Þjóðkirkjan

Tvær tilvitnanir 

"Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda." - 62.gr stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944

"When a religion is good, I conceive it will support itself; and when it does not support itself, and God does not take care to support it so that its professors are obliged to call for help of the civil power, ‘tis a sign, I apprehend, of its being a bad one."

—Benjamin Franklin


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Rósant

Sæll Sindri.

Þetta ákvæði stjórnarskrárinnar gerir m.a. það að verkum, að ríkið getur ekki losað sig við kirkjuna sem olnbogabarn með auðveldum hætti. En þú slepptir síðustu setningu þessa ákvæðis - "Breyta má þessu með lögum." Hví gerðirðu það?

Sigurður Rósant, 13.5.2009 kl. 20:33

2 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Af því að ég er að bera saman þá fullyrðingu Franklins, um að léleg trúarbrögð þurfi stuðning og vernd hins veraldlega valds, við þá staðreynd að þjóðkirkjan er einmitt undir slíkum verndarvæng. Hvernig þessu ástandi verður breytt er svo annað.

Sindri Guðjónsson, 13.5.2009 kl. 22:38

3 Smámynd: Ingvar Leví Gunnarsson

Þetta er hörkugóð pæling. Ég hef oft velt því fyrir mér, hvað mundi gerast fyrir íslenska þjóðkikju ef skorið yrði á "spenann"? Ef aðskilnaður ríkis og kirkju yrði að veruleika?

Ætli 70% presta mundu hætta að starfa sem prestar þar sem að launin yrðu enganvegin þau sömu og kirkjan stæði ekki undir sér. Væru þeir þarna af sannfæringu sinni þó um lægri laun væri að ræða eða hvað? Hver er svosem trúarsannfæring þjóðkirkjupresta? Mér finnst hún vera loðin.. Einn segir þetta hinn segir það og annar segir hitt? Eru þeir ekki sammála eða hvað?

Af því hann segir að það sé slæm kirkja sem þurfi á þjóðinni að halda til að starfa.

Hver er munurinn á sannfæringu frjálsra safnaða og "ófrjálsra" ef það má orða það svoleiðis.

En ég er samt ekki að segja að allri prestar hafa enga sannfæringu, langt því frá. En ég veit ekki hvort þjóðkirkjan mundi nokkru sinni starfa eins og hún er núna ef skorið yrði á spenann.

Mér finnst svolítið gaman að velta þessari spurningu fyrir mér hvað mundi gerast... Hvað haldið þið að mundi gerast ef þetta yrði að veruleika hvort sem þið eruð sammála aðskilnaði eða ekki?

Ingvar Leví Gunnarsson, 14.5.2009 kl. 21:32

4 Smámynd: Sigurður Rósant

Ég hef nú verið nokkuð sammála því viðhorfi ýmissa þjóðkirkjunnar manna, að ef hin Evangelium Lútherska kirkja yrði skilin frá ríkinu, þá yrði hún miklu sterkari fjárhagslega. Og hefði jafnvel enn sterkari tök á ríkisvaldinu. Margar kennisetningar kirkjunnar hafa þurft að víkja (í verki) vegna breyttra viðhorfa almennings og stjórnvalda. Ég nefni sem dæmi innheimtu tíundar og bann við opnun verslana á sunnudögum og stórhátíðardögum.

Kaþólska kirkjan og aðrir trúsöfnuðir hopa ekki með sínar kennisetningar. Sem dæmi má nefna andstöðu gegn fóstureyðingum, notkun getnaðarvarna, bann við neyslu blóðs, brottrekstur illra anda (jafnvel úr börnum), innheimtu tíundar o.fl.

Benjamín Franklín  átti þátt í myndun stjórnarskrár Bandaríkjanna. Engu að síður lauma þeir trúarviðhorfum inn á 100 dollara seðilinn mynd af Benjamín og á bakhlið hans yfirlýsingunni "In god we trust". 

En það eru sennilega um 250 ár síðan Benjamín lét þessi orð falla. Hvað hann var með í hugsa, veit ég ekki. En hvergi á Vesturlöndum hefur trúarbrögðum vegnað betur en í Bandaríkjunum. Evangelium Lútherska kirkjan er veikust þar sem hún er ríkistrú, sýnist mér.

Sigurður Rósant, 14.5.2009 kl. 21:40

5 identicon

Svíjar hafa aðskilið ríki og kirkju.

Breytti nánast engu ;)

Davíð (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 04:01

6 Smámynd: Páll Jónsson

Orðin "Breyta má þessu með lögum" eru mikilvæg. In effect, þá er hér ekki stjórnarskrárbundin þjóðkirkja hér á landi. 

De jure, já, en de facto þá er hægt að breyta þessu líkt og hverjum öðrum áfengistolli. 

Páll Jónsson, 5.6.2009 kl. 21:40

7 Smámynd: LegoPanda

Það eru til mörg dæmi um lönd þar sem ríki og kirkja eru aðskilin og samt eru trúfélögin ekki sterk, t.d. Frakkland og Tékkland. Við getum ekki einblínt á Bandaríkin þegar við íhugum hvort eigi að skilja að ríki og kirkju.

Og til að bæta við það sem Haukur sagði, þá var þessi lína sett á seðlana af McCarthy-stjórninni í áróðri gegn ásókn kommúnista á landið.

,,Under God" var einnig bætt við hliðhollustueiðinn á síðustu öld, og enn er fólk á lífi sem man eftir að hafa sagt hann án þessara orða í barnaskóla.

Trúarhreyfingar hafa orðið einstaklega sterkar á síðustu 100 árum í Bandaríkjunum, en ég held að þær væru enn sterkari (og líklega búin að breyta Bandaríkjunum í trúríki) ef ekki væri fyrir þessa vel ortu stjórnarskrá þeirra.

LegoPanda, 17.6.2009 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Guðjónsson

Höfundur

Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson

Ég heiti Sindri! Ég er trúlaus, og blogga hér aðallega um Biblíuna. (Ég er að vísu sem betur fer hættur þessu stússi)

 

Þú getur haft samband: sindri79(a)gmail.com

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...itvig
  • ...ysyvq
  • ...100_2438

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband