Eru guðspjöllin sagnaritun?

Í síðustu færslu fjallaði ég um hversu ólíkar, og að mínum dómi ósamrýmanlegar, frásögur Lúkasarguðspjalls, og Matteusarguðspjalls, eru um fæðingu Jesú. Ég vil bæta örfáum atriðum við, og eru heimildir mínar einkum Bible Anchor Dictionary.

Jafnvel þó að Jósefus hafi af mikilli nákvæmni fjallað um hrottaverk Heródesar á síðustu árum valdatíðar hans, og gert langan lista yfir hans grimmdar verk, er ekki stafur um það að hann hafi drepið öll sveinbörn í Betlehem og nágreni, tveggja ára og yngri (Matt 2:16). Ekki er heldur neitt að finna um þetta hjá öðrum sagnariturum. 

Ágústus keisari lét aldrei skrásetja alla heimsbyggðina, eins og segir í Lúkasi 2:1, né t.d. alla þegna Rómarríkis. Auk þess væri fáránlegt að senda Jósef til Betlehem til að láta skrásetja sig þar, á þeim forsendum að hann væri afkomandi Davíðs konungs í 42. ættliði aftur í tímann (samkvæmt ættartölu Lúkasarguðspjalls, allaveganna). Venjulega skrásettu stjórnvöld fólk til að taka af því skatta, á grundvelli þess að það ætti land, og ferðuðust þangað sem fólkið átti heima.

Matteus 2:1 segir að Jesús hafi fæðst þegar Heródes var konungur. Kýreníus var landstjóri í Sýrlandi þegar Jesús fæddist, samkvæmt Lúkasi 2:2. Heródes dó árið 4 fyrir okkar tímatal, en Kýreníus varð landstjóri í Sýrlandi árið 6 eftir okkar tímatal, tíu árum eftir að Heródes lést. Það er erfitt að láta það stærðfræðidæmi ganga upp.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyndið að enginn af hinum miklu trúarspekingum sem oft kommenta hérna hafa ekkert að segja um þetta einfalda stærðfræðidæmi.

Algengt svar við svona dæmum er "Þetta er víst satt....einhvernveginn."

Lalli (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 19:26

2 identicon

Já mér finnst það líka soldið merkilegt að með þetta atriðir eru allir kjaftstopp....það er bara svooo margt sem ekki er hægt að standa vörð um hvað biblíuna varðar.

Vona bara að sem flestir fari að vakna upp af þessari biblíutrúar vitleysu.

Dögg (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 14:53

3 identicon

Nei.  Guðspjöllin eru ólíkir vitnisburðir ólíkra manna um sama atburðinn, ritað þó nokkru eftir atburðinn.  Þau eru mjög merkileg fyrir okkur nútímamenn sem hafa áhuga á lífi og starfi Jesú.  Þau eru auk þess stútfull af visku og góðri siðfræði.  Hvort allt sé sagnfræðilega 100% rétt er svo annað mál.  Vitnin voru mannleg og því ekki fullkomin.  Ef guðspjöllin væru aftur á móti búin til eftir á af kirkjunnar mönnum sem ætluðu sér að búa til góð trúarbrögð þá væru líkur á að þau væru eins og þú vilt hafa þau.  Þ.e. fullkomin og í algjöru samræmi.

Heiðrún (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 00:54

4 identicon

Enda held ég að maður undri sig helst á því að þeir sem telja biblíuna óskeikult orð Guðs geti horft framhjá þessu.

Þú lýtur greinilega á hana sem sagnfræðrit ;)

Dögg (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 11:09

5 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Heiðrún, spurning er frekar hvort að þau séu sagnfræðilega 30% rétt eða 5%, eða bara goðsagnir um manninn Jesú.

Þú ert annað hvort búinn, eða átt eftir, að læra það í guðfræðinni, að Markús var skrifað fyrst, og Matteus og Lúkas byggja á Markúsi, og heimildinni Q, og svo minni heimildium, og fleira skemmtilegt, og að höfundar guðspjallanna séu væntanlega ekki þeir Matteus, Markús, Lúkas og Jóhannes, þau hafi verið skrifuð á grískumælandi svæði, ekki bara langt í tíma frá atburðunum, heldur einnig talsvert í burtu landfræðilega séð, af guð má vita hverjum, og að höfundarnir hafi m.a. reitt sig á gamla testamenntið til að búa til sögurnar sem finnast í guðspjöllunum. 

Sindri Guðjónsson, 24.2.2009 kl. 11:15

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Heiðrún, í þessu tilfelli erum við ekki með tvær frásagnir af sama atburðinum, heldur tvær mismunandi helgisögur af fæðingu Jesú.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.2.2009 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Guðjónsson

Höfundur

Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson

Ég heiti Sindri! Ég er trúlaus, og blogga hér aðallega um Biblíuna. (Ég er að vísu sem betur fer hættur þessu stússi)

 

Þú getur haft samband: sindri79(a)gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...itvig
  • ...ysyvq
  • ...100_2438

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband