekki því sem hann skrifaði, hvernig getið þér þá trúað orðum mínum?


Jóh 5:45-47


Fjallræðan - og "þér hafið heyrt að sagt var, en ég segi yður"


Margir halda að meint "ekki bókstafstrú" Jesú, komi fram í fjallræðunni. Þar telja þeir að hann hafi "afnumið" sum boð Gamla testamenntisins, eins og "auga fyrir auga og tönn fyrir tönn" og "þú skalt hata óvin þinn og elska náunga þinn", og fleiri boð sem hann nefnir. Eru þessi dæmi Jesú stundum kallaðar antíþesurnar (þér hafið heyrt að sagt var... , en ég segir yður... ).

Ef að skiljum Jesú þannig að hann hafi verið að afnema einhver boð í lögmálinu, þá erum við komin í hreina mótsögn við fjölda mörg vers annarsstaðar í guðspjöllunum. Einkum vers í Matteusarguðspjalli. Lang rökréttast er að skilja Jesú þannig að hann sé ekkert að draga úr kennivaldi Gamla testamenntisins, eða segja að þar hafi slæðst inn vitleysur eða mistök. Hann er að útskýra hvernig Gyðingarnir skyldu lögmálið vitlaust, og gagnrýna þeirra eigin hefðir, sem ekki byggjast á lögmálinu. T.d. segir Jesús í Matt 5:43 "þér hafði heyrt að sagt var, þú skalt elska náunga þinn, og hata óvin þinn. En ég segi yður..."  Það stendur hins vegar hvergi í Gamla testamenntinu, eða lögmálinu, að "þú skalt hata óvin þinn". Það er merkilegt að höfundur Matteusarguðspjalls skuli láta Jesú taka þessi orð fyrir, m.a. vegna þess að þó að þessi orð sé ekki að finna í Gamla testamenntinu, þá er þessa hugmynd um að hata óvin sinn að finna í handritunum sem fundust í Kumran hellunum, sem eru gyðingleg handrit frá svipuðum tíma og Jesús var, eða á að hafa verið, uppi.


Í fjallræðunni er Jesús að hvetja menn til að halda lögmálið til hins ýtrasta, og að gera enn betur en þeim beri skylda til skv lögmálinu. Þetta var kallað að byggja varnarmúr umhverfis lögmálið ("hedge around the Torah"), og er og var algengur hugsunarháttur í gyðingdómi. Lögmálið segir ekki drýgja hór = ef þú horfir aldrei á konu í girndarhug, drýgir þú aldrei hór (í fjallræðunni, Matt 5:27-28). Lögmáli segir þú skalt ekki myrða = ef þú reiðist aldrei bróður þínum, muntu ekki fremja morð (í fjallræðunni, Matt 5:21-22). Lögmálið segir ekki vinna rangan eið = ef þú sverð engan eið, þá vinnur þú aldrei rangan eið (í fjallræðunni, Matt 5:33-34) Lögmálið segir auga fyrir auga, tönn fyrir tönn =  Ekki taka of mikið. Ef þú gefur upp rétt þinn, og tekur ekkert, þá hefur þú ekki farið lengra en lögmálið leyfir. (Lögmálið leyfir þér aðeins að taka eitt auga fyrir eitt, og eina tönn fyrir eina. Þú mátt ekki taka meira. Taktu ekkert, og það er öruggt að þú tekur ekki of mikið.)


Þessi hugsunarháttur var mjög algengur í gyðingdómi og gömlum gyðinglegum ritum. T.d. segja gyðingar aldrei nafn Guðs (Jahve/Jehova), til að hindra að þeir brjóti lögmálsboðið um að leggja ekki nafn Guðs við hégóma. Það stendur hvergi í hebresku Biblíunni, "þú skalt ekki nefna nafn Guðs." Engu að síður forðast gyðingar að segja nafnið. Það er bannað að leggja nafn Guðs við hégóma. Með því að segja aldrei nafn Guðs, er öruggt að þú brýtur aldrei gegn banninu um að leggja nafn Guðs við hégóma. Þannig byggja menn varnarmúr umhverfis lögmálið, til að tryggja að menn brjóti ekki reglurnar. Jesús myndi orða þetta svona í fjallræðunni: "Þér hafið heyrt að sagt var, þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma, en ég segi yður, segið aldrei nafn Guðs"

Antíþesurnar, eru engar antíþesur þegar að er gáð, heldur varnarveggur utan um lögmálið, og gagnrýni á rangan skilning og óbiblíulegar hefðir samtímamanna Jesú. Jesús (öllu heldur höfundur Matteusarguðspjalls, sem setur orðin í munn Jesú) hafði ekkert á móti lögmálinu. Hann vildi að það yrði haldið til hins ýtrasta, og helst gott betur.

Skyldar færslur:

En þetta er "bara" Gamla testamenntið?


Enginn heima í Jeríkó

Ég var að lesa eftirfarandi tilvitnun í Ronald S. Hendel, prófessor í hebresku Biblíunni, og gyðinglegum fræðum í "the Departement of Near Eastren studies" í Berkley háskólanum í Kaliforníu

According to the best interpretations of the archaeological evidence, Jericho was destroyed around 1550 B.C.E. and was not settled again until after 1000 B.C.E. But the emergence of Israel dates to around 1200 B.C.E., right in the middle of this 500-year gap. If Joshua and his troops had surrounded Jericho, there would have been nobody home.

Það hefði verið gott að hafa þessi tilvitnun undir höndunum þegar ég skrifaði færsluna Vantrú í eyðimörkinni.


Zeitgeist, ein mesta lygasaga allra tíma?

Ein er sú áróðursmynd sem nýtur mikillar hylli á internetinu og heitir Zeitgeist. Fyrsti hluti myndarinnar heitir „The Greatest Story Ever Told“. Í honum er því í stuttu máli haldið farm, að sögurnar um Jesú í guðspjöllunum séu „stolnar“ eða endursagðar sögur um aðra eldri frelsisguði, og byggi á gamalli stjörnufræði/speki.

Skýrasta dæmið um frelsisguð sem á að hafa verið alveg eins og Jesús, er sagt vera forni egypski guðinn Hórus. Því er haldið fram í myndinni að hann hafi fæðst 25. desember, móðir hans hafi verið hrein mey sem hét Isis-Mary. Að stjarna í austri hafi sagt til um fæðingu hans. Þrír konungar hafi verið viðstaddir. Að Hórus hafi verið undravitur 12 ára gamall kennari. 30 ára hafi Hórus verið skírður af Anap, og þá hafið þjónustu sína. Hann hafi átt 12 lærisveina og hafi ferðast um með þeim og læknað sjúka og gengið á vatni og fleira í þeim dúr. Hann hafi verið kallaður Góði hirðirinn, Lamb Guðs, og fleira, líkt og Jesús. Hann hafi verið krossfestur, og risið upp frá dauðum eftir þrjá daga.

Það er hægt að lesa egypsku sögurnar um Hórus á bókasöfnum.  

Oxford alfræðibókin telur upp heimildirnar sem við höfum um Hórus sögur, sem hægt er að nota til að komast að því hvernig sögurnar um hann voru. Þessar heimildir eru (heitin á þeim eru óþýdd):


the Memphite Theology or Shabaqo Stone, sem talinn er vera frá því síðan sirka 1540-1070 fyrir okkar tímatal;
the Mystery Play of the Succession;
the Pyramid Texts, sem taldir eru vera frá því um 2575-2150 fyrir okkar tímatal;
the Coffin Texts, einkum rit sem heitir Spell 148;
the Great Osiris hymn í Louvre safninu;
the Late Egyptian Contendings of Horus and Seth;
the Metternich Stela and other cippus texts;
the Ptolemaic Myth of Horus at Edfu (einnig þekkt sem Triumph of Horus);

Þessar heimildir segja allt aðra sögu um Hórus, en  myndin Zeitgeist.

Isis mamma Hórusar var gift honum Osiris, og var ekki hrein mey eins og Zeitgeist segir. Hórus fæddist í kjölfar þess að faðir hans Osíris hafði verið drepinn (óvinur hans Set drap hann, og setti hann í lík kistu og henti henni í ána Níl). Isis kona Osíris finnur kistuna og líkið. Set bútaði þá Ósíris niður í búta, sem hann dreifði um allt Egyptaland, nema typpinu, sem glataðist. Isis setti Ósíris saman aftur, eftir að hafa fundið bútana eftir mikið erfiði, ásamt systur sinni, og setti gervi typpi á Osíris sem hún bjó til sjálf (því alvöru typpið fannst ekki. Sæskrímsli át það). Osiris lifnaði við, vegna þess að Ísis púslaði honum saman aftur, og öðlaðist eilíft líf. Með gervi typpinu var Hórus Ósírison svo getinn. (Er þetta bara ekki næstum því eins og fæðingasögurnar í Lúkasi og Matteusi? Eh, nei!)

Hvergi kemur fram í neinum heimildum að þrír konungar hafi verið viðstaddir fæðingu Hórusar, eða þrír vitringar boði fæðinguna, eftir að hafa elt stjörnu úr austri, líkt og Zeitgeist hefur mikið fyrir að halda fram, og tengir við einhverja stjörnumerkjafræði. Hvergi kemur fram að Hórus hafi haft 12 lærisveina, eins og Zeitgeist myndin heldur fram. Hins vegar voru samkvæmt sumum sögunum fjórir guðir í slagtogi við hann. Hvergi kemur fram að Hórus hafi gengið á vatni. Hórus var ekki krossfestur. Því síður krossfestur með tveimur þjófum eins og sumir segja. Hann fór aldrei til heljar. Hann reis aldrei upp frá dauðum.

En hvaðan fær Peter Joseph, höfundur Zeitgeist myndarinnar, þá allar þessar upplýsingar? Frá manni sem heitir Gerald Massey, sem hélt öllum þessum hlutum fram. Í myndinni er vitnað í Massey, og hann er titlaður sem „Egyptalandsfræðingur“. Í neðanmálsgreinum sem fylgja handriti myndarinnar er 13 sinnum vísað Gerald Massey sem heimild fyrir fullyrðingum um Hórus. Hann var breskt ljóðskáld sem var uppi á árunum 1828 – 1927. Hann var áhugamaður um Egyptaland, forn Egypta, forn egypsk költ, pýramída, og þess háttar. Massey var í stuttu máli rugludallur, og ekkert authority í Egyptalandsfræðum. Það skiptir engu máli hvað hann segir um líf Hórusar, ef það fær ekki stuðning í frumheimildum um Hórus.

Peter Joseph byggir einnig á bókinni The Christ Conspiracy eftir Acharya, en hún byggir að miklu leyti á „rannsóknum“ James Chruchward. Þessi Chrucward trúði því að mannkynið væri komið af háþróuðum kynstofni af börnum Mu (The Children of Mu). Hann taldi að til hefði verið meginlandið Mu, sem sökk í sjó, og að Jesús kristur hafi verið eitt af börnum Mu, og þess vegna hafi hann haft krafta sem menn almennt hafi ekki (börn Mu gátu greinilega gengið á vatni, læknað sjúka, og risið upp frá dauðum o.þ.h.). Með hjálp stjörnmerkjafræði og sögu, líkt og Peter Joseph notar í Zeitgeist, komst Churchward að því að öll trúarbrögð væru samofin og tengd, og væru öll kominn frá áðurnefndu meginlandi Mu, sem sökk í hafið. Í neðanmálsgreinum er bæði vísað í Acharya og Chruchwald sem heimildir í handritinu af Zeitgeist.

Zeitgeist nefnir svo fjölda annarra fornra frelsisguða, sem áttu að hafa lifað alveg eins lífi og Jesús. Heimildarmennirnir eru af sama toga. Ekki er almennt stuðst við frumheimildir. Míþra er t.d. sagður vera fæddur af hreinni mey. Staðreyndin er hins vegar sú að samkvæmt sögunum um hann, spratt hann fram úr steini. Míþra fæddist ekki 25. desember, eins og haldið er fram. Hann átti ekki 12 lærisveina. Hann reis ekki upp þremur dögum eftir dauða sinn. Ég held að menn séu farnir að átta sig á mynstrinu.

Við þetta er ýmsu að bæta. Sceptic Magazine birti nýlega grein, þar sem farið er nánar í saumana á ýmsu í þessum fyrsta hluta Zeitgeist. Fjallað er þar um margt, sem ég hef ekki skrifað um í þessum pistli. Má þar nefna hina glötuðu hugmynd um að Biblían segi á táknrænan hátt frá því að öld nautsins hafi verið fram að komu Móses, öld hrútsins tekið við, og öld fisksins hafist með komu Jesú, og að á næstu grösum sé öld vatnsberans. Þetta ásamt ýmsu öðru í Zeitgeist stenst alls ekki skoðun.

Til að finna greinina þarf að opna þennan link, og skrolla aðeins niður. Greinin heitir „The Greatest Story Ever Garbled“ og er eftir Tim Callahan.

Það sorglega við myndina er að ýmislegt í fyrsta hlutanum er satt og áhugavert. Það hefði verið hægt að setja það fram á athyglisverðan hátt. Þar má nefna að Nóaflóðssagan í Biblíunni á sér marga forvera sem eru keimlíkar sögur, og sagan um Móse er býsna lík sögunni um Sargon, sem er miklu eldri saga. Hægt er að nefna fleiri atriði. Jesús á t.d. einhver atriði sameiginleg með einhverjum af þeim frelsisguðum sem nefndir eru í myndinni. Þann samanburð er hins vegar búið að skemma með endalausum ýkjum og bulli. Zeitgeist er afleit mynd. Hún er kannski ekki mesta lygasaga allra tíma, en lygasaga er hún.

Munnurinn er sláturhús. Maginn er gröf

"If such a God did exist, he could not be a beneficient God, such as the Christians posit. What effrontery is it that talks about the mercy and goodness of a nature in which all animals devour animals, in which every mouth is a slaughter-house and every stomach a tomb!" E.M. McDonald, "Design Argument Fallacies" An Anthology of Atheism and Rationalism (ed. Gordon Stein, Buffalo, NY: Prometheus, 1980), p. 90.

Mágskyldan - Berfótaætt

Í 1. Mós 25:5-10 segir frá Mágskyldunni

Mágskyldan

5Þegar bræður búa saman og annar þeirra deyr án þess að hafa eignast son skal ekkja hins látna ekki giftast neinum utan fjölskyldunnar heldur skal mágur hennar ganga inn til hennar, taka hana sér fyrir konu og gegna mágskyldunni við hana. 6Fyrsti sonurinn, sem hún fæðir, skal bera nafn hins látna svo að nafn hans afmáist ekki úr Ísrael. Fyrsti sonur hjúskaparins með máginum telst vera eins konar staðgengill hins látna eiginmanns. 7Vilji maðurinn ekki kvænast mágkonu sinni skal hún ganga til öldunganna á þingstaðnum í borgarhliðinu og segja: „Mágur minn hefur neitað að halda við nafni bróður síns í Ísrael. Hann vill ekki gegna mágskyldunni við mig.“ 8Þá skulu öldungar í borg hans kalla hann fyrir sig og tala við hann. Reynist hann ósveigjanlegur og segi: „Ég vil ekki kvænast henni,“ 9skal mágkona hans ganga til hans frammi fyrir öldungunum, draga skóinn af fæti hans, hrækja framan í hann, taka til máls og segja: „Þannig skal farið með hvern þann sem ekki vill reisa við ætt bróður síns. 10Hvarvetna í Ísrael skal ætt hans nefnd Berfótarætt.“

Ég verð að segja, að ég vorkenni mönnum sem höfðu ekki geð í sér til að "leggjast með" ekkju bróður síns. Hvað ef hún var forljót, leiðinleg, illa lyktandi, og andstyggileg? Wink 

En svona spauglaust, þá er Guð almáttugur, skapari himins og jarðar, með skrítinn smekk fyrir reglum. Það er eitthvað ekki í lagi við að þvinga fólk til kynferðislegs samræðis gegn vilja sínum.

Hér er skemmtileg saga sem tengist mágskyldunni

1. Mós 38:7-10

En Ger, frumgetinn sonur Júda, vakti andúð Drottins svo að Drottinn lét hann deyja. 8Þá mælti Júda við Ónan: „Gakktu inn til konu bróður þíns og gegndu mágskyldunni við hana að þú megir afla bróður þínum afkvæmis.“ 9Sökum þess að Ónan vissi að afkvæmið skyldi eigi verða hans þá lét hann sæðið spillast á jörðu í hvert sinn er hann gekk inn til konu bróður síns, til þess að komast hjá því að afla bróður sínum afkvæmis. 10Með þessu vakti hann andúð Drottins sem lét hann einnig deyja."

En er Guð hættur að drepa í dag, eins og hann gerir í þessari sögu? 

"B-I-B-L-Í-A, er bókin bókanna..."

 


Sunnudagaskólinn

"How many times have you heard that Christ died for you for your sins? This is a heavy responsibility, especially for children. The guilty induction can vary in intensity, depending how the message is presented, but the bottom line is that the Son of God had to come to Earth and die a horrible death because of our failings." Marlene Winell, Leaving the Fold (Oakland, CA: New Harbinger, 1993), p. 69.

"The most serious demand for unquestioned belief is, of course, the atonement. First the believer is to suspend familiar notions of justice, such as punishment for the guilty as opposed to an innocent party. You are then expected to accept the necessity of blood sacrifice for sin; that wrongdoing must be paid for, and not necessarily in proportion to the crime. A father's sacrifice of his innocent son is supposed to be not only just but generous and wonderful. Then the temporary three-day death of this one person is supposed to wipe out all the wrongdoing and ineptitude of a species. And finally, you should believe that all you need do to erase responsibility for your actions and enter a haven of eternal reward is to believe. It's no wonder that once a convert has wrapped his or her mind around this story, anything can be accepted as truth. The rest of fundamentalist doctrine can be easily swallowed, including Jonah." [Marlene Winell, Leaving the Fold, p. 75.]

Næsta síða »

Um bloggið

Sindri Guðjónsson

Höfundur

Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson

Ég heiti Sindri! Ég er trúlaus, og blogga hér aðallega um Biblíuna. (Ég er að vísu sem betur fer hættur þessu stússi)

 

Þú getur haft samband: sindri79(a)gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...itvig
  • ...ysyvq
  • ...100_2438

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2434

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband