Englar stunda stundum óleyfilegt kynlíf

Ég var að lesa Júdasarbréf nýlega í nýju þýðingunni. Vers 7 er áhugavert, en þar segir: "Gleymið ekki heldur Sódómu og Gómorru og borgunum umhverfis þær sem drýgt höfðu saurlifnað, á líkan hátt og englarnir, og stunduðu óleyfilegt kynlíf."

Þetta minnti mig á gamalt rifrildi sem ég átti við Mofa, í kjölfarið á færslunni "Goðsögur Biblíunnar". Seinna skrifaði ég svo aðra færslu þar sem ég fór nánar í þetta, í tengslum við Enoks bók. Hún hét "Kymök við engla".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Sæll Sindri,
Eru þetta ekki föllnu englarnir sem var varpað á jörðina með Lúsifer? Einhverjir þeirra tóku sér konur mannanna segir í 1.Mós. 6:2 og 6:4.

Bryndís Svavarsdóttir, 20.2.2009 kl. 12:34

2 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Jú, ekki spurning. Hann Mofi vildi hins vegar ekki sjá annað en að það hafi verið venjulegir menn að verki í 1. Mós 6:2 og 6:4.

Sindri Guðjónsson, 20.2.2009 kl. 12:41

3 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Júdas er að tala um englana sem talað er um í Enoksbók, en hún er að miklu leyti um englana sem sváfu hjá konunum í 1. Mós 6:2 og 6:4

Gyðingar (á ákveðnum tímum) litu á 1. Mós 6, þegar englarnir sváfu hjá mönnunum, og eignuðust með þeim risana, sem hið eiginlega syndafall, fremur en sagan af Adam og Evu.

Sindri Guðjónsson, 20.2.2009 kl. 14:47

4 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Sæll Sindri,
Þú verður líka að taka til greina að hórdómur í Biblíunni er ekki bara kynferðisleg breytni. Guð kallaði það hórdóm þegar Ísrelsmenn tóku aðra guði fram yfir hann... sbr. Hós 4:12... Lýður minn gengur til frétta við trédrumb sinn, og stafsproti hans veitir honum andsvör. Því að hórdómsandi hefir leitt þá afvega, svo að þeir drýgja hór, ótrúir Guði sínum.
Þess vegna getur versið sem þú vísar til, líka verið svona... "Gleymið ekki heldur Sódómu og Gómorru og borgunum umhverfis þær sem drýgt höfðu saurlifnað og stunduðu óleyfilegt kynlíf...á líkan hátt og englarnir."  
Við þessa uppröðun og með annarri merkingu fyrir hórdóminn, er komin allt önnur merking í hórdóm englanna. 

Bryndís Svavarsdóttir, 21.2.2009 kl. 01:00

5 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

PS. letrið átti ekki að stækka svona :)

Bryndís Svavarsdóttir, 21.2.2009 kl. 01:00

6 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Fyrirgefðu, mér fannst ég koma merkingunni betur til skila með því að umorða setninguna... en hún er réttari eins og hún er skrifuð í Biblíunni... þ.e. að borgirnar höfðu drýgt saurlifnað... á líkan hátt og englarnir... sem sagt, báðir voru ótrúir Guði.

Bryndís Svavarsdóttir, 21.2.2009 kl. 01:09

7 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Já, en Júdas vitnar beinum orðum í Enoksbók, sem fjallar um óleyfilegt kynlífssvall englana sem átti sér stað í 1. Mós 6. Englarnir stunduðu óleyfilegt kynlíf.

Já, spámennirnir sögðu oft að Ísraelsmenn væru að hórast framhjá sér, með öðrum guðum, ég veit.

Sindri Guðjónsson, 21.2.2009 kl. 01:11

8 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Að Ísraelsmenn væru að hórast framhjá Guði, ekki sér, átti að standa þarna.

Sindri Guðjónsson, 21.2.2009 kl. 01:12

9 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Vers 14-15 í Júdasarbréfi, eru bein tilvitnun í eftirfarandi orð Enoksbókar:

And behold! He cometh with ten thousands of His holy ones

To execute judgement upon all,

And to destroy all the ungodly:

 

And to convict all flesh

Of all the works of their ungodliness which they have ungodly committed,

And of all the hard things which ungodly sinners have spoken against Him.

Sindri Guðjónsson, 21.2.2009 kl. 01:22

10 Smámynd: Sindri Guðjónsson

14Um þessa menn spáði Enok líka, sjöundi maður frá Adam, er hann segir: „Sjá, Drottinn er kominn með sínum þúsundum heilagra 15til að halda dóm yfir öllum, og til að sanna alla óguðlega menn seka um öll þau óguðlegu verk sem þeir hafa drýgt og um öll þau hörðu orð sem óguðlegir syndarar hafa talað gegn honum.“

Júdas, vers 14 og 15

Sindri Guðjónsson, 21.2.2009 kl. 01:56

11 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Sæll Sindri,
Eftir því sem ég les þessi vers í Júdasi oftar, þá er ég viss um að síðasti hluti versins, þ.e. um ,,stunduðu óleyfilegt kynlíf" eigi við borgarbúa Sódómu og Gómorru en ekki englana. Setningarfræðilega séð er aukasetning inni í aðalsetningunni.
Annars er Biblían er full af myndlíkingum um ólíklegustu hluti...
Með bestu kveðju,

Bryndís Svavarsdóttir, 21.2.2009 kl. 14:59

12 Smámynd: Sindri Guðjónsson

En Júdas er að tala um að Sódóma og Gómorra, og englarnir, hafi það sameiginlegt að hafa stundað óleyfilegt kynlíf. Hann er að tala um englana sem yfirgáfu bústaði sína og höfðu kynmör, sbr 1. Mós 6, og Enoksbók, sem hann vitnar sérstaklega í.

Eftirfarandi er úr 6 kafla Enoks bókar, vers 1-3:

1 And it came to pass when the children of men had multiplied that in those days were born unto 2 them beautiful and comely daughters. And the angels, the children of the heaven, saw and lusted after them, and said to one another: 'Come, let us choose us wives from among the children of men 3 and beget us children.' ...

Og vers sex segir að tvö hundruð englar hafi stigið niður af himni á Hemron fjall: And they were in all two hundred; who descended in the days of Jared on the summit of Mount Hermon, and they called it Mount Hermon, because they had sworn

Í þriðja versi sjönda kaflans lesum við um börnin sem englarnir eignuðust með mennsku konunum:  And they 3 became pregnant, and they bare great giants, whose height was three thousand ells

Þú kannast við þetta úr 6. Mósebók. Þetta er bara ítarlegra. Þessir englar og kynlíf þeirra er þungmiðja Enoksbókar, og Júdas hefur þá bók í huga þegar hann skrifar þetta bréf.

Sindri Guðjónsson, 21.2.2009 kl. 15:34

13 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Enoksbók var alveg gríðarlega mikið lesin bók, og fólk vissi alveg í hvað Júdas var að vísa. Enoksbók hafði mikil áhrif á höfunda Nýja testamenntisins.

Nokkrir kirkjufeður, t.d. Tertullian, höfðu Enóksbók sem hluti af kanónunni (töldu heilaga ritningu, hluta af Biblíunni)

Sindri Guðjónsson, 21.2.2009 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Guðjónsson

Höfundur

Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson

Ég heiti Sindri! Ég er trúlaus, og blogga hér aðallega um Biblíuna. (Ég er að vísu sem betur fer hættur þessu stússi)

 

Þú getur haft samband: sindri79(a)gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...itvig
  • ...ysyvq
  • ...100_2438

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband