Vantrú í eyðimörkinni

Í 2. Mósebók (og reyndar víðar) segir frá því þegar Guð leiddi Ísraelsmenn út úr Egyptalandi. Við getum vitað hvenær þeir atburðir sem Biblían segir frá, varðandi eyðimerkurgöngu Ísraelsmanna, áttu að eiga sér stað, þar sem Konungabók segir að brottforin hafi verið 480 árum áður en bygging musterisins í Jerúsalem hófst, sem var á 4 ári í tíð Salómóns konungs.

Samkvæmt Biblíunni fæddist ísraelska þjóðin í Egyptalandi ef svo má segja, en Ísraelsmenn voru afkomendur 12 bræðra sem þangað höfðu flutt, og bjó öll þjóðin fyrstu árhundruðin í Egyptalandi. Samt eru hér um bil engin áhrif frá fornu tungumáli og ritmáli Egypta í hebresku. Merkilegt.

Á ákveðnum tímapunkti, eftir 400 ára þrældóm, leiddi Guð Ísraelsmenn út úr Egyptalandi, eftir að hafa sent stórmagnaðar plágur yfir Egypta. Sú síðasta fólst í því að Guð drap alla frumburði Egyptalands. Það sem er einna merkilegast við þá sögu, er sú staðreynd að Faraó var tilbúinn til að leyfa Ísraelsmönnum að fara, en Guð herti hjarta hans, til þess að þessi síðasta plága mætti ganga yfir landið. Ísraelsmenn smurðu dyr sínar blóði páskalambsins, en þetta voru fyrstu páskarnir. Hverju ísraelsku heimili var sagt að fórna lambi í þessum tilgangi, og borða það eftir kúnstarinnar reglum. Þeirra frumburðum var þar með hlíft. Blóð páskalambsins frelsaði þá. (Kristnir menn tala um Jesú sem páskalambið, og að blóðið hans frelsi einnig. Þetta var sem sagt tákn mynd af Nýja sáttmálnum.)

Eftir fyrstu páskana, þegar Egyptaland var í sárum eftir að Guð hafði drepið alla frumburði landsins, leyfði Faraó Ísraelum að fara.

Guð gekk á undan Ísraelum í skýstólpa á daginn, og eldstólpa á næturna. Eldstólpinn og skýstólpinn véku aldrei úr augsýn fólksins. Guð leiddi svo Ísraelsmenn að Sefhafinu/Rauðahafinu, og narraði Faraó til að láta her sinn elta, með því að herða hjarta Faraós enn á ný. Guð opnaði svo Rauðahafið, og gengu Ísraelsmenn yfir það þurrum fótum. Það hefur verið vægt til orða tekið merkileg lífsreynsla, enda tæki það marga daga að ganga yfir Rauðahafið. Skyldu Ísraelsmenn hafa tjaldað á hafsbotni, undir háum vatnsveggjum? Her Faraós var svo drekkt í hafinu, en þannig vildi Guð sýna dýrð sína í verki, eins og segir í bókinni. 

Rammt vatn sem Ísraelsmenn ætluðu að drekka, breyttist í ferskt vatn, þegar Móses kastaði tré í það. Er Ísraelsmenn voru á ferð sinni í eyðimörkinni, lét Guð rigna yfir þá mat. Bæði manna og lynghænum. Ísraelsmenn fengu manna af himnum dagalega í 40 ár!

En þrátt fyrir að hafa upplifað plágurnar og fyrstu páskana. Gengið í gegnum Rauðahafið þurrum fótum í marga daga. Horft daglega á skýstólpa og eldstólpa. Fengið daglega lynghænur sem féllu af himni ofan í matinn, drukkið kraftaverkavatn, og upplifað ýmislegt annað sem ætti heima í færslunni "Risi í járnrúmi", þá trúðu Ísraelsmenn ekki, og voru Guði óhlýðnir og uppreisnargjarnir. Það út af fyrir sig, er það ÓTRÚLEGTASTA við þessa frásögn alla. Ísraelsmenn ráfuðu um eyðimörkina í 40 ár, þrátt fyrir að ferðin þyrfti ekki einu sinni að taka einn mánuð. Ástæðan var ekki sú að Guð væri svo slakur leiðsögumaður, heldur vantrú Ísraelsmanna.

Þegar Ísraelsmenn lögðu af stað, voru um 600.000 karlemnn í hópnum, auk kvenna og barna. Því má áætla að ferðalangarnir hafi verið 2 milljónir manna. Ýmsir fornleifafræðingar hafa bent á það hversu einkennilegt það sé, að stór þjóð, sem bjó í lítilli eyðimörk í 40 ár, hafi ekki skilið eftir sig nein ummerki. (kannski enn eitt kraftaverkið?!) Annað kraftaverk er sú staðreynd að Ísraelsmenn urðu aldrei varir við allar egypsku herstöðvarnar og eftirlitsstöðvarnar, sem fornleifafræðingar hafa fundið í eyðimörkinni frá þeim tíma sem um ræðir. Eyðimörkin var þétt setin af Egyptum allan tímann, nema ef fornleifafræðingum skjátlast.

Líklegasta skýringin á því að ferðin hafi tekið 40 ár, en ekki t.d. 28 ár, eða 2 mánuði, er hvorki trúleysi, né slæm farastjórn Guðs, heldur sú að höfundur sögunnar hafi verið talsvert skotinn í tölunni 40. Það sést, sé Biblían skoðuð, að sú tala var í tísku hjá sumum hebreskum rithöfundum: Það ringdi í 40 daga í Nóaflóðinu. Flóðið var í 40 daga. 40 sökklar úr silfri voru undir borðunum í tjaldbúðinni. 40 ára friður ríkti í Ísrael í kjölfar dómaranna sem Guð setti yfir þá. Einn dómarinn átti 40 syni. Guð gaf Ísrael í hendur Fílistum í 40 ár. Ísak var 40 ára þegar hann giftist Rebekku. Móses var í 40 daga á fjallinu með Guði. Njósnararnir sem njósnuðu um fyrirheitnalandið gerðu það í 40 daga. Elí var prestur í 40 ár. Davíð ríki í 40 ár. Sál ríkti í 40 ár. Salómon ríkti í 40 ár. Elí var í 40 daga í eyðimörkinni. Jónas gekk um Nínevu í 40 daga. Musterissalurinn var 40 álnir að lengd, og svo framvegis.

Hinni trúlausu 40 ára kraftaverkagöngu lauk á endanum. Ísraelar komust til fyrirheitnalandins Kanan. Ekki segir reyndar frá þeim ferðalokum í 2. Mósebók, heldur annarsstaðar. 

Ísraelsmenn þurftu á leiðarenda að berjast við ýmsar kanverskar þjóðir sem réðu ríkjum í fyrirheitnalandinu áður en þeir gátu sest þar að. Samkvæmt fornleifafræðinni voru það hins vegar Egyptar sem réðu ríkjum í fyrirheitnalandinu góða, en Biblían talar aldrei um bardaga Ísraela við þá. Egypska heimsveldið var gríðarstórt og teygði anga sína víða, og landið helga, var í traustataki Faraós þegar Ísraelsmenn áttu að hafa komið þangað, og í mörg ár á undan og eftir. Fullt af skjölum og göngum og uppgröftum sýna að svo sé. Meintur flótti Ísraelsmanna frá Egyptalandi hefði því einungis leitt þá yfir á annað yfirráðasvæði Egypta. Þeir hefðu aldrei yfirgefið egypska heimsveldið.

Hérna er hægt að horfa á mynd varðandi fornleifafræðina. Það er reyndar fyrst og fremst 2. hluti sem kemur málinu við.

Sagan af eyðimerkurgöngu Ísraelsmanna, og af brottförinni úr Egyptalandi, er stórskemmtileg saga. Þar er að finna frásögnina um gullkálfinn, og boðorðin tíu og margt fleira skemmtilegt, auk þeirra hluta sem áður hafa verið raktir. Það er hins vegar fráleitt að leggja bókstafstrúarskilning á hana.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgirsm

Sæll Sindri

Hvað er það í 2.Mós. sem þú leggur trúnað á, og hvað ekki.  Þú lofar mér kannski að sjá einföld dæmi frá þér.

Í Postulasögunni 13:18-20 segir einn mesti Guðfræðingur allra tíma eftirfarandi  18Og um fjörutíu ára skeið fóstraði hann þá í eyðimörkinni. 19Hann stökkti burt sjö þjóðum úr Kanaanslandi og gaf þeim land þeirra til eignar. 20Svo stóð um fjögur hundruð og fimmtíu ára skeið.

Eigum við að horfa á Postulasöguna sem "skemmtilega sögu", eða ljóðabók eins og svo margir horfa til Mósebókanna.

Nú spyr ég af vankunnáttu: Veist þú hvaða ár fornleifafræðingar viðurkenndu loks tilvist Hittítanna, (sem Bíblían segir svo mikið frá) en þeir höfðu ekki fundið neitt sem benti til þess að einhver fótur væri fyrir þessum Biblíusögum........ Það væri gaman að vita það.

                                                                   Kveðja   

Birgirsm, 28.3.2008 kl. 17:44

2 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Sæll Birgir og vertu velkominn. Ég er rauðhærður, en þó aðallega rauðskeggjaður, sem mun eflaust vekja aðdáun hjá þér (sbr bloggið þitt).

Ég tel sjálfur að Mósebækurnar sé skáldssögur, sem styðjist við fjórar megin heimildir, J, P, E og D og skrifaðar, til að sameina Ísraels og Júdamenn, og í pólitískum og trúarlegum skilningi, eftir að Ísraelsmenn settust að í Júdeu. Þetta var tilraun til að gefa þessum þjóðum sameiginlegt ídentítet og sögu, enda áttu þeir að einhverju leyti sameiginlega arfleið í ákveðnum sögum. (Ég sé þetta svona megin dráttum). Það er því ekkert sérstakt í 2. Mósebók sem ég legg trúnað á (ég er trúlaus). Þú getur gúglað "documentary hypothesis".

Það er mögulegt (og ég skal fús viðurkenna að það sé hæpið), að skilja Postulasöguna þannig að hún sé að vitna í þessa sögu, án þess að segja þar með að hún sé bókstafleg sagnfræði. Sögur þurfa ekki að vera bókstafleg sagnfræði til þess að vera innblásnar af Guði, sbr söguna af týnda syninum. (ath ég er ekki að segja að sagan af týnda syninum sé innblásin af Guði, en það er ekki rökfræðilega ómögulegt, þó að sagan sé væntanlega skáld/dæmi saga). Póstmódernískir Biblíutrúmenn í Bandaríkjunum, t.d. þeir sem eru kallaðir "emergent", hafa verið að reyna að bjarga kristindóminum með því að opna fyrir þann möguleika að Biblían sé innblásin af Guði, án þess að sögur á borð við þær um ættfeðurna og brottförina frá Egyptalandi, sköpunina o.fl. séu bókstafleg sagnfræði (líkt og margir íslenskir lútherskir prestar líta á málin). 

Ég skil ekki hvernig það kemur málinu við hvenær fornleifafræðingar viðurkenndu tilvist Hittítannna.

Sindri Guðjónsson, 28.3.2008 kl. 20:33

3 Smámynd: Birgirsm

Sæll aftur

Ég kom með þetta dæmi með Hittítana vegna þess sem þú nefndir um fornleifafræðina " Samkvæmt fornleifafræðinni voru það hins vegar Egyptar sem réðu ríkjum í fyrirheitnalandinu góða, " ég var bara að koma með 1. dæmi úr Fornleifafræðinni sem sýnir fram á það að fornleifafræðingarnir eiga afskaplega erfitt með að segja"" þetta var svona, eða þetta var ekki svona"".                  

Þótt einhverjir fornleifafræðingar komi með eða setji fram kenningar um eitthvað sem ,,,hugsanlega,,, mögulega,,, má búast við,,,jafnvel,,, gera má ráð fyrir og fleiri KANNSKIKENNINGAR,, sem stangast á við Biblíuna, tek ég 100% frekar mark á henni heldur en fræðingunum.  

Birgirsm, 28.3.2008 kl. 23:07

4 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Ertu búinn að horfa á myndina? Veist þú hvers vegna fornleifafræðingar segja að þetta séu ekki sögulegar frásagnir? Þetta eru ekki bara einhverjar "kannskikenningar". Það eru þúsundir skjala og fullt af gögnum og uppgröftum, gervihnattamyndum og allskonar hátæknibúnaður o.s.frv. sem stuðst er við.

Svo er þetta einkennilega orðuð spurning hjá þér. Hvenær hefðu fornleifafræðingar ekki átt að "viðurkenna" tilvist Hittítanna? Ef til vill voru þeir ekki búnir að læra um þá á einhverjum tímapunkti, en fornleifafræði hefur enga ástæðu til þess að forðast að viðurkenna einhvern þjóðflokk.

Hérna er smá grein (sem reyndar birtist á síðu sem mér vera negatív og leiðinleg):

Sindri Guðjónsson, 28.3.2008 kl. 23:18

5 Smámynd: Árni þór

Talan 40 í Biblíunni er tala reynslu...
Guð sagði Móses að gera tjaldbúð, einn munurinn í tjaldbúðinni er sjö arma ljósastika með 66 bikurum, knöppum og blómum á, sem stendur fyrir 66 bækur Biblíunnar, skáldskapur, nei þitt orð er lampi fóta minna.
Eitt af sjö undrum veraldar pýramítinn mikli (orðið pýramídi í hebresku þýðir tíund - boðorðin 10 rist á steintöflur) í miðju Egyptalandi sjá Jesaja 19:19 altari Drottins stein biblían sem á vantar hyrningarsteininn, hyrningarsteininn sem smiðirnir höfnuðu sem er kletturinn Kristur sem fylgdi Ísraelsmönnum í Egyptalandi, Móses átti að slá á klettinn fyrst (hann var slegin vegna vorra synda á krossinum) síðan átti Móses að tala til klettsins sem við getum gert í dag til að fá lifandi vatn.
Það hafa fundist leifar af Egypskum stríðsvögnum í Rauðahafinu á þeim slóðum sem Ísraelsmenn fóru yfir, get nefnt mörg atriði í viðbót en get það ekki núna tímans vegna.

Árni þór, 29.3.2008 kl. 00:14

6 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Mætti ég biðja þig um að vera svo vænan að vísa mér á heimildir fyrir stríðsvagna fundum í Rauðahafinu, þegar þú hefur tíma?

Sindri Guðjónsson, 29.3.2008 kl. 00:48

7 Smámynd: Sindri Guðjónsson

2. Kaflinn í þessari bók (frá bls 7) er athyglisverður. "Exodus - Myth or History"

Sindri Guðjónsson, 29.3.2008 kl. 02:53

8 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Hérna er hægt að lesa um höfundinn, fornleifafræðinginn William G Dever. Ég kannaðist við hann út af þessari setningu hér: "I wrote to frustrate Biblical minimalists, then I became one of them." Dever þessi var mikill trúmaður á árum áður, og hálfgerður trúvarnarmaður. Faðir hans var "bókstafstrúar predikari".

Sindri Guðjónsson, 29.3.2008 kl. 03:10

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Flowers - Myspace Glitters
Hot Myspace Glitters - Dezrum.com

Sæll Sindri. Guð gefi þér góðan dag og góða viku framundan. Fékk upphringingu frá Akureyri af annarri uppáhaldsfrænku minni sem var á leið til ykkar. Yndislegar þessar stúlkur sem við eigum saman.

Skilaðu kveðju til Petru og sýndu henni rósina sem ég sendi, sem er líka fyrir hana.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.3.2008 kl. 10:57

10 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Takk fyrir það Rósa. Ég skila kveðju til Petru. Shalom!

Sindri Guðjónsson, 30.3.2008 kl. 14:30

11 identicon

Vagnarnir reyndar fundust í Sefhafinu sem er haf eilítið minna en Rauðahafið (eða það sem heitir það núna) samkvæmt heimildarmynd sem var á Rúv um árið.  Hesthús Faraós hefur einnig fundist ef ég man rétt en áður var Biblían eina heimildin um að Faraó hefði átt hesta og var talin rangfærsla af fræðimönnum. 

 Getur einhver sem sá myndina um Móse skellt inn hvað hún heitir. Ég hef ekki tíma til djúpra pælinga ;)

Davíð (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 10:23

12 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Já, Davíð, Biblían talar líka um Sefhafið, en ekki Rauðahafið. Rauðahafið er þýðingarvilla. Myndin sem þú ert að tala um er örugglega þessi hér.

Ég hef aldrei heyrt um að það hafi fundist vagnar í Sefhafinu (sem er löngu þornað upp held ég?) en það hefur fundist hesthús sem gæti hafa haft um 500 hesta. Sefhafið var grunnt vatn/ eða mýri.

Margir trúvarnarmenn vilja meina að Ísraelar hafi víst farið yfir Rauðahafið. Þeir segja máli sínu til stuðnings að vagnar Faraós hafi fundist í Rauðahafinu. Málið er bara að sá sem segist hafa fundið þessa vagna, og trúvarnarmennirnir vitna í, hefur líka fundið heilaga gralið, og örkina hans Nóa, og ýmislegt fleira magnað. Hann er ss. klikkhaus. Fullt af kristilegum trúvarnar síðum vitna samt í rannsóknir hans og fundi. Mynd sem hann hefur birt af vagn hjóli sem hann tók neðansjávar, hefur reynst líta út alveg eins og stálstýri úr skipi.

En Davíð, það að fornleifafræðingar hafi fundið hesthús í Egyptalandi, (og mögulega vagna í sefhafinu? - en ég get ekki séð að það sé talað um það í myndinni) breytir það einhverju um það að þeir hafa líka komist að því að Egyptar réðu ríkjum í Kananlandi? Eða að 2. milljónir Hebrea hafi ekki skilið eftir sig ummerki í eyðimörkinni? (þrátt fyrir að þeir hefðu t.d. átt að hafa byggt sér mjög myndarlega borg/flóttabúðir/tjaldbúðir)

Sindri Guðjónsson, 1.4.2008 kl. 11:31

13 identicon

Vá, fannst hesthús í Egyptalandi. Þá hlýtur Biblían að hafa rétt fyrir sér varðandi allt hitt......

Lárus Viðar Lárusson (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 22:46

14 identicon

Annars er það rétt að það er nokkuð fyndið hvernig Ísraelsmenn voru sífellt að missa alla trú á þessum guði sínum, þrátt fyrir allt puðið sem hann stóð í fyrir þá. Jafnvel ég hefði tekið trú á þessum stað á þessum tíma, bara fyrir allt brauðið og kjúklinginn sem ringdi stöðugt niður handa þeim.

Lárus Viðar Lárusson (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 23:00

15 identicon

Sæll Sindri

Ég verð nú að byrja á því að segja hvesu leiðinlegt mér finst að þú hefur tapað trú þinni. En svona er þetta menn vilja herða hjarta sitt gagnvart Guði. Ekki meir um það.

Varðandi flótta Ísraelsmanna úr Egyptalandi að þá þykir mér þessi útskýring mjög góð http://www.biblebelievers.org.au/bb971126.htm

Einnig varðandi tíma talið sem þú mintist á að þá er ágætt að skoða þessa síðu hér: http://www.biblicalchronologist.org/answers/exodus_egypt.php

Þetta er nokkuð góðar sannanir fyrir mér. TRÚ Í EYÐIMÖRKINNI. :-)

Barabbas (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 01:16

16 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Sæll vertu sonur föðurins ("bar-abba" myndi amk þýða það á aramísku). Mér þykir þú brattur að vita að ég hafi hert hjarta mitt. Ennþá merkilegra finnst mér að þú þykist vita að ég hafi viljað herða hjarta mitt. Ég streitist á móti því að glata trúni og opnaði og mýkti hjarta mitt eins mikið og ég mátti fyrir Guði. Ég vildi svo gjarnan reyna að halda áfram að trúa á Guð. Það voru mér mjög mikil og djúp vonbrigði, þegar ég sá að sú barátta var með öllu vonlaus. Ég held að hjarta mitt hafi aldrei verið mýkra en þá! (Það þarf mikla auðmýkt til að viðurkenna fyrir sjálfum sér að manni hafi skjátlast eins hrapalega og mér í 14 ár. Slíkur viðsnúningur er mjög erfiður)

Þessi yfirlýsing þín um að ég hafi hert hjarta mitt minnir mig á frásögn manns sem missti trúna, en í fyrstu málsgrein lýsir hann því hvernig fyrrverandi trúbræður hans eru ávallt vissir um að það sé einhver "inward moral flaw" (eins og t.d. að vilja herða hjarta sitt gagnvart Guði), sem leitt hafi til trúleysisins.

Ég skora á þig að lesa fleiri fæslur hér á blogginu. Þú gætir eflaust lært eitthvað af því. Þú gætir byrjað t.d. á Nytsöm til fræðslu, Allir geta gert mannleg mistök, Sá yðar sem syndlaus er, og Ó þú flata jörð. Þú gætir líka lesið "Snilld í Jobsbók". Þú mættir líka gjarnan skoða athugsemdirnar sem ég gerði við "Allir geta gert mannleg mistök".

Ég reikna með því að ég eigi eftir að skoða þessa linka sem þú vísar til, og á eflaust eftir að koma með athugasemdir í tengslum við þá.

Að lokum er ég að drepast úr forvitni hver þú ert. Ég skil vel að stundum þurfi menn að setja athugasemdir undir nafnleysi, en ef þú treystir þér til, máttu gjarnan senda mér tölvupóst og segja til nafns. Mér þykir ekki ólíklegt að ég þekki þig.

kv

Sindri

Sindri Guðjónsson, 14.4.2008 kl. 08:58

17 identicon

Sæll Sindri

Þetta átti ekki að vera árás eða dómur á þig og ég biðst afsökunar á þessum orðum mínum. En þegar ég segi þetta með að herða hjarta sitt að þá er ég að tala um hlutina frá eiginn reynslu. Eftir að ég frelsaðist að þá hef ég lent í miklum erfileikum og mér hefur ekki fundist þetta kristilega líf yndislegt eins og maður heyrir svo oft á Lindinni og Omega. Ég hef nokkrum sinnum efast mjög um Guð og Kristina trú og í öllum þessum tilfellum var það ég sem var búinn að herða hjarta mitt. Þegar ég hugsa um það sem greiðst daginn sem ég frelsaðist að þá upplifði ég Guð á svo sterkan hátt að ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því. Þennan dag breytist líf mitt á áþreifanlegan hátt.

Þegar efasemdirnar hafa verið að drepa trú mína að þá hef ég hugsað um þennan dag og hvað gerðist þá og aðrar upplifanir með Guði.

En ég verð að viðurkenna að það eru sumir hlutir í Biblíunni sem er erfitt að útskýra og skilja, En það eru líka margir hlutir í þessu lífi sem er erfitt að útskýra.

Ég ætla ekki að reyna sannfæra þig á nokkurn hátt, en mér finnst aðeins betra að lifa lífinu og trúa á Guð og að hann sé við stírið, heldur en að ég sé bara einn að berjast við mín vandamál.

Kveðja

Barabbas

p.s. Jú þú veist hver ég er, enn ég vill ekki segja til nafns.

Barabbas (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 11:14

18 Smámynd: Sindri Guðjónsson

OK, ekkert mál varðandi nafnleysið :-)

Ég "upplifiði" Guð líka á sterkan hátt, og líf mitt breyttist mikið þegar ég frelsaðist (og "upplifði" Guð í fyrsta sinn). Þessar upplifanir eru hins vegar að mínu mati bara eitthvað sem gerist í höfðinu á viðkomandi, en þér er alveg frjálst fyrir mér að vera á annarrai skoðun hvað það varðar (engin þörf af minni hálfu til að snúa þér - alls ekki). Ég hef sem betur fer ekki lent í mjög miklum erfiðuleikum eftir að ég frelsaðist (þó að kirkjurnar Frelsið, og Orð Lífsins hafi farið eins og þær fóru, þá leið mér lang oftast mjög vel persónulega), og mér fannst kristna lífið yfirleitt bara ljómandi gott. Það voru ekki vandamál í "trúarlífinu", né neitt kirkjuvesen að plaga mig. Þeim mun meira sem ég las Biblíuna, og um Biblíuna, sögu, tungumál, um handritin, og annað í þeim dúr, þeim mun ljósara var það, að dæmið gekk ekki upp. Sama t.d. varðandi þróunarkenninguna og fleira.

Sindri Guðjónsson, 14.4.2008 kl. 12:44

19 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Sindri Guðjónsson, 16.4.2008 kl. 11:26

20 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Þessi mynd hér fyrir ofan er tekin af síðunni sem Barabbas bendir á. Hún er af hjóli sem Ron Wyatt og Jonathan Gray fundu, og þeir segja hafa tilheyrt hervagni Faraós. Wyatt segist einnig hafa fundið mikil mannabein þarna á hafsbotni - sem hann segir vera leifarnar af her Faraós. Nú hef ég ekki séð neinar myndir af þessum beinum (þær eru ekki til), en þetta kemur mér amk spánskt fyrir sjónir. T.d. eru engin bein í kringum skipsflak Títanik sem fórst fyrir tæpum hundrað árum. Þau hafa ekki enst. Nokkur þúsund ára bein Faraó hers eru greinilega endingargóð! En ég er enginn sérfræðingur í þessum málum.

Síðan sem Barabbas vísar til, byggir mjög mikið á (meintum) fornleifafundum þeirra þeirra Ron Wyatts og Jonathan Gray (þeir voru "team"), en  það var einmitt Ron Wyatt, sem ég var að tala um hér fyrir ofan. Hann kveðst hafa fundið "the holy grail" (heilaga kaleikann, sem Jesús drakk úr í síðustu kvöldmáltíðinni), leifar borganna Sódómu og Gómorru, hann hefur fundið leifar af örkinni hans Nóa (meira að segja sköpunarsinnarnir hjá Answers in Genesis og Institude for Creation Research útiloka að hann fari með rétt mál), altarið sem menn fórnuðu til Gullkálfsins, og staðinn þar sem Móses fékk boðorðin 10, Sáttmálsörkina, sem hann fann í helli beint fyrir neðan staðinn þar sem Jesús var krossfestur, einnig komst hann að því að þegar Jesús var korssfestur hefði fjallið klofnað í tvennt, svo að blóð Jesú hafi runnið á náðarstólinn sem var staðsettur í helli undir hæðinni, og ég gæti tínt fleira til:

http://northeastflorida.humanists.net/mundinger001.html

Varðandi myndina hér fyrir ofan, heldur síðan sem Barabbas vísar á því fram, að Department of Antiquities in Cairo hafi staðfest að hjólið væru frá tímum Faraós, en slíku er hvergi annarsstaðar haldið fram á vefnum, nema á einni bloggsíðu sem vitnar í þessa síðu Barabbas. Engin gögn eða heimildir eru færðar þessari fullyrðingu til stuðnings. Wyatt og Gray, mér vitanlega, halda þessu ekki einu sinni fram sjálfir.

Að lokum spyr ég hvort að þetta meinta vagnhjól úr her Faraós gæti ekki alveg eins verið eitthvað hversdagslegra, t.d. eins og eitthvað í líkingu við myndina sem ég birti í næstu athugasemd:

Sindri Guðjónsson, 16.4.2008 kl. 12:07

21 Smámynd: Sindri Guðjónsson



Sindri Guðjónsson, 16.4.2008 kl. 12:08

22 identicon

Sæll

Það getur verið erfitt að sjá frá kvaða tíma þetta hjól er. Og að manna bein hafi fundist er alltaf spurning. En það sem mér þykir mjög merkilegt við þetta allt saman og það er þessi mynd hér.

http://www.wyattmuseum.com/images/wpe4A.jpg.

Þetta er skanni af svæðinu sem Ron Wyatt kafaði á og á að hafa fundið þetta hjól.

En úr einu í annað ef Biblían er skáldskapur hvernig útskýrirðu hluti eins og Heilagan Anda, kraftaverk, reka út illa and og tungutal (ég las á síðunni hjá þér að þú talar enn í tungum til að við halda tungutalinu ef þú trúir ekki, til hvers að tala tungum ??).

Trúir að við séum andi sál og líkami eða bara sál og líkami?

Og varðandi sköpunar söguna telurðu að Guð gerði hlutina?? Eða að einu sinni var ekkert og það sprakk og svo varð þróunnin út frá því??

Ég er forvitinn því ég veit að þú varst að predika og þú hlýtur að haf upplifa eitthvað þegar á því stóð, því ég hef upplifað magnaða hluti þegar ég hef stigið út í trú.

Kveðja

Barabbas

Barabbas (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 21:54

23 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Það er of mikil einföldun að segja að Biblían sé skáldskapur, án þess að fara nánar út í það. Tungutal er lærð hegðun. Margir, margir, fyrrum trúmenn tala enn í tungum eins og áður. Ég hef nokkrumsinnum lesið frásögur fólks sem einu sinni var trúað. Oft eru setningar eins og "I can still speak in tongues anytime I want to, even though I am now an Atheist". Ég hlustaði einu sinni á útvarpsþátt á netinu, þar sem guðfræðiprófessor sem kallar sig "Bible geek" svarar spurningum um Biblíuna. Einhver spurði um tungutal. Prófessorinn er núorðið trúlaus, en fyrrverandi tungutalandi pastor. Svo hann ákvað að leyfa hlustendum að heyra tóndæmi, og talaði aðeins í tungum.

Varðandi það til hvers ég tala í tungum, þá er það orðið gamall vani. Ég er eiginlega hættur því, en mér finnst það stundum losa aðeins um streitu, og svo finnst mér gaman að hlusta á þetta, t.d. ef ég er að keyra einn í bíl og hef ekkert annað að gera. Ég hlusta meira segja stundum á lofgjörðartónlist á meðan (smá experimentasjón í gangi hjá mér)

Varðandi "miklahvell" - þá er hann ekki "ekkert sem sprakk", ég fer kannski nánar út í það síðar. Það var í raun engin sprenging.

Ég upplifði ýmislegt þegar ég predikaði, en það líkt og aðrar trúarlegar upplifanir gerast í mannshuganum. Ég hef miklu meira að segja um öll þessi atriði, en vil frekar snúa mér að Ron Wyatt. Hann var lygari og blekkingarmeistari, sbr þessa grein eftir frelsaðan mann, sem talar í tungum o.þ.h., og kannaði aðeins málið.

Þegar hann ferðaðist milli safnaða var hann auglýstur "graduating from the University of Michigan with honors in Pre-med and as having finished all the requirements for both M.A. and Ph.D. in antiquities." Á endanum athuguðu einhverjir menn (kristnir menn nota bene) hvort að þetta væri satt, en það reyndist vera lygi. Hann fór aldrei í þessa skóla og fékk aldrei þessar gráður. Ron Wyatt minnir mig á mann sem kom í Dr. Phil . Hann hafði logið því að konunni sinni að hann væri læknir, og ætti fullt af peningum, en hvorugt var satt. Sjáðu Part 2, eða Part 3, þar sem Phil hafði látið hringja í skólann sem hann sagðist hafa útskrifast frá - og spurði hvort hann þekkti nafn rektorsins o.þ.h. og sannaði í beinni að kallinn var bara að ljúga þessu.

Að lokum ætla ég að koma með smá kopí/peist úr greininni sem í linka í hér fyrir ofan um Wyatt:

  

I can't cover most of what I discovered in the several days of investigative calls all over this country. I'll try to put all that in an audio tape complete with the details of how to get this information for yourself. I will tell you enough here to hopefully convince you WAR is a Christian con game. Ron Wyatt is either very psychologically ill or one of the greatest liars I have ever come across.

One of the individuals who I interviewed, who lost approximately 30,000 thousand dollars to Ron Wyatt, went to Israel with him, supposedly to see some of these sights and record them on film. An assignment editor of a major television station in Nasheville went with them. Not only did this individual not see any of these incredible discoveries, but his wife was told by one of Ron Wyatt's sons that the chariot wheels that Ron supposedly discovered in the Gulf of Aqaba were planted there by Ron. Mr. Wyatt gave this couple some coins which he supposedly found at the Ark of the Covenant site. Again, one of Wyatt's sons informed the wife that Wyatt bought those coins. Gentle, soft-spoken Ron verbally abused an Arab car rental agent when the agent told Mr. Wyatt that his son was to young to drive the vehicle.

This couple and the television man returned with nothing to show for the ten's of thousands of dollars he gave to Ron. Later, Ron returned and asked for $10,000 dollars more. This man told Ron he would give him the money if he agreed to take a lie detector test and sign a statement agreeing to allow this man to use the results of the test any way he wanted. Ron tried to get the money without agreeing to take the test, but when he saw that he would not get another dime without the test, he finally signed the statement and took the test. In the words of the man who put Ron Wyatt through the test, as told by the man who gave Ron Wyatt all the previous money, "He failed just about everything except his name."

After this, Ron Wyatt physically threatened the man who had Wyatt sign the statement. I also found out one of the so-called scientific apparatuses Ron Wyatt used to determine that he verified the true Noah's Ark, was a device advertised in the back of treasure hunter magazines. It was nothing but a glorified "divining rod." It had absolutely no scientific value whatsoever, yet leading ancient antiquities professors, Creation Science people with advanced degrees in geology, and newsmen fell for a modern version of the old water "divining rod."

Annars mæli ég með að þú lesir greinina sjálfur. Kristilegar stofnanir eins og Answers in Genesis hafa lýst því yfir að Ron Waytt sé ótýndur lygari og falsari. Hann lýtur út fyrir að vera trúverðugur - en boy oh boy...

Sindri Guðjónsson, 17.4.2008 kl. 22:31

24 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Varðandi svæðið sem Ron Wyatt kafaði á:

 Ron also knows exactly where the Israelites crossed the Red Sea and has even located chariot parts from Pharaoh's army. He claims he found a chariot wheel one and a half miles out in the Gulf of Aqaba and in two hundred feet of water! Professional skin divers say this would be quite a feat to dive that far down and impossible to photograph without sophisticated lighting equipment.

Hann er fjölhæfur hann Ron!

Varðandi hjólið sem Ron "fann":

The plain truth of the matter is, ancient construction methods of chariot wheels wouldn't have allowed for the survival of the wheel itself under water long enough for coral to encrust it. Moreover, the lack of provenience or proper documentation of the site would render it invalid as a method-providing context. Not to mention that the Egyptian government expressly forbids the removal of such objects, which Wyatt claimed occurred in at least one interview. Also, where are the alleged chariot wheels now?

Sindri Guðjónsson, 18.4.2008 kl. 02:00

26 identicon

Á svo ekki að fara að koma með nýja færslu :)

Dögg (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 17:48

27 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Ég er gersamlega búinn að hella mér í skákina að undanförnu, og varla búinn að líta í Biblíuna, ekkert lesið hebresku, guðfræði, eða neitt. Allur fríttími hefur verið skák, skák, skák, og aftur skák. Nú verð ég að fara að sinna lögfræðinni. (en annars eru þrjár hálfskrifaðar færslur í vinnslu - þær verða góðar)

Sindri Guðjónsson, 19.4.2008 kl. 19:50

28 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæl Sindri minn
Gleðilegt sumar.
Takk fyrir fjörug kynni hér í bloggheimum.
Guð blessi þig og fjölskylduna.
Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.4.2008 kl. 15:40

29 Smámynd: Steingrímur Jón Valgarðsson

Sæll Sindri

Ég óska ykkur öllum fimm gleðilegs sumars.

Kv Steini

Steingrímur Jón Valgarðsson, 30.4.2008 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Guðjónsson

Höfundur

Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson

Ég heiti Sindri! Ég er trúlaus, og blogga hér aðallega um Biblíuna. (Ég er að vísu sem betur fer hættur þessu stússi)

 

Þú getur haft samband: sindri79(a)gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...itvig
  • ...ysyvq
  • ...100_2438

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 2484

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband